miðvikudagur, febrúar 28, 2007

Smeuth

Hér eru tveir soft-rokk eðalsteinar frá upphafi níunda áratugarins.


Þetta er síðasti smellurinn sem hljómsveitin America átti. Af plötunni 'View From the Ground' frá '82. Þetta er svo grípandi lag, maður. Tónlistarlegur markmannshanski. Það er eitthvað við svona vélrænan trommutakt og þéttan rhythma-kassagítarleik sem kveikir í mér (sjá einnig 'Driver's Seat' með Sniff n' The Tears). Þetta lag gerir töfrabrögð í lendum mínum og ég skora á hvern sem er að fá ekki "Dú-rú-rú-rú-rú" kaflann á heilann.
America - 'You Can Do Magic' mp3Hér er svo Gerry Rafferty mættur með geggjað lag af plötunni 'City To City'. Sú plata er þekktust fyrir að innihalda risasmellinn 'Baker Street' sem er einmitt einn af mínum uppáhalds soft-rokk slögurum. En þetta lag hér er tilvalið til að spila í útvarpinu á dimmri keyrslu í rigningunni með tárin í augunum. Þess má til gamans geta að Gerry var eitt sinn söngvarinn í Stealer's Wheel sem gerðu allt villt með laginu 'Stuck in the Middle With You' (pyntingaratriðið í Reservoir Dogs). Gaman.
Gerry Rafferty - 'Right Down The Line' mp3

laugardagur, febrúar 24, 2007

Mr.Soulfunk crooner of smooth


Darondo var funk og soul söngvari sem hitaði stundum upp fyrir james brown á tónleikum. Darondo hafði aðeins tekið upp 3 lög áður en hann hætti og snéri sér alfarið að melludólgsskap á 7 áratugnum. “didn’t I” fer á topplistann minn yfir dripping smooth-lög ,Al Green í þriðja veldi.

Darondo -'didn't I' mp3

föstudagur, febrúar 23, 2007

Föstudagsslagarinn / Creme BruléeIt just don't stop!Skandinavískt elektrórapp náði vissum hápunkti með lagi MC Miker G og DJ Sven, Holiday Rap, og síðan þá hefur leiðin bara legið niðurávið. Á tíunda áratugnum misstu rapparar norður evrópu sjónar á því sem virkilega skiptir máli í lífinu, það er að Rock It and Don't Stop it. Þó að ný hugðarefni þessarra orðsmiða norðurlanda, svo sem glæpir, pólitík, kellingar og kannabisreykingar séu vissulega þess virði að fjalla um í bundnu máli yfir taktföstu lagi, þá hafa þeir gleymt megin tilgangi sínum, það er að minna æsku þessarra landa á að Wave Their Hands In The Air Like They Just Don't Care.

Því er nýjasti smellur The Zukakis Mondeyano Project sem gjöf af himnum ofan. Og ekki mátti seinna verða. Heimurinn er allur á öðrum endanum, stríð, mansal og virkjanaframkvæmdir hafa skilið mannkyn eftir á barmi taugaáfalls, og við þurfum að "rock it to this funky beat" sem aldrei áður. Í laginu minna þeir á að enn eru til góðir hlutir í heiminum, svo sem "Champagne, Marmelade, Caviar, Creme Brulée".

Robert Zukakis og Earl Mondeyano standa yfir sjúkrabeði æskunar, og með þessum taktföstu elektrórímum tosa þeir súrefnisslönguna úr hálsi ungdómsins, og með rímnahandaálagningu ná þeir að vilja gelgjurnar aftur til lífs. Framtíðin er björt.

» TZMP - Champagne Girl

» TZMP.com

fimmtudagur, febrúar 22, 2007

The Early Tapes


Veit ekkert um þetta band og finn ekki mikið af upplýsingum um þá nema það að þetta er tríó frá Austin og eru bara búnir að gefa út einhverjar demo upptökur. Hugsið Led zeppelin,Rolling Stones,The doors og dash af The Stooges. Mæli með Betty & Thomas.

The Early Tapes - 'Betty & Thomas' mp3


The Early Tapes - 'Let me go' mp3

miðvikudagur, febrúar 21, 2007

FjúkÉg sem var svo viss um að vorið væri að koma. En núna er snjór og norðangaddur og mér er svo kalt að ég er farinn að skrifa færslur með veður-klisjum. Glatað!

Reynum að hlusta á eins mikið af sólskinsdansismellum og við getum. Dönsum svo mikið að snjórinn bráðnar. Upp með vindsængur fullar af rommi og sundskýlur fullar af sandi.

Chromeo - 'Fancy Footwork' mp3
Cassius - 'Rock No.1' (k i m remix) mp3
Stardust - 'Music Sounds Better With You' (Miami Horror Remix) mp3

sunnudagur, febrúar 18, 2007

Tvö ný frá tveimur


The Bees eru breskir og í miklu uppáhaldi hjá mér. Þeir gáfu út "Free the Bees" fyrir einhverjum árum síðan og ég hef verið staðfastur aðdáandi þeirra síðan þá. Þeir eru að undirbúa útkomu næstu plötu sem mun heita 'Octopus'. Þeir eru ögn rólegri og suðrænni núna, en alltaf jafn stónd á því. Tékkið á The Bees á myspace til að heyra meira.

The Bees - 'Got To Let Go' mp3
The Bees - 'Listening Man' mp3
Yfir til handakrikarokk-goðsagnanna Trans Am. Senn kemur nýjasta platan þeirra út, en hún var vatni ausin og skírð 'Sex Change'. Einsog nafnið gefur máski til kynna eru stefnubreytingar á þessari plötu. Lögin eru mörg hver víðáttukennd og ómþýð og er mikill geim-rokk fílingur yfir þessu öllusaman.

Trans Am - 'Reprieve' mp3
Trans Am - 'First Words' mp3Að lokum vil ég óska blómabúðum til hamingju með konudaginn.

fimmtudagur, febrúar 15, 2007

Allir í stuð fyrir helgina!

Sound team er band frá Texas og er að gera allt vitlaust í indie geiranum með debut plötu sinni movie monster.

Sound Team - 'dont turn away' mp3

Sound Team - 'your eyes are liars' mp3

Menomena var að gefa út nýja plötu sem heitir friend and foe. Lagið sem ég set hér er því miður ekki á þeirri ágætis plötu en þetta lag er brilliant.

menomena - 'shirt' mp3

DonderdagShocking Blue var tvímælalaust frægasta sækedelikk kántríhljómsveitin sem kom frá Hollandi í sixtís. Þau Cornelius Van Der Beek, Kassje Van Der Wal, Robby Van Leeuwen og Mariska Veres gerðu stíflugarðinn frægan með smellunum 'Venus' (seinna coverað af Bananarama) og 'Love Buzz' (seinna coverað af Nirvanarama).

Hér eru lítt þekktari en lítt verri lög með þessum geðþekku Niðurlendingum:

Shocking Blue - 'Never Marry A Railroadman' mp3
Shocking Blue - 'Rock in the Sea' mp3
(Ég væri til í að heyra Marisku og Grace Slick í dúett).

mánudagur, febrúar 12, 2007

LCD SOUNDSYSTEM

...Er band sem ég er mikið að hlusta á þessa dagana. Ég var að stela nýju plötunni þeirra "Sounds of Silver" og hún er stórgóð (en svo forpantaði ég auðvitað alvöru gripinn hér). Að sjálfsögðu mundi ég að öllu jöfnu setja eitthvað af Sounds of Silver á síðuna, en James Murphy er fúll kúkalabbi og hann sendir okkur alltaf hótunarmeil þegar við setjum stöffið hans hingað. Þannig að þið þurfið bara að finna lög af plötunni annarsstaðar.

En hér eru lög með ALLT öðruvísi bandi:Acid House Kings eru ofsalega hressir svíar sem eru blessuð með poppuðum og grípandi melódíum. Allt voðalega fondúpartý og elskulegheit. Fínt mánudagsstöff bara!

Acid House Kings - 'This Heart is a Stone' mp3
Acid House Kings - 'Sunday Morning' mp3

laugardagur, febrúar 10, 2007

Ein ótrúlega frábærMiniature tigers var meðal top 25 efstu myspace bandanna í kosningu hjá blaðinu the rolling stone.Platan er ekki komin út,kemur út í vor en hérna ætla ég að posta einu lagi, svona er að hafa forréttindi og sambönd mar,djöfull mar mikilvægur og frábær.þetta er hresst.

Miniature tigers - 'the wolf' mp3

Back Ted N-Ted er hjá sama labeli,það er að segja Modern Art Records.Þetta er enn eitt hressa lagið en allt öðruvísi,electro stuð,ALLIR FARA Í ELECTRO STUÐ MAR!! hvurn djöfullinn!! koma svo!! ég er alveg hooked á þessu lagi,hehehe enda heitir lagið hookie!! ohhh ég er svo frábær og fyndin!!! (þegiði ég er með hita og þunn,let me be let me liiiiiiive)

Back Ted N-Ted - 'Hookie' mp3

föstudagur, febrúar 09, 2007

Föstudagsslagarinn

Heitasti miðinn í kvöld er tvímælalaust Grapevine teiti á B5.

Fram koma:
Ta!Ta!Ta!
Terrordisco
Esja

...En ég mun sitja heima og dansa með tárin í augunum.
Crystal Castles vs The Little Ones - 'Lovers Who Uncover' mp3

Crystal Castles eru betur þekkt fyrir svokallað Bitpop (Nintendo-blíp og hávaði, alveg óþolandi viðbjóður) þannig að þetta samvinnuverkefni þeirra og The Little Ones kom mér skemmtilega á óvart. Rosalega tilfinningaríkt og fúnkí.

Köllum þetta bara Emó Tekknó.
Ekkmó?
Tekknemó?
Emótek?

þriðjudagur, febrúar 06, 2007

Opið bréf til Björns Þórs Björnssonar.

Opið bréf til Björns Þórs Björnssonar.

Kæri Björn Þór.

Þar sem að þú ert ekki við á MSN og mér bráðvantar að koma til þín þessum skilaboðum, hef ég ákveðið að birta þau hér.
Eins og þú hefur væntanlega tekið eftir, ert þú gríðarlegur unnandi draumkendrar hippatónlistar, verandi skápa-evrópuhippi og allt það. Ég veit að seint á kvöldin seilist þú stundum dýpst inn í fataskápinn, í leynikassann þinn, og tekur fram dreadlock-hárkolluna og smellir einhverju friðsælu á fóninn.
Ég veit einnig að þú ert bæði hrifinn af nýaldartónum Vangelis og af þjóðlagaléttpoppi Demis Roussos, og hampar sjötommunni þinni með Forever and Ever (You're Beautiful) með honum í hvert skipti sem ég kem í heimsókn.

Því var mér strax hugsað til þín þegar ég hlustaði á lag sem ég sótti á Bumrocks.com áðan. Þetta lag er með hljómsveitinni Aphrodite's Child, sem var stofnuð af Demis og Vangelis ásamt tvemur vinum þeirra, í Grikklandi 1967. Hljómsveitin flutti til Parísar í meik-hug stuttu seinna, og gáfu þar út tvær vinsælar plötur. Þegar kom að þriðju plötunni var Vangelis allur farinn að hippast upp, var kominn með kristala um hálsinn og farinn að gera nýaldarbíótónlist á fullu. Hugmyndin að plötunni 666, sem þetta lag er tekið af, kemur frá honum, og Demis og hinir tveir voru fyrst ekki alveg í stuði fyrir það að víkja frá poppuðum hipparokk stíl sínum. Vangelis tókst samt, með hjálp kannabisefna, kristala og mikils lófalesturs, að fá þá með sér á sitt band, og þeir tóku upp plötuna og hættu síðan störfum. Vangelis gerði seinna Blade Runner soundtrackið sem þú skrifaðir um hér neðar á síðunni og Demis fór að búa til húsmæðra-hipparokk með banjóundirspili og kórum og gekk mikið í appelsínugulum fötum.

» Aphrodite's Child - The Four Horsemen

föstudagur, febrúar 02, 2007

Fjólublátt Kremj / FöstudagsslagariPurple Crush koma frá Brooklyn og eru að eigin sögn Electro-Emo band. Mér þykir það mikil mildi að þau eru meira electro en emo í útliti og hljómi og veit ég ekki til þess að aðdáendur unglingadramaþáttanna hafi mikinn áhuga á þeim.

Þau gefa út EP plötuna "Welcome 2 Emo Club" innan tíðar og hér er smá sýnishorn af verkinu. Þetta er Kate Bush cover, en allir vita að ef þú coverar hana þá getur þú ekki klikkað.

Purple Crush - 'Running Up that Hill' (Kate Bush cover) mp3

fimmtudagur, febrúar 01, 2007

Ég er stundum svo klár

Ég er í smá vinnutörn, og er búinn að vera að hlusta á itunes á random. Í spilarann datt lag sem ég kannaðist ekki við, og ég fór að pæla í hvort að þetta væri eitthvað lag með Air sem ég hafði ekki heyrt áður. Lagið rúllaði aðeins lengur og ég áttaði mig á því að þetta væri sennilega einhver sem væri að stæla Air, en klárlega ekki jafn flínkur í stúdíóinu, því að þetta var talsvert hrárra. Loks tékkaði ég á því hvað þetta væri eiginlega, og sá þá mér til mikillar furðu að þetta var upptaka frá 1973 með "Dreamies". Við nánari athugun komst ég að því að hljómsveitin er einn maður, Bill Holt að nafni. Bill var endurskoðandi, sem fékk einn daginn þá flugu í hausinn að kannski ætti hann að gefa út plötu. Hann fór út og keypti haug af rándýrum hljóðgerflum og upptökutækjum, gerði þessa einu plötu, gaf hana út og fór svo aftur að vinna við endurskoðun.

Meira um Dreamies hér og hér.


» Dreamies - Program Ten

» Kaupa disk