miðvikudagur, janúar 31, 2007

BransapartýkvöldChromatics er geggjuð hljómsveit sem spilar dramatískt geimrokk.

Lagið þeirra 'In the City' er með betri lögum sem eru í mikill spilun hjá mér þessa dagana. Myndbandið er líka flott, skoða það hér.
Chromatics - 'In the City' mp3

Hér taka þau svo valinkunna ábreiðu. Suede, döðlur mínar og hnerrar:
Chromatics - 'Animal Nitrate' (Suede cover) mp3

Og fyrst við erum í cover-gírnum er ekki úr vegi að hleypa Klaxons að með sína útgáfu af nýjasta smellinum hans Justin Trousersnake. Ekki þurr snípur í húsinu.
Klaxons - 'My Love' (Justin Timberlake cover, live) mp3

Að lokum vil ég óska góðvini Skrúðgöngunnar, Lay Low, góðs gengis á Íslensku Tónlistarverðlaununum í kvöld.

sunnudagur, janúar 28, 2007

"I watched C-beams glitter in the dark near the Tannhauser Gate"Vangelis - 'Main Titles' mp3
Vangelis - 'Love Theme' mp3
Vangelis - 'Blush Response' mp3

Valin lög úr hinni stórfenglegu Blade Runner (Director's Cut útgáfan að sjálfsögðu). Einhver besta sunnudagsmúsík sem til er.

Stelpur Stelpur Stelpur


Stúlka með gítar,klapp klapp klapp og kór af krökkum.tónlistinni hefur verið líst sem "campfire gospel" lögin sem ég set hér eru af plötunni the pirate's gospel sem var gefin út á seinasta ári.yndisleg tónlist.

Alela Diane - 'pieces of string' mp3

Alela Diane - 'pirate's gospel' mp3

Frida Hyvönen frá svíþjóð,gaf út plötu sína seinasta ár "until death comes" hjá secretly canadian. hefur verið að túra með jose gonzales og jens lekman. mjög svo spjátrúngs-tískó stelpa sem spilar á píanó og syngur. Varð að setja myndbandið með,skemmtilegt.

Frida Hyvönen - 'The modern' mp3

Frida Hyvönen - 'I drive my friend' mp3

fimmtudagur, janúar 25, 2007

Ein helluð áðí

Ég er búin að hafa þessi tvö lög á heilanum í 4 daga og get engan veginn losnað við þau úr heilanum. Prufum þetta.

Ugly Casanova - 'parasites' mp3

Suburban kids with biblical names - 'marry me' mp3

miðvikudagur, janúar 24, 2007

Townes Van Zandt30 ár í músík bransanum og aldrei seldist mikið af plötum með honum en mikið af country tónlistarmönnum hafa coverað lögin hans,hann samdi t.d "pancho and lefty" sem willie nelson gerði frægt, tindersticks,the be good tanya’s og cowboy junkies hafa líka coverað lög eftir hann.
Eitthvað var hann þunglyndur greyið og var hann settur í insúlin sjokk meðferð með þeim afleiðingum að hann missti minnið og varð enn meira þunglyndur. Alkaholismi hrjáði hann líka,hann dó á nýársdag 1997 með vodka flösku í hendinni,sama dag og hank williams.
Fáum okkur tár í augun og hlustum á waitin' round to die.


Townes Van Zandt- 'Waitin' round to die' mp3

The be good Tanya's - 'Waitin' round to die' mp3

Humpday

A)
The Earlies gáfu út hina yndislegu plötu "These Were..." árið 2004 og var hún dýrðlegt eyrnakonfekt, sérstaklega lagið "Morning Wonder" sem enn sefur mjúkum svefni í höfði mér. En þessir kappar eru hressir að henda út nýrri plötu. Hún heitir "The Enemy Chorus" og ég mun bíta frá mér í röðinni í plötubúðinni. Hér er nasaþefur:
The Earlies - 'No Love in Your Heart' mp3

B)
Hér er ómþýtt instrumental lag með bandi sem heitir Feathers. Ég rakst á þá á Last FM og veit fjandakornið ekkert um þá.
Feathers - 'My Apple Has Four Legs' mp3

C)
Og af því það er litli laugardagur...

Sko. Annaðhvort er þetta hallærislegasta Evróvisjóntekknóband sem Austurríki hefur af sér alið EÐA að þetta er svakalega hipp lið sem er að búa til geggjað nútíma-Ítaló. Ég þori satt að segja ekki að gúggla til að sjá. Ég vil leyfa ráðgátunni að lifa.
Le Sport - 'Your brother is my only hope' mp3

mánudagur, janúar 22, 2007

Til hvers að hafa fingur ef demantshringir væru ekki til

Deer tick (John McCauley) gefur út sína fyrstu plötu í enda janúar að ég held og djöfull ætla ég að kaupa hana mar! vildi að ég gæti postað fleiri lögum með honum en Hérna getið þið hlustað á fleiri lög með honum og svo þetta video af honum spilandi í einhverju partýi á klósettinu,good stuff.

Deer tick - 'diamond rings' mp3

föstudagur, janúar 19, 2007

Góð helgi fyrir SlæpingjaHey förum útí sjoppu. Ég skal kaupa sígó í stykkjatali handa okkur og við getum setið uppá þaki á skólanum og hrækt á fólk. Ég kann trikk til að spila frítt í pinball. Engar hreinar buxur eftir, æ ég fer bara í þessar með gatinu. Manstu talnaröðina á lásnum á hjólinu mínu? Djöfull er þetta gott lag mar. Koddu með lónið.

King Tuff - 'Freak When I'm Dead' mp3
King Tuff - 'Lazerbeam' mp3
King Tuff á Myspace

Sannleikurinn um Bob Dylan

fimmtudagur, janúar 18, 2007

The Shivers
The Shivers (a.k.a Keith Zarriello),ég veit voða lítið um þennan listamann nema það að hann kemur frá brooklyn og svo fann ég bara 2 viðtöl við hann hér og hér ef þið hafið áhuga. "Beauty" er eitt af þessum lögum sem maður fær gæsahúð af og hvaðeina,mæli eindregið með þessu,flottur blúsaður gítar og flott rödd.

The Shivers - 'Beauty' mp3

miðvikudagur, janúar 17, 2007

Kalt Kalt er úti en heitt í b-town

Við skulum ekki láta þetta vonda og kalda veður draga okkur niður,hlustum á fjöruga tónlist! The spinto band gáfu út árið 2005 plötuna nice and nicely done og "oh mandy" er án efa skemmtilegasta lagið á þeim grip

The Spinto band - 'Oh mandy' mp3

Page France er annað amerískt indie pop band með smá áhrifum frá folkmúsík og spilar fallegar ballöður ójá.

Page France - 'Chariot' mp3

mikil rosaleg gróska er í þessum Ameríska indiepoppheimi

þriðjudagur, janúar 16, 2007

Fæ ekki nóg af Lily Allen. Ónei, það geri ég ei.Venjulega eru ný remix af lögum sem hafa birst hér áður engin ástæða til að endurpósta, en stundum koma remix sem gefa okkur í raun heilt nýtt lag. Mark Ronson er einhver sveittur LA plötusnúður sem DJaði í brúðkaupinu þeirra Tom Cruise og Katie Holmes og er eflaust vanur að spila Pussycat Dolls meðan Nicole Ritchie dansar uppá borði. En hér hefur hann sýnt einsdæma smekklegheit og breytir Bylgjusmellinum 'Smile' með Lily minni í lekkert Motown vangalag. Bravó, brúðkaupsplötusnúður. Bravó.

Lily Allen - 'Smile' (Mark Ronson remix) mp3

laugardagur, janúar 13, 2007

Þegiðu þarna helvítið þitt!

Elvis Perkins(in dearland),pabbi hans,anthony perkins dó úr AIDS og mamma hans dó þann 11 sept. í einni af flugvélinni sem var steypt niður á tviburaturnana. Já efniviður í góða plötu.Hann var að gefa út sína fyrstu plötu "ash wednesday" og vá rosa góð,hérna er eitt lag.

Elvis Perkins in Dearland - 'while you were sleeping' mp3


David vandervelde var að gera samning við secretly canadian og kemur plata með honum í enda janúar.Honum hefur verið líkt við T-Rex og early David Bowie.

David Vandervelde - 'murder in michigan' mp3

Þessi bæði lög eru svona Tímalaus,gæti hafa verið tekin upp á 8 ártugnum,gæti verið tekin upp í gær,whooo knows.

föstudagur, janúar 12, 2007

Föstudagsslagarinn

Föstudagsslagarinn að þessu sinni er splunkunýtt lag frá efnilegasta teknópródúsent íslands, Plúseinum. Ég hef áður skrifað um hann hér. Ég er búinn að vera með þetta lag á rípít í viku, og þetta verður alltaf betra og betra.

» Plúseinn - Golden

GellaÍ eitís var allt morandi í einhverjum píum sem hétu einu nafni (Apollonia, Vanity osfv) sem fluttu svona sexý/dans/spandex/kúabjöllu/rafmagnstrommu mússík. Þær voru foxý, í stuttum túpu-pilsum og flestar virtust þær vera með Prince sem bakhjarl. Ein gella sem svipaði soldið til þeirra var Christina. Mér finnst þetta flott lag til að drekka bjórlíki við og hugsa sér að árið sé 1984.

Christina - 'What's a Girl to do' (remix) mp3

miðvikudagur, janúar 10, 2007

Gott í skammdeginuJ.tillman er tónlistarmaður(þvílíkur hönk)sem ég hlustaði mikið á seinasta ár og lögin hans "Seven States Across" og "My Waking Days" eru lög sem ég fæ aldrei leið á,enda er ég mjög hrifin af þunglyndislögum sem lætur manni langa að vera undir sæng í myrkru herbergi meðan það er óveður úti og vorkenna sjálfum sér. Mér finnst alltaf líka mjög flott þegar lög eru ekki ofur prodúsuð, þegar það heyrist brak í stólnum,gelt fyrir utan, hóst og ofl. Flautið í my waking days úffffff flott.

J.Tillman - 'my waking days' mp3

J.Tillman - 'seven states across' mp3

Afmælisbarnið


Hann er ekki ósvipaður Vince Noir kallinn.

Ég er trylltur aðdáandi Rod Stewart og mun fara í þúsund billjardstofuslagsmál til að verja hetjuna mína. Hann blæs á 62 kerti í dag og ég óska honum velfarnaðar, 62 árum í viðbót og enn fleiri tvítugum blondínumódelum til að sænga hjá.

Hér eru þrjú lög með Rodinum, eitt fyrir hvert 20,67 ár sem hann hefur lifað. Guð blessi hann.

The Faces - 'Bad n Ruin' mp3
Rod Stewart - 'Mandolin Wind' mp3
Rod Stewart - 'Reason to Believe' mp3

þriðjudagur, janúar 09, 2007

Og réttlæti fyrir alla

Paríska tekknótvíeykið Justice Byrja nýtt ár með tilkynningu um enn aðra EP plötuna. Maður er farinn að iða all mikið í skinninu eftir fyrstu breiðskífunni. Anníveis, hér er nýtt stöff:
Justice - 'Phantom' mp3
Justice - 'Phantom' (Faex Re-Edit) mp3

Yfir í annað. Mér þótti það soldill bömmer að heyra að Sneaky Pete Kleinow væri látinn. Hann var afar fær kántrý pedal-steel gítaristi sem spilaði með Gram Parsons og có í Flying Burrito Bros og fleiri böndum. Auk þess var hann kvikmyndabrellugæji og vann í Star Wars- og Terminator myndunum. Hér er hann með 'Burritos að spila Rolling Stóns cover...
Flying Burrito Bros. - 'Wild Horses' mp3

OG að lokum. Það er alltaf gaman að finna sönnunargögn um það þegar skallapopparar reyndu fyrir sér í diskó eða eitís. Hér höfum við Joe Cocker í massa glimmerdiskósveiflu. Ekkert rosalega slæmt sko.
Joe Cocker - 'Fun Time' mp3

mánudagur, janúar 08, 2007

Indiepopp

Someone Still Loves You Boris Yeltsin gerðu það gott á flestum tónlistarbloggsíðum netsins fyrir rúmlega ári síðan, Gerði mix disk handa bjössa til að láta hann grenja og hann varð svo hrifinn af eftirfarandi lagi, þannig þið sem lesið þetta njótið þess eflaust líka gjössovel,mjög fallegt lag.

Um svipað leiti var einnig hljómsveit að nafni Voxtrot að gera það líka gott á netinu. Söngurinn í The start of something er nákvæmlega einsog morrissey,fríííki. Stuðlag sem kemur manni í helvíti gott skap.

Voxtrot - 'The Start of Something' mp3

Someone Still Loves You, Boris Yeltsin - 'House Fire' mp3

sunnudagur, janúar 07, 2007

VÁVÁVÁEitt skemmtilegasta bandið í upphafi þessarar aldar var !!! frá New York. Þessir ellupoppandi fúnkdiskórokkarar með ó-gúgglanlega nafnið gerðu allt brjálað í dansherbergjum dimmustu næturklúbbanna og svo hurfu þeir í æfingarhúsnæðið með tonn af dósamat. Ég var að eignast slatta af nýju efni með þeim og ég er alveg agndofa.

'Heart of Hearts' er besta lag sem ég hef heyrt í langan tíma. Fokk þetta nu-rave. Hér erum við að tala um nu-house. Þetta ótrúlega dillibossalag springur úr mergilegheitum þegar viðlagið (sungið af svartri (og væntanlega feitri) house dívu) dettur inn. Tékkið á þessu.

!!! - 'Heart of Hearts' mp3 <- Skyldu download!!!
!!! - 'Bend Over Beethoven' mp3
!!! - 'Must Be The Moon' mp3

Sálarblúsindierokk

Ég rakst á band í dag sem verður örugglega ótrúlega stórt bráðum, Delta spirit heita þessir californiu strákar og eru nýbunir að gefa út ep sem heitir “i think i’ve found it” hjá monarchy music og spila svona blús/rokk. Munnharpa,Singalong,hristur,gospel,handclapping og hvað eina. Lagið sem ég er að missa mig yfir heitir “Turn around people” og gæti verið lag á harvest plötunni með Neil young, hérna getiði hlustað á það http://www.myspace.com/deltaspirit yndislegt yndislegt ohhh mig langar að faðma alla!
Fáum þá á airwaves.

Delta Spirit - 'Streetwalker' mp3

Talandi um Sálarfulltblúsindierokk, annað band sem voru hjá monarchy heitir Cold War Kids og átti einmitt að spila á síðustu airwaves hátíðinni en eitthvað klikkaðist það,nokkrum dögum áður en hátíðin byrjaði og var lubban ansi svekkt yfir því,djöfull langaði mig að sjá þá. Annað hvort elskaru þessa rödd eða færð pirringshroll frá helvíti. Ég elskana.

Cold war kids - 'Hospital beds' mp3

laugardagur, janúar 06, 2007

Nýtt blóð (rennur um göturnar)

Óöldin er orðin slík í Breiðholtinu að allir dólgarnir í gengi Bobby og Sveinbjörns eru dauðir, á heljarþröm vegna bensínsniffs eða komnir upp á Litlahraun. Þeir sáu sig því tilneydda að leita utan hverfisins að nýjum meðlimum.

Laufey Hilmarsdóttir er Laugardalsmær. Þrátt fyrir að hún hafi alist upp í hverfi rósrauðra vanga og gönguferða niður í Húsdýragarð er hún með biksvart hjarta atvinnuglæponans. Eftir erfiða æsku þar sem vasahnupl, strætómiðafals og ljúgvitni um náungann voru daglegt brauð gerðist Laufey veðmangari auk þess að ræna gæludýrum og krefjast svo lausnargjalds. Þetta rólega hverfi vissi ekki hvernig átti að taka á þessari ungu stúlku sem skar iðullega á böndin á milli brauta í Laugardalslauginni. Að lokum sendu foreldrar Laufeyjar hana í betrunarbúðir kristinna barna á Súgandafirði.

Þar uppgvötaði Laufey tónlistina og töldu margir að þar væri kominn bjargvættur hennar frá glapstigum. Þvert á móti. Þegar hún kom heim á ný rændi hún plötusöfnum og kúgaði nöfnin á nýjustu og bestu hljómsveitunum upp úr vegfarendum. Með krepptum upphandlegg og illu augarráði varð Laufey fljótt poppfróð með afbrigðum og með jafningjalausan smekk á tónlist. B-Town Hit Parade býður Laufey ("Lubbu Laugardal") velkomna í hópinn.
_ _ _

Æi fokkið ykkur strákar ég ætla að taka yfir þetta drullublogg og engin mun muna að þið hafið fæðst, eins gott að þið eigið góða að í Breiðholtinu því þið eruð á leiðinni þangað. Fyrsta lagið sem ég ætla að deila með ykkur er svo þokkalegt laugardagsnæturlag að mig langar að grenja það er svo skemmtilegt og fjörugt og tilvalið að hlusta á hæsta volume og öskra með "myyyy baby loves me,gonna spread the disease!!" og dilla sér.Veit annars ekkert um þetta band en gott lag engu að síður.

Black Fiction - 'I Spread the Disease' mp3

Prikin ekki kólnuð


Fortíðin rúlar

Höldum upp á fyrstu helgi nýja ársins með stuðdúndurslagara frá því gamla. 2006 er nýja 2007.

Kim - 'By the time they Reach you' (The Bagraiders remix) mp3

föstudagur, janúar 05, 2007

Föstudagsslagarinn

Favelafunkdvergurinn Diplo ferðast vítt og breitt um bandaríkin í leit að besta favelafönkinu og rassabassamúsíkinni. Það sem hann finnur fer svo á safnplöturöðina Hollertronix. Sjötta Hollertronix 12" platan kom út fyrir nokkru, þar tekur hann fyrir það sem er að gerast í Baltimore. Þetta lag kemur af þeirri plötu, hér er lagið Call Me Al með Paul Simon tekið og sett í elektró/hardkor ham.

Scotty B & King Tut with Will Roc - The Almighty Simon Joint


» Hlusta
» Kaupa á Turntablelab

Nýtt frá AIR

Nýtt ár og haugur af nýjum plötum á leiðinni. 6. Mars næstkomandi gefa rólyndismennirnir í frönsku hljómsveitinni AIR út fjórðu breiðskífu sína, sem mun heita "Pocket Symphony". Auk frakkanna tveggja kemur stórskotalið tónlistarmanna að þessarri útgáfu, til dæmis Jarvis Cocker, Nigel Goodrich og Neil Hannon úr Divine Comedy.

„Redhead Girl“


» Hlusta á lag
» Panta plötu á Amazon

mánudagur, janúar 01, 2007

20 bestu lögin 2006:
Sveinbjörn

20:
Transformer Di Roboter - Hi-End mp3
Trylltur elektrópopphittari sem virðist samt ekki hafa náð miklum vinsældum á árinu.

Sveinbjörn:
Þetta er svona hittari á hlaupabrettinu. Þetta er eiginlega of mikill hittari til að virka á dansgólfinu. Allt of mikið að gerast í laginu.

Björn Þór:
Ég hef ekki heyrt þetta áður, þetta er svona artí Basshunter.


19:
Black Devil - "H" Friend mp3
Eigandi útgáfufélagsins Rephlex fann þessa plötu, sem kom upprunalega út 1978, á bílskúrssölu, og eftir mikla leit fann hann tónlistarmennina á bak við þetta og fékk að gefa út.

Sveinbjörn
Viss tegund "underground" diskós hefur verið kölluð Deep Disco, en það heiti nær engann veginn að lýsa drungalegri diskóstemmningunni í þessu lagi.

Björn Þór
Þetta lag var spilað í eftirpartíinu eftir jarðarför diskósins.


18:
Feist (ásamt Gonzales) - Lovertits mp3
Electro-lounge útgáfa af peaches lagi.

Björn Þór:
Mér finnst gaman þegar svona tökulög eru gerð smekklega.

Sveinbjörn:
Það virðast vera tvær klisjur sem menn virðast detta í þegar menn ætla að gera "sniðug" ábreiðulög, það er kassagítars-eldhúspartí útgáfan og raggabjarna-swing útgáfan.

Jónína:
Hún er óþolandi hún Keira Knightley.

Björn Þór:
Akkúrat. Hún gæti aldrei samið svona kúl lag.


17:
Lilly Allen - Knock 'em out mp3
Breskt götupopp frá nýstirni ársins (skv. Birni Þór) í Bretlandi

Björn Þór:
Það er ekkert djók að reyna við hana, greinilega. Alger mannæta.

Sveinbjörn:
Já, hún mætti alveg vera kurteisari.

Björn Þór:
Hey, við erum bara að reyna við þig út af því að við erum skotnir í þér, slappaðu af! Skilaðu bjórnum mínum ef þú ætlar að vera með sand í píkunni.


16:
Regina Spektor - On The Radio mp3
Skemmtilegt Rásar 2 popp.

Björn Þór:
Gellurnar koma í röðum hjá þér! Hver er næst, Debbie Harry?

Sveinbjörn:
Þetta lag er svo fínt! Ég hef eiginlega ekkert meira um það að segja. Þetta lag og Heaven með Yusuf Islam voru uppáhalds miðaldra-hittararnir mínir þetta árið. Maður hlustar á þetta og það yljar manns innra gamalmenni.

Björn Þór:
Já, glæsilegt lag.

15:
Alden Tyrell - Voyagers End mp3
Geimdiskó.

Björn Þór:
Æji, ég vildi Debbie Harry. En ég fíla þetta lag heví mikið. Þetta var í kasettutækinu í MIR þegar geimstöðin brann í gufuhvolfinu.

Sveinbjörn:
Fyrir utan Næntísrokk og tyggjókúlureif þá hefur svona Geimdiskó verið uppáhalds tónlistarstefnan mín í ár. Ég er svona Geimdiskóari.

Björn Þór:
Alden Tyrell er annars geðveikt nafn. Gæjinn sem bjó til vélmennin í Blade Runner hét þetta.

Sveinbjörn:
Ef þið viljið meira svona þá er annar geimdiskósmellur sem rétt missti af top 20 hjá mér Bright Light, Dim Light með Bankok Impact.

14:
Sally Shapiro - I'll Be By Your Side mp3
Nýtt Ítaló diskó

B:
Geggjað! Þetta er ekkert smá authentic retró fílingur!

S:
Þau kynntust víst á Ítaló Diskó spjallborði, og ákváðu að prófa hvort að það væri hægt að gera Ítaló smell sem hljómaði alvöru og gamaldags. Þetta lag hljómar eiginlega meira alvöru og gamaldags en 20 ára gamalt Ítaló.

B:
Bíddu er þetta ekki í framtíðinni? Er þetta ekki rosalega langt í framtíðinni?

S:
Jú, Björn.


13:
Ellen Allien & Apparat - Do Not Break mp3
Melódískt teknó.

Sveinbjörn:
Þetta er alveg epískt teknó. Meistarastykki, jafnvel.

Björn Þór:
Ef Michael Jackson og Quincy Jones væru að gera minimal techno saman þá myndi það hljóma nokkurn veginn svona.

12:
The Killers - When You Were Young (Jaques Le Cont's Thin White Duke Radio Edit) mp3

Sveinbjörn:
Þetta er alvöru handboltarokk. Eða kannski Amerískur-fótboltirokk. Þetta er eitthvað svona sem þú hlustar á í pallbílnum á leiðinni frá fótboltaleiknum þar sem liðið þitt rústaði liðinu úr smábænum við hliðiná. Svolítið sambærilegt og Your Love með The Outfield. Þetta er ekkert svakalega töff, og þeir misstu svolítið kúlið hjá tónlistarelítunni með þessarri plötu, en ég fíla þetta lag samt. Þegar ég heyri það þá langar mig til að hlaupa og gera armbeygjur.

Björn Þór:
Markverðir í handbolta eru asnalegir. Þetta er algjört svona Budweiser auglýsingalag í hálfleik. Þeir mega kannski taka því rólega með U2 fílinginn. En flott rímix, þó.


11:
Junior Boys - In The Morning mp3
Tæknivætt popp.

Sveinbjörn:
Þetta er einstaklega nútímalegt lag, og plata.

Björn Þór
... Og rosalega fallegt lag, segi ég.

Sveinbjörn:
Ég sé fyrir mér þetta lag sem undirspilið í ástaratriðinu í Rómeó og Júlíu, ef þau væru bæði leikin af vélmennum.

Björn Þór:
Og ég er viss um að tölvunni líður vel þegar þú spilar þetta í iTunes.

10:
Zero 7 - The Pageant of The Bizarre mp3
Tripphoppuð frönsk sveitarómantík

Sveinbjörn:
Ég var ekkert að fíla Zero 7 fyrst í stað. Þeir voru svo svakalega mikið að elta Air í einu og öllu. Svo eru þeir eiginlega bara orðnir betri í að gera svona Air músík en Air sjálfir.

Björn Þór:
Föðurbetrungar. Hún SIA, sem syngur í þessu lagi, hefur gert meiriháttar sólóstöff. Þetta er mjög lekkert lag.

9:
Band of Horses - The Funeral mp3
Epískur táratosari.

Sveinbjörn:
Við erum aftur komin í pallbílinn á leiðinni frá ameríska fótboltaleiknum, en í þetta skiptið dó einhver á vellinum.

Björn Þór:
Já, og það er snjókoma.

Sveinbjörn:
Þetta er sterkur kandídat í mánudagslag ársins.

8:
The Field - Over The Ice mp3
Teknó eins og það gerist fallegast.

Ritstjórnin situr þögul og kinkar kolli í takt

7:
Pétur Ben - White Tiger mp3
Rokk.

Sveinbjörn:
Pétur Ben er Lay Low þessa árs. Það eru allir að segja það, nema Lay Low. Hún vill meina að Lay Low sé Lay Low þessa árs.

Björn Þór:
Helvítis nöldur í henni alltaf.

Sveinbjörn:
Ég sá hann spila sólótónleika á kassagítar á árinu, og maðurinn er með alveg magnað karisma á sviði.

6:
David & The Citizens - Now She Sleeps in a Box in the Good Soil of Denmark mp3
Dramatískt sænskt kassagítarpopp.

Leikþáttur hefst:

Sviðið er myrkvað. Veggspjöld með The Cure, Mr. T og Panic! At The Disco þekja veggina. Það rignir.

Björn Þór:
Djöfull geturðu verið emo stundum.

Sveinbjörn:
Þegiðu. Þú ert ekki alvöru mamma mín. Láttu mig vera. Ég er að mála mig.

Sveinbjörn grætur útí horni. Maskari og eyeliner leka útum allt. Björn dæsir og nær í moppuna.

Tjaldið.

5:
Justin Timberlake ásamt T.I. - My Love mp3
Poppað Bítboxtrans á vergangi.

Sveinbjörn:
Verandi frægur tónlistarbloggari, þá fékk ég senda jólagjöf frá Justin. Ég var ótrúlega kátur þangað til að ég opnaði pakkann. Mér hryllti við það sem ég sá. Hann var búinn að senda mér líffæri.

4:
The Knife - Silent Shout mp3
Drungalegt sænskt rafpopp

Björn Þór:
Er þetta ekki The Knife? HVAR ERU STÁLTROMMURNAR!?

Sveinbjörn:
Þetta er lag sem vex og vex.

Björn Þór:
Stáltrommur eru hinar nýju kúabjöllur. Ég er viss um að Tim Burton sé að fíla The Knife.

3:
Vitalic - You Are My Sun mp3
Gleðiteknó

Sveinbjörn:
Þetta er hressasta lag ársins.

Björn Þór:
Þetta er gæjinn sem lét mig fatta það að Teknó gæti verið góð músík, að þetta væri ekki bara kófsveitt glitprikatónlist.


2:
Hot Chip - And I Was A Boy From School mp3
Popp

Björn Þór:
Þetta er ekkert smáááá flott lag.

Sveinbjörn:
Hot Chip voru alltaf heimsfrægir á íslandi. Þeir vöktu svo mikla lukku á Airwaves '04 að þeir urðu að einhverju poppfyrirbæri hérna heima. Þeir komu aftur og héldu tónleika og voru að fíla ísland í ræmur út af því að hérna voru þeir poppstjörnur. Svo meikuðu þeir það með nýju plötunni. Þetta lag átti bara sumarið 2006. Svo var reyndar eitthvað annað lag sem maður hlustaði mikið á á svipuðum tíma, með einhverjum körfuboltaleikara. Man ekki hvað það heitir.

Björn Þór:
Ha já það lag? Einmitt. Man ekkert eftir því. Mental með Patrick Ewing?

Sveinbjörn:
Insane með Larry Bird?

Björn Þór:
Vitskertur með Jóni Arnóri Stefánssyni?

Sveinbjörn:
Nei... Allavega. Það var ömurlegt lag. Ég fílaði það aldrei. *hóst*1:
Booka Shade - In White Rooms mp3
Electrotechousenurave

Sveinbjörn:
Það er kannski hálf kjánalegt að segja það, en þegar ég heyrði þetta lag fyrst (á dansgólfinu, að sjálfsögðu), þá fattaði ég almennilega að danstónlist væri að koma aftur með krafti.
Þetta er svona músík sem sameinar gömlu teknóhausana og alla indí krakkana sem eru búin að vera detta inn í elektróið. Öll platan með Booka Shade, Movements, er svona mögnuð.

Björn Þór:
Af hverju var ekki búið að semja þetta lag fyrr? Þetta er svo mikil einföld snilld, líkt og Yesterday með Bítlunum. Þó að lögin séu svosem ekkert lík. Gæjarnir í Booka Shade eru Paul & Linda McCartney danstónlistarinnar.


Booka Shade halda tónleika á íslandi 17. janúar á Gauknum