mánudagur, apríl 02, 2007

Namm, Godley & Créme.

Hérna er súr nýrómantík frá Godley & Créme, sem voru eitt sinn meðlimir í 10cc, auk þess að hljóma einsog konfektfyrirtæki.

Fyrsta verkefni Godley & Créme eftir slitin við 10cc var hin fáránlega proggaða þrefalda konsept plata 'Consequences' sem fjallaði um hjón sem ramba á barmi skilnaðar á meðan jörðin "hefnir sín" á mannfólkinu með miklum glundroða. Platan fékk ekki aðeins hörmulega dóma gagnrýnenda heldur gerðu Godley & Créme sig að atlægi með þessum bólgna og tilgerðarlega asnaskap. Þeir höfðu hægt um sig næstu árin.

Godley & Créme tóku sig á og tróðu poppveginn með sínum næstu verkefnum og árið 1981 kom út þetta lag sem hér um ræðir. Skemmtilega poppað en um leið svolítið eymdarlegt. Progguð eitís hljóðgerflasúpa. Njótið:

Godley & Créme - 'Under Your Thumb' mp3

Seinasti smellurinn kom svo 1985 með laginu 'Cry'. Þessir félagar eyddu svo restinni af eitís í að leikstýra myndböndum fyrir Police, Duran Duran og Frankie Goes to Hollywood við góðan orðstýr.

2 ummæli:

halli sagði...

Haha, ég las alla færsluna hugsandi um einhverja tvo gourmet konfektara með svuntur, án gríns. Las eitthvað vitlaust og hélt að þeir væru það í alvöru.

Mjööööög svo munnbráðnandi og lekkert súkkulaði.

Bobby sagði...

híhí. Ég get einmitt ekki heyrt þá nema að finna marsipan-angan.