föstudagur, mars 30, 2007

þriðjudagur, mars 27, 2007

Great Lake Swimmers


Kanadíska sveitin Great lake swimmers voru að senda frá sér nýja plötu sem heitir Ongiara. Platan er yndsleg í alla staði,nóg af banjoleik og ótrúlega soothing rödd.Ég veðja að þeir sem fíla Iron & Wine og Sufjan Stevens,munu fíla þetta.

Great lake swimmers - 'Your rocky spine' mp3

Golden Flapjacks

Undanfarið hef ég verið að heyra sífellt meira af svokölluðu 'klassísku rokki' á netinu. Getur verið að áhrifavaldar tónlistarmanna muni í náinni framtíð færast frá næntístekknói og síðpönk-listaprumps aftur til loðinbarða með valbrá og geitarskegg? Aðeins tíminn mun leiða það í ljós. Hér eru nokkur lög síðan amma var sexí.

Ég póstaði um Marty Balin um daginn. Hér er hann í unaðslegri sveiflu með gamla bandinu sínu.
Jefferson Airplane - 'Today' mp3

Krummi spilaði þetta um daginn á Sirkus. Það ætluðu allar dauðar lýs að detta úr skallanum mínum að sjá Sirkus folöldin með vodka-í-Burn dansa við The Band. The Band!
The Band - 'Mystery Train' mp3

Paul Simon hefur löngum verið í svolitlu uppáhaldi hjá ungviðinu. Amk var '50 Ways to Leave Your Lover' hittari hér um árið á Kaffibarnum. Ég mundi með mátulegri alvöru segja að Paul Simon væri uppáhalds Afríski tónlistarmaðurinn minn. Amk var alltaf nóg af bumbuslætti og eyðimerkur-halarófudansi hjá honum í eitís (til sönnunar: 'Call Me Al'). En ég geymi það fyrir aðra færslu. Hér er fönkí samba.
Paul Simon - 'Late in the Evening' mp3

föstudagur, mars 23, 2007

Svart NeonÉg hef skrifað um Chromatics hérna áður. Þau spila niðadimmt og drungalegt diskó með síð-pönk keim. Þetta band hefur náð að kasta landfestum í höfði mér og er orðin ein af mínum uppáhalds hljómsveitum.

Það veldur nokkrum ruglingi að það eru til þrjár hljómsveitir með þessu nafni. Ein var artý rokksveit í gamla daga, ein spilar kántrýrokk og svo er það þessi sem hér um ræðir. Kókaínendurskoðendur í leðurbuxum.

En hverju sem líður, hér er nýtt lag með þeim sem mér finnst afar smekklegt.
Chromatics - 'Hands In The Dark' mp3


MiRAGE er af svipuðu sauðahúsi og Chromatics, nema með smá Ítaló fíling. Allar myndirnar í þessari færslu eru af síðunni þeirra. Virkilega flott.

Tapið ykkur í vókóder gleðinni:
MiRAGE - 'Lady Operator' mp3


Ég man eftir laginu 'Iko Iko' úr Rain Man og mér hefur alltaf fundist það eitt hallærislegasta lag sem um getur, einhversstaðar þarna niðri með Fugladansinum og 'Don't Worry Be Happy'. En viti menn, Glass Candy covera lagið með glæsibrag og þetta sýnir bara að öll lög verða flott þegar þau eru sett í heróíndiskófíling.
Glass Candy - 'Iko Iko' mp3

sunnudagur, mars 18, 2007

Soul Sunnudagur #1


"Soul music is a music genre that combines rhythm and blues and gospel music, originating in the late 1950s in the United States.
According to the Rock and Roll Hall of Fame, soul is music that arose out of the black experience in America through the transmutation of gospel and rhythm & blues into a form of funky, secular testifying."(wikipedia,the free encyclopedia)

Them Two - 'Am I a good man' mp3

laugardagur, mars 17, 2007

HASS!


Photoproblem

Fannfergið er martraðarkennt og áreiti hversdagsins er pissublaut dýna. Bláar beinagrindur detta niður stigann því þær átu of mikið mangó. Settu þær í ofninn, negldu fyrir hurðina svo inúítarnir komist ekki inn og hlustaðu á teppið.

Radio Moscow - 'Frustrating' mp3 Myspace
Colour Haze - 'Aquamarina' mp3 Vefur
Brian Eno - 'Taking Tiger Mountain' mp3 Enoshop

fimmtudagur, mars 15, 2007

Eðvarð Sprengja

Ed Banger Records er mest spennandi dans-útgáfan í Evrópu í dag. Meðal listamanna undir samningi hjá Ed Banger eru Justice, Uffie, Vicarious Bliss og SebastiAn. Allt góðvinir Skrúðgöngunnar. Koma oft í te og skonsur.

Eins og má giska útfrá eftirfarandi auglýsingu er að koma út ný safnplata. Rosalega flott animation finnst mér. Myndskreytingarnar eru flestar eftir So Me.
Ekki á plötunni, en gott lag & viðeigandi engu að síður.
Editors - 'Camera' (SebastiAn Remix) mp3

miðvikudagur, mars 14, 2007

Mariee Sioux

Ég er alveg forfallin “freak folk” aðdáandi og ekki ætla ég að slá slöku við núna. Mariee sioux er hæfileikarík ung stúlka frá Nevada og rétt einsog æskuvinkona hennar Alela Diane, byrjaði hún að kenna sjálfri sér á gítar fyrir um það bil 3 árum og byrjaði að semja þessi fallegu lög. Mariee Sioux er einnig í bandi sem heitir brightblack morning light sem spilar einhversskonar draumkennda,hippa-sækadellic músik.

Mariee Sioux - 'Buried in teeth' mp3

Mariee Sioux - 'Wizard' mp3

Brightblack Morning Light - 'Everybody daylight' mp3

Alela Diane - 'Can you blame the sky' mp3

Fyrir neðan er þessi undursamlega stúlka að spila svo áreysnlulaust á gítarinn og svo falleg að ég á ekki til orð jeeeeeesh.

Tvennt

1:
Ég held að við höfum aldrei minnst á snilldarforritið Peel hérna. Þetta forrit, sem skrifað er af Hjalta Jakobs, heldur utan um mp3 bloggin þín, þannig að það getur sótt og spilað það sem birt er á uppáhalds tónlistarbloggunum þínum, á einfaldari og hreinlegri máta en safari + itunes bjóða upp á. Forritið er sem stendur aðeins fyrir makka.

2:
Undanfarna daga hef ég hlustað heilann helling á lögin "Seria" og "Vaktir þú" með Skúla Sverrissyni, sem ég fann í þessarri færslu á Said The Grammophone. Fyrri lagið, "Seria" er magnað, ég myndi lýsa því nánar en þá þyrfti ég að nota orð eins og "töfrar" og "seiðmagnandi" og svona, og það er glatað þannig að ég sleppi því bara. Sækið, hlustið og skrifið eigin lýsingu, 200 orð eða minna. Seinna lagið, "Vaktir þú", er sungið af Ólöfu Arnalds. Söngrödd hennar vekur upp í mér einhverja skrýtna nostalgíutilfinningu í mér, á einhvern furðulegann hátt minnir þetta mig á þegar mamma söng Sofðu unga ástin mín fyrir mig þegar ég var þriggja ára.
Bæði lögin eru af nýlegum disk Skúla, sem fæst í 12 tónum.

» Skúli Sverrisson á Said The Grammophone

þriðjudagur, mars 13, 2007

Balince

Kringluna er auðvelt að hæða þegar maður býr í skjóli Hallgrímskirkjunnar. En þegar maður er fluttur í Fossvoginn þýðir ekkert annað en að eyða ákveðið miklum tíma þar á viku. Maður þarf auðvitað að komast í sína local Svínabúð og (í þessu tilviki) að kaupa músarmottu. Eftir að hafa eytt stuttri stund í að drekka kaffi og horfa á öskrandi börn, fólk í fjarstýrðum hjólastólum og gamalmenni með rjóma niður hökuna dreif ég mig heim með tár á vanga. Þótt maður sé farinn að hanga í Kringlunni einsog lífið sé myndband með Avril Lavigne, þá þarf manni ekki að líka það.Í ískaldri rigningunni varð Marty Balin mér til lífs. Þessi fyrrum með-söngvari Jefferson Airplane fyllti hjarta mitt á ný með andagift, glaðværð og dísilolíu. Hleypið Marty inn í líf ykkar og hann verður ykkur ávalt innan handar með blikandi augu og ylvolgt faðmlag.

Marty Balin - 'Hearts' mp3
Marty Balin - 'You Left Your Mark On Me' mp3
Meira um Marty Balin
Kaupa Marty Balin

sunnudagur, mars 11, 2007

Ferraby LionheartMjög falleg melodía hér á ferð og catchy folkpop lag. Á mjög við á rigningardegi sem þessum.
Ferraby Lionheart - 'won't be long' mp3

Hér hresst myndband með honum sem verður svolítið weird í endann finnst mér,matar gamla konu og svoleiðis,hverjum dettur svoleiðis í hug spyr ég bara.

Bæði þessi lög eru á stuttskífu sem hann gaf út og tók upp heima hjá sér í L.A.

laugardagur, mars 10, 2007

It's Lørdag, you cocks

The Virgins eru samnefnarar kláms, mansals og ofbeldis. Þeir pósa reglulega framan á Smáralindarbæklingum og reykja spítt.

Nei nei, þetta er mjög ljúft og indælt indírokk. Það er svaka diskófútt í bassanum, sem eflaust er strengdur með pólíesterjakkafötunum hans John Travolta.

The Virgins - 'Rich Girls' mp3
The Virgins á speisinu.

miðvikudagur, mars 07, 2007

The Rosebuds
Hjónin í the Rosebuds eru að gefa út nýja plötu núna í apríl sem ber heitið night of the furies hérna er eitt lag af þeirri plötu,hún á víst að vera mjög dansvæn plata,þetta lag lofar allaveganna góðu,soldið europop-legt en það er bara betra.

The Rosebuds - 'get up get out' mp3

Bluebird er fyrsta lagið sem ég heyrði með þeim og kolféll,það er af plötunni birds make good neighbours og kom út árið 2005.

The Rosebuds - 'Bluebird' mp3

þriðjudagur, mars 06, 2007

Fimlegur FótaburðurEndilega skellið ykkur á Chromeo á myspace til að dánlóda nýju og mjaðmandi Zdar dub af nýja laginu þeirra 'Fancy Footwork'. Já heyrðu, á meðan þið eruð þar, náið ykkur líka í klassíkerinn 'Needy Girl' ef þið eigið það ekki fyrir.

(PS þið getið sótt orginalinn af 'Fancy Footwork' hér)

mánudagur, mars 05, 2007

The Neon Grotto

Justice hafa skipt út gaddavírs-tekknóinu fyrir grípandi-einsog-harpix diskórjóma. í að minnsta kosti eitt lag. Þykja þetta stórfréttir ójá.

Mér finnst þetta alveg hreint meiriháttar. Rökrétt framhald á því sem Daft Punk voru að gera á 'Discovery' tímabilinu.
Justice - 'D.A.N.C.E.' mp3


En hér er smá glaðningur og sárabót fyrir þá sem vilja tekknóið sitt svo hart að parketið liðast í sundur og útidyra-glerið bráðnar. Fann þetta á hinu bráðskemmtilega bloggi Discodust.
Það gerist vart fantalegra en þetta:
Knightlife - 'Ambobop' mp3
(Fjarlægt skvt. óskum)

föstudagur, mars 02, 2007

Old days
/ FöstudagsslagararnirFyrst að gamlir diskó-hás kóngar einsog Cassius og Stardust eru farnir að hljóma aftur er málið að rifja upp dans-hittara frá árunum '95-'98.

Þessar tólftommur spilaði maður óspart á diskótekum í Ölduselsskóla í denn. Minningarnar leka yfir mann einsog bráðnaður sjeik.

Cassius - 'Feeling For You' (Les Rhythmes Digitales remix) mp3
Armand Van Helden - 'You Don't Know Me' mp3
Tori Amos - 'Professional Widow (Armand van Helden remix)' mp3

Þessi færsla er tileinkuð minningu Þrumunnar.

fimmtudagur, mars 01, 2007

Strigakjaftur

Það er athyglisverð stund þegar þú stendur sjálfa/n þig að því að vera að dansa við lag sem er að gera grín að þér. Kannski er það bara öfugsnúin írónía, einsog þegar plötusnúðar spila 'Panic' með Smiths ("Hang the DJ").

Þetta lag er með afar skemmtilegu elektró-eitís-kókaínbíti og söngurinn er í höndum geysilega fúkyrts manns með Jamaíkuhreim. Hann nýðist á saklausu fólki í móðgunar-reiðilestri og blótar manni í kleinu. Ég sprakk úr hlátri þegar ég heyrði þetta fyrst og hef þurft að hlusta oft til að læra einhverjar af þessum mergjuðu línum. Mínar uppáhalds eru: "I got cash in fuck-you quantities" og "Fuck you and the Range Rover you drove in on!"

En ég hef bara ekki hugmynd um hvað gæjinn/bandið heitir. Getur þú hjálpað mér... you pussy!

Brooklyn Funk Essentials - 'I Got Cash' mp3
Veistu hver þetta er?
Do you know who this is?

***Update - Thanks, T. Carter for the missing info!