Bossa Nova!



Gelgja, bólur og að vera kölluð Klámkynslóðin. Íslenskir unglingar eru svolítið vonlausir. En guði sé lof fyrir undantekningar einsog Retro Stefson. Á meðan flest börn á þeirra aldri raða sér upp í brauðröð til að kaupa sér Vans slipons, plötur með Pink og miða á Basshunter eru þessir æðislega hressu vinir að chilla á svona uppblásnum banana í sjávarmálinu niðrí Kokomo. Varðeldasöngvar og stáltrommueinvígi galore.

Meðalaldur Retro Stefson er í kringum sextán árin og músíkinni lýsa þau sem Retro-Latin-Surf-Soul-Powerpop. Án nokkurs vafa landsins frumlegasta band undir tvítugu. Almáttugur, ég er tíu árum eldri en þau og mig langar í partý hjá þeim. Dæs.

Retro Stefson - 'Medallion' mp3
Retro Stefson - 'Papa Paulo III' mp3
Retro Stefson Myspace

Ummæli

Vinsælar færslur