föstudagur, september 29, 2006

Airwaves #1 / Föstudagsslagari

Í aðdragandanum að tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves ætlum við að taka fyrir flest erlendu böndin sem koma og spila á hátíðinni, og kannski nokkur íslensk. Við erum búnir að þróa sérstakt táknmyndakerfi sem mun einfalda neytendum til muna að skilja tónlistina sem við fjöllum um á fljótari hátt en áður var mögulegt. Við byrjum á hressri föstudagsmúsík.

Walter Meego
Á NASA á laugardagskvöldinu, kl. 21.30

Ekki dæma bókina eftir blekkjandi hljómsveitarnafninu. Björn Þór hélt, út frá nafninu, að hér væri einhver afnári Sufjan Stevens og Ben Kweller á ferðinni. Ef Sufjan Stevens væri í Hot Chip... Einu sinni vorum við Björn Þór að skrifa rosalega margar tónlistarumfjallanir fyrir hið skammlífa tímarit VAMM, og ef ég fengi hundraðkall fyrir hvert skipti sem ég notaði klisjuna "Ef X og Y eignuðust barn" eða póstmóderniskann útúrsnúning á því, og ef sú klysja eignaðist barn með Ben Kweller... þið fattið vonandi.

Walter Meego er allavega 21. aldar lopahúfusoul, ekkert svo langt frá Hot Chip eða Ratatat. Við erum að fíla fletta.

» Walter Meego - Weekday
» Walter Meego - Romantic
» Walter Meego - Keyhole

» Walter Meego á Icelandairwaves.com

þriðjudagur, september 26, 2006

Mánudagslag #33

Björn Þór er kominn í sjálfsskipaða internetútlegð. Í viku ætlar hann að lifa lífinu tölvulaust. Internetið er að sjálfsögðu klessuþunglynt yfir yfirvofandi Bjöllaleysi, og því birti ég eftirfarandi mánudagslag, sem gervalt internetið getur hlustað á á meðan það grætur í bjórinn sinn.

Focus 3 - 10.000 years behind my mind

- - -

Svo er Airwavesumfjöllun okkar alveg að fara að bresta á. Daglega munum við birta lag og umfjöllun um band í aðdragandanum að hátíðinni. Fylgist með.

föstudagur, september 22, 2006

maðurvélmennimaðurvélmennimaðurvélmenniÞað er hreint ekki oft að maður nennir að hlusta á tónleikaupptökur oftar en einu sinni, tvisvar en ég geri undantekningu í þessu tilviki. Hér eru róbótamennin goðsagnakenndu Daft Punk með stórkostlegt sjóv á Coachella hátíðinni fyrr í ár.

Þetta eru hnullar til að dánlóda en vel þess virði. Ég get amk sagt með góðri samvisku að ég hafi aldrei heyrt jafn flott upphaf á tónleikum.

Daft Punk á Coachella 2006 - Fyrri Hluti mp3

Daft Punk á Coachella 2006 - Seinni Hluti mp3

Hér er stutt amatöra upptaka úr áhorfendaskaranum.Þeim hlýtur að vera soldið heitt í þessum hjálmum og mótorhjólagöllum. Nema að þetta séu vélmenni og þeir eru sjálfir loftkældir og hressir í græna herberginu.

Föstudagsslagari XXII

Klaxons eru að koma á Airwaves. Þetta lag er reyndað rímixað af Áströlsku trylliboltunum Van She, en það er samt smá Klaxonn í þessu.

Klaxons - Gravity's Rainbow (Van She Remix) mp3

miðvikudagur, september 20, 2006

Tilraun til yfirvaraskeggs


Loudon Wainwright III er einn af þessum gæjum sem hefur verið að búa til skrítna og áhugaverða mússík í marga áratugi án þess að hafa öðlast nokkra frægð (kanski er það óþjálu nafninu að kenna). En þessi sérvitringur gaf út plötuna 'Attempted Mustache' árið 1973 og á henni eru þessi skemmtilegu lög sem ég vil deila með ykkur:Loudon Wainwright III - 'The Swimming Song' mp3
Loudon Wainwright III - 'Nocturnal Stumblebutt' mp3

mánudagur, september 18, 2006

Mánudagslag #32

Airwaves-dagskráin er tilbúin:
Linkur

Þú getur líka nælt þér í armband núna:
Linkur

Þið getið verið viss um að Skrúðgangan mun vera með ítarlega kynningu á áhugaverðustu böndunum og grugguga lýsingu á atburðum meðan á hátíðinni stendur.

En smá mánudagsblús:
Camera Obscura - Lloyd, I'm Ready To Be Heartbroken mp3

föstudagur, september 15, 2006

Föstudagsslagari XXIDoes it offend you, yeah? - 'We Are Rockstars' mp3

Kíkið svo endilega við á Q-Bar í kvöld (fyrir ofan Prikið) en þar mun hann Svenni okkar spila dansimússík fyrir gesti og gangandi.

miðvikudagur, september 13, 2006

Hey-ho, Hey-ho This haustveður has got to go!

Ég verð að segja að mér finnst útlitið á nýja itunes vera ógeðslegt. En hér eru nokkur lög sem hafa endað þar inni síðustu daga.

Eitt sem er meira stuð en ekki:
Shout Out Out Out Out - 'Dude You Feel Electrical' mp3

Og tvö sem passa vel við þetta slepjulega haustveður sem er úti...
Caribou - 'Barnowl' mp3
Brightblack Morning Light - 'Everybody Daylight' mp3

mánudagur, september 11, 2006

Mánudagslag #31


Ég veit lítið um þetta þjóðlagapakk, en ég hugsa alltaf um dúettinn Plató úr Fóstbræðrum þegar Nútímabörn koma á.
Nútímabörn - 'Vetrarnótt' mp3

Fyrst það er ellefti september og svona, þá henti ég inn einum bónus mánudagsbömmer. Þegar býsnast þarf yfir heimsmálum er fínt að rokka smá Einar Vilberg.
Einar Vilberg - 'Vitskert Veröld' mp3

laugardagur, september 09, 2006

Ég verð bara að linka á þetta.

Hinir sálugu Death From Above 1979 spila hjá Conan O'Brien og fá æðislegan gestatrymbil í endann, motherfucking Max Weinberg!

Linkur

föstudagur, september 08, 2006

Föstudagsslagarinn XX

Árni Plúseinn er merkilegur gaur. Fyrir utan að vera meðlimur í Hairdoctor, FM Belfast, Gusgus og svona 25 öðrum hljómsveitum, gefur hann sér líka tíma til að gera tónlist á eigin spýtum.
Nýjasti afrakstur hans er argandi danssmellur, sem er eitthvað farinn að hljóma á sóðalegri diskótekum bæjarins, og á eflaust eftir að verða svakalegur smellur hjá þeim sem fíla að dansa við skemmtilega tónlist.

Plúseinn - Zurich mp3

Bónuslag:

Plúseinn og undirritaður gera jólateknó:
Terrordisco Plúseinn - Jólasnjór mp3

Girl in blue, I'm talkin' to you!

Þú sérð ekki rappara klæða sig svona í dag. Ekki jogginggalli í augsýn.

Grandmaster Flash and the Furious 5 - 'Superrappin' mp3
Fearless Four - 'Rockin' It' mp3
Fab Five Freddy - 'Down By Law' mp3

þriðjudagur, september 05, 2006

Finnum þessa skötu


Við erum loksins komnir með nýju Rapture plötuna, 'Pieces of the People We Love' í hendurnar og hún er alveg fantafín. Þó það sé enginn slagari sem grípur mann eins mikið og 'House of Jealous Lovers' af fyrra albúminu þá eru þrjú lög sem standa uppúr. Tvö þeirra hafa verið í mikill spilun hjá mér síðustu mánuði ('Get Myself Into It' og 'Whoo! Alright-Yeah...Uh Huh' (áður þekkt sem 'W.A.Y.U.H')) en það þriðja er þetta hér:
The Rapture - 'The Devil' mp3

OK, ég held að þetta sé orðið ágætt af The Rapture í bili (þangað til remixin detta inn).

Mér hefur fundist þetta næsta lag æðislegt síðan ég heyrði það fyrst í Boogie Nights hér um árið. Ég vil alltaf hlaupa út í gleðikasti og hoppa í nýslegnu grasi þegar ég heyri það.
Apollo 100 - 'Joy' mp3

Og að lokum, lítið band sem er að gera breskar indípíur vitlausar. Þetta eru kornungir horaðir drengir í þröngum buxum með hárið útí loftið. Þeir gera líka dúndurmússikk.
The Horrors - 'Count in Fives' mp3