Starved for some affection

Cock Robin - Just around the corner YOUTUBE

Þeir sem þekkja mig vita að ég hef sérstakt dálæti á 80's fullorðinspoppi. Saxófónsóló, rafmagnstrommur og allt drukknandi í reverb er mál málanna. Stemmningin var á sama tíma ofsalega kúl og fullorðins (eða eins fullorðins og þú getur orðið með speglasólgleraugu og gel-brodda), og hádramatísk. Þessi tónlist rataði alltaf inn í ódýrar bíómyndir og sjónvarpsmyndir um einkaspæjara með skeggbrodda. Ég tengi þessa tónlist alltaf við myndmál þessa tíma, þetta minnir mig á vídeóspólukápur þar sem að spæjarinn með broddana stendur fyrir framan rimlagluggatjöld, og í gegnum þau sést hálfnakið par í soft focus. Titill myndarinnar er svo settur í Brush script letur.
Þegar ég skrifaði þessa síðustu setningu hugsaði ég með mér, svona myndir heita alltaf eitthvað eins og "Night Eyes", og ég prófaði að slá það inn í myndaleit, og voila: ekki aðeins er til mynd með þessu nafni, heldur eru augun, rimlagluggatjöldin og hálfnakta softfocus parið í sleik er allt á sínum stað.

Ég rakst á þetta tónlistarmyndband með Cock Robin áðan. Mér til ómældrar gleði er myndbandið jafn mikið steaming fullorðins-eitís og lagið, með rimlagluggatjöldum, soft fókus, hádramatík og öllu. Njótið vel.

Ummæli

Bobby Breidholt sagði…
"...For my prayers have not been answered in a... (innsog) LOOOOOOAAAWWWWNNNNNG TIIIIIMEHH!!"

Besti performans ever.

Vinsælar færslur