sunnudagur, desember 31, 2006

20 Bestu Lögin:
Björn Þór

Bob kynnir sinn lista fyrir ritstjórninni.


20:
The Young Knives - Weekends And Bleak Days (Hot Summer) mp3
Breskt nýrokk

Sveinbjörn:
Þú ert allur í pöbbarokkinu.

Björn Þór:
Ekkert smá grípandi og broddhvasst listarokk. Eins og Tweed jakkaföt, þá er þessi tónlist litrík, þægileg og notadrjúg í senn.

Sveinbjörn:
...Og bjórsletturnar beinlínis hverfa ofaní þetta.


19:
Regina Spektor - Samson mp3
Rólyndispopp

Björn Þór:
Voðalega fallegt lag til að grenja við í kertaljósi á fjörunni.

Sveinbjörn:
Ég hef ekki heyrt þetta áður. þetta er rosalega rómantískt lag. Svona eins og þú.

Björn Þór:
Koddu að vanga.


18:
The Horrors - Count In Fives mp3
Morðingjarokk

Björn Þór:
Þessir gæjar eru svakalega horaðir.

Sveinbjörn:
Þessir menn eru ekki hamingjusamir.

Björn Þór:
Nei, þeir drepa gæludýr. Ofsalega Dökkt og drungalegt. Í Bretlandi er það þannig að annaðhvort fílaru Klaxons og ert geðveikt litríkur og hress á því eða þú hlustar á Horrors og ert með átröskun og sjálfseyðingarhvöt. Ég er svona mitt á milli.

Sveinbörn:
Vampíra í neonbleikum krumpugalla?


17:
Klaxons - Not Over Yet mp3
Neonlitað næntís kover

Björn Þór:
Þeir áttu svakalegt ár, þessir gæjar. Þeir breyttu fatasmekk breta, og komu með þetta Nu-Rave™ allt saman.

Sveinbjörn:
Svona reif-referensar eru voða vinsælir núna. Skrýtið samt að gera reif referensa í rokktónlist að einhverri sérstakri tónlistarstefnu. Þegar Erlend Øye spilaði hérna tók hann Show Me Love eftir Robin S. í Jazz-Funk útgáfu. Er það þá Jazzfunkrave? Að því slepptu er þetta lag ótrúlega flott.

Björn veifar glóprikum


16:
Tap Tap - 100.000 Thoughts mp3
Lo-fi Indie

Björn Þór:
Epískt á inniskónum. Viðlagið finnst mér minna svolítið á Together In Electric Dreams.

Sveinbjörn:
Já? Giorgio Moroder í eldhúspartíi hjá Benna Hemm Hemm?


15:
Tapes N' Tapes - The Iliad mp3
Indírokk

Sveinbjörn:
Þetta band fór alveg framhjá mér. Þeir voru svo mikið hæpaðir að þegar ég tékkaði á þeim gaf ég þeim bara 15 sekúndna séns, og þegar ég greip þetta ekki strax, hætti ég að pæla í þeim. Kannski er helsti ókosturinn við þennann ótakmarkaða aðgang sem maður hefur að tónlist þessa dagana, að maður er miklu minna líklegur til að gefa hlutum séns. Ég er t.d. alveg hættur að nenna að hlusta á hljómsveitir sem reyna að adda mér á Myspace.

Björn Þór:
En þegar þú tékkar á svona liði nógu snemma, þá líður þér eins og þú eigir eitthvað í hljómsveitinni, að þú sért í sigurliðinu. Það er voða skemmtilegur staður til að vera á. Sturtandi kampavíni yfir hvorn annann í búningsklefanum.


14:
Black Keys - My Mind Is Ramblin' mp3
Skúnkblús.

Björn Þór:
Blús er ekki beint hipp tónlistarsefna núna. En ég verð að sína lit og styðja mitt lið. Við blúsáhugamenn verðum að halda dampi því einn daginn verður Blind Willie Johnson nýja Talking Heads fyrir bönd að neimdroppa sem áhrifavald í viðtölum. Sannið til. One day man, swear to god.

Sveinbjörn sker sig á púls.

Björn Þór sker sig á háls og drekkur sig svo í hel.


13:
Wolfmother - Dimension mp3
Skúnkrokk!

Björn Þór:
Auðvitað er þetta heilalaust, en þetta er bara svo fjári skemmtilegt. Fokk Mike Patton.

Sveinbjörn:
Þetta nær ekki alveg til mín. Woman er samt geeeeðveikt lag.

Björn Þór:
Jamm, Woman er æðislegt lag, jafnvel betra en þetta, en þar sem þetta er fyrsta lagið sem ég heyrði með þeim þá verð ég að setja það inn frekar. Þetta kveikti bálið í buxunum mínum.


12:
The Zutons - Someone Watching Over Me mp3
Skúnkgospel

Björn Þór:
Þetta lag finnst mér vera svo ógurlega fallegt.

Sveinbjörn:
Ég tengi The Zutons eiginlega bara við partí hjá Bjölla. Kemur mér á óvart að þetta hafi ekki farið hærra á listann hjá þér.

Björn Þór:
Manstu þegar Abi blikkaði mér á tónleikunum?


11:
Ben Kweller - Thirteen mp3
Sambandsslitapopp

Björn Þór:
Þetta breakup lag er svo fallegt að ég vildi næstum óska þess að hafa verið í þessu sambandi sem Ben syngur um.

Sveinbjörn:
Já, það er nú svolítill hjónasvipur með ykkur Ben. Ótrúlega fallegt lag samt.


10:
Justice - Waters of Nazareth mp3
Dómsdagsteknó

Sveinbjörn:
Þetta er harðasta teknó í heimi. Ekki hart í meiningunni erfitt og tormelt, heldur frekar hart eins og Clint Eastwood í rosalega vondu skapi.

Björn Þór:
Það er auðvitað ekki sjens að dansa við þetta. Þetta er meira svona Prog teknó. Dansmússík fyrir lengra komna. Það finnst mér meiriháttar.


9:
Yeah Yeah Yeahs - Gold Lion (Diplo Remix) mp3
Bailefunk skúnkindie

Björn Þór:
Djöfull dansaði maður við þetta í vor. Þetta er alveg skínandi dæmi um þegar rímixið er betra en orginallinn (og platan reyndar öll).


8:
Amy Winehouse - Rehab mp3
Skúnkfúnk... nei soul.

Björn Þór:
Djöfull hlýtur að vera gaman að djamma með henni.

Sveinbjörn:
Hún er annað hvort að fara að vera aðal púlsinn í partíinu eða að æla út klósettið þitt og drepast svo í baðkarinu.

Björn Þór:
Ég vissi allavega ekki að rónar gætu gert svona góða músík.


7:
The Presets - Are You The One? mp3
Kynferðisglæpamannadansrokk.

Björn bendir slímugum fingri að Sveinbirni.

Björn Þór:
Ert þú hin eina sanna!?

Sveinbjörn:
Uh...

Björn Þór:
Þetta er rosalega sexý lag, á svona fimmtánda bjór. Allavega höstllagið hans Lalla Johns. Smjörsýrurokk mætti segja.


6:
Goldfrapp - Slide In (DFA remix) mp3
Kynþokkadiskó

Björn Þór:
Úúú hún er svo sexý. Þetta korterslanga lag er einsog rosaleg kynmök með vélrænni flugfreyju frá leðurlandi.

Sveinbjörn:
Róbó-flugfreyja samsett úr pottum og pönnum. Ég fæ ekki nóg af þessu DFA dollusándi. Þetta hljómar allt eins og þetta sé tekið upp í skemmtilegasta eldhúsi í heimi.


5:
Whomadewho ásamt Munk og James Murphy - Kick Out The Chairs mp3
Stuðfúnk

Björn Þór:
Þvílíkt rosalega stuðlag er þetta. Það gæti vakið Saddam Hussein upp frá dauðum, dansandi uppá styttunni af sjálfum sér. Ofsalega gaman að öskra með og sletta kokkteilnum yfir nýja bindið þitt.

Sveinbjörn:
Maður getur vart hamið sig. Óáfengi Mojitoinn slettist útum allt. Þetta er eins og Talking Heads og Rick James að spila saman í kokteilboði hjá villtustu verðbréfasölum Kaupþings. Í DFA eldhúsinu víðfræga.


4:
The Rapture - Whoo! Alright - Yeah... Uh Huh mp3
Massastuð

Sveinbjörn:
Einsog segir í laginu er frítt sprútt er ekki alltaf ávísunin á gott partý.

Björn Þór:
Jamm. Viðlagið er einsog gospelið fyrir mér.
People don't dance no more
They just stand there like this
They cross their arms and stare you down
and drink and moan and diss


Sveinbjörn:
Það er voðalega erfitt að dansa hérna uppá borði með tölvuna þína fyrir.

Björn Þór:
Ég er æði.

Sveinbjörn:
The Rapture (og Hot Chip, reyndar) eru enn ein sönnunin fyrir því hversu mikil guðsgjöf Iceland Airwaves er fyrir íslenska trendbolta. Maður fær alveg +10 trendístig fyrir að geta sagst hafa séð þá á tónleikum áður en þeir gáfu nokkurn skapaðann hlut út opinberlega. I Was There, Man.


3:
Hot Chip - Over and Over mp3
Vinsælasta lagið á dansgólfinu í ár.

Björn Þór:
Ég var ekkert svo mikill aðdáandi þeirra fyrir, en þetta lag sneri mér við.

Sveinbjörn:
Þetta er eitt af þessum lögum sem allir geta verið sammála um að fíla. Urrandi slagari alveg hreint.

Björn Þór:
Einsog apinn með litlu simbalana.


2:
Lily Allen - LDN mp3
Breskt RnB með fiski og frönskum

Sveinbjörn:
Þetta er lag sem rykkir mann úr skammdegisþunglyndinu með offorsi.

Björn Þór:
Já sjitt mar, þetta lag er svo glaðvært að það gæti læknað krabbamein.


1:
Linus Loves - Waterfall mp3
Teiknimyndachillout

Sveinbjörn:
Orð fá ekki lýst krúttleika þessa lags. Alvin, Calvin og Theodore hasla sér völl í kaffihúsamúsík.

Björn Þór:
Þetta lag er alger upplifun. Þeir tóku Waterfall með 10cc, hröðuðu því uppí 45 snúninga, sömpluðu því og gerðu flottasta lag ársins að mínu mati. Mér finnst að Dolly Parton ætti að covera þetta, hljómar alveg einsog hún. Æðislegt lag sem yljar manni um hjartaræturnar.

föstudagur, desember 29, 2006

fimmtudagur, desember 28, 2006

2006 - 20 Bestu Plöturnar

Án málalenginga, uppáhalds plöturnar mínar þetta árið. Nokkur tóndæmi fylgja. Leitið að listanum yfir 20 bestu lögin á morgun eða hinn. Þar verða öll lögin tiltæk til niðurhals. Á þeim lista má einmitt finna nokkur lög af plötum á þessari upptalningu. Gleðileg breiðskífujól og púmmaljós um helgina.

20
Phoenix - 'It's Never Been Like That'

Sumir vita eflaust að ég er mikið fyrir softrokkið. Þessa melódíksu og þroskuðu smooth tónlist sem er flutt af fagmennsku og með smá artý kókaín-hreim. Sumir vilja meina að softrokkið hafi dáið með Fleetwood Mac einhverntíman í eitís... en NEI.
Phoenix - 'Long Distance Call' mp3

19
MSTRKRFT - 'The Looks'

Death From Above 1979 hætti saman og þetta er útkoman. Þetta glæsilega byrjendaverk Jesse Keeler er allt í senn 80's, sexý og grúfí. Hann þarf bara að komast yfir frönsku áhrifin og þá ætti næsta plata að vera enn betri.

18
Tiga - 'Sexor'

Þessi hommi gerði allt vitlaust í vor með '(Far From) Home', 'Pleasure From the Bass', 'You Gonna Want Me' og Talking Heads coverinu 'Burning Down the House'. Tiga er soldið kærastinn sem þú skammast þín fyrir. Þú myndir aldrei setjann í gang þegar þú ert allsgáður heima en þegar hann grípur í rassinn á þér á djamminu einsog öfugugginn sem hann er, þá ertu snöggur uppá borð að dansa með slíkum tilþrifum að böttplögginn skýst útúr þér.

17-16 (jafntefli)
Swan lake - 'Beast Moans'
Sunset Rubdown - 'Shut Up I am Dreaming'


Hey, Wolf Parade, take it easy með öll hliðarverkefnin. Hve mörg eru þau, fimmtán á þessu ári, þessi einnar-plötu-band verkefni ykkar? Djíís. Hey þetta er allt rosa flott stöff, en hvernig væri að halda aðeins í sér og gera næstu Wolf Parade plötu fjórfalda og fá Nóbelsverðlaun í að vera meiriháttar?
Swan Lake - 'All Fires' mp3
Sunset Rubdown - 'Shut Up I Am Dreaming of Places Where Lovers Have Wings' mp3

15
Ben Kweller - 'Ben Kweller'

ég vissi ekkert um þennan dreng í upphafi árs, en hann hefur víst verið að gefa út plötur síðan hann var í bleyju eða eitthvað. Yndislegt popp sem lætur engan ósnortinn. Hann minnir mig soldið á annan lítt þekktan rokkpoppara, Brendan Benson (Brendan er í Raconteurs núna en ég mæli með því að þið ignorið það skran og tékkið frekar á vanmetnu sólóstöffinu hans). Þessir piltar sóma sér vel saman í pleilista sem heitir "Út á róló að kela".

14
Young Knives - 'Voices of Animals and Men'

Ég kaupi alla mína mússík á vínyl ("How many hipsters does it take to change a lightbulb? - You don't know that joke? I've got it on vinyl.") og þegar það er svona gatefold-opna í miðjunni á albúminu finnst mér alltaf gaman að opna og skoða flotta mynd af meðlimunum. Nema að í þessu tilviki blöstu við mér þrír einstaklega ófríðir ungir menn í Kormáks og Skjaldar jakkafötum. En músíkin veldur engum vonbrigðum. Fokking geðveikt breskt art-rokk í anda Wire, Talking Heads og Gang of Four.

13
Hot Chip - 'The Warning'

Satt að segja hef ég alltaf leynilega hatað Hot Chip. Það er eitthvað við nördaskoppið og bakraddirnar og klunnaganginn sem pirrar mig. En sú staðreynd að hún inniheldur danssmell ársins ('Over & Over') og þynnkusmell ársins ('Boy from School') hlýtur að gera þessa plötu að vini sem þú vilt hafa hjá þér alla helgina. Hefur Björn séð að sér og faðmar Hot Chip? Fokk nei. Ég tek svona gremjulega í höndina á þeim og segi, "OK, cocksuckers. Þið gerðuð geðveika plötu. Til hamingju."

12
Linus Loves - 'Stage Invader'

Vangalög fyrir tortímandann. Vélmenni í sleik. Færibönd að ríða. Ég veit ekki, það er bara eitthvað við Linus Loves sem lætur mig hugsa um erótísk vélmenni. Ekki einsog Goldfrapp í meiningunni vélgellur að hýða þig, heldur í meiningunni að taka róbótann þinn niður í fjöru og að strjúka honum um fingurna. Snökt.

11
The Zutons - 'Tired of Hangin' Around'

Fyrir löngu komu Country Joe & The Fish með tónlistarstefnuna Rock n Soul. Það fylgdi þeim enginn eftir. Nema Zutons, 40 árum seinna. Kántrý, soul og taugatrekkingsrokk einkenndu fyrri plötuna þeirra ('Who Killed...") og nú hefur gospel bæst við. Svo er líka hin kærastan mín í þessari hljómsveit.

10
Wolfmother - 'Wolfmother'

Til helvítis með þessa viðkvæmu aula í riffluðum flauelsbuxum, kínaskóm og 'Bevar Christiania' peysum sem vinna í plötubúð og elska Belle & Sebastian. Wolfmother er þúsund sinnum skemmtilegri en þetta ógeðslega avant garde indy ambíent hörpuleikara spiladósarplonk. Þeir sem eru á móti Wolfmother mega éta það sem úti frýs (semsagt rónatippi). Við hin viljum rokk í vindkviðum, reykja bjór og drekka sígarettur!! YEAH!

9
Amy Winehouse - 'Back to Black'

Ég var búinn að gera listann og allt og átti bara eftir að setja hann hingað og þá -Whammo!- truntast bara Amy inná barinn og rífur af mér tippahárin í einu handtaki. Guð blessi hana. Hún er tímaflakkari og hlóðritaði þessa plötu árið 1964 í hljóðveri Motown undir stjórn Phil Spektor með The Shangri-Las sem bakraddir. Hún er forfallinn alki með ógleymanlega rödd og það tvennt sannast í laginu 'Rehab' sem bjargaði vetrinum mínum. Ég er farinn að setja krem á tippið.

8
Grand National - 'Kicking the National Habit'

Þvílíkt smorgasbord, hlaðborð eða einsog Færeyingarnir kalla það, sjálftökuborð! Hér kennir ýmissa grasa. Salsa, ska, rokk, soul, dans og stáltrommurnar aldrei langt undan. Grand National húlla í strápilsi á brimbretti um allar trissur á þessari æðislegu plötu. Maður hugsar um sól, blómabörn og fagrar eyjameyjar án þess að fara úr diskósalnum. Urban sumarfrí mætti segja. Syndsamlega ignoruð plata sem allir ættu að eignast! Aloha!
Grand National - 'Cherry Tree' mp3

7
LCD Soundsystem - '45:33'

Þegar joggingbuxuframleiðandi með trilljarða í markaðsbudget hringir í bestu danstónlistarmenn heimsins í dag og biður um lag til að selja skokk-ipod getur útkoman ekki klikkað, er það? LCD Soundsystem bjuggu til 45 mínútna langt lag þar sem farið er upp og niður í æsing og hvert erfiðleikastig er öðru betra. Ég hef reyndar ekki svitnað við þetta sköpunarverk, en ég get fullyrt að þetta er besta bíltúrslag ever. Ég var með þetta í gangi þegar ég skutlaði manneskju útá flugvöll í haust og ég varð ástfanginn af þessu lagi í blautri birtu appelsínugulra ljósastauranna á Reykjanesbrautinni. Ég hlustaði á það aftur á leiðinni heim. Æðislegt. Skítt með fimm ára börn sem sauma fótbolta í Indónesíu, Nike rúlar.

6
The Presets - 'Beams'

Ástralir voru með krepptan upphandleggsvöðvann í ár og lúskraði öllum í sjómann. Í dansinum voru The Presets lang bestir meðal samlanda (Bumblebeez, Van She ofl) og skiluðu inn þessari standpínuplötu sem enginn smokkur passar á. Brútal, sexý, blaut í koppafeiti og pungsvita en tender inn á milli. Alveg einsog alvöru fantar eiga að vera.

5
Lay Low - 'Please Don't Hate Me'

Hún Lovísa sýndi það og sannaði í ár að einlægni, persónulegar lagasmíðar og innlifun í flutningi trompar ÁVALT sálarlausa Ædol páwerballöðufroðu (Kristín Vala, Sigga Frikks, Sjonni eða hvað þetta pakk heitir alltsaman) og risaeðlukombökkum sem tröllríða öllu í íslenskri plötuútgáfu þessi misserin. Engir milljónadýrir stúdíótímar í Sýrlandi og leiðsögn frá Einari Bárðar. Aðeins eitt hæfileikaríkt söngvaskáld að flytja fallega tónlist. Uppskeran er ein vinsælasta plata ársins og einfaldlega indælasta plata sem ég hef heyrt í háa herrans tíð.
Lay Low - 'Mama' mp3

4
Peter, Bjorn & John - 'Writer's Block'

Það hefur nógu lofi verið ausið yfir þessa gæja og þú ert vafalítið búin/n að hlusta á þetta fyrir löngu (og komin/n með DAUÐLEIÐ á flautinu. En það má ekki gleyma því að þetta er ein -ef ekki sú- besta skandinavíska platan síðan A-Ha voru upp á sitt besta. Einstaklega smekkleg og þroskuð skífa sem er kappfull af ylvolgum og fallegum lögum sem lifa með þér lengi lengi lengi. Og allir nú! *flaut*
Peter, Bjorn & John - 'Amsterdam' mp3

3
The Rapture - 'Pieces of the People We Love'

Biðin var orðin óbærileg þegar ég heyrði fyrsta efnið af þessari plötu fyrir tæpu ári síðan. Hægt og bítandi fóru lög að detta inn og þegar platan kom loksins út var fimmtán lítrum af lofti blásið út um hvort lunga í gríðarlegu léttisandvarpi. Lögin voru hvert öðru betra og það var greinilegt að önnur plata The Rapture yrði verðugur jafningi hinnar fyrri frá 2001. 'The Devil' og 'Woo! Alright! Yeah... Uh Huh' voru mín allra uppáhalds "seinasta lagið áður en við förum út" lög ársins.

2
Lily Allen - 'Alright, Still'

Lily djögglar reggae, rappi, dans og þessari bresku "urban" músík sem erfitt er að skilgreina. Annaðhvort elskar þú Lily Allen eða þú hatar Lily Allen. En ég á enn eftir að hitta nokkurn mann sem hatar hana. Þessi yndislega breska popptík er svo ómótstæðileg og ávanabindandi að allir sem í henni heyra falla í ástartrans og vilja flytja búferlum í fannypackinn hennar. Þvílíkt og annað eins sólskinspopp og yndislegheit, ég bara á ekki orð. Svo er hún rosa sæt líka, en ekki láta gabbast. Hún lætur hóp af chavs berja þig af minnsta tilefni.

1
Tapes n Tapes - 'The Loon'

Næstum því ári seinna er ég enn að setja hana á fóninn, hlusta til enda og að setja nálina strax aftur til baka.
Tapes n Tapes - '10 Gallon Ascots' mp3

þriðjudagur, desember 26, 2006

Bossa Nova!Gelgja, bólur og að vera kölluð Klámkynslóðin. Íslenskir unglingar eru svolítið vonlausir. En guði sé lof fyrir undantekningar einsog Retro Stefson. Á meðan flest börn á þeirra aldri raða sér upp í brauðröð til að kaupa sér Vans slipons, plötur með Pink og miða á Basshunter eru þessir æðislega hressu vinir að chilla á svona uppblásnum banana í sjávarmálinu niðrí Kokomo. Varðeldasöngvar og stáltrommueinvígi galore.

Meðalaldur Retro Stefson er í kringum sextán árin og músíkinni lýsa þau sem Retro-Latin-Surf-Soul-Powerpop. Án nokkurs vafa landsins frumlegasta band undir tvítugu. Almáttugur, ég er tíu árum eldri en þau og mig langar í partý hjá þeim. Dæs.

Retro Stefson - 'Medallion' mp3
Retro Stefson - 'Papa Paulo III' mp3
Retro Stefson Myspace

sunnudagur, desember 24, 2006

Afmælissöngur JesúsarHér er einhver snillingur búinn að taka 'Losing My Edge' með LCD Soundsystem og snúa því upp í jólalag með bjöllum og hátíðartexta.

TBC Soundsystem - 'Losing My Sledge' mp3

Með hangikjétsfeiti á puttunum renn ég til á lyklaborðinu og óska hverjum sem kveðjuna vill, GLEÐILEGRA JÓLA og ásættanlegs áramótaskaups.

föstudagur, desember 22, 2006

Föstudagur!

OK, vindkviður allt að 55 metrar á sekúndu í kvöld. Æði. Ég legg til að skella þessu í kojufyllerí. Hoppa á rúminu með skál af poppkorni og týna sígarettunum sínum.

Ég mun henda inn slatta af meiriháttar jólaslögurum á morgun eða hinn, bara svo þú hafir eitthvað til að hlusta á meðan vindurinn og regnið berja gluggann og ömmu þína. Svo á milli jóla og nýárs verðum við eflaust með einhverja lista og athugasemdir um árið sem er að líða.

En hvað með gamlárskvöld? áhugasömum bendi ég á 90's partý á Nasa. Þar mun þetta væntanlega heyrast:

Acen - 'Close Your Eyes' mp3

þriðjudagur, desember 19, 2006

Soldið seinn mánudagariMér var nýlega gefið mixteip þar sem hin ágæta listakona Karen Dalton átti heiðurssæti. Dalton var á meðal bóhemana í NY í örlí sixtís sem gengu um kaffihús og fluttu folk slagara. Þrátt fyrir að vera dáð af liði einsog Bob Dylan fékk Karen aldrei almennilegan plötusamning og það eina sem liggur eftir hana eru nokkrar demóupptökur og ein stúdíóplata sem enginn keypti á sínum tíma. Hún er auðvitað algert költ fyrirbæri í dag og það er ekki amalegt að láta seiðandi rödd hennar dáleiða sig.

Karen Dalton - 'Something on your Mind' yousendit
Karen Dalton - 'How Sweet It Is' yousendit

föstudagur, desember 15, 2006

Föstudagsslagarinn


krotborg

Jólastressið getur fengið á mann. Ímyndum okkur að við séum í Bronx einhverntíman árið 1980 og förum að sippa.

Spank Rock - 'Rick Rubin' (White Girl Lust Golden Era Rmx) yousendit

mánudagur, desember 11, 2006

Stríð í skeggiVietnam eru að gera skemmtilegt stóner/kántrí/blús rokk. Þeir minna svoldið á Kings of Leon í því að þeir eru með mjög retró sánd og maður vill troða fótunum í kúrekastígvél full af sandi og sparka í gamalt fólk.

Þetta eru Yousendit linkar.
Smellið á þá og dánlódið á síðunni sem opnast.
Vietnam - 'Welcome To My Room'
Vietnam - 'Mr Goldfinger'
Vietnam - 'Priest, Poet, & The Pig'

föstudagur, desember 08, 2006

VínhúsLagið 'Rehab' með Amy Winehouse ætlar að verða stórsmellur sýnist mér. Í hvert skipti sem þetta lag er sett á fóninn tryllist mannskapurinn, sver að hann ætlar ALDREI í meðferð og sveiflar hvítvínsglasi því til sönnunar. Hér er Hot Chip remixið.

Amy Winehouse - 'Rehab' (Hot Chip remix) mp3
Færslan með orginal laginu er hér.

Föstudagsslagarinn

Hvar endar þessi næntís nostalgía? Munum við öll hlaupa út á endanum og fara á tónleika með Todmobile, Geira Sæm eða Pís of Keik? Jah, hví ekki. Klaxons eru í þannig hugleiðingum.

The Klaxons - 'Not Over Yet' mp3
The Grace - 'Not Over Yet' mp3

þriðjudagur, desember 05, 2006

Nýtt frá LCD Soundsystem!Ég verð að segja að ég er virkilega að digga þessa nýju stefnu hjá LCD Soundsystem. Þeir byrjuðu með þennan Talking Heads/Krautrock/Soul fíling í Nike laginu og hér er sama áferðin. Þetta er fyrsta lagið af væntanlegri plötu þeirra, 'Sound of Silver'. Virkilega flott stöff.

LCD Soundsystem - 'Get Innocuous' mp3
(Fjarlægt að beiðni listamanns)

föstudagur, desember 01, 2006

Föstudagsslagarinn

Gamalt pakk setur Pink Floyd á fóninn og grenjar æskumissinn.
Ég set hinsvegar þetta lag á og þykist bara hafa fengið eitthvað í augað.

DJ Tonka - 'Phun-Ky' mp3