fimmtudagur, október 05, 2006

Airwaves #5

The Zuckakis Mondeyano Project (IS)
A Pravda á miðvikudaginn, kl. 23:40Þeir Rob Zuckakis og Earl Mondeyano eru goðsagnakennndir elektró-arthouse rockabilly rapparar sem hvert mannsbarn elskar og kann að syngja með. Sviðsframkoma þeirra er óviðjafnanleg og hefur tónleikum þeirra verið lýst sem blöndu af avant-garde loftsteinaregni, fangelsisóeirðum og Dom Delouise. Be there and be round.

» Zuckakis Mondeyano Project - 'Schattenjagger'
» Zuckakis Mondeyano Project - 'Alien Millenium'

» The Zuckakis Mondeyano Project á icelandairwaves.com

2 ummæli:

Rob Zuck sagði...

lagið heitir reyndar "Alien Millenium", for the record. I'm NOT pedantic, thank you very much.

Bobby sagði...

Lagað.

Og nei, þakka þér.