sunnudagur, október 15, 2006

Hrúga af Airwaves

Lisa Lindley-Jones (UK)
Gauknum á föstudaginn, kl. 20:45Í fyrsta lagi: Hún er óóóóógeðslega sæt. Höfum það í huga. Hotttttttttttt með fjórtán t-um. Þetta er soldið eins og Sonic Youth með fallegum kvennmanssöng. En djöfull er hún sæt.

» Lisa Lindley-Jones - 'Firetime'

» Lisa Lindley-Jones á icelandairwaves.com


- - -


Islands (CAN)
Á Gauknum á föstudaginn, kl. 20:45Krútt! KRÚÚÚÚÚÚÚÚÚTT! Alveg meiraðsegja megakrútt. Allt bakköppbandið hjá Múm mætt, og Sufjan og Benni Hemm Hemm klappa með. Plinketyplonk. Rosa vel gerð krúttering í alla staði.
Hey! Hvað myndirðu kalla framhaldsþátt um ástir og örlög Múgíson og stelpnanna í Amina? Lopasápa!

» Islands - 'Rough Gem'

» Islands á icelandairwaves.com


- - -


Hogni Lisberg (FO)
Í Þjóðleikhúskjallaranum á föstudaginn, kl. 22:00

Einhversstaðar í skemmu í afviknu þorpi í færeyjum er tilraunastofa, þar sem færeyskir vísindamenn hafa í 20 ár unnið að því að fullkomna vísnasöngvagenið. Færeyingar eru rosa flinkir í að flytja út hugljúfa tónlistarmenn, og Högni er ekkert síðri en Eivör eða Teitur.

Þetta lag fer í iPoddinn hjá hugljúfasta núlifandi íslendinginum, Jóni Ólafssyni (Jón Ólafsson sem spilar á hljómborð, ekki Jón Ólafsson sem borðar munaðarleysingja).

» Hogni Lisberg - 'Morning Dew'

» Hogni Lisberg á icelandairwaves.com


- - -


Datarock (NO)
Á Gauknum á fimmtudaginn, kl. 23:00Mjög dansvænt norskt síðpönk sem David Byrne væri stoltur af. Ef þú fílar Talking Heads, þá ættir þú að grípa stóru jakkafötin og mæta á þessa tónleika.

» Datarock - 'fa fa fa'

» Datarock á icelandairwaves.com

3 ummæli:

halli sagði...

Hvah, allir gæjarnir á hjólum?

R.A.D.

Bobby sagði...

Við Svenni ætluðum að stofna tvær óvina-reiðhjólaklíkur. Hann var The Danger Peddlers og ég var The Huffington Bicycle Society. Við værum flott tekknógrúppa þá.

Nafnlaus sagði...

cheap generic viagra what is generic viagra viagra facts buy viagra meds online viagra suppliers in the uk buy viagra in england generic name of viagra viagra buy cheapest viagra cheap viagra tablets viagra sample viagra equivalent can women take viagra viagra patent