þriðjudagur, nóvember 27, 2007

Píur

Fékk þetta lag óvænt í eyrun. Henti því hingað. Núna færð þú það óvænt í eyrun. Hringrás lífsins.

Blondie - 'Union City Blues' mp3

Sígilt. Húkkurinn er alveg flugbeittur og reverbið er sveitt. Svo hefur bókstaflega aldrei skemmt fyrir að glápa á Debbie Harry:
OK, eitt nýlegt og obskjúr til að keppa við safndiskapoppið:Santogold er smá rapp, smá heimstónlist og smá einsog M.I.A. Ég er að diggetta.

Santogold - 'Creator' mp3

2 ummæli:

halli sagði...

Já, þetta Blondie lag er svo...öruggt eitthvað. Myndi kaupa hvað sem er í verslun sem seldi nýlenduvörur með þetta í botni.

Og: Debbie Harry VAR sæt. Hún er massa krumpuð í dag.

Bobby sagði...

Jámar. Þetta er tilvalið lag fyrir svona ærslafullt matvöruverslunar-montage í unglingamynd.