miðvikudagur, nóvember 29, 2006

Fúnk í lélegum hljómgæðum


Það er í raun hættulegt að gefa út OF góða fyrstu plötu. Allir tapa sér yfir henni og því verður pressan ógurleg og þú lufsast í ofboði, hendir einhverju rusli saman og gefur út eina andvana alltof snemma.

Þú verður annaðhvort að bíða í fimm ár einsog The Rapture eða að gefa út alltílæ plötu fyrst og gjörsamlega rota fólk með plötu nr. tvö.

Það er einmitt það síðarnefnda sem íslandsvinirnir í Lo-Fi-Fnk eru að gera. Nýtt stöff með þeim hefur verið að vætla um netið og það er alveg mergjað. Hér eru tvö dæmi. "The Boxer" er skemmtilegt á svona diskó-retard hátt. "Springsteen" er instrumental og brútal fyrir þá sem meika ekki glaðværan sönginn sem einkennir þessa sænsku pilta. Hej alle huppa.

Lo-Fi-Fnk - 'The Boxer' mp3
Lo-Fi-Fnk - 'Springsteen' mp3

sunnudagur, nóvember 26, 2006

FeigðarflögðÞessar gellur eru klikkaðar. Þær lemja menn með keðjum, borða gæludýr og kúka í heitapotta. Fyrst höfum við White Nights með súper grípandi lag. Svo bætast Spektrum við inná kvennaklósettinu. Hott, stuð og Monstertrukkar. Að lokum kemur hin gellan úr Fleetwood Mac, Christine McVie. Saumaklúbbs búggívúggí sem mamma getur dansað við.

White Nights - 'Elevator' mp3
Spektrum - 'Don't Be Shy' mp3
Christine McVie - 'I Want You' mp3

föstudagur, nóvember 24, 2006

Föstudagsreif i boði Diskóráðs Ölduselsskóla

Árið er 1993 og ég er úllingur og það er ekki mikið að gerast í Breiðholti. Landi í Fanta Lemon var ekki ennþá byrjaður að vera aðal málið, og ég hafði eiginlega bara áhuga á því sem gerðist í diskóbúrinu í Ölduselsskóla. Sérstaklega hafði ég gaman af því að spila gamlann bunka af Hardcore plötum sem var þarna. Það var búið að stela öllum aðalhitturunum, þannig að hardcore plöturnar sem voru þarna voru voðalegir afgangar. Ein af plötunum sem ég spilaði mikið þarna var með House Crew, "The Theme".Þið getið skoðað fullt af gömlum hardcore myndböndum hérna.

---

Smá viðbót:

Ég bara verð að sýna ykkur þetta líka!

Reifaðasta lagið og reifaðasta megareif myndband ever. Tryllt ungmenni í skræpóttum fötum að dansa reifdans á umferðareyju í London, það verður varla meira reif en það. Reif í reifið!

miðvikudagur, nóvember 22, 2006Þrátt fyrir að heita eftir minnst-uppáhalds fontinum mínum er The Rosewood Thieves æðislegt band. Soldið rokk, soldið köntrý, soldið gamaldags og soldið módern.

Ef þú ert tónlistarunnandi, settu þá þessa gæja í eyrun og njóttu. Ef þú ert hönnuður, hættu þá að nota Rosewood.

The Rosewood Thieves - 'Back Home To Harlem' mp3
The Rosewood Thieves - 'Lonesome Road' mp3

föstudagur, nóvember 17, 2006

Föstudagsslagari XXVIIFöstudagsslagararnir eru sveittir og í pólíesterjakkafötum að þessu sinni.

Ekki gleyma soul-söngvurunum í kuldakastinu. Gefum þeim brauðmola og kanski smá koníak með.

Núna er ég farinn að syngja hás og móður fyrir einhverja snótina og þerri svitann af enninu með hvítum silkivasaklút inn á milli.

Taj Mahal - 'Ain't That a Lot of Love' mp3
Al Green - 'Here I Am (Come And Take Me)' mp3

miðvikudagur, nóvember 15, 2006

Stelpuslagur

Einsog hundaæðissýktum kjúklingum í vöruskemmu í Bangladesh er tveimur ungum tónlistarkonum att saman í blóðugum bardaga. Amy Winehouse og Lily Allen eru nokkuð svipaðar þegar á þær er fyrst litið. Þessar Lundúnapæjur eru rétt skriðnar yfir tvítugt, eru kjaftforar og gera frábæra og grípandi popptónlist.Amy Winehouse átti plötuna 'Frank' hér um árið og fór hún satt að segja fram hjá mér. Hún var drukkin og með strigakjaft í viðtölum og eftir að fárið í kringum hana dó út taldi ég mig aldrei eiga eftir að heyra hennar getið aftur. Svo heyri ég lagið 'Rehab' af nýju plötunni hennar 'Back to Black' sem var að koma út og ég stóð leiðréttur. Þessi unga mær hljómar einna helst einsog The Supremes, Shirley Bassey, The Ronettes og aðrar stelpuhetjur sjöunda áratugarins. Svo gætir einnig rapp, gospel og reggae áhrifa. Einstök rödd og retró sánd. Stórgott. Phil Spector yrði ánægður. Ég fylgist með henni héðan í frá.

Amy Winehouse - 'Rehab' mp3
Amy Winehouse - 'Me and Mr Jones (Fuckery)' mp3
Lily Allen er öllu þekktari, enda hefur hún verið í tryllingslegum hæp-stormi undanfarið. Tónlistarlúðar með internettengingu halda ekki vatni yfir henni og er það vel skiljanlegt: Hún er töff, sæt og gerir æðislega mússík. Einsog frægt er fékk þessi dóttir breska grínarans Keith Allen plötudíl eftir að hún hafði sett nokkur lög inná myspace. Útkoman var platan 'Alright Still' sem hún samdi eftir erfið sambandsslit. Úff, breiköpp-platan. Margar tónlistarkonur hefðu kuðlað sig upp með gítar og ullarpeysu og samið grátklökk lög um eymd og volæði og hvað það er erfitt að vera konugrey. Ekki Lily. Hún gerði stormandi poppplötu þar sem hún dansar og trallar ofan á sambandinu, hótar aulanum barsmíðum og gerir grín að því þegar hann náði honum ekki upp. Aðdáunarvert.

Lily Allen - 'LDN' mp3
Lily Allen - 'Knock 'em Out' mp3

föstudagur, nóvember 03, 2006

Vídjóleigan 2

Það eru allir trylltir yfir því að Kanye West vann ekki einhver verðlaun í Evrópsku MTV hátíðinni í gær. Hann stormaði uppá svið, nöldraði í hljóðnemann og pissaði svo í buxurnar.

Þetta myndband vann.

Justice vs. Simian - 'Never Be Alone'


Svo höfum við hér soldið flott video fyrir Kavinski...

Kavinski - Testarossa Autodrive'

Föstudagsslagari XXVIAfmælisglundroði á Dillon annað kvöld. Þetta verða algjörar fótboltaóeirðir þannig að hjálmar og vasahnífar eru skilyrði. Pinnahælar fyrir stelpurnar.

Brakes - 'All Night Disco Party' mp3
The Bush Tetras - 'You Can't Be Funky' mp3

miðvikudagur, nóvember 01, 2006

Brainnnns!

Rosa pró að koma með hryllingspóst daginn eftir hrekkjavöku. Sannleikurinn er bara sá að her hinna ódauðu réðst inn á skrifstofur Skrúðgöngunnar á miðnætti í gær. Við börðumst hetjulega og slátruðum þessum zombís með kylfum, öxum, keðjum og haglabyssunni sem við áttum inni í skáp. Ég vissi að hún kæmi einhverntíman að gagni. En því miður náði einn þeirra að bíta Svenna í höndina. Zombí-Svenni er núna hlekkjaður við vegg niðrí kjallara og mun skrifa sínar færslur þaðan héðanífrá.Þrátt fyrir að Cannibal Holocaust sé með þeim mest distörbing og sikk kvikmyndum sem ég hef séð, þá er tónlistin eftir Riz Ortolani undurfögur. Hlustið á þessa unaðslegu tóna og hugsið um stjaksett kvenfólk, afskorna getnaðarlimi, slátraðar skjaldbökur og tryllta villimenn að rífa í sig innyfli lifandi fólks. Njamm.

Riz Ortolani - 'Theme from Cannibal Holocaust' mp3
Riz Ortolani - 'Cameramen's Recreation' mp3
Riz Ortolani - 'Crucified Woman.mp3' mp3