fimmtudagur, júní 29, 2006

EllefuThugs on Parole - 'High Tech'
mp3

Segir í fréttatilkynningu:

Þetta er Vesturbæjarhljómsveitin Thugs on Parole. Hún var stofnuð á síðasta ári og er þetta lag af 10 laga demói hljómsveitarinnar. Demóið heitir 2 cool 4 Gravity, lagið heitir 'High Tech'.

Hljómsveitina skipa þrír 17 til 19 ára gamlir drengir sem heita Sindri Freyr (rappar aðallega um krakk og hórur) Geiri (rappar aðallega um efnafræði og vísindi) og Nóri (rappar aðallega eitthvað rugl sem rímar).

Hljómsveitin er þekktust fyrir deilu sem hún átti við feministafélagið vegna tónleika sem þeir héldu í Hinu Húsinu s.l. haust. Tónleikarnir báru heitið "RAPE TIME".

Þetta er bara straight upp gangster shit. Alltaf þörf á svona.

þriðjudagur, júní 20, 2006

Tíu
Hvað gerist þegar mest spennandi remixarar í heiminum remixa sjálfa sig? Eins og flest sem þetta Gaulverska tvíeyki gerir, er þetta lag unaðslegt áreiti og er eflaust spilað undir orgíum í svefnherbergi Satans. Justice (Shjúz-Steez til að vera með franska framburðinn á hreinu) er með betri þungarokkshljómsveitum sem ég hef heyrt, og það er ekki einn einasti rafmagnsgítar á staðnum.
Justice - 'Waters of Nazareth' (Justice remix)
mp3

föstudagur, júní 16, 2006

fimmtudagur, júní 15, 2006

NíuSjálfstæðisflokkurinn í Vestmannaeyjum
'Einn Flokk til Ábyrgðar'


Sjálfstæðisflokkurinn rúllaði upp bæjarstjórnarkosningunum í Vestmannaeyjum og er það vafalítið þessu lagi að þakka. Ef þessi skemmtilegi og grípandi söngur hrífur þig ekki með á mjúku íhaldssömu skýi þá ertu morkinn kommúnisti inn að beini.

Einn flokk til ábyrgðar, það er eina vitið!

þriðjudagur, júní 13, 2006

Átta
Allt í einu er Ástralía farin að punga út skemmtilegri tónlist, hvern hefði grunað? Það hefur ekki verið svona sniðugt stöff að koma þaðan síðan Paul Hogan brá sér í gerfi krókódílamannsins Dundee forðum daga. Ég rakst á þessa gæja þegar ég var að gramsa eftir einhverju sem svipaði til samlanda þeirra, Wolfmother og ég segi bara undir nálina með þetta.

The Vasco Era - 'The Path Less Travelled'
mp3
The Vasco Era - 'Turn to Blue'
mp3

sunnudagur, júní 11, 2006

Mánudagslag #23

Enn einn mánudagurinn lentur til að hrella okkur. Eftir klukkutíma baráttu við snús takkann er maður loksins klæddur og kominn á leið í vinnuna.

"You load sixteen tons, what do you get, another day older and deeper in debt"

Í ágúst 1946 var tónlistarmaður að nafni Merle Travis var beðinn af útgáfufyrirtæki sínu að gefa út plötu með gömlum þjóðlögum, þar sem að útgáfufyrirtækið, Capitol, var að mala gull af þjóðlagaplötu sem annar tónlistarmaður, Burl Ives, hafði nýverið gefið út. Merle átti í hálfgerðum vandræðum með að finna lög, þar sem að Burl þessi hafði tekið alla helstu þjóðlagasmellina á plötunni sinni, þannig að hann settist niður og reyndi að skrifa nokkur ný lög sem sánduðu gömul.
Viðlagið byggði á bréfi sem Merle hafði fengið frá bróður sínum, sem syrgði fráfall blaðamansins Ernie Pyle, sem lést þar sem hann var að skýra frá átökum í Kyrrahafi. Í bréfinu stóð "It's like working in the coal mines. You load sixteen tons and what do you get? Another day older and deeper in debt."

Lagið kom út 1947, og vakti upp nokkrar deilur. Kommahysterían var í algleymingi. Lagið fjallar um hvað það er ömurlegt að vera námugrafari. Á þessum tíma var algengt að menn bjuggu og unnu í námubæjum, unnu í námuni, og versluðu í verslun námufélagsins. Verðlaginu í verslunum námufélagsins var haldið þannig, að menn komust fljótt í skuld við fyrirtækið sem þeir komust aldrei út úr, og þannig héldu námufyrirtækin starfsmönnum sínum í gislingu ár eftir ár. Út af því að þetta lag ýjaði að því að það væri ekki beinlínis æðislegt að vinna í námu, var Merle brennimerktur sem kommavinur og átti erfitt uppdráttar um skeið vegna þess.

Átta árum síðar kynntist útvarps- og tónlistarmaðurinn Tennesee Ernie Ford laginu og höfundinum í gegnum vinnu sína. Hann prófaði að spila lagið í þættinum, og fékk rífandi viðtökur, svo góðar að hann ákvað að gera lagið að B-hlið á smáskífu sem hann var að gefa út.

Eins og gerist oft í sögum sem þessarri féll A-hlið smáskífunar í gleymskunnar dá, en B-hliðin er eitt af goðsagnakendari lögum tónlistarsögu 20. aldarinnar. Eftir að útgáfa Tennessee Ernie Ford kom laginu, og höfundi þess, svona rækilega á kortið, breytti Merle Travis alltaf síðasta viðlagi lagsins þegar hann flutti það á tónleikum í "I owe my soul...to Tennessee Ernie Ford."

"St. Peter don't you call me 'cause I can't go, I owe my soul to the company store"

Fyrir okkur sem þurfum að mæta í vinnu á mánudagsmorgnum hefur þetta lag magnþrungna merkingu. Það er kannski ekki alveg sami hluturinn að vinna í kolanámu og á auglýsingastofu, en við Björn Þór þekkjum samt þjáninguna. Þess vegna setjum við þetta lag á fóninn yfir fyrsta kaffibollanum á kaffistofunni og grátum í öxlina á hvorum öðrum yfir þessum sáru örlögum okkar, að þurfa að vinna fyrir launum okkar. Jafnvel á mánudegi. Atvinnuveitendur eru skepnur.

(Þessi pistill er byggður á þessarri grein)

Tennessee Ernie Ford - '16 Tons'
mp3

fimmtudagur, júní 08, 2006

Sjö

Leila K - 'Open Sesame'
mp3
Gulla vinkona mín er eina manneskjan sem jafnast á við mig í nostalgíunördaskap. Hún á pokafylli af gömlum VHS spólum af tónlistarmyndböndum frá þeim gullnu árum 1990 - 1995. Um helgina blésum við dordinglana af gömlu videótæki, snerum gaffli í hjólunum til að herða myndbandið og horfðum á þessa stórkostlegu kvikmyndahátíð æsku okkar. Það var gaman er Leila K stökk aftur fram í heilann á mér úr kústaskápnum sem hún hafði falið sig í síðustu 15 árin.

þriðjudagur, júní 06, 2006

Sex


Harry Nilsson - 'Jump into the Fire' (single edit)
mp3
Ég hef lengi viljað pósta þessu frábæra lagi, en tuttugu mínútna trommusólóið skemmdi svolítið fyrir. Svo rakst ég á þessa styttu útvarpsútgáfu og langþráð færsla varð til.

**Getraun**
Sá/sú sem fattar tengingu lagsins við myndina hér að ofan fær óskalag.

sunnudagur, júní 04, 2006

Fuck

Stundum vill maður sparka í andlitið á sér meðan maður er með tannstöngla í nösunum yfir því að búa á Íslandi.

Svona eru partýin í París.
Justice útgáfupartý
Video

Fimm

Los Super Elegantes - 'Dance' (ESG cover)
mp3
Er að fara á ESG í kvöld. Mæli með því að allir hermi eftir mér. Hér er spænska grúbban Los Super Elegantes með sína túlkun á frægasta lagi Emerald, Sapphire & Gold.

Svo var hinn stórskemmtilegi svefnherbergismúsíkant Mongoose að senda frá sér sitt fyrsta myndband. Alveg æðislegt.
Mongoose - 'Raggedy Pack'
Video

fimmtudagur, júní 01, 2006

Fjögur
Grand National - 'Peanut Dreams'
mp3
Alltaf dúndur stuð að vera þunnur og ringlaður í vinnunni. Þá blífar ekkert nema eitthvað smjúð og smekklegt.