Tuttugu og Þrjú


Búbbluplast var fundið upp fyrir algera tilviljun. Þeir ætluðu að búa til veggfóður úr plasti en slysuðust til að gera þetta feikiskemmtilega efni, sem er ekki bara tilvalið að sprengja með puttunum, heldur verndar það líka hluti sem mega ekki brotna í mél.

The Young Knives eru búbbluplast. Óvænt uppgvötun sem gerir lífið skemmtilegra. Ég fann myndband með þeim þegar ég var að hlaupa á milli stöðva og ég varð strax hugfanginn. Þetta eru flippaðir og sniðugir gæjar frá Bretlandi sem gera nýbylgjulegt rokk með óhlutbundnum textum. Áhrifavaldar þeirra eru augljóslega lið einsog Moving Units, Fire Engines og Talking Heads sem er bara gott mál.

Ég segi bara tékkið á eða verið eftirá.

The Young Knives - 'Weekends and Bleak Days (Hot Summer)' mp3
Myndbandið á Jútúp

Ummæli

Vinsælar færslur