laugardagur, október 28, 2006

Partý í Hval 9Vinir mínir á Hvalveiðaskipinu Hvalur 9, Brjánn, Georg og Blængur ætla að halda teiting í kvöld. Við ætlum að þamba uppsafnaðan raka úr vélarfeitis-tunnunni, slægja Langreið eða tvær, gera símaöt og fara svo í armbeygjukeppni. Eða eitthvað.

Hér er það sem fer í kassettutækið þegar við viljum ota mjöðmunum til og frá:

The Presets eru frá Ástralíu, kunna að búa til flotta mússík og eru með soldið flotta heimasíðu.
The Presets - 'I Go Hard I Go Home' (Ascii Disko Remix) mp3

Klanguage er líka flott. Nenntekki að gúglaða.
Klanguage - 'Priceless Things' mp3

Og hér að lokum er fagurt lag sem passar vel við trúnóið í kvöld eða koddahjalið á morgun.
Donovan - 'Oh Deed I Do' mp3

föstudagur, október 27, 2006

Föstudagsslagari XXV

Mikið að gera í vinnunni. Hef ekki tíma fyrir miklar bloggskriftir. Hér er föstudagsslagari. Hann er hress. Góða helgi.

» Simian Mobile Disco - Animal House
[fixed link]

fimmtudagur, október 26, 2006

Vídjóleigan

Klaxons gerðu fína hluti á Airwaves og hér er glænýtt myndband með þeim, við lagið 'Magick'. Fyrir glowsticks-pervert einsog mig er þetta alger draumur.Leikstjórinn er Saam Farahmand, sem er að gera allt vitlaust í myndbandaheimum. Hann gerði einmitt myndbandið hér að neðan við lagið 'Hustler' með Simian Mobile Disco. Ég verð að segja að mér finnst þetta svoldið hott vídeó, enda pínu dónó.

í Maxgallann og út að skokkaÞið hafið örugglega heyrt um þetta. Nike fékk James Murphy (DFA, LCD Soundsystem) til að búa til skokk-mixteip handa sér. Ætlunin var að gera tónlist sem passar við störf líkamans meðan á æfingu stendur (sem þýðir bara stöðug hækkun/hröðun og rólegheit í hvorn enda). Útkoman er glimrandi fínt þrjiggjakortera retró-diskó-tekknó bútasaumsteppi úr nokkrum lögum sem lágu ókláruð á harðadisknum hans.

Það eru auðvitað háværar nöldur-raddir í gangi frá liði sem er ósátt við að Murphy sé að gera lag handa Nike og að hann sé núna einhver sellout. Hvernig væri ef það pakk myndi bara drulla sér frá nöldur-spjallrásunum, leggja frá sér Pringlesið, setja smyrsl á legusárið, fara út að hlaupa og hættessu djöfulsins væli! Mér finnst þetta mergjuð hugmynd! Nike ætti að gefa út heila seríu af hlaupalögum frá framsæknum tónlistarmönnum. Meira svona!

LCD Soundsystem - '45:33' mp3
(Fjarlægt að beiðni listamanns)

föstudagur, október 20, 2006

Föstudagskvöldið a Airwaves

Svona lítur dagskráin út fyrir kvöldið:

Gaukurinn 20:45
Lisa Lindley Jones

NASA 21:30
Future Future

Pravda 22:00
Bloodgroup

Listasafnið
22:15
Apparat Organ Quartet

Pravda
23:20
Steed Lord
Mögulega mest trendí hljómsveit í sögu lýðveldisins.

Listasafnið
00:00
The Go! Team

01:00
"TBA"
(ég hef góðar heimildir fyrir því að Erlend Øye muni vera með DJ sett í þessu slotti)

01:20
Skatebård

03:00
Walter Meego DJ set

fimmtudagur, október 19, 2006

Kæra dagbók - miðvikudagur

Hin mergjaða Airwaves hátíð er byrjuð og bærinn er fullur af yndisfríðum skandinavískum stelpum með bjór í hönd sem spyrja mig til vegar. Njamm. Ég hljóp eins og fætur toguðu niður á Pravda í gær. Þar voru Electroll að klára DJ settið sitt. Næstur inní búr var our very own Terrordisco. Hann tryllti lýðinn að vanda en af einhverri ástæðu virtust rússarnir sérstaklega fíla hann Svenna okkar.

Zuckakis Mondeyano Project eru greinilega orðnir allt of stórir fyrir Pravda því þvagan lá hálfa leiðina niður stigann. Svo þegar Lovísu var meinaður aðgangur vegna skilríkjaleysis ákváðum við að stinga af. Það er greinilegt að Lay Low er ekki ennþá orðin nógu fræg til að fá greiðan aðgang á Pravda. Ég heyrði að Gaukurinn væri einsog sveitt skinkudós (ég er farinn að kvíða fyrir Wolf Parade á föstudaginn)og því fórum við yfir á Nasa. Þar náðum við Original Melody og Forgotten Lores. Svaka stuð og þar voru allir sem skipta máli.

Nema Harrison Ford. Það mætti halda að DJ Indiana Jones væri sein viðbót við hátíðina því enginn getur haldið vatni yfir að Harrison Ford, sem lék í þarna kafbátamyndinni með Ingvó E Sigurðs, sé að tjilla á landinu. Sjíss!

En hér er bónus lag með Klaxons. Sjáið þá í Listasafninu í kvöld. Ég meina það. Harrison Ford verður þar.

Klaxons - 'Magick' (simian Mobile Disco remix) mp3

þriðjudagur, október 17, 2006

Airwaves #27

Mr. Silla & Mongoose (IS)
Í Þjóðleikhúskjallaranum á laugardaginn, kl. 23:30Silla syngur einsog engill og Maggi spilar einsog satan. Semsagt voða vel. Hann seldi víst sál sína sjálfum sér.

» Mr. Silla & Mongoose - 'Noodlefeet'
» Mr. Silla & Mongoose - 'Ten Foot Bear'

» Mr. Silla & Mongoose á icelandairwaves.com

Airwaves #26

Nokkrir uppáhalds íslenskir Airwaves artistar:

FM Belfast
Á Pravda - Airwaves Club laugardagskvöldið kl. 23.30

FM Belfast er Árni Rúnar Hlöðversson (Plúseinn) og Lóa Hjálmtýsdóttir. Þegar hann er ekki að búa til trendí hárgreiðsluelektró með Hairdoctor, og þegar hún er ekki að búa til teiknimyndasögur, þá koma þau saman og búa til tónlist undir nafninu FM Belfast.

» FM Belfast - Lotus (Killing In The Name Of)
» FM Belfast á Myspace

Bloodgroup
Á Pravda - Airwaves club, föstudagskvöldið kl. 22.00

Bloodgroup eru frumherjar í endurreisn næntíssins á íslandi. Lagið þeirra, » Hips Again (demo), hefur hlotið mikla spilun á myspace prófílnum mínum.

» Bloodgroup - Hips Again (demo)
» Bloodgroup á Myspace

Idir
Á Grand Rokk, fimmtudagskvöldið kl. 21.45
Ef tregafull kassagítarsmúsík er eitthvað fyrir þig, áttu eftir að fíla Idir í klessu.

» Idir - All The Dreaming
» Idir á Myspace

Airwaves #25

Wolf Parade (CAN)
Á Gauknum á föstudaginn, kl. 00:00Mér finnst þetta tvímælalaust besta hljómsveitin sem kemur fram þetta árið. Óli Palli, Arnar Eggert Thoroddsen og Andrea Jóns munu öll standa aftast í leðurjökkunum sínum með hendurnar í kross og nikka höfðinu í takt meðan þau bíta í neðri vörina. En án gríns, ef þú sérð bara eina tónleika á hátíðinni...

» Wolf Parade - 'This Heart's on Fire'
» Wolf Parade - 'Fancy Claps'

» Wolf Parade á icelandairwaves.com

Airwaves #24

Whitest Boy Alive (NO/DE)
Á Gauknum á fimmtudaginn, kl. 00:00

Erlend Öye var einu sinni í Kings of Convenience. Ég fílaði það band nokkuð vel, en það var samt eitthvað við sándið á hljómsveitinni sem stuðaði mig pínu.
Hann er núna hvítasti gæji í heimi og er að hössla allar svörtu píurnar.

» Whitest Boy Alive - 'Dead End'

» Whitest Boy Alive á icelandairwaves.com

mánudagur, október 16, 2006

Airwaves #23

Lay Low (IS)
Nasa á fimmtudaginn, kl. 20:00Það má ekki hundur prumpa án þess að minnst sé á Lay Low. Hún er í auglýsingum í sjónvarpinu, á plakötum, forsíðum blaða og í hjörtum okkar allra. Þetta krútt gefur draugum einsog Patsy Cline og Johnny Cash ekkert eftir í trega og einstaka ruddaskap. Allir verða að sjá hana því eftir þetta verður hún voða big-time og þið getið sagst hafa séð hana back in the day.

» Lay Low - 'Boy oh Boy' (Demo)

» Lay Low á icelandairwaves.com

Airwaves #22

The Go! Team (UK)
Í Listasafninu á föstudaginn, kl. 00:00Rosalega eklektískt og hávært ofvirknis dansirokk. Þetta stuðpakk frá Brighton eru jafnvíg á að gera meiriháttar fúttlög sem fá fatlafól til að taka snúsnú og magnþrungna epík sem sogar út tár. Listasafnið verður svo sannnarlega mest hipp staðurinn til að vera þetta kvöld.

» The Go! Team - 'Ladyflash'
» The Go! Team - 'Bull in the Heather' (Sonic Youth cover)

» The Go! Team á icelandairwaves.com

sunnudagur, október 15, 2006

Hrúga af Airwaves

Lisa Lindley-Jones (UK)
Gauknum á föstudaginn, kl. 20:45Í fyrsta lagi: Hún er óóóóógeðslega sæt. Höfum það í huga. Hotttttttttttt með fjórtán t-um. Þetta er soldið eins og Sonic Youth með fallegum kvennmanssöng. En djöfull er hún sæt.

» Lisa Lindley-Jones - 'Firetime'

» Lisa Lindley-Jones á icelandairwaves.com


- - -


Islands (CAN)
Á Gauknum á föstudaginn, kl. 20:45Krútt! KRÚÚÚÚÚÚÚÚÚTT! Alveg meiraðsegja megakrútt. Allt bakköppbandið hjá Múm mætt, og Sufjan og Benni Hemm Hemm klappa með. Plinketyplonk. Rosa vel gerð krúttering í alla staði.
Hey! Hvað myndirðu kalla framhaldsþátt um ástir og örlög Múgíson og stelpnanna í Amina? Lopasápa!

» Islands - 'Rough Gem'

» Islands á icelandairwaves.com


- - -


Hogni Lisberg (FO)
Í Þjóðleikhúskjallaranum á föstudaginn, kl. 22:00

Einhversstaðar í skemmu í afviknu þorpi í færeyjum er tilraunastofa, þar sem færeyskir vísindamenn hafa í 20 ár unnið að því að fullkomna vísnasöngvagenið. Færeyingar eru rosa flinkir í að flytja út hugljúfa tónlistarmenn, og Högni er ekkert síðri en Eivör eða Teitur.

Þetta lag fer í iPoddinn hjá hugljúfasta núlifandi íslendinginum, Jóni Ólafssyni (Jón Ólafsson sem spilar á hljómborð, ekki Jón Ólafsson sem borðar munaðarleysingja).

» Hogni Lisberg - 'Morning Dew'

» Hogni Lisberg á icelandairwaves.com


- - -


Datarock (NO)
Á Gauknum á fimmtudaginn, kl. 23:00Mjög dansvænt norskt síðpönk sem David Byrne væri stoltur af. Ef þú fílar Talking Heads, þá ættir þú að grípa stóru jakkafötin og mæta á þessa tónleika.

» Datarock - 'fa fa fa'

» Datarock á icelandairwaves.com

laugardagur, október 14, 2006

Byssur og Bombur


Hér er stórhættulegt elektrópakk frá LA sem kallar sig Guns n Bombs, eða Martröð Tollvarðarins. Ég mæli með þessu tryllingslega rudda-tekknó fyrir alla þá sem fíla Justice (þið vitið hver þið eruð). Drullaðu þér í drykkjukeppni og koddu svo í sleik.

Guns n Bombs - 'Crossover Appeal' mp3

Guns n Bombs - 'Nothing is Getting Us Anywhere' (Instrumental' mp3

Airwaves #21

Kaiser Chiefs (UK)
Í Listasafninu á laugardaginn, kl. 00:00

Það er varla að taki að minnast á þetta band hérna. Þetta er laaaang þekktasta hljómsveitin á hátíðinni í ár, búin að vera í mega spilun á X-unum báðum og Rás 2. Þeir eru svakalegt tónleikaband, það stekkur enginn hæð sína meira í loft upp en Ricky Wilson, söngvari hljómsveitarinnar. Bjölli á þetta á vínyl.

» Kaiser Chiefs - 'Everyday I Love You Less And Less'

» Kaiser Chiefs á icelandairwaves.com

Airwaves #20

Love Is All (SE)
Á Nasa á fimmtudaginn, kl. 00:00Eftir að The Rapture gerðu saxofónleik í rokktónlist kúl aftur hefur tónleikagestum ekki verið óhætt. Reyndar er Rapture samlíkingin ekkert úr lausu lofti gripin. Þetta er óslípað artrokk.

» Love Is All - 'Talk Talk Talk Talk'

» Love Is All á icelandairwaves.com

Airwaves #19

Brazilian Girls (US)
Á Nasa á laugardaginn, kl. 00:00

Þegar við googluðum eftir myndum af Brazilian Girls komumst við að því að það eru sennilegast svona þrjátíu stelpur í hljómsveitinni, og þær eru allar annað hvort naktar eða á bíkíní. Við vísum sögusögnum um það að hljómsveitin sé skipuð þremur rosalega lifuðum gæjum og einni gellu algerlega á bug.
Þetta er svona músík sem maður myndi lýsa sem partý- eitthvað. Hvað vitum við samt ekki alveg. Bara svona partí. Partígrúf?

» Brazilian Girls - 'Ships In The Night'

» Brazilian Girls - 'Pussy'

» Brazilian Girls á icelandairwaves.com

Airwaves #18

The Fields (UK/IS)
Á Nasa á laugardaginn, kl. 23:00Þetta er ótrúlega flott síkadelískt rokk. Björn Þór er að fíla þetta í tætlur. Hann hefur ekki hlustað á þetta áður. Mér hlakkar til að sjá viðbrögðin þegar ég segi honum að þetta er nýjasta hljómsveit Þórunnar Antóníu.

Björn minnist á sætleika hennar, og er ótrúlega ánægður með stelpuna. Þórunn, símanúmerið hans er 868-0997.

» Fields - 'Song for the Fields'

» The Fields á icelandairwaves.com

föstudagur, október 13, 2006

Föstudagsslagari XXIV

Föstudagsslagarinn í dag er tvöfaldur.

Radiohead er ekki þetta týpiska partíband. Allavega er yfirleitt ekkert rosalega gaman að fara í partí þar sem gestgjafinn blastar Radiohead.

Þetta hefur angrað Radiohead unnendur um heim allann í fleiri áratugi, en loks er komin lausn á þessu hvimleiða vandamáli. Mark Ronson hefur búið til partíhressa arr-enn-bí útgáfu af Just, og reggídvergarnir í Easy Star All-Stars tóku Paranoid Android og helltu smá lífi í það.

Góða helgi.

» Easy Star All-Stars - Paranoid Android
» Mark Ronson feat. Alex Greenwald - Just

Airwaves #17

Mates of State (US)
Á Grand Rokk á föstudaginn, kl. 22:15Í dag er gósentíð fyrir hljómborðsleikara. Þessi hljómsveit er svona Anti-White Stripes. Strákur á trommum og stelpa sem spilar á hrúgu af hljóðgerflum. Hresst og partívænt rokk.

» Mates of state - 'Fraud In The '80s'

» Mates of State á icelandairwaves.com

Airwaves #16

Metric (CAN)
Á Nasa á fimmtudaginn, kl. 23:00

Mér langar rosalega mikið að minnast á Yeah Yeah Yeahs. Með aukaskammti af pönki. Söngkonan er alveg útúrsæt og þetta lag er svakapartí. Ég held að þetta verði alveg magnaðir tónleikar.

» Metric - 'Monster Hospital'

» Metric á icelandairwaves.com

Airwaves #15

Otto Von Schirach (US)
Í Iðnó á föstudaginn, kl. 00:45Voðalega vúlgar stöff. Einsog meltingartruflanir í diskósalnum í iðrum satans.

» Otto von Schirach - 'Tea Bagging the Dead'

» Otto Von Schirach á icelandairwaves.com

fimmtudagur, október 12, 2006

Airwaves #14Stærsta nafnið á Iceland Airwaves '06:

Terrordisco!


á Pravda / Airwaves Bar, miðvikudagskvöld, frá 11-01

Úr æviágripi listamannsins á icelandairwaves.com:

Many musical outfits are called but few are chosen. Terrordisco is neither.

Sporting an almost unhealthy combination of flashy irreverance and juvenile self-pity Terrordisco has been described in some quarters as being “too cool” to care about other people’s admiration (which ironically has gained it something of a cult following) while skeptics simply maintain that the responsible parties can’t be bothered to think seriously about their music, urging fans to “stop believing the hype.”

Anyone who’s ever been on an Inter-Rail trip across Europe will know just how boring trains can be. But someone who listens to Terrordisco won’t have a clue about that, having presumably been a shut-in for most of his/her life, observing life from a safe distance, voyeuristacially and with an occasional hint of euphoria at the thought of being caught.

Listening to Terrordisco is like eating rocks and shitting gunpowder, subsequently. The music paints iconoclastic landscapes with crude materials such as rusty crossfaders that have a special “rip” to them and 8-track cassettes that have been oven-heated for shrinkage and those lovely “au-naturel” pitch bends. None of this is visible in the live show though, mainly because of fire regulations. No sir, it's just played from a computer.

Brian Wilson has probably never heard Terrordisco but if he would he would probably either like it or dislike it. Such is the way of Terrordisco. Or Brian Wilson.

» Terrordisco Mix - Mai 2005
» Terrordisco á Iceland Airwaves vefnum

Airwaves #13

BREYTING: Jens Lekman
Þjóðleikhúskjallarinn á laugardagskvöldið, kl. 00:15
Jenny Watson var að detta út af Airwaves prógramminu í staðinn. Sá sem leysir hana af er sænski snillingurinn Jens Lekman. Ekki amaleg skipti þau.

» Jens Lekman - Pocketful of money

» Jens Lekman á Iceland Airwaves síðunni

miðvikudagur, október 11, 2006

Ný Frönsk


Darkel er annar gæjinn úr Air og einhver frönsk pía að dæsa. Þetta er leikandi létt soft-rokk með elektrófíling. Gasalega lekkert alveg hreint.
Darkel - 'At The End Of The Sky' mp3

Þetta næsta er mitt uppáhalds með þeim:
Darkel - 'My Own Sun' mp3
(Þrátt fyrir að melódían sé stolin úr 'Well Respected Man' með Kinks...)

Airwaves #12

Call To Mind (UK)
Á Grand Rokk á föstudaginn, kl. 22:15

Þessi hljómsveit hét áður Wolf and Wolf. Djók. Það eru rosalega mikið af hljómsveitum sem heita Wolf eitthvað og margar þeirra hlóma svolítið svona. Epískar lagasmíðar á la Arcade Fire.

» Call to Mind - 'Breathe part 1'

» Call To Mind á icelandairwaves.com

Airwaves #11

Jakobínarína (IS)
Í Listasafninu á föstudaginn, kl. 23:00Þeir hafa unnið Íslensku tónlistarverðlaunin, Hlustendaverðlaun Xins, Edduna, Óskarinn, Emmy, Tony, Grammy og Friðarverðlaun Nóbels. Og þeir eru bara sjö ára gamlir!

» Jakobínarína - 'I Got a Date with my Television'

» Jakobínarína á icelandairwaves.com

þriðjudagur, október 10, 2006

Airwaves #10

Skatebård (NO)
Á Pravda á föstudaginn, kl. 01:20Skatebård er norskur elektróbolti, sem kallar ekki allt ömmu sína, enda væri það mjög ruglingslegt. Þetta er elektró af þeirri gerðinni að ömmur rísa úr gröfum sínum, og breikdansa sveittar í svona þrjúkorter. Klukkutíma jafnvel, ef stemmningin verður góð í húsinu.

» Skatebård - 'Data Italia'

» Skatebård á icelandairwaves.com

mánudagur, október 09, 2006

Mánudagslag #35

Muniði þegar The Strokes voru góð hljómsveit? Í hvert skipti sem ég heyri 'Sometime' af fyrstu plötunni 'Is This It' þá flýg ég til baka með tárin í augunum í bílskúrinn hennar Söru. Þar hittumst við alltaf, krakkarnir í listabrautinni í FB og duttum íða í jakkafatajakka-gallabuxna-Chuck Taylor átfittunum okkar og héngum svo á Sirkus frameftir lokun. The Strokes héldu tónleika hérna þann veturinn og við mættum auðvitað. Ég var svo sniðugur að redda okkur Hörpu baksviðs þar sem við djömmuðum með bandinu í búningsherberginu. Svo vorum við dregin með í eftirpartýið á Kaupfélaginu sáluga og sátum þar með The Strokes á meðan Frikki Weisshappel fékk ekki að koma innfyrir flauels-reipið. Ligga ligga lá. Góðir tímar.

Önnur plata sveitarinnar, 'Room on Fire' var lakari plata en sú fyrsta en þar var engu að síður að finna lagið 'Reptilia' sem mér finnst vera eitt af þeirra allra bestu lögum. Hér er falleg mánudagsútgáfa af því lagi í flutningi Howie Beck:

Howie Beck - 'Reptilia' (Strokes cover) mp3

Airwaves #9

The Cribs (UK)
Í Listasafninu á laugardaginn, kl. 23:30

Pöbbarokk a la Jeff Who. Bretar eru mikið í að búa til músík um það hvernig það er að vera breti í dag. Og það að vera breti í dag snýst voða mikið um að hlusta á þessa músík. Svona gengur þetta í hringi. Hvernig mun þetta enda?

» The Cribs - 'Martell Miniatures'

» The Cribs á icelandairwaves.com

Stórlaxar

Okkur eru farnir að berast tölvupóstar frá litlum tónlistarmönnum og böndum sem vilja fá umfjöllun á Skrúðgöngunni. Einsog við mætti búast er oftast góð ástæða fyrir því að þetta lið er "lítið" ennþá og það pakk hafnar í stafrænni ruslakörfu. En þessi gæji er að gera ok hluti. Segið hæ við Chris Price.

Chris Price - 'And She Was' mp3

Airwaves #8

Patrick Watson (CAN)
Í Þjóðleikhúskjallaranum á laugardaginn, kl. 01:15Hann er krútt og raular. Koddahjalið hans er eflaust mjög hjartnæmt. Þið kærastan getið dæst á sjóvinu hans, haldist í hendur undir ullarhúfunni og ákveðið hvað barnið á að heita. Við stingum uppá "Héðinn".

» Patrick Watson - 'Giver'

» Patrick Watson á icelandairwaves.com

sunnudagur, október 08, 2006

Airwaves #7

Tilly & The Wall (US)
Í Listasafninu á fimmtudaginn, kl. 21:15Hrátt og hresst sánd, óslípaður hópsöngur og skrítin flautukennd hljóðfæri... Þetta hljómar eins og eldhúspartí hjá nemendum í FÍH. Hvað heitir þessi tegund tónlistar? Krúttrokk? Eldhúsfólk? Gólfteppisorgíuspagettipakkabarningspopp? Ef þið fílið Benna Hemm Hemm og Fiery Furnaces þá fílið þið pottþétt þetta band.

» Tilly & The Wall - 'Fell Down The Stairs'
» Tilly & The Wall - 'Bad Education'

» Tilly & The Wall á icelandairwaves.com

föstudagur, október 06, 2006

Airwaves #6

Klaxons (UK)
Í Listasafninu á fimmtudaginn, kl. 22:15


Kollegar okkar í breska tímaritabransanum, sem þurfa að fylla í fyrirsagnir með upphrópunarmerkjum, eru svolítið gjarnir á að finna upp nýjar tónlistarstefnur oftar en íslenskir tónlistarblaðamenn fara í sturtu. Sem sagt fjórum-fimm sinnum á ári. Þetta heitir Nu-Rave, og við erum alveg að kaupa þetta. Nu-Rave er víst soldið eins og AJAX eða Dí Dí Seven (af fyrstu plötunni), spilað af pönkhljómsveit. Þetta er drulluhresst. Við getum þegar lofað ykkur þvílíku sjói.

» Klaxons - 'Gravity's Rainbow'
» Klaxons - 'Atlantis to Interzone'

» Klaxons á icelandairwaves.com

fimmtudagur, október 05, 2006

Airwaves #5

The Zuckakis Mondeyano Project (IS)
A Pravda á miðvikudaginn, kl. 23:40Þeir Rob Zuckakis og Earl Mondeyano eru goðsagnakennndir elektró-arthouse rockabilly rapparar sem hvert mannsbarn elskar og kann að syngja með. Sviðsframkoma þeirra er óviðjafnanleg og hefur tónleikum þeirra verið lýst sem blöndu af avant-garde loftsteinaregni, fangelsisóeirðum og Dom Delouise. Be there and be round.

» Zuckakis Mondeyano Project - 'Schattenjagger'
» Zuckakis Mondeyano Project - 'Alien Millenium'

» The Zuckakis Mondeyano Project á icelandairwaves.com

Airwaves #4

Trost (DE)
Í Þjóðleikhúskjalalranum á föstudaginn, kl. 01:45

Við verðum víst að viðurkenna að við höfum bara hlustað á þetta eina lag með Trost. Og við nennum ekki að gúgla hann. Eða hana. Eða þau. Og við hlustuðum ekkert á lagið. En mamma hans bjölla er alveg að fíla þetta. Hún segir að þetta sé einhver svona triphopp geimdjass með töff frönskum sígarettureyk yfir. Trés Chic, segir hún, og drepur í Capri sígarettunni sinni.

» Trost - 'Guy Le Superhero'

» Trost á icelandairwaves.com

miðvikudagur, október 04, 2006

Airwaves #3

We Are Scientists (US)
Á Gauknum á miðvikudagskvöldinu, kl. 22:30Öskrandi Kringlupönk, sérsniðið fyrir playlistann á X-inu.
Þetta er meira fyrir úllingana.

» We Are Scientists - 'It's A Hit'

» We Are Scientists á Airwaves

Airwaves #2

WhoMadeWho (DK)
Á Gauknum á laugardagskvöldinu, kl. 00:00


Whomadewho eru danskir sprelligosar. Svo mikið er vitað. Einnig höfum við upplýsingar um að þeir séu gefnir út af þýska fyrirtækinu Gomma. Þeim hefur verið lýst sem* blöndu af bylgjúmúsík og nútíma raftónlist. Platan þeirra, "Whomadewho", er lágstemmd partímúsík, en ári eftir að hún var gefin út gerðu þeir aðra útgáfu af plötunni, "Green versions", sem samanstendur af nokkurskonar speisrokk útgáfum af lögum fyrri plötunnar. Tónlist af henni er oft spiluð í dagskrárlok hjá danska ríkissjónvarpinu.

* "Þeim hefur verið lýst sem" er blaðamennskumál fyrir "okkur finnst þeir vera". Það er bara meira fagmanns að segja þetta svona.


» Munk & James Murphy - 'Kick out the chairs' (replayed by WhoMadeWho)
» WhoMadeWho - 'Space For Rent'
» WhoMadeWho - 'Space For Rent' (Green Version)

» WhoMadeWho á Airwaves

mánudagur, október 02, 2006

Mánudagslag #34
Í internetútlegðinni hjálpaði þetta lag mikið. Hann Ben Kweller er voða sniðugur og skemmtilegur lagahöfundur og hér er lítið og einlægt lag sem gefur gæsahúð og lætur mann vilja fara í ástarsorg.

Ben Kweller - 'Thirteen' mp3