fimmtudagur, ágúst 31, 2006

Emo, Fangelsi og Flotmúr

OK ég veit að ég er búinn að pósta soldið mikið af gítardrifnu indírokki undanfarið. Ég vil bæta upp fyrir það með gítardrifinni indíballöðu. Swan Lake er nýja hliðarverkefnið hans Spencer Krug í Wolf Parade sem kemur einmitt á Airwaves í október. Þetta er voða dramatískt stöff og ætti að vera fínt sándtrakk þegar emo krakkarnir grenja í myrkrinu.
Swan Lake - 'All Fires' mp3


Einsog Svenni sagði svo réttilega við mig um daginn, skítt með Bítlana og Beach Boys. Besta popphljómsveit sjöunda áratugarins var tvímælalaust The Zombies. Þetta er lag af meistaraverki þeirra, Odessey and Oracle og er eitt af þeim betri sem Uppvakningarnir settu saman. Hvaða annað band gæti gert svona fallegt lag um gæja sem er að losna úr fangelsi?
The Zombies - 'Care of Cell 44' mp3


Og að lokum, eitt dansvænt. Þetta er tileinkað nýja gólfinu á Sirkus.
Kids on TV - 'Break Dance Hunx' mp3

þriðjudagur, ágúst 29, 2006

The Rapture & Ewan PearsonEins og mörg ykkar vita og eru eflaust orðin frekar spennt fyrir, er að koma ný plata frá The Rapture. Tónleikar þeirra á Airwaves '02 eru einn af örfáum tónleikum sem ég hef farið á sem hittir á hárréttann tímapunkt í æviskeiði hljómsveitar, þegar hún er við það að meika það, og spennan í kringum bandið er í hámarki.

Hér er eitt lag af nýju plötunni:

The Rapture - The Sound mp3

Lagið er stolið af 20 Jazz Funk Greats MP3 blogginu knáaPlata The Rapture er pródúseruð af DJ Dangermouse úr Gnarls Barkley og Ewan Pearson. Ewan þessi er líka plötusnúður, og mun spila á Barnum núna á laugardagskvöldið. Magnaður tónlistarviðburður þar, og það sem meira er, það er frítt ínn.

» Frekari upplýsingar um Ewan Pearson partíið á Barnum hér.

» Ewan Pearson á Myspace

sunnudagur, ágúst 27, 2006

Tuttugu og Þrjú


Búbbluplast var fundið upp fyrir algera tilviljun. Þeir ætluðu að búa til veggfóður úr plasti en slysuðust til að gera þetta feikiskemmtilega efni, sem er ekki bara tilvalið að sprengja með puttunum, heldur verndar það líka hluti sem mega ekki brotna í mél.

The Young Knives eru búbbluplast. Óvænt uppgvötun sem gerir lífið skemmtilegra. Ég fann myndband með þeim þegar ég var að hlaupa á milli stöðva og ég varð strax hugfanginn. Þetta eru flippaðir og sniðugir gæjar frá Bretlandi sem gera nýbylgjulegt rokk með óhlutbundnum textum. Áhrifavaldar þeirra eru augljóslega lið einsog Moving Units, Fire Engines og Talking Heads sem er bara gott mál.

Ég segi bara tékkið á eða verið eftirá.

The Young Knives - 'Weekends and Bleak Days (Hot Summer)' mp3
Myndbandið á Jútúp

föstudagur, ágúst 25, 2006

Föstudagsslagarinn XIXVinir mínir Daniel Claus og Bjarki eru að tapa sér yfir plötu sem heitir Black Devil.

Eigandi Rephlex fann plötuna víst á einhverjum flóamarkaði á tuttugu krónur, og varð svo hrifinn að hann ákvað að endurútgefa dótið.

Þið getið lesið meira um forsöguna hér


Black Devil - "H" Friend mp3

Tuttugu og Tvö

Ef sótarar í Lundúnum Viktoríutímans hefðu tekið sig saman og stofnað rokkband með hor í nefinu þá hefðu þeir kallað sig The Victorian English Gentlemens Club. Verst að þeir dóu allir úr lungnakrabbameini áður en þeir náðu alminlegum tökum á rafmagnsgítarnum.

The Victorian English Gentlemens Club
'Impossible Sightings Over Shelton'
mp3

The Victorian English Gentlemens Club
'A Hundred Years Of The Street.mp3'
mp3

föstudagur, ágúst 18, 2006

Föstudagsslagarinn XVIII

Þær leiðinlegu fréttir bárust Skrúðgöngunni um daginn að Death From Above 1979 hefðu lagt upp laupana. Það er auðvitað djöfulsins bömmer, en við getum samt gert allt vitlaust í kvöld með þessi lög á heilanum:

Death From Above 1979 - 'Blood on Our Hands'
mp3

Death From Above 1979 - 'Romantic Rights'
mp3

Death From Above 1979 - 'Romantic Rights (Erol Alkan Remix)'
mp3

Allir útá gólf að berja fólk!

miðvikudagur, ágúst 16, 2006

Tonlistaruppeldi

Ég var að spjalla við Björn Þór í símanum rétt áðan. Við vorum að ræða færsluna hans á blogginu sínu um fólk sem einskorðar sig við eina tónlistarstefnu.

Björn Þór fílar ekki The Cure. Og ég hef ákveðið, í þágu vísindanna, að sjá hvort að ég geti lagað það.

Í fyrsta kafla Cure námskeiðsins hef ég valið eitt af fyrstu lögum þeirra. Björn Þór hefur verið þekktur fyrir að fíla frekar hrátt nýbylgjurokk, og þessvegna er þetta ágætis upphafspunktur.

The Cure - Killing An Arab mp3

þriðjudagur, ágúst 15, 2006

Skilningur

Ég var næstum búinn að gefast upp á Sufjan Stevens. Ég var búinn að lesa ofsalega mikið af fínum hlutum um hann, en það litla sem ég var búinn að hlusta náði ekki til mín. Ég hélt samt einu lagi með honum inná playlista sem ég hlustaði ofsalega oft á, svona til að gefa honum einn loka sjens. Eftir nokkrar áhlustanir fór ég að detta inn í lagið, og í svona tíunda skipti sem ég hlustaði á það datt textinn loks í gegn. Þetta lag segir svo ótrúlega mikið í svo rosalega fáum orðum. Það gerir mig nánast jafn tárvotan og uppgötvunin að ég hafi gleymt að kaupa miða á tónleikana með honum, áður en það varð uppselt.
>Sufjan Stevens - Casimir Pulaski Day      mp3

Mér finnst alltaf magnað að hlusta á músík sem er á tungumáli sem ég skil ekki. Ég er viss um að Manu Chao væri t.d. ekki nærrum því jafn skemmtilegur og hann er ef ég vissi hversu vitlausir textarnir hans eru. Mér finnst líka enskumælandi lögin hans ekkert svo skemmtileg.
Það er líka extra gaman að hlusta á Serge Gainsbourg. Maður veit ekkert hvað hann er að meina en maður einhvernveginn sensar alltaf svo sterkt tilfinninguna í laginu. Yfirleitt er tilfinningin líka voðalega dónaleg. Lagið sem hér um ræðir var á safndisk sem ég keypti þegar ég tók eitthvað svakalega franskt skeið í tónlist þegar ég var svona nítján. Ég var svosem alltaf búinn að vita af þessum gaur, en svo fékk ég dellu fyrir MC Solaar og í kjölfarið fór ég og tékkaði á tónlistarmanninum sem hann var að sampla. Tilfinningin í laginu er rosa einstök. Þetta lag er á einhvern fáránlegann hátt geðveikt sorglegt en samt líka geðveikt bjartsýnt, og stemmningin sem lagið myndar þegar maður gískar í eyðurnar gerir lagið örugglega betra en ef ég myndi aktuelt skilja hvað hann er að segja. Sem er eflaust bara eitthvað klúrt.

>Serge Gainsbourg - Je suis venu te dire que je m'en vais      mp3

föstudagur, ágúst 04, 2006

Föstudagsslagarinn XVII

Við erum að ljúka síðustu smáverkunum áður en við lokum skrifstofum Skrúðgöngunnar fyrir Verslunarmannahelgina. Helginni munum við Svenni eyða í litla kotinu okkar í Gíbraltar þar sem Steven Stills og Herbie Hancock ætla að mæta og vera með okkur í massífum kassagítar/hljóðgerfla bræðing.

En handa ykkur, lag:

Slagsmålsklubben - 'KKKKK Come On!'
mp3

Ég garantera það: Ef þið spilið svona mússík fyrir utan tjaldið á einni útihátíðinni, þá munu tröllvaxnir landsbyggðartruntar í lopapeysu og appelsínugulum pollagalla lemja ykkur í spað svo að iðrin liggja úti.

Skál í smjörsýru.

fimmtudagur, ágúst 03, 2006

Tuttugu og Eitt
Þegar ég var sautján ára gamall var mér rænt af geimverum. Þær sögðust koma frá hinni fjarlægu plánetu Frakklandi. Þær voru silfurlitaðar, í súrum búningum og höfðu mikinn áhuga á jarðnesku hljómsveitinni Canned Heat.
Les Rockets - 'On the Road Again'
mp3

Svo í nótt dreymdi ég Þetta.

miðvikudagur, ágúst 02, 2006

Viðbot við föstudagsslagara XIII

Fyrir nokkru var föstudagsslagari vikunar Major Tom með Peter Schilling.

Ég var að rekast á myndbandið við lagið, og það er vægast sagt mögnuð 80's snilld.