mánudagur, júlí 31, 2006

Mánudagslag #29

Saumum nú eyrun aftur á okkur eftir slagsmál helgarinnar og leyfum Bogamönnum Brauðhleifs að slaka okkur niður.

Archers of Loaf - 'White Trash Heroes'
mp3

föstudagur, júlí 21, 2006

Föstudagslagarinn XV


OK það er búið að vera helvíti þungt í okkur hljóðið hérna undanfarið. Núna er hún glampandi og því kominn tími á að hrista upp í þessu. Vér kynnum fyrir ykkur Fox n Wolf, kynþokkafyllstu hljómsveit sem nokkurn tíman hefur komið fram með dýragrímur.

Fox n Wolf - 'Youth Alcoholic'
mp3

Svona eiturhresst tíkar-rapp meikar bara sens á góðviðrisdögum sem þessum. Stelpur sveima um göturnar í litríkum múnderingum og kýla karlmenn og gamalmenni í magann einsog kynþokkafullir ávaxtakokteilar í hefndarhug.

fimmtudagur, júlí 20, 2006

Tuttugu


Ég sá þátt um hinn yfirlitna meistara JJ Cale á norsku stöðinni um daginn. Að heyra þessa smooth en samt grófu fúnk-kántrýmúsík vakti afur í mér draum sem ég hef átt lengi: Að flakka stefnulaust milli bæja meðfram þjóðvegi 66 í Bandaríkjunum og skilja eftir mig drama í hverju plássi. Einsog konu í sárum, svikinn félaga nú eða lík í ruslagámi.

JJ Cale - 'Travelin' Light'
mp3

JJ Cale - 'After Midnight'
mp3
Allir þekkja þetta lag í faux-gospel flutningi Eric Clapton (sem coveraði annað JJ Cale lag, 'Cocaine' við svipað góðar undirtektir) en 'Slowhands' gamli gæti aldrei toppað orginalinn.

mánudagur, júlí 17, 2006

Mánudagslag #28

Kæra skrúðganga!

Þetta er í fyrsta sinn sem ég skrifa ykkur, því vona ég að þetta verði birt sem fyrst.
Ég á erlendann vin, sem heitir Erlend. Hann er alltaf að skipta um hljómsveitir. Fyrst var hann í gítarpoppþynnkubandinu Kings of Convenience, svo hélt hann að hann væri plötusnúður í smástund, og svo var hann næstum því í Royksopp, en hætti við. Núna er hann fluttur til Berlínar og kominn í enn eina hljómsveitina. Hún er reyndar vandaðri og skemmtilegri en fyrri tilraunir hans, en samt hef ég áhyggjur. Ég er hrædd um að ef hann heldur þessu áfram, þá endi hann í Rockstar Supernova, í súpergrúppu með Tricky, Hafdísi Huld og Leeroy úr Prodigy. Svo finnst öllum stelpunum í bekknum ég vera ljót og leiðinleg. Hvað á ég að gera?

Þín,
Ein ráðvilt

PS: Hvað lestu úr skriftinni minni og hvað er ég gömul?

- - - - -

Kæra Ein ráðvillt.

Þetta er vonlaust ástand sem þú lýsir. Þið Erlend ættuð að setjast niður saman. Það má vel vera að honum líði alveg eins og þér. Við förum öll í gegnum tímabil þar sem að við flytjum til Berlínar og stofnum fullt af hljómsveitum, þetta er eðlilegt og gangur lífsins. Hvað stelpurnar úr bekknum þínum varðar, ættir þú að kaupa þér dýrar gallabuxur, gefa þeim öllum nammi og prófa að leggja eina þeirra í einelti.

PS: handskriftin þín ber vott um fljótfærni, og þú mættir laga stafsetninguna. Þú ert sennilega um þrítugt.» Whitest Boy Alive - Don't Give Up      mp3

sunnudagur, júlí 16, 2006

Nítjan

Nú lýkur mannakornsviku Skrúðgöngunnar. Lokalagið að sinni er Einhversstaðar Einhverntíma Aftur, og er svakafínt. Þegar maður er búinn að vera að blogga um Mannakorn í viku hefur maður ekkert æðislega mikið meira við málið að bæta. Verði ykkur að góðu.


Mannakorn - 'Einhversstaðar Einhverntíma Aftur'
mp3

laugardagur, júlí 15, 2006

föstudagur, júlí 14, 2006

fimmtudagur, júlí 13, 2006

Sautján

Maggi Eiríks diggar ekkert að það sé verið að bora í móðurjörðina. Hann setur siggborinn hnefann í borðið og krefst afnáms stóryrkjustefnu yfirvalda, og þetta gerði hann í kringum 1979.

Þessir barnungu ullarsokkahippar í dag sem þykjast bera velferð náttúrunnar fyrir brjósti, þeir bara spreyja á veggi saklauss fólks og reykja spliff í kjallaranum undir Kaffi Hljómalind. Það væri gaman að sjá það hyski rífa sig upp, strunsa á gatslitnum kínaskónum í upptökuver og semja einn svona slagara. Aular.

Mannakorn - 'Göngum Yfir Brúna'
mp3

miðvikudagur, júlí 12, 2006

Sextán

Mannakornsvika skrúðgöngunar heldur áfram.

Mannakorn virðist vera frekar vinsæl hljómsveit þessa dagana. Ég hef keypt tvo diska með þeim, með mánaðar millibili, og í fyrra skiptið sem ég fór í Skífuna og keypti disk var fullur rekki af diskum með þeim, en mánuði síðar voru bara tveir þrír diskar.

- - -
Lifði og dó í reykjavík var einn af eitís smellum Mannakorna. Eðal bylgjupopp, með kántrí gítarhúkk og Stúdíó Sýrland sándi. Það kom út á plötunni Bræðrabandalagið, árið 1988.

Ég hef leitað slatta en hef ekki fundið neinn stað til að kaupa þessar gömlu plötur þeirra á geisladisk á netinu, en hægt er að kaupa eitthvað af gamla dótinu þeirra á stafrænu sniði á Tónlist.is. Þó ekki ef þú ert með macintosh vél, eins og ég.

» Mannakorn - Lifði og dó í Reykjavík

þriðjudagur, júlí 11, 2006

Fimmtán
Mannakorn - 'Reyndu Aftur'
mp3
Þegar þínir nánustu liggja eftir í blóði sínu og þarfnast volgrar hjálparhandar sem þeir þekkja og treysta, hvað gerir þú? Snýrð þú lófum að bringu þér og kreistir svo kjúkum í vasa? Leiðir þú augu þín til mánans og stingur sneplum í eyru þegar bróðir þinn eða systir kallar til þín á ögurstundu?

Munt þú standa í sporum þér og hreyfa hvorki fótlegg eða úlnlið, eða munt þú teygja út fingur þína til þeirra sem minna mega sín og slá af öxlum þeirra ryk?

Sérð þú? Veist þú? Skilur þú?

mánudagur, júlí 10, 2006

Mánudagslag #27

Fokk.

Fokking mánudags fokking fokk. Mánudagsmorgnar eru, tjah, "fokk". Það er enginn betri leið að lýsa þessu. Og fáir skilja þetta fyrirbæri betur en Maggi Eiríks. Á svona dögum er sál manns á gatnamótum, á rauðu ljósi. Eða eins og Woody Allen sagði, "More than any other time in history, mankind faces a crossroads. One path leads to despair and utter hopelessness. The other, to total extinction. Let us pray we have the wisdom to choose correctly.".

» Mannakorn - Á Rauðu Ljósi mp3

laugardagur, júlí 08, 2006

Siðbuið föstudagslag og kveðja úr sveitinni

Í þessum töluðu orðum er ég í símanum við hinn helming þessa tónlistarbloggs, Björn Þór. Hann skilar til ykkar:

"Er sólin sest á bak við reynisfjall, brotna öldurnar á grænum klettinum, og ég hugsa til ykkar. Sérstaklega þín.

Lundarnir svífa um og stráin blakta yfir höfði mér.

Kveðja frá Vík í Mýrdal"

- - -

Eins og glöggir lesendur tóku örugglega eftir, þá var ekkert föstudagslag í gær. Fyrir hönd okkar Björns biðst ég innilegrar afsökunar, og hér er lítil sárabót:

» Patrick Wolf - The Libertine

Þetta lag var eitt af heitustu smellum síðasta hausts í iPodinum mínum, og voru hlustendur (ég) sammála um að gæðalag væri þar á ferðinni. Þetta lag sameinar það að vera ofsalega vandað fullorðins popp og svona næstum því danssmellur. Næstum því. Kannski meira svona koma-sér-í-gírinn lag en eitthvað til að tjútta við á dansgólfinu.

þriðjudagur, júlí 04, 2006

Tólf


The Rapture - 'Get Myself Into It'
mp3
Nýtt lag með The Rapture! Önnur platan þeirra kemur út 4. september í Evrópu og verður það vafalítið einn stærsti viðburður ársins í dansmúsíkinni. Það sem ég er búinn að heyra af þessari plötu (pródúseruð af Danger Mouse) er bara stórfínt og fyrir mitt leiti get ég ekki beðið eftir plötunni, sem hefur verið vatni ausin og skírð 'Pieces of People We Love'.