miðvikudagur, september 26, 2007

Draugar MIR kunna á gítarÍ mínu nýjasta sköpunarverki rekast mismunandi stílar saman í fullkomnum samhljómi. Geimdiskó og nýbylgjulegt afróbít ægir saman við kómapönk og harmþrungna akústík. Breiðholtsnebúlan, norðurljós óravíddanna.

Njótið vel, mínir kæru geimkönnuðir.

Bobby Breidholt - 'A Tribal Gathering At Space Station MIR' mp3
58:38 - 67.4mb

Track list:
Rubies - The Keys (Studio Remix)
Chromatics - Healer IV
Grand National - Cut By The Brakes
Hercules Love Affair - Athene
C Cat Trance - Shake The Mind
Talking Heads - Slippery People
New Young Pony Club - Hiding On The Staircase
Vampire Weekend - Cape Cod Kwassa Kwasssa
Crosby, Stills & Nash - The Lee Shore
Pink Mountaintops - My Best Friend
Black Moth Super Rainbow - Forever Heavy
Lindsey Buckingham - Shut Us Down
Findlay Brown - Losing The Will To Survive (Beyond The Wizard's Sleeve rmx)
Dennis Wilson - Lady

Home at lastJahérna.

Ég var að koma erlendis frá þar sem ég dvaldist í tíu daga. Ferðalög eru tilvalinn tími til að slaka á og hlusta á tónlist og láta hugann reika. Þetta ferðalag innihélt enga slökun.

En þessi tvö voru í mjög mikilli hlustun hjá mér.

Blue Foundation - 'As I Moved On (Run Jeremy Band/Trentemøller Remix)' mp3

Bruce Hornsby - 'Thats Just The Way It Is' mp3

þriðjudagur, september 25, 2007

Through the wilderness

Vinur minn jasmín benti mér á project sem kemur út seinna í haust, Madonnu tribute plata sem heitir “Through the wilderness”. þar eru meðal annars cover með Giant Drag, The Tyde, Lavender Diamond, Mountain Party, Winter Flowers, The Chapin Sisters, Ariel Pink, Siddhartha, Jeremy Jay, Golden Animals, Alexandra Hope, The Pangaeans, Jonathan Wilson, Lion of Panjshir, The Prayers og The Bubonic Plague.
Mér líst rosa vel á það sem ég er búin að heyra en hérna getið þið pantað plötuna og tjékkað hvaða lög eru coveruð og svoleiðis.
“25% of the profits will be donated to Raising Malawi"

Mér finnst þetta alveg geðveikt!!!!

Jonathan Wilson - 'La isla bonita' mp3


Jonathan Wilson á myspace

mánudagur, september 24, 2007

Peter & the wolfRed Hunter a.k.a peter and the wolf var að gefa út nýja plötu sem heitir The Ivori palms. Eftirfarandi lag er af þeirri plötu:
Peter & the wolf - 'Better days' mp3

svo skelli ég einu eldra lagi sem er af plötunni lightness:

Peter & the wolf - 'Safe travels' mp3

Mánudagur til mæðu

Hér eru tvö lög sérsniðin að erfiðum mánudögum. Annað er með John Legend, besta vini Kanye West, og hitt er með Sean Lennon, sem heimsækir Ísland ótt og títt með frægri mömmu sinni.

Lag Legends er það eina sem ég hef heyrt með honum, rödd hans minnir soldið á arr-enn-bí legan Jeff Buckley. Ef Buckley hefði átt aðeins meira af kóki og verið pródúseraður af The Roots þá hefði hann verið soldið svona. Veit ekki hvort að það væri góður hlutur, en lagið er fínt.

Sean Lennon á frægann pabba, og því minna sem hann er borinn saman við hann því betra. Julian bróðir hans gerði nokkur fín lög á níunda áratugnum, en gafst upp á tónlistarferlinum út af því að hann þoldi ekki neikvæðann samanburðinn við pabba.
Sean kemur úr tónlistarsenu kaliforníu tíunda áratugarins. Hann er samtímamaður Beastie Boys og Beck, og mikið af dótinu sem hann gerir minnir mikið á rólegari plötur Beck, t.d. Sea Change.

John Legend - 'Show Me' mp3

Sean Lennon - 'Parachute' mp3

- - -
Smá viðbót: Fór að grenslast aðeins fyrir á meðan að ég var að skrifa þessa færslu, og kemur í ljós að Julian Lennon er víst eitthvað farinn að vinna í tónlist, það má heyra nýja dótið hans á myspaceinu hans. Nýja dótið hans er fínt, en hann er líka búinn að gera '07 heimstónlistar rímix af síðasta smelli sínum, Saltwater, og eftir að hafa hlustað á það, er mér farið að gruna að það hafi ekki verið neitt svo galið múv hjá honum að hætta í músík...

sunnudagur, september 23, 2007

svartur sunnudagur


Betty Harris - 'Cry to me' mp3

Sizzzzl

Hó-Hó! Brennandi heitt efni, beint úr ofninum. Ekkert dagsgamalt brauð hér. Þetta er það nýjasta, ferskasta og hvassasta sem völ er á.Boys Noize eru að gefa út 'Oi Oi Oi' þessa dagana og þetta er opnunarlagið á plötunni. Þú kemur til dyra, lagið býður góðan daginn og svo bara *púmm!*
Kýldur í magann!
Boys Noize - '& Down' mp3

Þessir krakkar eru á leiðinni á Airwaves. Ég mæti.
Radio LXMBRG - 'Score On The Floor' (Radio Edit) mp3

Chromatics eru best og það vita allir. Hér er ný útgáfa af 'Healer'.
Chromatics - 'Healer IV' mp3

Ég vil franskarnar heitar.
Hot Chip - 'Shake A Fist' mp3
(PS- Ég skrifaði óvart 'Shake A Fiat'... sem væri líka bilaður titill á lagi.)

föstudagur, september 21, 2007

Ef ég væri plötusnúður í kvöld

þá kæmu þessi lög pottþétt upp.
föstudagsfílingurinn lekur af þessum lögum sem og kynþokkinn

smellur árið 1965
The Seeds - 'Can't seem to make you mine' mp3

smellur árið 2007?
The Black Lips - 'Veni vidi vici' mp3

þriðjudagur, september 18, 2007

Mikið Inn, Alltaf.

Það fer að koma að árslokum og þá er alltaf svo gaman að huga að listunum, sem ég er þegar farinn að flokka í huganum. Margt geggjað stendur uppúr einsog plöturnar með !!!, LCD Soundsystem, The Bees, Felice Brothers, Chromeo, Studio, Feist, Simian Mobile Disco, Digitalism og eitthvað biblíuþemað franskt tvíeyki sem ég man ekki hvað heitir.

En ég veit að þessi gella hér mun svo sannarlega enda ofarlega á listanum:


M.I.A. (borið fram 'Mæja') sló rosalega í gegn í sumar með Kala. Bókað mál ein af mínum uppáhalds plötum í langan tíma. Hér er nýtt lag sem rataði reyndar ekki á plötuna. Eflaust B-hlið eða eitthvað.

M.I.A. - 'Big Branch' mp3

miðvikudagur, september 12, 2007

Mitt nýja uppáhalds!!!!!!


Mathew Houck er Phosphorescent. Ég Skil ekki hvernig þessi fór framhjá mér. SKIL ÞAÐ EKKI!! En hann er mitt uppáhalds núna. Hann er búinn að gefa út nokkrar plötur, sú nýjasta heitir “pride” og fær þvílíkt góða dóma. Ég held að aðdáendur Jason Molina eða Will Oldham verði alls ekki fyrir vonbrigðum með þetta efni.

Af plötunni "aw come aw wry"
Phosphorescent - 'Joe tes,these taming blues' mp3

Af plötunni "The weight of flight"
Phosphorescent- 'When we fall' mp3

Af plötunni "Pride"
Phosphorescent - 'A Picture of Our Torn Up Praise' mp3

þriðjudagur, september 11, 2007

Finnskt folkMig langar að deila með ykkur gullmola sem var kynntur fyrir hér í Finnlandi. Joose Keskitalo heitir hann. Ég veit voða lítið um hann þar sem allt sem ég finn um hann er á finnsku og ég skil því miður ekki baun. Joose syngur á finnsku en ég veit ekkert um hvað hann er að syngja en það skiptir ekki máli, ekki í þessu tilviki. Bæði lögin eru tekin af plötunni “luoja auta” sem kom út 2005. Ef bubbi hafi fæðst finnskur árið 1981 þá myndi hann örugglega hljóma svona.

Joose Keskitalo – 'Luoja auta' mp3

Joose Keskitalo – 'Laulo kosmonautista' mp3

Uppþot og niðurgangurÞrjú sjóðheit remix handa ísköldum almúganum. Þessi lög eru tileinkuð þeim pólitísku föngum sem fengu löggukylfu í hausinn fyrir að míga í húsasund og bera bjórinn sinn í pappamáli á milli öldurhúsa.

Nei annars er þetta fínt, þetta of-framtak hjá löggunni. Ég vil bara fara alla leið og hafa Guantanamo stemmara á þessu. Víggirta varnarveggi og alla með svarta poka á hausnum. Fólki staflað í nakinn mann-pýramída á dansgólfinu og allir syngja með.

LCD Soundsystem - 'Get Innocuous' Soulwax rmx mp3
Radio 4 - 'Sound Of The Underground' DFA version mp3
CSS - 'Alala' Rhythm Stix mix mp3

laugardagur, september 08, 2007

Eitthvað til að gera í kvöldLovefingers er ekkert annað en uppáhalds bloggarinn minn. Ég mæli með því að þú bókamerkir hann. Ég mæli augljóslega líka með því að þú sjáir hann spila í kvöld. Hér má lesa meira um viðburðinn.

Hér eru nokkur af mínum kærustu lögum af Lovefingers blogginu, svona rétt til að hita upp.

Hot Chocolate - 'Don't Turn it Off' mp3
Fern Kinney - 'Baby Let Me Kiss You' mp3
Home Service - 'Only Men Fall In Love' (Club version at 33) mp3
Wimple Winch - 'Lollipop Music' mp3
Exuma - 'Dambala' mp3

föstudagur, september 07, 2007

Gleðilegan laugardagAnnað mixteip og nú eru djamm og konur í fyrirrúmi. Hvað annað.

Bobby Breidholt - 'Bobby Cuts Up Women!' mp3

37:31
Tracklist:
DJ Blaqstarr - Hands Up Thumbs Down
CSS - Alala
Wing Wang Twins - Bmore Enur (Extended Sinusitis Mix)
Pulsallama - The Devil Lives In My Husband's Body
Bush Tetras - Can't Be Funky
Klymaxx - Meeting In The Ladies Room
Soulwax - KracK
(How To Pick Up Chicks - The Women's Clothing Store Pick-Up)
Soulwax - KracK
Golden Bug - Horses
Cristina - What's A Girl To Do
Brazilian Girls - Crosseyed And Painless
Glass Candy - Geto Boys (demo)
(The Groupies - English Bands)

fimmtudagur, september 06, 2007

FimtudagsstresssssÁ fimmtudögum er maður alltaf skítugur og sveittur af stressi. Illa sofin og með kusk í augum.

Til að halda mér við efnið finnst mér gott að hlusta á fastan takt.

Þegar ég var yngri fannst mér gaman að hlusta á Björk. Í dag er ég ekkert það mikill fan en mér finnst samt gaman þegar ég heyri skemmtileg remix með henni.

Þetta heldur mér við efnið og ég smelli geðveikt hratt á músina.

tikk tikk tikk tikk tikk tikk tikk.....


Björk - 'Earth Intruders' (Spank Rock Remix) mp3

Tónlist framtíðarinnar

Þegar ég var á fyrsta og öðru ári í Listaháskólanum, 2002-4, voru listaháskólapartíin eini staðurinn þar sem þú gast heyrt elektró músík. Þá var þetta sánd að byrja að detta inn, sem svo átti eftir að tröllríða öllu, og er núna búin að taka við af hiphopi sem vinsælasta tónlistarstefnan meðal ungs fólks í evrópu. Listaháskólakrakkar hafa nefnilega yfirleitt verið naskir við að þefa uppi það nýjasta og heitasta, dótið sem pöpullinn á eftir að hlusta á eftir tvö-þrjú ár.

Ég var að byrja aftur í listaháskólanum fyrir stuttu, er að detta inn á 3. ár. Núna eru allir hérna að tryllast yfir Jumpstyle tónlistarstefnunni og meðfylgjandi dansstíl. Þetta er víst búið að vera að gerjast í Hollandi í nokkur ár, og þetta mun brátt taka yfir heiminn.

Þú last þetta fyrst á B-town.

miðvikudagur, september 05, 2007

Minifestival til styrktar Úlfi Chaka.Sæl öll.

Fimmtudaginn 6. september næstkomandi verða haldnir tónleikar til
styrktar Úlfi C. Karlssyni tón- og myndlistarmanni sem barist hefur
við hvítblæði undanfarin ár. Úlfur hefur gengist undir fjölda meðferða
og dvalist langdvölum á sjúkrastofnunum og ekki getað aflað tekna að
ráði. Hann er fjölskyldumaður og hafa veikindin sett stórt strik í
efnahag fjölskyldunnar.
Með tónleikunum gefst fólki tækifæri til að leggja sitt af mörkum til
að létta fjölskyldunni lífið í baráttunni. Allir sem koma fram gefa
vinnu sína og tengjast Úlfi vináttu- og kunningjaböndum.

Dagskráin er ekki af verri endanum;

pornopopp
mr.silla
the way down
bacon
singapore sling
reykjavik!
MÍNUS
Í lokin má búast við hamskiptum þegar leyninúmer kvöldsins stígur á stokk.

Tónleikarnir verða í IÐNÓ og hefjast hefjast stundvíslega klukkan
20.00, húsið opnar klukkan 19.30.
Aðgangseyrir er 1.500 kr. en fólki er frjálst að borga meira.
Þeir sem vilja geta jafnframt lagt beint inn á reikning:
0101-26-014144 kt. 440304-2570

ALLUR AÐGANGSEYRIR RENNUR ÓSKIPTUR TIL ÚLFS OG FJÖLSKYLDU.


Sjáumst í IÐNÓ á fimmtudagskvöldið.

þriðjudagur, september 04, 2007

The hit parade in english

Hello to our international readers.

Every once in a while, I hear from people who check into our blog, and like the music we're posting, but can't understand what we're writing. We have on occasion discussed switching the blog to english, because more than half of our traffic seems to come from the non-icelandic speaking countries. What we find though, is that the purpose of our blog is to share some music we like with friends and aquaintances, and we don't really see the point in being another Said The Grammophone or Fluxblog (or wherever you kids think it's hip to steal your music from these days). Sometimes we write a bit about the stories behind the songs or artists we're posting, but often we just write a bit about how the music affects us, what it sounds like or why we think it's so noteworthy. Usually we just try to write cheap jokes and puns about the music though.

In the spirit of this, we would like to invite you, our non-icelandic reading guests, to submit your translations of our blog posts in the comments sections. The less you understand what we're writing about, the better. The best submission each month will recieve a glorious postcard from Breiðholt, the cultural capital of Reykjavik.

mánudagur, september 03, 2007

Meira með Emitt Rhodes

Vá!!Ég dýrka Emitt Rhodes! Fyrri færslan sem ég setti inn er Hér.

Emitt Rhodes - 'Lullaby' mp3
Emitt Rhodes - 'with my face on the floor' mp3

Nýr Meðlimur!

Í dag virðist allt ungt fólk á Íslandi vera litlir hamstrar úr flísefni. Börnin renna sér á strigaskóm með litlum dekkjum og köflóttar náttbuxurnar fá að fljóta með. Öll glæpamennska er bráðnuð úr ungdómnum. Þau sitja heima um helgar og nudda fæturna á mömmu og pabba. Eftir sitjum við gömlu krimmarnir og skælum. Það eina sem minnir okkur á gömlu dagana eru endursýningar á Sönn Íslensk Sakamál.

Það var því deginum ljósara þegar við fórum að leita okkur að nýjum meðlim í glæpaklíkuna að við þyrftum að leita út fyrir landssteinana. Eini staðurinn sem kom til greina var Spánarveldi, þar sem blóðið fossar um göturnar og þeir sem minna mega sín eru drepnir og étnir.

Hér er umfjöllun um nýjasta meðlim okkar, orðrétt úr skýrslu Interpol:Þangað til yfirvöld, herinn, lögreglan og Spænski Rannsóknarrétturinn ná til Joninu, mun hún senda okkur færslur úr neðanjarðarbyrgi sínu, í gegnum stolið og blóðugt faxtæki. Við/þið megum fastlega búast við popptónlist, fjörugri dansmúsík og heimstónlist ("Heimstónlist" í merkingunni góð tónlist frá öðrum löndum en USA og Evrópu, en ekki viðbjóðslegt patchouli panflautujóðl einsog er selt í kryddbúðum og við kassann í Kaffitár).

Hér að neðan gefur að líta fyrstu færsluna hennar Joninu, sem við bjóðum velkomna með óttablandinni skelfingu.

Haust neðanjarðar
Þegar vindurinn fer að kólna og rakinn fer lækkandi þá veit ég ekkert betra en að setjast niður með brýni og hnífa og hlusta á ljúfa tóna við snarkandi eldinn.

Þetta lag er ekkert annað en byrjunin á fallegu hausti.

Lagið er frægt í Mexíkó og hafa margir tekið það með sombrero á hausnum og trompet í hendi. Þetta er lang fallegasta útgáfan að mínu mati.

Caetano Veloso - 'Cucurrucucu Paloma' mp3

laugardagur, september 01, 2007

Haustmix Laufeyjar


Mér finnst rosa gaman að gera svona mix cd og fannst það tilvalið að gera svona haustmix einsog bobby gerði. Haustið er minn uppháldstími, sólin burt takk fyrir og volæði og myrkur tekur við, gaman gaman! Með þetta í huga gerði ég mix af lögum. Rólegheit rólegheit rólegheit í fyrirrúmi ahhh gott.

sækja:
Laufey - 'Haustmix' zip

Tracklist:
Three dog night - easy to be hard
mariee sioux - wizard flurry home
Voice of the Seven Woods - Silver Morning Branches
Willard Grant Conspiracy - Fare Thee Well
Shapes Have Fangs - What in the world
Billy Bragg & Wilco - California Stars
AA Bondy - Vice Rag
Neil Young - lotta love
Silver Jews - how to rent a room
Magnolia Electric Co - leave the city
Deer Tick - Art Isn't Real (City Of Sin)
Tim Hardin - If I were a carpenter
Link Wray - la de da
Elvis Presley - blue moon