Gleðilega Jesúhelgi

Don Balli Funk rúntaði áðan upp í Breiðholt og lét okkur hafa þetta lag með Dan Le Sac vs Scroobius Pip í skiptum fyrir landa og tvö segulbandstæki.



Þetta lag má flokka með tímamótaverkum einsog 'Losing My Edge' með LCD Soundsystem og 'Destroy Rock n Roll' með Mylo. Lag sem er dynjandi dansvænt en um leið hálfgert manifestó (má einnig nefna lagið 'Popular' með Nada Surf). Tónverk sem les manni lífsreglurnar. Hlustið á lagið og frelsist. Það eru nú páskar.

Eftir smá rannsóknarvinnu hef ég komist að því að þetta lag mun á næstu vikum springa í vinsældum og því er málið að vera á undan öllum póserunum og kunna textann utanbókar áður en þetta verður notað í prómó á Skjá Einum.

Með heilagleika næstu daga í huga lýsi ég því einnig yfir að þetta sé páskasmellurinn semog snemmbúinn föstudagsslagari.

Dan Le Sac vs Scroobius Pip - 'Thou Shalt Always Kill' mp3

Ummæli

Unknown sagði…
Guns, bitches and bling were never part of the four elements and never will be.

svo satt
Nafnlaus sagði…
Hann var nú eitthvað vatnsblandaður þessi landi og svo virkar ekki annað segulbandstækið nema að þú haldir playtakkanum inni :S

Svona er að treysta á liðið úr Killa Hill!

DBF

Vinsælar færslur