föstudagur, febrúar 09, 2007

Föstudagsslagarinn

Heitasti miðinn í kvöld er tvímælalaust Grapevine teiti á B5.

Fram koma:
Ta!Ta!Ta!
Terrordisco
Esja

...En ég mun sitja heima og dansa með tárin í augunum.
Crystal Castles vs The Little Ones - 'Lovers Who Uncover' mp3

Crystal Castles eru betur þekkt fyrir svokallað Bitpop (Nintendo-blíp og hávaði, alveg óþolandi viðbjóður) þannig að þetta samvinnuverkefni þeirra og The Little Ones kom mér skemmtilega á óvart. Rosalega tilfinningaríkt og fúnkí.

Köllum þetta bara Emó Tekknó.
Ekkmó?
Tekknemó?
Emótek?

2 ummæli:

halli sagði...

...nú eða Bleepcore.

Veistu, það er samt ekki allt hávaði og surg sem kemur úr GameBoy-fiktinu.

Horfðu á heimildarmyndina 8-Bit. Þar eru þrír artistar sem gera SKEMMTILEGT. Ætla ekki að segja þér hverjir það eru; þú þarft að horfa á myndina.

Bobby sagði...

OK, ég skal tékka með opnum hug. Takk.