fimmtudagur, apríl 26, 2007

Syngdu Syngdu

Fyrir einhverjum misserum gekk auglýsingaherferð um netið einsog eldur í hnakkabar. Herferð þessi var frá Virgin Digital og fjallaði hún um tónlist. Ég er viss um að allir sem eiga tölvu og/eða myspace muna eftir stórri mynd þar sem maður átti að sjá ákveðið mörg hljómsveitarnöfn falin í myndinni. Ég man að við Svenni fundum öll. GO BREIÐHOLT!

Hverju sem líður, herferðinni fylgdi líka sjónvarpsauglýsing sem er þrungin af lagatitlum. Skoðið hana hér og farið að giska.

En ég átti alltaf erfitt með að einbeita mér að þessari auglýsingu því mér fannst lagið undir svo meiriháttar. Ég hef síðan þá leitað að því og um daginn tókst mér loksins að eignast það í fullri lengd. Lagið heitir "Sing Sing" og er með Serenu Ryder.

Serena þessi flytur nútíma heimstónlistar-jazz/blús, sem er viðurstyggileg tónlistartegund að mínu mati. Einhverjar gellur (oftast soldið chöbbí) að þykjast vera Ella Fitzgerald og gefa út kokteilboða-sándtrökk fyrir lúða.

En þetta eina lag með henni er stón-kóld geggjun finnst mér. Stappandi gamaldags.
Serena Ryder - 'Sing Sing' mp3


PS
Í gær heyrði ég "Icky Thump", sem er nýjasti singúllinn með White Stripes. Ég varð fyrir verulegum vonbrigðum og hugsaði rósrautt til "White Blood Cells" áranna þegar ég elskaði þau. En í dag var gítarlínan enn föst í höfði mér. Lagið hlaut að vera að gera eitthvað rétt, fannst mér, fyrst ég var með það á heilanum. Ég er búinn að hlusta nokkrum sinnum á "Icky Thump" í dag og er farinn að taka það í sátt. Það er alls ekki eins gott og t.d. "Dead Leaves and the Dirty Ground" eða "The Hardest Button to Button", en það er nútímalegt (á þeirra mælikvarða) og grípandi.

Hér er linkur á útvarps-ripp af "Icky Thump" og artworkið á smáskífunni.
Hvað finnst ykkur?

miðvikudagur, apríl 25, 2007

Kóði

Reykingarbannið mikla hefur verið í brennidepli undanfarið. Þar sem við sjáum fram á að vera með hrein lungu inni á skemmtistöðunum í sumar er ekki úr vegi að æfa danssporinn. Já, það er engin elsku mamma lengur. Núna mun þolið fjúka upp úr öllu valdi því engin verður tjaran til að íþyngja okkur í dansinum.

Codebreaker munu hefja kennsluna á pússuðu dans-popp-diskó-hás. Ég sé fyrir mér samkvæmisdansa á Sirkus við þessi lög:
Codebreaker - 'Dream Lover' mp3
Codebreaker - 'Exiled!' mp3

En þeir sem eru pjúristar geta enn stundað stóladansinn við þetta lag:
Von Südenfeld - 'Flooded' mp3
Fannst á Audioversity

þriðjudagur, apríl 24, 2007

Linds

Lindsey Buckingham heitir stelpunafni en hefur ekki látið það aftra sér. Hann var aðal hugsuðurinn í Fleetwood Mac og hefur að undanskilinni Stevie Nicks (sem heitir strákanafni) átt hvað mestri velgengni að fagna eftir dauða hljómsveitarinnar.Hér er hann (með afró) í banastuði með John McVie í gamladaga. En í þessu lagi er engin þannig stemning í gangi. Einstaklega fallegt en þó magnþrungið lag sem passar vel við rigningu, tár og snarkandi arineld.

Lindsey Buckingham - 'Shut Us Down' mp3

föstudagur, apríl 20, 2007

Ljósin í bænum

Þessi diskóþemaða föstudagsfærsla er tileinkuð minningu Pravda.Sister Sledge - 'Thinking of You' mp3
Escort - 'Starlight' mp3

Smá getraun með seinasta tóndæmið. Þetta lag með Chaka Khan var samplað í einum svakalegasta diskó-hás smell allra tíma. Hvaða lag var það! Átt ÞÚ kollgátuna! Lína af kóki í verðlaun.
Chaka Khan - 'Fate' mp3

þriðjudagur, apríl 17, 2007

Fagurt grænt

Mark Ronson var að gefa út plötuna "Version" þar sem hann coverar hin ýmsu lög á sinn sérstæða máta. Það er mikill Motown fílingur yfir öllu og kemur það lítið á óvart, þar sem Ronson aðstoðaði einmitt Ný-Motown gellurnar Amy Winehouse og Lily Allen með sínar nýjustu plötur.

ég mæli með því að þið grafið upp Zutons coverið 'Valerie' í flutningi Amy Winehouse sem keyrir Detroit sándið til hins ýtrasta. En lagið af plötunni sem ég vil deila með ykkur er þetta:

Mark Ronson ásamt Santo Gold - 'Pretty Green' mp3

Ekki bara sumarlegt og dansvænt, heldur koma líka orðin "Hit Parade" fyrir í laginu. Tilvalið.

mánudagur, apríl 16, 2007

Hliðarverkefnisþema

Ég er svolítið hrifin af einhversskonar þemafærslum og hér með geri ég eina þannig.
Öll eiga þessi lög það sameiginlegt að vera afurð hliðarprojecta.

Sparrow house er maður að nafni jared van fleet og er gítarleikari/hljómborðsleikari í Voxtrot. Rosalega fallegt lag og fæ ég ei leið á því.

Sparrow House - 'When im gone' mp3

Alec ounsworth, hummm í hvaða bandi gæti þessi gaur nú verið???

Alec Ounsworth - 'Wide Awake' mp3

Daniel Rossen,söngvari/gítarleikari í Grizzly bear er í öðru bandi sem heitir Department of Eagles,þetta er glænýtt demo með því bandi sem ég fann á Gorillavsbear . Svo ætla ég að henda með öðru lagi sem hann gerði solo,gamalt folk lag sem heitir deep blue see.

Department of Eagles - 'No one does it like you' mp3

Daniel Rossen - 'Deep blue sea' mp3

Starved for some affection

Cock Robin - Just around the corner YOUTUBE

Þeir sem þekkja mig vita að ég hef sérstakt dálæti á 80's fullorðinspoppi. Saxófónsóló, rafmagnstrommur og allt drukknandi í reverb er mál málanna. Stemmningin var á sama tíma ofsalega kúl og fullorðins (eða eins fullorðins og þú getur orðið með speglasólgleraugu og gel-brodda), og hádramatísk. Þessi tónlist rataði alltaf inn í ódýrar bíómyndir og sjónvarpsmyndir um einkaspæjara með skeggbrodda. Ég tengi þessa tónlist alltaf við myndmál þessa tíma, þetta minnir mig á vídeóspólukápur þar sem að spæjarinn með broddana stendur fyrir framan rimlagluggatjöld, og í gegnum þau sést hálfnakið par í soft focus. Titill myndarinnar er svo settur í Brush script letur.
Þegar ég skrifaði þessa síðustu setningu hugsaði ég með mér, svona myndir heita alltaf eitthvað eins og "Night Eyes", og ég prófaði að slá það inn í myndaleit, og voila: ekki aðeins er til mynd með þessu nafni, heldur eru augun, rimlagluggatjöldin og hálfnakta softfocus parið í sleik er allt á sínum stað.

Ég rakst á þetta tónlistarmyndband með Cock Robin áðan. Mér til ómældrar gleði er myndbandið jafn mikið steaming fullorðins-eitís og lagið, með rimlagluggatjöldum, soft fókus, hádramatík og öllu. Njótið vel.

Fjallganga


Að láta örlögin og (shuffle stillinguna) velja tónlistina fyrir sig er tilvalin leið til að uppgvöta gullmola sem maður hefur gleymt. Það er einsog að finna gamlan þúsundkall í jakka sem hangir á snaga í sundi.

Ég var einmitt búinn að gleyma að ég ætti stöff með Manchesterrokkurunum Nine Black Alps. Ég digga þessa róandi tóna með þeim:

Nine Black Alps - 'Intermission' mp3
Nine Black Alps - 'Attraction' mp3

Þrátt fyrir að þessi tvö lög séu mjög ómfögur og varðeldaleg, þá eru fjallagarparnir þekktari fyrir mun harðara vítamín, einsog næsta lag sannar. Mjög skemmtilegur leit-eitís Sonic Youth hjólabrettarokk fílingur.

Nine Black Alps - 'Shot Down' mp3

föstudagur, apríl 13, 2007

Æla

Það besta við tónlistarhátíðir eru böndin sem maður bjóst ekki við að uppgötva. Aðal hæpið fyrir Iceland Airwaves 2004 var t.d. The Bravery, sem áttu víst að verða næsta vinsælasta rokkgrúppa í heimi. Enginn man eftir tónleikum þeirra (eða þeim sjálfum, ef út í það er farið) í dag, en alveg óþekkt breskt band sem hét Hot Chip stálu senunni það árið. Ég var heldur aldrei búinn að heyra í Múgison þegar ég rambaði inn á tónleika með honum á Sónar í Barcelona árið 2004, og giggið hans og settið hennar Ms. Kittin (sem átti ekkert að spila á hátíðinni) gerðu mig að instant aðdáendum þeirra beggja. Eins manns hljómsveitar pælingin hans var alveg mögnuð og hvernig hann notaði tölvuna á tónleikum sínum var eitthvað sem ég hafði aldrei séð á tónleikum, og þetta var íslendingur (og vestfirðingur!) í þokkabót. Ms. Kittin hljóp í skarðið fyrir ofurplötusnúðinn Carl Cox og spilaði DJ sett fyrir framan 10.000 manns, og það var augljóst að hún hafði ekki spilað fyrir svona stóra þvögu af fólki áður. Nærmynd af henni að spila var varpað á risaskjái við hliðiná sviðinu, og þetta er í fyrsta og eina skipti sem ég hef getað notað orðið "sjarmerandi" til að lýsa plötusnúði.

Um helgina keyrðum við Jóndi til Ísafjarðar á demparalausum gerfi-Land Rover á rokkhátíðina Aldrei fór ég suður. Aðal bandið á hátíðina var Blonde Redhead, og þau voru alveg ömurleg. Hljóðkerfið á staðnum var ekki upp á marga fiska, og það fór svo fyrir brjóstið á hljómsveitinni að þau voru klukkutíma að koma sér á svið, hættu í miðju lagi þegar það kom feedback, og hættu eftir þrjú lög. Hrá umgjörð hátíðarinnar, afskekkt staðsetning og vafasamt hljóð eru samt eitthvað sem aðrir flytjendur á hátíðinni tókst að nota sér í vil. Ég hef aldrei séð jafn mikla stemmningu á tónleikum með Ampop, Lay Low og Bloodgroup voru svakalega skemmtileg á sviði, og Esja, sem ég hélt að mér þætti leiðinleg hljómsveit, spiluðu fullkomna laugardags-eftirmiðdegis þynnkurokktónlist. Sprengjuhöllin héldu áfram að efna loforð um að vera næsta stóra popp-rokk hljómsveit íslendinga, Reykjavík!, sem eru alltaf skemmtilegir á tónleikum, skinu á heimavelli, og FM Belfast voru alveg helþétt og héldu sterkustu tónleika sína hingað til.

Uppgötvun hátíðarinnar fyrir mig var samt pönkhljómsveitin Æla. Ég verð að viðurkenna að ég er frekar seinn í þetta partí, þeir voru framan á Grapevine í fyrra, og þeir sem ég talaði við sögðu mér að gæði þessarar hljómsveitir væru ekki nýjar fréttir. Ég hef aldrei nennt að tékka á þessarri hljómsveit, eitthvað sagði mér að pönkhljómsveit sem heitir uppkast gæti bara ekki verið mér að skapi, en þéttleiki bandsins, rytmi og grúv hreyfðu við mínu litla teknóhjarta. Sviðssetningin, búningar og framkoma voru líka yfirmáta góð. Flestir voru á því að Reykjavík!, Mínus, FM Belfast, Ampop og nokkur til hafi verið sigurvegarar hátíðarinnar, og ég er sammála því, en fyrir mig var uppgötvun hátíðarinnar tvímælalaust Æla.

» Æla - Ekki snerta mig (Live demo)
» Æla á rokk.is
» Æla á myspace

(ég mæli einnig með því að þið sækið Flybus með Reykjavík! á myspace prófílnum þeirra)

fimmtudagur, apríl 12, 2007

bonjour


Sebastien tellier er ungur fransmaður sem gaf út sína fyrstu plötu, L'incroyable Vérité (árið 2001) hjá record makers, útgáfufyrirtækinu sem tvíeykið í Air stofnaði. Seinni platan hans kom út árið 2004, politics. Sessions heitir þriðja platan hans sem kom út á seinasta ári og er þetta lag á þeirri plötu. Hann spilar á flest öll hljóðfærin sjálfur og pródúsar þau einnig. Hann átti víst að koma spila hér á bright nights hátíðinni á seinasta ári. Hvað var það eiginlega? Man einhver eftir Bright nights, var hún kannski en ég missti algjörlega af henni eða floppaði þessi hátíð? Anyway það er víst alveg “experience” að sjá þennan gaur live. Þetta er yndislegt lag og fleiri yndisleg lög eru á myspace-inuhans


Sebastien Tellier - 'La Ritournelle' mp3

miðvikudagur, apríl 11, 2007

Jesús Hristur

3 rigningarlög í post-páskaþynnkunni. Þetta var jesú með í ipodinum meðan hann hékk á Golgata hæðinni.

Glass Candy voru að gefa út nýja tólftommu. Meiriháttar diskó sem hægt er að gráta við. Ég elska þetta lag. Meira en páskaegg úr hvítu súkkulaði.
Glass Candy - 'Miss Broadway' mp3


Það hefur verið eitthvað edit af þessu lagi fljótandi um netið undanfarið. En mér finnst það alger fásinna að krukka í svona góðu lagi. Það er fullkomið. Eitís eyðnis dansi rómantík. Þú þekkir þetta lag úr Lömbin Þagna.
Q Lazzarus - 'Goodbye Horses' mp3

Að lokum er hérna hress eitís sál. soft-core klámtakturinn í algleymingi hér.
Womack & Womack - 'MPB (Missing Persons Bureau)' mp3

föstudagur, apríl 06, 2007

Blitzen Trapper


Folk pop bandið Blitzen Trapper er band sem búið að vera mikið í bloggheiminum á seinasta ári en ég var svo mikið sem að heyra fyrst í þeim í vikunni og meir veit ég ekki um þá nema að þeir eru sex í þessu bandi og eru frá portland. Það er víst von á þriðju plötu þeirra í júni sem heitir “wild mountain nation”. Ég er svo uppnumin af þessu bandi að ég varð að setja inn nokkur lög frá þeim frá mismundandi tímabilum. Mæli eindregið með þessum lögum, frábær alveg hreint.

Lag sem er á væntanlegri plötu:

Blitzen Trapper - 'Jericho' mp3

Eldri lög:
Blitzen Trapper - 'Pink padded slippers' mp3

Blitzen Trapper - 'Texaco' mp3

The Felice brothers


The Felice brothers eru 3 bræður frá NY og plús 1 bassisti sem kallast Christmas. Fyrsta platan þeirra “Through These Reins and Gone”, gáfu þeir sjálfir út á seinasta ári. Þeim hefur verið líkt við sjálfan Woody Guthrie, The band, Neil Young og Bob dylan. Hérna getiði skoðað Myspace þeirra og downloadað fleiri lögum. Gaman væri að vera á tónleikum með þessum söngvara og hann syngi bara bob dylan lög því hann er með nákvæmlega eins rödd!
The Felice brothers - 'Roll on Arte' mp3

miðvikudagur, apríl 04, 2007

Gleðilega Jesúhelgi

Don Balli Funk rúntaði áðan upp í Breiðholt og lét okkur hafa þetta lag með Dan Le Sac vs Scroobius Pip í skiptum fyrir landa og tvö segulbandstæki.Þetta lag má flokka með tímamótaverkum einsog 'Losing My Edge' með LCD Soundsystem og 'Destroy Rock n Roll' með Mylo. Lag sem er dynjandi dansvænt en um leið hálfgert manifestó (má einnig nefna lagið 'Popular' með Nada Surf). Tónverk sem les manni lífsreglurnar. Hlustið á lagið og frelsist. Það eru nú páskar.

Eftir smá rannsóknarvinnu hef ég komist að því að þetta lag mun á næstu vikum springa í vinsældum og því er málið að vera á undan öllum póserunum og kunna textann utanbókar áður en þetta verður notað í prómó á Skjá Einum.

Með heilagleika næstu daga í huga lýsi ég því einnig yfir að þetta sé páskasmellurinn semog snemmbúinn föstudagsslagari.

Dan Le Sac vs Scroobius Pip - 'Thou Shalt Always Kill' mp3

Brendan BensonÞað yljaði mér um hjartaræturnar að finna nýtt efni með Brendan Benson á blogginu Gorilla vs Bear um daginn.

Í dag er Brendan aðallega kunnur fyrir að vera hinn gæjinn í Raconteurs verkefninu hans Jack White, en hefur þó um árabil verið einn ástsælasti músíkant Detroit borgar. Þrátt fyrir að vera syndsamlega ókunnur meðal hins slefandi almennings hefur Brendan verið uppáhald gagnrýnenda og haft mótandi áhrif á lið einsog einmitt White Stripes með skemmtilegu og grípandi rokk-poppi.

Hér er umrætt nýtt efni. Það skal reyndar tekið fram að lagið er enn á demó-stigi en mér líst vel á það sem komið er. Melódískt og hresst að venju, en með ögn dansvænni takt en fyrri verk:
Brendan Benson - 'Feel Like Taking You Home' mp3

Hér eru síðan tvö sýnishorn af því sem hann var að gera á undan Raconteurs-ævintýrinu:
Brendan Benson - 'Tiny Spark' mp3
Brendan Benson - 'Good To Me' mp3

mánudagur, apríl 02, 2007

Namm, Godley & Créme.

Hérna er súr nýrómantík frá Godley & Créme, sem voru eitt sinn meðlimir í 10cc, auk þess að hljóma einsog konfektfyrirtæki.

Fyrsta verkefni Godley & Créme eftir slitin við 10cc var hin fáránlega proggaða þrefalda konsept plata 'Consequences' sem fjallaði um hjón sem ramba á barmi skilnaðar á meðan jörðin "hefnir sín" á mannfólkinu með miklum glundroða. Platan fékk ekki aðeins hörmulega dóma gagnrýnenda heldur gerðu Godley & Créme sig að atlægi með þessum bólgna og tilgerðarlega asnaskap. Þeir höfðu hægt um sig næstu árin.

Godley & Créme tóku sig á og tróðu poppveginn með sínum næstu verkefnum og árið 1981 kom út þetta lag sem hér um ræðir. Skemmtilega poppað en um leið svolítið eymdarlegt. Progguð eitís hljóðgerflasúpa. Njótið:

Godley & Créme - 'Under Your Thumb' mp3

Seinasti smellurinn kom svo 1985 með laginu 'Cry'. Þessir félagar eyddu svo restinni af eitís í að leikstýra myndböndum fyrir Police, Duran Duran og Frankie Goes to Hollywood við góðan orðstýr.