miðvikudagur, október 31, 2007

kanada dúdÍ dag er helmingurinn eftir af vetrarfríinu mínu. Í dag er vika í ammælið mitt. Í dag er 6 mán þangað til ég útskrifast og ég er farin að hlakka til.

Hér er skemmtilegt miðvikudagslag af plötunni Third Person með Kris Ellestad frá Kanada.

Kris Ellestad - 'The Secret' mp3

sunnudagur, október 28, 2007

laugardagur, október 27, 2007

Anti-Laugardagsmúsík (en þó ekki)Um daginn var ég að horfa á heimildarmynd um Tony Wilson heitinn. Þar var tónlist eftir Durutti Column, sem voru undir samningi hjá Factory, óspart notuð. Ég hafði alltaf vitað af því bandi, en ekki kynnt mér það neitt sérstaklega. Ég fann eitt gleymt lag á itunes hjá mér og féll alveg kylliflatur. Ég hef lítið gert annað í dag en að hlusta á þetta kurteisis-póst-punk.

Durutti Column var aðallega hinn rolulegi Vini Reilly að glamra á skrækan, reverb-drifinn gítar yfir rúllandi elektrótrommur. Martin Hannett pródúseraði fyrstu plötuna, sem kom út í sandpappírsumslagi. Gasalega póstmódernískt. Þess má til gamans geta að nokkrir meðlimir úr Durutti Column eru núna í Simply Red.

Það er augljóst að lið einsog Lindstrom, Prince Thomas og Studio eru undir miklum áhrifum frá Durutti Column, og því ættu þeir sem hafa gaman af þeim fyrrnefndu að tékka á þeim síðastnefndu, hafi þeir ekki gert svo nú þegar. Mjög náðugt á sólríkum haustdegi.

Durutti Column - 'Madeleine' mp3
Durutti Column - 'Sketch For Summer' mp3
Durutti Column - 'The Sea Wall' mp3

Kartöflumús

Mér fannst 'Patrick 122' með Mr. Oizo vera svaka hressandi lag, fyrir utan allt klippið, bípið og stamið sem skemmdu melódíuna og gerðu það nær ódanshæft. Þannig að ég gróf upp samplið sem hann notaði ('Do it at the Disco' með Gary's Gang) og sameinaði bestu bútana úr báðum lögunum.

Þannig að hér höfum við blússandi diskógrúf með Prúðuleikara-söng og snælduvitlausu saxófónsólói. Njótið.

Bobby Breidholt - 'Patrick vs Gary!' mp3
(Mr. Oizo - 'Patrick 122' -VS- Gary's Gang - 'Do it at the Disco')

miðvikudagur, október 24, 2007

Hressleiki

Er að vinna í nýju mixi sem ég pósta hérna bráðlega.

Í millitíðinni mæli ég með laginu Electric Soca með Rodion. Þetta er lágstemmt elektróstuð með nettum latneskum áhrifum. Þetta er gefið út af Gomma, hið frábæra label sem gefur meðal annars út Tomboy og Whomadewho.

» Rodion - Electric Soca (Kaos Remix)

sunnudagur, október 21, 2007

Belfast AirwavesGærkvöldið var ka-likkað. Steed Lord, Bonde do Role og Chromeo voru öll með stormandi sett og fólk beinlínis rann til í dans-svitanum á gólfinu.

En að mínu mati eru það FM Belfast sem standa uppi sem hljómsveit hátíðarinnar. Þetta froðusprautandi, glimmerbombandi kúabjöllu-einvígis fjöldapartý breytti sviðinu í krepptan vöðva, sem hamraði dans-réttlæti í skrúfugang næturinnar. Ég veit ekki einu sinni hvað ég er að skrifa, ég er svo frá mér numinn af stuði.

Takk fyrir mig, kids.

FM Belfast - 'Tropical' mp3

laugardagur, október 20, 2007

Loftöldur

Ég er orðinn alveg grænn af Airwaves veiki og verð bara feginn þegar þetta er búið. Held að ég parkeri mér bara á Gaukinn í kvöld og horfi á Steed Lord, Bonde do Role, Chromeo og FM Belfast. Ekki amalegt lineup.

Það sem hefur staðið uppúr hingað til er hin algerlega óþekkta hljómsveit The Ghost frá Færeyjum. Ég, Terrordisco, Earl Mondeyano og Plúseinn (ofsa er gaman að þekkja fólk með svona litrík nöfn) vorum að lufsast á efri hæðinni á Barnum ásamt svona 35 manns sem höfðu villst þarna inn því röðin á Of Montreal var of löng. Þessir tveir drengir rifu upp þvílíkan stemmara að þetta hálf-herbergisfylli var farið að dansa og öskra textann á lögum sem það hafði aldrei heyrt áður. Þvílíkur sjarmi, presens og framkoma! Húrra fyrir þessum vofum!

En að bandi sem ég vildi óska að væri á Airwaves.


Glass Candy!

Þessir góðvinir bloggsins eru alltaf að gera æðisgengna hluti og ég legg fram eftirfarandi sönnunargögn, sem þau voru að setja á mæspeisið sitt:

Glass Candy - 'Beatific' mp3
Glass Candy - 'Life After Sundown' (instrumental) mp3

Well, það er alltaf næsta ár.

mánudagur, október 15, 2007

Aðalnúmerin á AirwavesBobby Breidholt prófíll á Airwaves
Terrordisco prófíll á Airwaves

HologramophoneEitt alveg fantafínt á mánudegi. Letilegt 10+ mínútna remix á algerum cruise control hraða. Sætur unaður að heyra þetta þegar maður þrammar í brakandi haustlaufum og étur brakandi Haustkex.
LCD Soundsystem - 'Us V Them' (Any Color U Like Remix By Windsurf) mp3

Annað hljóðkerfisband. Þetta lag er af svipuðum toga, en ögn meira brokk í taktinum. Þetta spila þeir í chillout-herberginu í geimstöðinni MÍR.
Gucci Soundsystem - 'Acarpenter' (Joakim Remix) mp3

Að lokum er hér engin önnur en rauðhærða gellan sem var fyrst til að vera rekin úr Sugababes. Mér fannst hún alltaf sætust en ég virðist vera einn um það. Anyways, hér er epík frá henni.
Hún ætti samt að skipta um nafn. Hvað með "Suzy McDonald"? Miklu vænlegra til vinsælda.
Siobhan Donaghy - 'Don't Give It Up' (Jbag's BoomBoxed intro) mp3

fimmtudagur, október 11, 2007

mánudagur, október 08, 2007

YfirbugunUppáhalds hátískudiskódíva okkar allra, Roisin Murphy Gefur út sólóplötu númer tvö, 'Overpowered' seinna í þessum mánuði. Ef þú hefur verið að lesa þetta blogg af einhverjum vana, þá ættir þú þegar að eiga titillag plötunnar, sem ég setti hér inn einhverntíman í sumarbyrjun. Tvímælalaust einn af danshitturum ársins.

En það eru auðvitað fleiri lög á plötunni og hér er góð tvennd. 'Crybaby' er pjúra partýmonster með hamrandi kúabjöllum og allt. Hitt lagið, 'You Know Me Better' er meira baksviðs á tískusýningu. Svona unaðslegt diskóhás sem við munum eftir frá Moloko-árunum.

Annars er platan í heild sinni algert kynlíf og væri hún fullkomin morgungjöf handa diskókúlunni í lífi þínu.

Roisin Murphy - 'Crybaby' mp3
Roisin Murphy - 'You Know Me Better' mp3

Hmm. Tískudiskó = Tískó?

laugardagur, október 06, 2007

Feel The Steed

Okkur var að berast glænýtt lag, ný-renderað úr hitt-maskínu vina okkar í Steed Lord. Stöffið þeirra er orðið svo gott að ég er farinn að gruna að þau hafi gert samning við draug Morris Day.

Steed Lord - 'Feel The Heat' mp3
Það er sko áþreifanleg hraðbátastemning á þessu instrumental grúfi.

Þið getið sótt fleira splunkunýtt (m.a. lag með Krumma sem gestavókalista) á Discodust


Grafík eftir Zonders.

FM Belfast

Nýtt myndband með FM Belfast og Kasper Bjorke:

föstudagur, október 05, 2007

Dagur föstu

Föstudagar þurfa hvorki að hafa tilgang né merkingu. Hér eru þrjú lög til að drekka landa útí rótarbjór við.

Donovan - 'Get Thy Bearings' mp3
Calvin Harris - 'Stillness In Time' mp3
Roisin Murphy - 'Let Me KNow' mp3

Svo er hérna mynd af snotru spoiler-kitti.

mánudagur, október 01, 2007

Iceland Airwaves CD - Exclusive!

Stærsti viðburður hvers árs gerist í október og er það að sjálfsögðu afmælið mitt, þann þrítugasta. En fyrir þau tímamót er haldið lítið undirbúnings/upphitunarpartý sem er kallað Iceland Airwaves.Ég vona að þið hafið öll nennt að kaupa ykkur miða á september-verðinu (7.900), því bráðum verður armbandið tjakkað í 8.500 kall. You snooze, you lose. En auðvitað er þetta ekki nokkurt verð, enda fær maður aðgang að meira en 200 tónleikum fyrir þann pening. Það eru ekki nema rúmar 40 krónur per tónleika. Lineuppið hefur sjaldan verið eins ofsafengið og þá fer vitanlega mest fyrir fulltrúum þessa bloggs, þínum einlægum og Svenna. Komið og öskrið á okkur óskalagið ykkar. Við elskum þannig.

En mér var að berast tracklistið á official soundtracki hátíðarinnar og ég verð að segja að þetta verður skyldueign í sólskyggnis-diskahaldaranum í bílnum:

1. Of Monteal -Suffer For Fashion
2. Motion Boys -Waiting To Happen
3. Bloc Party -Hunting For Witches
4. Ra Ra Riot - Each Year
5. Múm - Dancing Behind My Eyelids
6. Ultra Mega Teknóbandið Stefán - Story Of A Star
7. FM Belfast - Synthia
8. Trentmöller - Moan
9. Chromeo - Fancy Footwork
10. GusGus - Moss
11. !!! - Heart Of Hearts
12. Bonde Do Role - Solta O Franco
13. Hjaltalín - Margt að ugga
14. Sprengjuhöllin - Worry Till Spring
15. Buck 65 - 1957
16. Seabear - Arms
17. Loney Dear - Saturday Waits
18. Late Of The Pier - Bathroom Gurgle
19. Retro Stefson - Medallion
20. Deerhoof - The Perfect Me
21. Skátar - Þar sem heimskan er í hávegum höfð
22. Dikta - Breaking The Waves

Kvikindið ætti að detta í búðir þann fimmta þessa mánaðar, þannig að allir í kurteisa röð með veskið á lofti, takk.

Hér er eitt lag með bresku poppurunum Late Of The Pier, sem ég er einkar spenntur fyrir að sjá. Smart syntharokk í anda Gary Numan.
Late Of The Pier - 'Space and the Woods' mp3

Hverju eruð þið spennt fyrir?

Gler

Ég heyrði fyrst í dúettinum The Glass á safnplötunni Sound Of Young New York fyrir svona ári síðan og leist vel á. Eftir það heyrði ég varla neitt í þeim, nema þegar þeir rötuðu á handahófsstillinguna á itunes.

Núna virðast þeir vera allstaðar. Þeir eru á öllum bloggunum og eru að gefa út EP plötuna 'Couples Therapy'. Ég bara vona að þetta sé byrjunin á þeirra gljáfægðu sigurgöngu.

Skemmtilegt, ómþýtt og smooth elektró, sem er mjög hressandi að heyra, eftir allt þetta mega-distortion tekknó sem hefur rispað á manni eyrun uppá síðkastið. Röddin er tælandi og bassalínurnar vel plokkaðar.

Upp með Ajaxið.

Gamalt:
The Glass - 'Won't Bother Me' mp3
Nýtt:
The Glass - 'Fourteen Again' mp3

Weirdom

Silver Apples var mikil brautryðjendasveit í sixtís og gaf út tvær plötur af brjáluðu prótó-elektró. Auðvitað var þetta stöff alltof mörgum ljósárum á undan sinni samtíð og hipparnir, sem vildu bara Tiny Tim og Ravi Shankar, flúðu í óttaslegnu ofboði frá plötubúðunum.

Silver Apples voru Danny Taylor sem spilaði á trommur og Simeon Coxe sem söng og spilaði á "nine audio oscillators piled on top of each other and eighty-six manual controls to control lead, rhythm and bass pulses with hands, feet and elbows". Hananú.

Þótt þeir hafi bara selt svona þrjár plötur þá má engu að síður glögglega sjá áhrif þeirra hjá fullt af böndum. Allt frá Krautrokkurum einsog Can og Throbbing Gristle í seventís, til tilraunaliðs einsog Sonic Youth í eitís og hjá lúðum einsog Hot Chip og LCD Soundsystem í dag.

Þeir fóru svo loksins að selja eitthvað af plötum í næntís þegar þeir voru enduruppvötaðir og stöffið þeirra var gefið út á CD. En svo lenti greyið Simeon í því að brjóta á sér bakið þegar túr-rútan þeirra valt. Seinna dó Taylor og núna er bandið í hálfgerðu limbói.

Þangað til Simeon hoppar úr endurhæfingu og trallar á græjurnar sínar verðum við bara að skoða gamla stöffið. Þessi dæmi eru bæði af 2. plötunni, "Contact".

Silver Apples - 'Lovefingers' mp3
Silver Apples - 'Oscillations' mp3
UPPDEIT
Jújú, hér er hann hress að spila í NY fyrir nokkrum vikum síðan.