mánudagur, maí 14, 2007

Afmælisvika B-Town Hitparade
Gestafærsla 1: Dr. Gunni
Lily Allen elskar þá, enda voru The Specials stuðið uppmálað. Frá Coventry, endurreistu ska-ið sem Desmond Dekker og Prince Buster höfðu lamið inn í enska moddara áratug áður, raunveruleikatékkaðir textar og gríðarlegar vinsældir í Englandi 1979-81. Liðu undir lok í yfirpródúseruðu geimaldarsvíngi. Nelson Mandela kom þeim þó á kortið í restina. Fyrsta albúmið "Specials" lang best. Hér er lag af því. Áfram Breiðholt!
The Specials - 'Stupid Marriage' mp3

2 ummæli:

krilli sagði...

Í óttablandinni virðingu þagnaði allt þegar rauðbirkinn Doktorinn gekk inn, en þegar þau litu gjöf hans augum fyllti sindrandi kæti salinn.

Velkominn aftur, Dr. Smúav.

Bobby sagði...

alger auðmýkt.