miðvikudagur, maí 31, 2006

Þrjú

Brakes - 'All Nite Disco Party'
mp3
Breskt dansirokk. Tilvalið fyrir litla laugardag. Fínt stuð á mér, Arna að koma heim frá Finnlandi og stutt í Hvítasunnuhelgi, sem ég mun eyða við húspössun í Breiðholtinu innan um ógrynni matar og sjónvarpsstöðva.

þriðjudagur, maí 30, 2006

Tvö


Bruce Springsteen - 'Blinded by the Light'
mp3
Hvað er fólk alltaf að dissa the Boss? Bruce Springsteen er alveg geggjaður tónlistarmaður. Háfleygt pöbbarokk spilað af hópi af sveittum greaseballs frá New Jersey. Þetta lag var seinna coverað af Manfred Mann's Earth Band sem gerðu það að ofsasmell og kannast því flestir við það í flutningi þeirra.

Smá Springsteen-trivia hér: Trommarinn í E-Street Band er Max Weinberg úr Late Night with Conan O'Brien og gítarleikarinn í sama bandi er Steve van Zandt sem leikur Silvio í Sopranos. Áhugaverð heimasíða 'Little Steven' er hér.

mánudagur, maí 29, 2006

Eitt

Squeeze - 'Take Me I'm Yours'
mp3
Sama bandið og gerði 'Cool for Cats' merkilegt nokk. Grípandi og vel skrifað. Tilvalið lag til að hefja Skrúðgönguna.

Mér er sama hvaðan tónlistin kemur. Úr gömlum Ikea dótakassa með límmiðum frá Pítunni Skipholti, í skítugu hanskahólfi, grafin í fjöru, til sölu í Kolaportinu, otað að mér á götunni, í óskilamunum Sundhallarinnar, með hótunarbréfi frá dularfullum aðdáanda, í keðjubréfi og jafnvel í Steinar Músík og Myndir, Mjódd. Ef henni má troða í gegnum grimmilega stranga gæðasíuna, þá endar hún hér.