föstudagur, desember 28, 2007

Magnþrungnir lokadagarÞað er alltaf soldið spes stemning á milli jóla og nýárs. Það er dimmt og kalt, elliær jólaljós úti um allt og auðvitað mikill endalokafílingur yfir öllu. Árið er dautt og Örn Árnason dreifir ösku þess með stærstu tívolíbombunni.

Það er gaman að vera þunglyndur af og til. Hér eru tveir niðurlútir (en þó vongóðir (og rosalega grípandi)) hittarar til að hlusta á í gönguferð um skítugan snjó.

Fyrst er það sænski næturgalinn Robyn. Ég er búinn að vera með þetta lag á heilanum undanfarið. Þetta er handa þeim sem fengu dömp frá makanum í jólapakkann.
Robyn - 'With Every Heartbeat' mp3

Og hresst remix. Ég er glaður að Punks Jump Up héldu tilfinningunni í laginu. Það hefði verið svo auðvelt að klúðra þessu með einhverju BANGIN' tekknórúnki, en mínir menn leysa þetta smekklega.
Robyn - 'With Every Heartbeat' (Punks Jump Up rmx) mp3


Svo er það gella sem ég hef mikið hampað undanfarið. Tracey Thorn var auðvitað drottning house/trip hop í the 90's en hér er hún í lekkerum elektrógír með íslandsbræðrunum í Hot Chip.
Tracey Thorn - 'King's Cross' (Hot Chip rmx) mp3
Aftur er ég glaður með útkomuna á remixinu. Hot Chip eru venjulega mjög mistækir þegar þeir remixa aðra listamenn, en hérna er útkoman til fyrirmyndar.

fimmtudagur, desember 27, 2007

Nýársdiskó

Í staðinn fyrir að horfa á Randver og Remax á gamlárskvöld, hví ekki að skella sér á litríkt, glansandi og brothætt dansgólf? Ég henti saman nokkrum uppáhalds diskótek lögunum mínum, auk einhverra nýlegri sem klæðast sömu yfirvaraskeggjum.

Njótið vel.Bobby Breidholt - 'Bitchin' Disco Party' mp3
45:59 / 52.9mb

Syrpan:
00 - "1!"
01 - Daniel Wang - Like Some Dream I Can't Stop Dreaming
02 - Loose Joints - Is It All Over My Face
03 - Bobby Breidholt - Patrick vs Gary!
04 - Glass Candy - Miss Broadway
05 - Sister Sledge - Thinking Of You (Facemeat tempo edit)
06 - Kleerup feat. Robyn - With Every Heartbeat
07 - Regrets - Je Ne Veux Pas Rentrer Chez Moi
08 - Chaka Khan - Fate (Facemeat tempo edit)
09 - Stardust - Music Sounds Better With You
10 - Chic - Clap Your Hands (No verses edit)

föstudagur, desember 21, 2007

Topp Fimmtán Erlendu Plöturnar 2007 Að Mati Bobby Breiðholt

Í Fréttablaðinu á morgun, laugardag má sjá topp-fimm listann minn yfir erlendar plötur. Hér er hinsvegar öllu lengri upptalning með viðeigandi málalengingum, myndum og hljóðdæmum.


15 - NEW YOUNG PONY CLUB - FANTASTIC PLAYROOM
Allir þurfa að vera 'hin nýju eitthvað' og eftir að hafa snúið lukkuhjólinu segi ég að þau séu hin nýju Tom Tom Club.
NYPC - 'Hinding on the Staircase' mp3

14 - BLACK MOTH SUPER RAINBOW - DANDELION GUM
Mega geimfarar reykja gras og taka upp plötu um borð í geimsjónaukanum Hubble? Nei? Þessir gæjar gerðu það samt.
Black Moth Super Rainbow - 'Forever Heavy' mp3

13 - WHITE WILLIAMS - SMOKE
Skringilegur gaur gerir skringilega músík sem lætur mig dansa skringilega.
White Williams - 'Violator' mp3

12 - TRANS AM - SEX CHANGE
Tónlistarlegt samheiti sportbílanna með vélina uppúr húddinu.
Trans Am - 'Reprieve' mp3

11 - FEIST - THE REMINDER
Konan sem einsömul seldi svona þrettán milljarða ipoda.
Feist - 'My Moon My Man' (Boys Noize rmx) mp3

- - - -


10 - CHROMEO - FANCY FOOTWORK
Fyrsta og eina vel heppnaða samstarf gyðings og araba.
Chromeo - '100%' mp39 - STUDIO - YEARBOOK 1
Sænskt vangadanspartý á ströndinni. Sólarlag á snekkjudansgólfinu.
Studio - 'Origin' mp38 - !!! - MYTH TAKES
Endalaus grúf spiluð í transi fyrir sveittan múg. Í raun Grateful Dead nútímans, bara ekki eins glatað.
!!! - 'Heart of Hearts' (The Brothers rmx) mp37 - LCD SOUNDSYSTEM - SOUND OF SILVER
Megalofið sem hlaðið var á þessa plötu er réttlætanlegt. Ég fílaði þó plötuna/lagið '45:33' betur.
LCD Soundsystem - 'Us v Them' mp3
6a - CHROMATICS - SHINING VIOLENCE
6b - CHROMATICS - NIGHT DRIVE

Kómadiskóið sem ætlar aldrei að linna. Magnþrungnar og draumkenndar tvíburaplötur.
Chromatics - 'Hands In The Dark' mp3
Chromatics - 'Night Drive' mp3

- - - -


5 - FELICE BROTHERS - TONIGHT AT THE ARIZONA
Þrír bræður og einn til. Lifa, ferðast og semja tónlist í gamalli skólarútu. Kalla sjálfa sig dirtbags og lifa samkvæmt því. Hljóma einsog fjórði dagur drykkjutúrs í fjallabænum Volæði. Morðballöður drauga á gítar og harmonikku. Einsog yngri, dónalegri bræður The Band. Óskilgetnir synir Springsteen á Nebraska-tímabilinu. Töfrar, slitnir skór og fangelsisvist. Svo góðir að maður getur bara talað um þá í stikkorðum.
The Felice Brothers - 'Roll On Arte' mp3
The Felice Brothers - 'Rockefeller Drug Law Blues' mp3
The Felice Brothers - 'Ballad Of Lou The Welterweight' mp34 - THE BEES - OCTOPUS
Einhverjir afdalamenn á nær-yfirgefinni eyju í Bretlandi gera skemmtilegustu sumar-kokteil-psychedelic-blús-brassband músík sem hægt er að hugsa sér. Það er svipað og að bóndinn á Flatey kæmi allt í einu með bestu house plötu allra tíma. Einhver gæti sagt að það séu eflaust einhver eiturlyf í drykkjarvatninu á eyjunni Wight, en ég mundi frekar segja að það hafi óvart farið eitthvað drykkjarvatn í eiturlyfin. Þömbum lónvatn úr geitarhorni og blásum í básúnu.
The Bees - 'Got To Let Go' mp3
The Bees - 'Listening Man' mp33 - ROISIN MURPHY - OVERPOWERED
Titillag þessarar plötu var þjóðsöngur sumarsins hjá mér. Fyrsta sólóplata þessarar fyrrum söngkonu Moloko, 'Ruby Blue' var fín á köflum en datt stundum í leiðindadjass og eitthvað plinkíplonk sem minnti á atriði í teiknimynd eftir Tim Burton. 'Overpowered' er aftur á móti poppplata. Grípandi, smart og aðgengileg. En alltaf skína frumlegheitin og fágunin í gegn. Tískudiskó af bestu sort.
Roisin Murphy - 'Overpowered' mp3
Roisin Murphy - 'You Know Me Better' mp32 - GLASS CANDY - BEATBOX
Guði sé lof fyrir ítalina. Einmitt þegar maður hélt að Ed Banger og franska tekknóið ætlaði að ganga að ímyndunarafli danshljómsveita dauðu, kom útgáfufyrirtækið Italians Do It Better og opnaði fjólublátt flauelstjaldið að stjörnuþokunni Smekklegheit. Gamaldags Italo-synthar, nútíma diskóbít og draumkenndir textar gerðu Glass Candy, Chromatics og Mirage að mest spennandi hljómsveitum ársins. Frakkland mun falla.
Glass Candy - 'Beatific' mp3
Glass Candy - 'Rolling Down The Hills' mp31 - M.I.A. - KALA
Í ár voru stelpurnar að gera langskemmtilegustu hlutina. Santogold, Feist, Roisin Murphy, Tracey Thorn og Farah létu strákana svitna en Mæja sendi þá í uppvaskið. 'Arular', frumburður hennar var alveg hreint fín plata, en 'Kala' er ekkert annað en spandex-klædd borgarastyrjöld... semsagt snælduvitlaust góð. Hvert einasta lag er einstakt, stílar og stefnur skjótast um allt og manni langar einna helst að stofna nýtt eyríki, með Mæju sem forseta og neongular hjólabuxur sem þjóðfána. Ég meina, hverjum öðrum hefði dottið í hug að gera rapplag með þremur tíu ára frumbyggjum frá Ástralíu?
M.I.A. - 'Paper Planes' mp3
M.I.A. - 'Mango Pickle Down River' (feat. Wilcannia Mob) mp3

- - - -

Svona hljómar það nú. Álit?

Eins og áður sagði kemur svo sameiginlegur listi okkar allra yfir bestu lögin einhverntíman eftir jól.

fimmtudagur, desember 20, 2007

Ekki ErlentVið erum að sjálfsögðu í miklum árslistapælingum hér í neðanjarðarbyrgi Skrúðgöngunnar. Þið megið vænta æsispennandi lista á milli jóla og gamlárs.

Ég mun einnig vera álitsgjafi í árslista Fréttablaðsins. Fylgist því vel með bréfalúgunni þegar þið farið að heyra í flugeldum.

Reyndar fannst mér alger bömmer að gera innlenda listann því öll þau bönd sem ég hef hvað mestan áhuga á eru plötulaus í ár.

FM Belfast, Motion Boys, Retro Stefson, Steed Lord, TZMP og Tesla Girls eru vinsamlegast beðin um að huga að útgáfumálum.

En pörupiltarnir í Jakó stóðu sig með prýði í ár og þeir rötuðu á listann minn. Hérna er ofsaflott remix á einu lagi þeirra.

Jakobínarína - 'Jesus' (Tronik Youth rmx) mp3

þriðjudagur, desember 18, 2007

Be here to love me

Ég horfði á heimildarmynd um daginn um Townes Van Zandt sem heitir "Be Here to Love Me". Frábær mynd með enn frábærari músík. Tjékkið á henni ef þið getið þ.e.a.s ef þið fílið gaurinn, en auðvitað er ekkert annað hægt... (nema ef þið eruð með svart hjarta). Myndbandið hérna fyrir neðan er úr "Be Here to Love Me".Townes Van Zandt - 'Be Here to Love Me' mp3

Townes Van Zandt - 'My Proud Mountains' mp3

Jólaseríugaddavír

Loksins var ofsaveðrið kveðið niður og við getum læðst úr neðanjarðarbyrgjum okkar. Ég vil róa þjóðina niður með tveimur vel völdum (þó ég segi sjálfur frá) lögum með listamönnum sem hafa staðið sig afskaplega vel á árinu.

Hinir sænsku Studio hafa verið leiðandi í þessari langþráðu rólegheitabylgju sem virðist vera rétt innan við sjóndeildarhringinn. Niður með distortion-rafmagnsgítar-leðurjakkatekknó og inn með strandpartý og kossaflens á smábátahöfninni.

Þetta tiltekna framlag þeirra er ögn tempó-harðara en venjan er hjá þeim (soldill Talking Heads fílingur meiraðsegja), en þetta fer þá bara í 8-rása tækin í hraðbátnum þegar við förum í kapp við Diego Escobar.
Love Is All - 'Turn the Radio Off' (Studio remix) mp3

Og blessunin hún Santogold er alltaf hress. Hér er hún í Barbados fíling.
Santogold - 'Shove It' (John Reggae & Spankrock rmx) mp3

föstudagur, desember 14, 2007

Mega-Giga-Tera-BASS!


Krotborg

Mínir heimalningar í Zuckakis Mondeyano Project keyra um í grænum löggubíl og skjóta á allt sem fyrir verður. Hringið í plötusnúðinn, það er útkall á dansgólfinu. Leizermorð og róbótauppþot.

Alveg heví Miami Bass (AKA Booty Music) fílingur í þessum hittara.

Zuckakis Mondeyano Project - 'Autobahn Police' mp3

INTL-
Yo mate! Don't hesitate to play that Roland 808
for your heavyweight bedmate from Kuwait!

It's a fruitcake earthquake from that non-fake
beefcake drumbreak, make no mistake!

Dropkick that seasick Frederick and his gimmick
and go for this epic drumstick music lick!

In conclusion:
Dig the awesome blossom wisdom from this
handsome gruesome twosome, chum!

miðvikudagur, desember 12, 2007

Make like my pants and RIPSmá elegans og stjörnufans þegar við hengjum upp jólakrans.

Annað er rómantískur löngunar-óður frá hlýrri strönd þar sem ástríðan ríður rækjum. Minningar um diskótek og sveitt læri.
Rune Lindbæk - 'Til Lippo Lippa' mp3

Hitt er smekklegur og smooth slagari með seyðandi slagkraft sem segir sex. Velkomin til San Francisco, þar sem þokan strýkur þér um lendarnar.
Mark Rae - 'San Francisco' mp3

International-
This one goes out to my man Ike Turner, who's getting his ass kicked in that big limo in the sky.

þriðjudagur, desember 11, 2007

Snapp


Saga

Ofsa stuð að snúa plötum aðeins of hratt og dansa við útkomuna. Lifum lífinu geyst á þriðjudögum og drepumst úr stuði fyrir hádegi. Venjulega þegar lög eru spiluð of hratt, breytast söngvararnir í unglinga með helíumlungu. unglungu. En þetta tiltekna lag rétt sleppur fyrir hornið á Austurstræti áður en hópslagur brýst út á 17. júní.

Ruth - 'Polaroid' (Breidholt's Tempo Edit) mp3

International-
I'm a busy man and I have no time for plodding tunes. This is a sped-up ditty that I hope will set your tuesday ablaze with its somewhat galloping tempo. The vocals are almost approaching Chipmunk territory but I don't mind. Not at all!

föstudagur, desember 07, 2007

EndurkomaJá, hver man ekki eftir 'Miss You' með Everything But The Girl? Þessu skellti æskan á fermingargræjufóninn og dansaði frá sér unglingsárin í Dickies buxum og með melluband um hálsinn.

Tracey Thorn, stelpan í Everything But The Girl, er komin aftur og er að herja á svipuð mið og Roisin Murphy, Goldfrapp og aðrar eins smooth diskó-gellur. Tékkið á 'Get Around To It', sem er kover á geggjuðu Arthur Russell lagi sem Laufey póstaði hérna fyrir einhverjum misserum.

Tracey Thorn - 'Get Around To It' mp3
Tracey Thorn - 'Raise the Roof' (Beyond the Wizards Sleeve re-animation) mp3


PS-
Að sækja músík án þess að kommenta lætur indjánann gráta.

Taking music without commenting makes the indian cry.

miðvikudagur, desember 05, 2007

Hvítt ValdWhite Williams er eiturhress gæji með myspace síðu. Hann er líka í því að gera létta og grípandi músík sem er gaman að róla sér við. Og þá meina ég kynlífsrólu.

En í fúlustu alvöru, þá er ég að prumpa í buxurnar yfir hvað þessi tvö lög eru skemmtileg.

White Williams - 'Route To Palm' mp3
White Williams - 'Violator' mp3

'Route To Palm' mun bókað mál vera notað í einhverri hipp vegamynd um ungt fólk í leit að sjálfu sér. Hrakföll og litríkar aukapersónur. Í guðs bænum sækið þetta yndislega lag áður en það gerist.

'Violator' er síðan andrúmsloftsmúsíkin fyrir mini-partý á miðvikudegi. Þessi blanda af diskó og forvitnis-indí skilur engan eftir ósnortinn. Undir lokin get ég svarið að hann notar sama syntha og Vangelis í Blade Runner Sándtrakkinu.

mánudagur, desember 03, 2007

Mánudags stressssÞegar maður er stífur og stressaður þá er gott að láta eitthvað róa sig niður.
16 vikur af Istanbúlverkefni og seinasti dagurinn í dag!

Nina Simone - 'Baltimore' mp3

Randy Newman - 'Baltimore' mp3

laugardagur, desember 01, 2007

Illkynja DansigaldurHér er einn eldfastur megaslagari (með bónus galdrarúna stuð-guarantee hexi) fyrir þá sem eru á leiðinni út. Smokrið þessu í The Private Car Soundsystem og permanentaðar píur í lærisháum pinnahælastígvélum muna koma stökkvandi inn um bílgluggann. Piltar: ef þetta lag kveikir ekki í mjaðma-róbótanum í lendum kvenna í kringum ykkur, þá eruð þið bara ekki með neitt geim, því miður.

Ready For The World - 'Oh Sheila!' mp3

Ég elska Roxy Music svo mikið - ástæða 9269: Meðlimaskipanin er algert blandípoka.

Píkukítlarinn Bryan Ferry, smjörtillinn sá, einsog útriðið diskótekhúsgagn. Með kókaínblóð í lendum og kynlífsbrák á hvarmi. Æsilegt látbragð og munúðarfullt trítl um sviðsmyndina æsir kvendirnar svo uppúr ætlar að sjóða.

Trymbillinn: Uppreisnargjarn sonur útfararstjóra, með hárið og kvenlegar mjaðmirnar að vopni. Treyjan svo flegin að hálsmálið og buxnaklaufin eru einn og sami inngangurinn.

Strengjaspilarar hirtir úr TapaðFundið í þjónustumiðstöð sígaunahraðlestarinnar. Spilavítisræningi frá villta vestrinu puttar bassann á meðan Launbarn Einsteins og Leppalúða sólóar undir hári úr gamalli ullarkápu.

Saxófónblásarinn er óstöðvandi. Þetta uppfinningamenni möllettsins vaknaði eftir hvataferð til tungla Satúrnusar með illskæðan geimverukynsjúkdóm. Gigginu í myndverinu yrði ekki frestað, þannig að bestu satínbrókunum var smokrað utanyfir ógurleg kýlin sem þöktu fótleggina. Blástu, geimdrusla. Blástu.

Lengst til vinstri, hnappaknapinn Brian Eno. Að vana einsog kjúklingur með alnæmi.Lagið líka tussuflott.
Roxy Music - 'Do The Strand' mp3

Daniel Rossen

Ég hef postað lög frá þessum áður einsog coverið á deep blue sea og svo no one does it like you með hljómsveitinni hans,department of eagles. Hérna er nýtt cover sem hann gerði. Alveg crazygood, hann er snillingur maðurinn. Þetta lag var víst afmælisgjöf frá honum til vinar síns í grizzly bear. Eftirfarandi er af heimasíðu grizzly bear:

“For a good year I’d been pestering my band-mate Daniel to do a cover of the ridiculously cheesy (but might I add very catchy) Jo Jo track “Too Little Too Late.” At first I was bribing him with an old iPod, but no dice. He wasn’t having it. Finally, actually over a year from when I first asked him to, he decided to surprise me and give me a cover of the song for my birthday. He had remembered I wanted him to sing it very seriously, as if he really meant all those lyrics (which, if you know the song, is really hilarious) and he did, and what happened? Well, everyone who has heard it can’t even believe it’s the same song. He turned something so auto-tuned and trite into a really great song. I’ve been listening on repeat”.

Og hlustiði nú.

Daniel Rossen - 'Too little too late' mp3

(P.S hérna er upprunalega útgáfan með jojo)

fimmtudagur, nóvember 29, 2007

Sensual Seduction

AHHH... Eitt svona heitt og sveitt fyrir jólin.

Chromeo hefur ekkert í Snoop sorry marr pakkiði saman og fariði heim leikskólabörn.
Snoop Dogg - 'Sensual Seduction' mp3

þriðjudagur, nóvember 27, 2007

Píur

Fékk þetta lag óvænt í eyrun. Henti því hingað. Núna færð þú það óvænt í eyrun. Hringrás lífsins.

Blondie - 'Union City Blues' mp3

Sígilt. Húkkurinn er alveg flugbeittur og reverbið er sveitt. Svo hefur bókstaflega aldrei skemmt fyrir að glápa á Debbie Harry:
OK, eitt nýlegt og obskjúr til að keppa við safndiskapoppið:Santogold er smá rapp, smá heimstónlist og smá einsog M.I.A. Ég er að diggetta.

Santogold - 'Creator' mp3

sunnudagur, nóvember 25, 2007

Suðandi súper-sunnudagur

Það er sunnudagur. Svo mikið er ljóst.

Ég var að spila á kaffibarnum í gær, og það var gríðalegt stuð. Er því pínu krumpaður og beyglaður í dag.

Á stundum sem þessum finnst mér fínt að hlusta á playlista sem ég er búinn að vera að safna í í nokkur ár, sem ég kalla A.M. Radio. Á hann fer tónlist sem er í senn pínu skrítin eða spúki, og kósí. Ef þú hefur einhverntímann fiktað í stuttbylgjuútvarpi og dottið inn á útsendingar frá óræðu fjarlægu landi með skrítinni og speisaðri tónlist þá veistu kannski hvað ég meina.

» Rasha - Azara Alhay

Þetta er dæmigert svona stuttbylgjuútvarpslag. Þessi stelpa heitir Rasha og er frá Súdan. Magnað dót.

» Führs & Fröhling - Street Dance
Ljúfir gítartónar... Þetta er svona lag sem lætur mann líða eins og að þegar öllu er á botninn hvolft, þá verður allt í lagi.

» Cornelis Vreeswijk - Balladen om herr Fredrik Åkare och den söta fröken Cecilia Lind
Ég ólst upp í Svíþjóð, og svíanostalgían lætur alltaf á sér kræla annað slagið hjá mér. Ég var á kaffibarnum áðan, og var ásamt sænskri bar-dömunni að gúgla eftir sænsku hamborgarakeðjunni Clock. Hún er víst hætt núna, en á sínum tíma (í eitís) var þetta svona eins og McDonalds, nema meira eitís og skræpótt.
Cornelis Vreeswijk var nú ekki mikið áberandi í uppvexti mínum, en ég man eftir því að pabbi hlustaði stundum á hann, og ég fór einhverntímann á safn tileinkað honum. Þetta er rosa næs.

Eigið góða rest af sunnudegi.

svartur sunnudagur

The Sweet vandals - 'I've got you man' mp3

laugardagur, nóvember 24, 2007

Mermaid Avenue


Mermaid avenue Kom út árið 1998 með lögum eftir breska trúbadorinn Billy bragg og Wilco við áður óútgefna texta eftir Woody Guthrie. Woddy Guthrie hafði skilið eftir sig meira en þúsund texta, sem skrifaðir voru milli 1939-1967 en höfðu engin svo til lög við. Dóttir Guthrie hafði samband við Billy Bragg til að gera plötu úr þessum textum. Bráðlega eftir það hófst samstarf billy braggs og wilco og úr varð þessi skemmtilega plata.
Þessi lög standa uppúr fyrir mér:
Billy Bragg & Wilco - 'Walt Whitman's Niece' mp3

Billy Bragg & Wilco - 'California Stars' mp3

Billy Bragg & Wilco - 'Ingrid Bergman' mp3

laugardagur, nóvember 17, 2007

Drif

Við eiginkonan erum á leiðinni í langan rúnt, enda ekki oft sem maður hefur bíl til umráða. Þá er auðvitað brennsla á mixteipi eins mikilvægur liður í undirbúningnum og að plasthúða Vegahandbókina, pumpa í dekkin og smakka á olíunni. Tjakkurinn nýbónaður og koppafeitið með jasmín-angan.

Hvert skal haldið? Fer eftir örlögum og vindátt. En ég vonast þó eftir þoku, léttum og dularfullum skafrenning og söguglöðum puttaferðalang frá annarri vídd.

Forstjórinn er tilvalinn ferðafélagi.
Bruce Springsteen - 'I'm On Fire' mp3

Hér eru síðan hin óviðjafnanlegu Chromatics að taka lagið af stakri snilld. Enda vart annað hægt, með svona góðu úr að moða.
Chromatics - 'I'm On Fire' mp3

fimmtudagur, nóvember 15, 2007

Playin' Pong and Frogger all night long!

Funkahoe 2600
Pac Man fever
joystick left to right
Centipede all night

Funkahoe 2600
do the monkey in Pitfall
Where's your mind when you're playin' Pong
and Frogger all night long!


Sjiii það má rappa um eitís tölvuleiki til mín anytime! Elska þetta lag. Klámfönk, rapp og minningar um myrkar nætur að spila Rampart á Sinclair Spectrum. Guð blessi.

Funkahoe - '2600' mp3

fimmtudagur, nóvember 08, 2007

Country mix


Ég hef ákveðið að gera smá country mix, engar áhyggjur, enginn Garth brooks hér.
Vinur minn kynnti mig fyrir kántrý músík fyrir nokkrum árum síðan og það var ekki aftur snúið.
Ég vildi fyrst ekkert hlusta, “kántrý músík ojbara ég hlusta sko á allt NEMA kántrý” svo drukkum við nokkra bjóra og hann skellti Merle Haggard á fóninn:

” Memories and drinks don't mix too well.
Jukebox records don't play those wedding bells.
Lookin' at the world through the bottom of a glass,
All I see is a man who's fading fast………..But here I am again, mixin' misery and gin.
Sittin' with all my friends and talkin' to myself.
I look like I'm havin' a good time but any fool can tell,
That this Honky Tonk Heaven really makes ya' feel like hell”


Algjörlega magnað, þetta lag hefur hljómað ótt og títt í mínum spilara síðan.
Daginn eftir vöknuðum við nokkur eftir drykkjusama nótt og eftirpartý og á leiðinni eitthvert út til að fá okkur að borða, skellti hann kris kristofferson á:

“the beer I had for breakfast wasn't bad,So I had one more for dessert.
Then I fumbled through my closet for my clothes,
And found my cleanest dirty shirt…………
On the Sunday morning sidewalk,
Wishing, Lord, that I was stoned.
'Cos there's something in a Sunday,
Makes a body feel alone.”


Eftir þetta var kántrý músíkin bara málið fyrir mig. Mestu töffararnir og bestu textasmíðarnar.
Í mixinu er hægt að heyra í George Jones með lagið "Wine Coloured Roses":
“The words wouldn't come
When I called and she answered
Oh, but I found a way to say no……..
I sent her some wine colored roses
The color of grapes on the vine
When she sees the wine colored roses
They'll tell her I'm still on the wine”


"Blue eyes crying in the rain" eftir willie nelson er það fallegasta lag sem ég hef á ævi minni heyrt.

Grenjum í bjórinn okkar saman. Partý einhver?

Laufey Hilmarsdottir - 'My beer has more tears in it than beer. May I have another?' mp3
49:22 - 56.5mb

Tracklist:

1. I cant help it if im still in love with you – Hank Williams
2. The blizzard – Jim Reeves
3. Here I am – Dolly Parton
4. Crazy – Dottie West
5. Blue eyes crying in the rain – Willie Nelson
6. Fall to pieces – Patsy Cline
7. Ruby, Don't Take Your Love To Town – Kenny Rogers
8. Kisses Sweeter Than Wine – Jimmie Rodgers
9. Scarlett Warning – Palmer Rocky
10 Sunday Mornin' Comin' Down – Kris Kristofferson
11. A Satisfied Mind – Porter Wagoner
12. Forever and always – Lefty Frizzel
13. Misery And Gin – Merle Haggard
14. Hello walls – Willie Nelson
15. Angel`s Last Goodbye – Red Sovine
16. Lovin' Her Was Easier (than anything I’ll ever do again) – Waylon Jennings
17. Wine Coloured Roses – George Jones
18. Peace in the valley - Elvis Presley

sunnudagur, nóvember 04, 2007

Svartur Sunnudagur


Marie "Queenie" Lyons - 'See and don't see' mp3

Sunnudags trekantur

Partýið þarf ekkert að vera búið þótt það sé sunnudagur. Skella bara í sig 2-3 Ópalskotum með morgunkorninu og taka einn bjór með sér í sturtuna. Glæsilegt líf.

En skellum okkur í smá "Meinash-ó-twah"...

Ég hef verið með þetta lag á heilanum í marga daga. Enn önnur rósin í hnappagatið á tónlistarþemanu "símastuð".
Bumblebeez - 'Dr. Love' (Trizzys Free iPhone Remix) mp3

Unaðslegur diskó/sól bræðingur með extra majónesi.
Baker Gurvitz Army - 'Dancing the Night Away' mp3

Fengum þetta í póstinum. Alveg meiriháttar frammistaða hjá uppáhöldunum okkar í Studio og ekki er hún verri, Kylie blessunin.
Kylie Minogue - '2 Hearts' (Studio version) mp3


Þríhyrningsmök með Stephen Baldwin. Falleg tilhugsun.

fimmtudagur, nóvember 01, 2007

Leggðu frá þér graskershnífinn.Það er alltaf býsna leim að þurfa að blaða í gegnum öll "hipp" jólalögin á músíkbloggunum í desember, en ástandið er alveg hreint glatað þegar hrekkjavakan er í gangi. Ég veit ekki hvað ég hef séð mörg lög um skrímsli, drakúla, uppvakninga, grasker og annað horror-hallæri undanfarna viku.

Ég segi hingað og ekki lengra. Hér er einn geysifjörugur sólstrandaslagari þar sem ofbeldi og dulspeki þekkjast ekki.
Akimbo - 'So Long Trouble' mp3

miðvikudagur, október 31, 2007

kanada dúdÍ dag er helmingurinn eftir af vetrarfríinu mínu. Í dag er vika í ammælið mitt. Í dag er 6 mán þangað til ég útskrifast og ég er farin að hlakka til.

Hér er skemmtilegt miðvikudagslag af plötunni Third Person með Kris Ellestad frá Kanada.

Kris Ellestad - 'The Secret' mp3

sunnudagur, október 28, 2007

laugardagur, október 27, 2007

Anti-Laugardagsmúsík (en þó ekki)Um daginn var ég að horfa á heimildarmynd um Tony Wilson heitinn. Þar var tónlist eftir Durutti Column, sem voru undir samningi hjá Factory, óspart notuð. Ég hafði alltaf vitað af því bandi, en ekki kynnt mér það neitt sérstaklega. Ég fann eitt gleymt lag á itunes hjá mér og féll alveg kylliflatur. Ég hef lítið gert annað í dag en að hlusta á þetta kurteisis-póst-punk.

Durutti Column var aðallega hinn rolulegi Vini Reilly að glamra á skrækan, reverb-drifinn gítar yfir rúllandi elektrótrommur. Martin Hannett pródúseraði fyrstu plötuna, sem kom út í sandpappírsumslagi. Gasalega póstmódernískt. Þess má til gamans geta að nokkrir meðlimir úr Durutti Column eru núna í Simply Red.

Það er augljóst að lið einsog Lindstrom, Prince Thomas og Studio eru undir miklum áhrifum frá Durutti Column, og því ættu þeir sem hafa gaman af þeim fyrrnefndu að tékka á þeim síðastnefndu, hafi þeir ekki gert svo nú þegar. Mjög náðugt á sólríkum haustdegi.

Durutti Column - 'Madeleine' mp3
Durutti Column - 'Sketch For Summer' mp3
Durutti Column - 'The Sea Wall' mp3

Kartöflumús

Mér fannst 'Patrick 122' með Mr. Oizo vera svaka hressandi lag, fyrir utan allt klippið, bípið og stamið sem skemmdu melódíuna og gerðu það nær ódanshæft. Þannig að ég gróf upp samplið sem hann notaði ('Do it at the Disco' með Gary's Gang) og sameinaði bestu bútana úr báðum lögunum.

Þannig að hér höfum við blússandi diskógrúf með Prúðuleikara-söng og snælduvitlausu saxófónsólói. Njótið.

Bobby Breidholt - 'Patrick vs Gary!' mp3
(Mr. Oizo - 'Patrick 122' -VS- Gary's Gang - 'Do it at the Disco')

miðvikudagur, október 24, 2007

Hressleiki

Er að vinna í nýju mixi sem ég pósta hérna bráðlega.

Í millitíðinni mæli ég með laginu Electric Soca með Rodion. Þetta er lágstemmt elektróstuð með nettum latneskum áhrifum. Þetta er gefið út af Gomma, hið frábæra label sem gefur meðal annars út Tomboy og Whomadewho.

» Rodion - Electric Soca (Kaos Remix)

sunnudagur, október 21, 2007

Belfast AirwavesGærkvöldið var ka-likkað. Steed Lord, Bonde do Role og Chromeo voru öll með stormandi sett og fólk beinlínis rann til í dans-svitanum á gólfinu.

En að mínu mati eru það FM Belfast sem standa uppi sem hljómsveit hátíðarinnar. Þetta froðusprautandi, glimmerbombandi kúabjöllu-einvígis fjöldapartý breytti sviðinu í krepptan vöðva, sem hamraði dans-réttlæti í skrúfugang næturinnar. Ég veit ekki einu sinni hvað ég er að skrifa, ég er svo frá mér numinn af stuði.

Takk fyrir mig, kids.

FM Belfast - 'Tropical' mp3

laugardagur, október 20, 2007

Loftöldur

Ég er orðinn alveg grænn af Airwaves veiki og verð bara feginn þegar þetta er búið. Held að ég parkeri mér bara á Gaukinn í kvöld og horfi á Steed Lord, Bonde do Role, Chromeo og FM Belfast. Ekki amalegt lineup.

Það sem hefur staðið uppúr hingað til er hin algerlega óþekkta hljómsveit The Ghost frá Færeyjum. Ég, Terrordisco, Earl Mondeyano og Plúseinn (ofsa er gaman að þekkja fólk með svona litrík nöfn) vorum að lufsast á efri hæðinni á Barnum ásamt svona 35 manns sem höfðu villst þarna inn því röðin á Of Montreal var of löng. Þessir tveir drengir rifu upp þvílíkan stemmara að þetta hálf-herbergisfylli var farið að dansa og öskra textann á lögum sem það hafði aldrei heyrt áður. Þvílíkur sjarmi, presens og framkoma! Húrra fyrir þessum vofum!

En að bandi sem ég vildi óska að væri á Airwaves.


Glass Candy!

Þessir góðvinir bloggsins eru alltaf að gera æðisgengna hluti og ég legg fram eftirfarandi sönnunargögn, sem þau voru að setja á mæspeisið sitt:

Glass Candy - 'Beatific' mp3
Glass Candy - 'Life After Sundown' (instrumental) mp3

Well, það er alltaf næsta ár.

mánudagur, október 15, 2007

Aðalnúmerin á AirwavesBobby Breidholt prófíll á Airwaves
Terrordisco prófíll á Airwaves

HologramophoneEitt alveg fantafínt á mánudegi. Letilegt 10+ mínútna remix á algerum cruise control hraða. Sætur unaður að heyra þetta þegar maður þrammar í brakandi haustlaufum og étur brakandi Haustkex.
LCD Soundsystem - 'Us V Them' (Any Color U Like Remix By Windsurf) mp3

Annað hljóðkerfisband. Þetta lag er af svipuðum toga, en ögn meira brokk í taktinum. Þetta spila þeir í chillout-herberginu í geimstöðinni MÍR.
Gucci Soundsystem - 'Acarpenter' (Joakim Remix) mp3

Að lokum er hér engin önnur en rauðhærða gellan sem var fyrst til að vera rekin úr Sugababes. Mér fannst hún alltaf sætust en ég virðist vera einn um það. Anyways, hér er epík frá henni.
Hún ætti samt að skipta um nafn. Hvað með "Suzy McDonald"? Miklu vænlegra til vinsælda.
Siobhan Donaghy - 'Don't Give It Up' (Jbag's BoomBoxed intro) mp3

fimmtudagur, október 11, 2007

mánudagur, október 08, 2007

YfirbugunUppáhalds hátískudiskódíva okkar allra, Roisin Murphy Gefur út sólóplötu númer tvö, 'Overpowered' seinna í þessum mánuði. Ef þú hefur verið að lesa þetta blogg af einhverjum vana, þá ættir þú þegar að eiga titillag plötunnar, sem ég setti hér inn einhverntíman í sumarbyrjun. Tvímælalaust einn af danshitturum ársins.

En það eru auðvitað fleiri lög á plötunni og hér er góð tvennd. 'Crybaby' er pjúra partýmonster með hamrandi kúabjöllum og allt. Hitt lagið, 'You Know Me Better' er meira baksviðs á tískusýningu. Svona unaðslegt diskóhás sem við munum eftir frá Moloko-árunum.

Annars er platan í heild sinni algert kynlíf og væri hún fullkomin morgungjöf handa diskókúlunni í lífi þínu.

Roisin Murphy - 'Crybaby' mp3
Roisin Murphy - 'You Know Me Better' mp3

Hmm. Tískudiskó = Tískó?

laugardagur, október 06, 2007

Feel The Steed

Okkur var að berast glænýtt lag, ný-renderað úr hitt-maskínu vina okkar í Steed Lord. Stöffið þeirra er orðið svo gott að ég er farinn að gruna að þau hafi gert samning við draug Morris Day.

Steed Lord - 'Feel The Heat' mp3
Það er sko áþreifanleg hraðbátastemning á þessu instrumental grúfi.

Þið getið sótt fleira splunkunýtt (m.a. lag með Krumma sem gestavókalista) á Discodust


Grafík eftir Zonders.

FM Belfast

Nýtt myndband með FM Belfast og Kasper Bjorke:

föstudagur, október 05, 2007

Dagur föstu

Föstudagar þurfa hvorki að hafa tilgang né merkingu. Hér eru þrjú lög til að drekka landa útí rótarbjór við.

Donovan - 'Get Thy Bearings' mp3
Calvin Harris - 'Stillness In Time' mp3
Roisin Murphy - 'Let Me KNow' mp3

Svo er hérna mynd af snotru spoiler-kitti.

mánudagur, október 01, 2007

Iceland Airwaves CD - Exclusive!

Stærsti viðburður hvers árs gerist í október og er það að sjálfsögðu afmælið mitt, þann þrítugasta. En fyrir þau tímamót er haldið lítið undirbúnings/upphitunarpartý sem er kallað Iceland Airwaves.Ég vona að þið hafið öll nennt að kaupa ykkur miða á september-verðinu (7.900), því bráðum verður armbandið tjakkað í 8.500 kall. You snooze, you lose. En auðvitað er þetta ekki nokkurt verð, enda fær maður aðgang að meira en 200 tónleikum fyrir þann pening. Það eru ekki nema rúmar 40 krónur per tónleika. Lineuppið hefur sjaldan verið eins ofsafengið og þá fer vitanlega mest fyrir fulltrúum þessa bloggs, þínum einlægum og Svenna. Komið og öskrið á okkur óskalagið ykkar. Við elskum þannig.

En mér var að berast tracklistið á official soundtracki hátíðarinnar og ég verð að segja að þetta verður skyldueign í sólskyggnis-diskahaldaranum í bílnum:

1. Of Monteal -Suffer For Fashion
2. Motion Boys -Waiting To Happen
3. Bloc Party -Hunting For Witches
4. Ra Ra Riot - Each Year
5. Múm - Dancing Behind My Eyelids
6. Ultra Mega Teknóbandið Stefán - Story Of A Star
7. FM Belfast - Synthia
8. Trentmöller - Moan
9. Chromeo - Fancy Footwork
10. GusGus - Moss
11. !!! - Heart Of Hearts
12. Bonde Do Role - Solta O Franco
13. Hjaltalín - Margt að ugga
14. Sprengjuhöllin - Worry Till Spring
15. Buck 65 - 1957
16. Seabear - Arms
17. Loney Dear - Saturday Waits
18. Late Of The Pier - Bathroom Gurgle
19. Retro Stefson - Medallion
20. Deerhoof - The Perfect Me
21. Skátar - Þar sem heimskan er í hávegum höfð
22. Dikta - Breaking The Waves

Kvikindið ætti að detta í búðir þann fimmta þessa mánaðar, þannig að allir í kurteisa röð með veskið á lofti, takk.

Hér er eitt lag með bresku poppurunum Late Of The Pier, sem ég er einkar spenntur fyrir að sjá. Smart syntharokk í anda Gary Numan.
Late Of The Pier - 'Space and the Woods' mp3

Hverju eruð þið spennt fyrir?

Gler

Ég heyrði fyrst í dúettinum The Glass á safnplötunni Sound Of Young New York fyrir svona ári síðan og leist vel á. Eftir það heyrði ég varla neitt í þeim, nema þegar þeir rötuðu á handahófsstillinguna á itunes.

Núna virðast þeir vera allstaðar. Þeir eru á öllum bloggunum og eru að gefa út EP plötuna 'Couples Therapy'. Ég bara vona að þetta sé byrjunin á þeirra gljáfægðu sigurgöngu.

Skemmtilegt, ómþýtt og smooth elektró, sem er mjög hressandi að heyra, eftir allt þetta mega-distortion tekknó sem hefur rispað á manni eyrun uppá síðkastið. Röddin er tælandi og bassalínurnar vel plokkaðar.

Upp með Ajaxið.

Gamalt:
The Glass - 'Won't Bother Me' mp3
Nýtt:
The Glass - 'Fourteen Again' mp3

Weirdom

Silver Apples var mikil brautryðjendasveit í sixtís og gaf út tvær plötur af brjáluðu prótó-elektró. Auðvitað var þetta stöff alltof mörgum ljósárum á undan sinni samtíð og hipparnir, sem vildu bara Tiny Tim og Ravi Shankar, flúðu í óttaslegnu ofboði frá plötubúðunum.

Silver Apples voru Danny Taylor sem spilaði á trommur og Simeon Coxe sem söng og spilaði á "nine audio oscillators piled on top of each other and eighty-six manual controls to control lead, rhythm and bass pulses with hands, feet and elbows". Hananú.

Þótt þeir hafi bara selt svona þrjár plötur þá má engu að síður glögglega sjá áhrif þeirra hjá fullt af böndum. Allt frá Krautrokkurum einsog Can og Throbbing Gristle í seventís, til tilraunaliðs einsog Sonic Youth í eitís og hjá lúðum einsog Hot Chip og LCD Soundsystem í dag.

Þeir fóru svo loksins að selja eitthvað af plötum í næntís þegar þeir voru enduruppvötaðir og stöffið þeirra var gefið út á CD. En svo lenti greyið Simeon í því að brjóta á sér bakið þegar túr-rútan þeirra valt. Seinna dó Taylor og núna er bandið í hálfgerðu limbói.

Þangað til Simeon hoppar úr endurhæfingu og trallar á græjurnar sínar verðum við bara að skoða gamla stöffið. Þessi dæmi eru bæði af 2. plötunni, "Contact".

Silver Apples - 'Lovefingers' mp3
Silver Apples - 'Oscillations' mp3
UPPDEIT
Jújú, hér er hann hress að spila í NY fyrir nokkrum vikum síðan.