þriðjudagur, maí 29, 2007

Gene ClarkAf einhverri ástæðu virðast drykkfelldir vitleysingar sem drápust gleymdir og einir gera betri mússík en þeir sem liggja í vindsængum úr silfri. Gene Clark er einn þeirra sem sótti innblástur tregafullra laga sinna í sína eigin hrörlægu ævi.

Þetta byrjaði allt saman vel hjá kallinum. Gene var einn stofnenda The Byrds og var þeirra aðal lagahöfundur (samdi m.a. 'Eight Miles High'). The Byrds urðu auðvitað feikna vinsælir en þar sem öll lögin þeirra voru annaðhvort eftir Gene eða Bob Dylan (þeir coveruðu svo mörg Dylan lög að það er til Byrds safnplata með engu nema Dylan lögum) þá voru hinir meðlimirnir ekki að fá mikið í vasann. Þetta skapaði mikla óvild í garð Gene og þegar flughræðsla hans skemmdi fyrir frekara meiki var ákveðið að Gene skyldi láta sig hverfa.

Gene tók upp mikið af feiknagóðu sóló-efni það sem eftir var af sixtís og seventís og var einn frumkvöðla kántrý-rokk bylgjunnar. En hann fékk ekki kynninguna sem hann átti skilið frá plötufyrirtækjunum og þessar góðu plötur hans gleymdust í einhverjum vöruhúsum. Svo kom þetta fyrirsjáanlega: gríðarlegur drykkjuskapur, dóp, veikindi og listræn vonbrigði.

Þessi snalli en þjáði listamaður skreið í gegnum lífið, stefgjöld frá Byrds árunum voru saltið í grautinn. Stundum var hann dreginn í eitthvað Byrds reunion en annars var hann í stöðugu harki að fá eitthvað af efninu sínu (sem var oftast mjög gott) útgefið, en allt kom fyrir ekki. Undir það síðasta var hann oftast svo drukkinn og illa til fara á sviði að umboðsmaður hans stóð fyrir utan og ráðlagði fólki að spara sér peninginn og sorgina að sjá Gene í svona ástandi. Hann tékkaði út 1991, fullur og með blæðandi lifur.

Njótið tregans í góða veðrinu:

Gene Clark - 'Gypsy Rider' mp3
Gene Clark - 'So You Say You Lost Your Baby' mp3
Gene Clark - 'With Tomorrow' mp3

föstudagur, maí 25, 2007

Föstudagsslagari

Það er orðið soldið langt síðan við höfum slagarast á föstudegi og því hef ég slagarann tvöfaldan að þessu sinni. Alger slagsmál.

Þetta eru tvö lög af spánnýrri safnplötu frá Kitsune ("Kitsune Maison 4"). Það má dansa við þetta á trampólíni.

Svo vil ég benda reykingamönnum á að þetta er síðasta helgin sem þið getið frjálsir um tóbaksmettuð höfuð ykkar strokið. Njótið þess að hylja ykkur með dularfullum reyk meðan þið getið.

Feist - 'My Moon My Man' (Boys Noize Classic mix) mp3
Hadouken! - 'Tuning in' (H! re-dub) mp3

fimmtudagur, maí 24, 2007

Willy MasonÉg fór á The Great Escape tónlistarhátíðina í Brighton seinustu helgi þar sem ég náði að sjá svo ekki marga tónleika sökum fáránlegra raða fyrir utan alla tónleikastaðina,þetta var svona icelandic airwaves '05 í 100 veldi. En rosa er gott að eiga góða að og fá baksviðspassa á aðalstaðinn þar sem aðalstjörnurnar voru að spila á aðalkvöldinu. Lay Low,Patrick watson,the besnard lakes og svo Willy Mason.
Ég posta hér tvö lög með hinum unga willy mason,"fear no pain" er af plötuni where the humans eat sem hann samdi þegar hann var fokkings 19 ára, gaman að vita það, en þetta lag er uppáhalds lagið mitt að þeirri plötu,mæli eindregið með henni. Seinna lagið "We can be strong" er af nýju plötuni hans if the ocean get rough

Willy Mason - 'Fear no pain' mp3

Willy Mason - 'We can be strong' mp3

TenderoniÉg er gjörsamlega að tapa mér yfir nýju plötunni frá Chromeo. Hún heitir 'Fancy Footwork' og er svo sveitt, svo sexý og í buxum úr svo þröngu gerfiefni að það nær ekki nokkurri átt. Arabinn og gyðingurinn eru meira "authentic eitís" en Jan Hammer og Marty McFly í kókaínpartý heima hjá Gordon Gekko.

Ef þú ert með á nótunum og átt árskort í ljósum og ert með Polaroid af Mazda RX7 í vasanum, þá ertu þegar búin/n að heyra titillag plötunnar og 'Tenderoni' sem hafa verið að fljóta um netið (m.a. á þessu bloggi). En hér eru tvö önnur stórmerkileg dæmi.

Ég nenni ekki einu sinni að skrifa lengur, ég er farinn að bera leðurfeiti á ermarnar á jakkanum mínum.

Chromeo - '100%' mp3
Chromeo - 'Outta Sight' mp3

miðvikudagur, maí 23, 2007

NýrnaþjófarEf það er eitt land sem er hin fullkomna andstæða við Ísland, þá hlýtur það að vera Brasilía.

Ég sá um daginn heimildarþátt um kjötkveðjuhátíðina í Ríó og í einu atriðinu voru ungir drengir að koma af trommuæfingu. Þeir komu við í matvöruverslun föður eins þeirra og guttarnir sýndu honum hvað þeir höfðu lært. Litlu drengirnir fóru að hamra út dansvænan takt á trommurnar sem héngu um hálsinn og það var einsog við manninn mælt: Allir í búðinni fóru að dansa trylltan rúmbu/salsa eðlunardans! Kúnnarnir hentu frá sér matarkörfunum og breyttust í sveitt, maðmalaus kyntröll. Konur rykktu brjóstum og rasskinnum framan í ókunnuga menn og allir fóru að káfa, hrópa og sambadansa um gólfið innan um morgunkornið svo að töflurnar fuku af dansfimum fótunum. Allt þetta um hábjartan dag, bara af því að þrír tíu ára strákar voru að tromma svolítið!

Hugsaðu þér bara ef allir í 10-11 í Austursræti færu bara að dansa ef JóJó mundi líta við með gítarinn. "WÚ! Partý! Koddu hérna ókunnuga gjaldkera-amma!" *mjaðmaskak*

Brasilískt stuð:
DJ Sandrino - 'Berimbau' mp3
Bonde Do Role - 'Funk da Esfiha' mp3
Bonde Do Role - 'Quero te Amar' mp3
? - 'Baile Funk Two' (Úr mixinu 'Piracy Funds Terrorism') mp3
CSS - 'Pretend We're Dead' (L7 cover) mp3

PS-
Halli llinkaði einhverntíman í þetta. Mega dúndursnilld.

mánudagur, maí 21, 2007

Pacific Ocean BlueDennis Wilson var "hæfileikalausi" Beach Boy-inn, spilaði á trommur og hékk með Charlie Manson. Han fór þó að semja efni fyrir Fjörupiltana í leit-sixtís og varð loks að hinum fínasta lagasmið. Hann hóf að vinna að sólóplötu, verkefni sem tók hann heil sjö ár. "Pacific Ocean Blue" kom út 1977, fékk góða dóma og seldist ágætlega. Þess má til gamans geta að Darryl Dragon (betur þekktur sem kapteinninn í hjóna-bandinu Captain & Tennille ("Love will Keep us Together")) vann plötuna með Dennis. Dennis sjálfur var ósáttur við plötuna á meðan bróðir hans Brian elskaði hana. Næsta plata, "Bamboo" átti að vera meistaraverkið en hún kom því miður aldrei út.

Dennis var á kafi í dópi og búsi og lauk ævinni 39 ára gamall árið 1983, þegar hann drukknaði undan ströndum Californíu.

"Pacific Ocean Blue" er stórfín plata. Hún er draumkennd, þroskuð og inniheldur nokkra smooth snekkjurokks slagara. Lýsandi fyrir rólegheitalagasmíðar í mið-seventís. Hér eru þrjú óskalög af plötunni:

Dennis Wilson - 'Rainbows' mp3
Dennis Wilson - 'Dreamer' mp3
Dennis Wilson - 'Farewell My Friend' mp3

Bónus, af fyrstu smáskífu Dennis frá 1971:
Dennis Wilson - 'Lady' mp3

Datasette

Þetta er svo gott á ég á í vandræðum með að deila þessu. Þetta er eiginlega of fínt. Mér langar eiginlega bara að eiga þetta einn. Þannig að gerið mér greiða, ekki smella á neina linka hérna. Ekki tékka á neinu af þessu dóti. Látið þetta bara eiga sig. Það er ekkert varið í þetta. Ekkert að sjá hér. Please move along. Endilega skippið bara yfir á næstu færslu.

Ókei, fyrst að þið eruð ennþá að lesa, get ég svo sem sagt ykkur að hann Datassette er gaur, sem fiktar við allskonar hluti og birtir þá síðan á heimasíðunni sinni. Helst ber að nefna rímixin, endurgerð hans á lagi Kate Bush, Running Up That Hill er uppáhalds lag mitt þessa dagana, og endurvinnsla hans á Peter Björn & John og Human League er einnig frábær. Svo er hann með nokkur mixteip, flassleikföng og fullt fullt af ókeypis snilldar elektrói.

En það skiptir ykkur svo sem ekki máli, þar sem að þið megið ekki smella á linkana.

» Datassette - Running Up That Hill
» Datassette - Don't You Want Me
» Datashat - Young Folks

» Heimasíða Datassette

laugardagur, maí 19, 2007

mp3blogg

Afmælisvika B-Town Hitparade
Gestafærsla 4: Haukur í Reykjavík!

Mér, Hauki Sigurbirni Magnússyni, hefur alltaf fundist mp3 blogg vera töff, eða alveg frá því að ég frétti af tilvist þeirra fyrir nokkrum árum. Allir sem hafa einhverntíman verið í gaggó muna eftir náunganum sem var alltaf að sneika sér óumbeðinn í diskóbúr félagsmiðstöðvarinnar til þess að messa yfir storknuðum lýðnum hvað væri helst að frétta í heimi tónlistar (samkvæmt þeim tímaritum er hann var þá áskrifandi að, eða stal úr bókabúðum) – mp3blogg eru tilraun þessara sömu fávita til þess að halda lýðnum enn í heljargreipum og viðhalda hjá honum minnimáttarkennd yfir eigin tónlistarsmekk. Þá eða benda vinum sínum á hvað þeim finnst flott.
Og er það vel, enda þarf að halda almenningi í skefjum (ég sjálfur, verandi fáviti, sneikaði mér einmitt ósjaldan leið inn í diskóbúr félagsmiðstöðvarinnar á Ísafirði og þrumaði skrýtnum rímixum yfir hópa táningsstúlkna sem vildu helst fá að dansa við Scatman. Djöfull var það fínt, djöfull fannst mér ég sniðugur). Þessvegna varð ég glaður þegar grafíkurhönnuðurinn Sveinbjörn Pálsson bauð mér að skrifa gestablogg á mp3bloggið Breiðholt (sem hefur veitt mér ófáar gleðistundir gegnum árið) í tilefni afmælis þess. Nú skyldi einhver skjálfa í buxunum yfir yfirburðaþekkingu minni á tónlist sem kemst ekki í tísku fyrr en eftir þrjá mánuði.
Svo fór ég að hugsa.
Er það mitt hlutskipti að vera innblástur minnimáttarkenndar (og gæti ég það yfirhöfuð)? Hvað hef ég unnið til þess? Með því að kunna ensku og hafa nægan tíma á höndum til að lesa öll önnur mp3 blogg (því ég er, jú, atvinnulaus – mér sýnist mp3 bloggarar eiga það sammerkt að vera atvinnulausir, þá eða stunda vinnu sem krefst nær engrar viðveru)? Ég er ekkert glaður þegar ég sjálfur fæ minnimáttarkennd (sem gerist mjög oft, nema þegar ég er fullur) – hví ætti ég að vilja blása öðrum inn þá tilfinningu? Er fólk eitthvað bættara með því að fylgjast með tónlist hvort eð er?
Það var í ljósi þessa sem ég ákvað að birta bara lög með tónlistarmönnum sem þykja almennt hallærislegir eða hafa hlotið afburða slæma dóma (með einni undantekningu þó). Lög sem mér þykir samt geðveikt fín, en verða vart til þess fallin að einhverjum finnist ég vera cool náungi fyrir að hlusta á þau (meðan ég man: er enginn orðinn leiður á lögum þar sem að einhver stelpa syngur pínu dítjúnd yfir hressilegt elektróbít? Það er ég!). Svo sjá, framlag Hauks S. Magnússonar til afmælisfögnuðar Breiðholtsins:

Nine Elevens – Ride My Rattlesnake (EXLUSIVE!)
Eina lagið í boði frá mér sem einhverjum gæti þótt töff – því það er það. Af óútgefnu meistarastykki rokksveitarinnar Nine Elevens (það besta við nafnið er að kanar verða alltaf geeeeeðveikt fúlir og self-righteous þegar þeir heyra það). Platan er masteruð, Goddur er búinn að hanna flotta kápu og hún rokkar eins og moðerfokker, en samt er hún engu nær því að koma út í dag en hún var fyrir ári síðan. Og það er helvíti hart. Lagið er samt mjög gott, sérstaklega Jon Spencer kaflinn í miðjunni.

Mice Parade – The Last Ten Homes
Af nýrri og sjálftitlaðri plötu Mice Parade. Hún fékk glataða dóma á Pitsfjörk, og svo hefur hún hlotið slæmt umtal á mp3bloggum víða um heim. Hún er kölluð Emó. Múm-stelpan sýngur með sinni álfarödd á plötunni, en ekki í þessu lagi. Wolf Parade heita Wolf Parade af því að þeir þola ekki Mice Parade (skv einhverju viðtali). Ég hitti bandið á Krútt ’05 hátíðinni og í því eru margir hippalegir næringarfræðingar (allavega einn). Þrátt fyrir allt þetta finnst mér platan geðveikt fín, eins og rigningarsíðdegi. Og þetta lag er fínt líka. Ég er mjög væminn.

Cocorosie – Werewolf
Ég þoli ekki Cocorosie. Finnst þær tilgerðarlegar og hallærislegar. Dótabílar og blús. Pitsfjörk gaf nýju plötunni þeirra 2.3 eða eitthvað – og venjulega hefði hlakkað í mér. Ég varð samt fyrir því að sjá þær óvart á tónleikum í Belgíu um daginn og þá spiluðu þær þetta lag og það snart einhverjar taugar. Ég náði í plötuna, þrátt fyrir varnaðarorð pitsfjork, og finnst hún prýðileg. Þó ber þetta lag af öðrum. Nýja David Lynch myndin er annars glötuð.

Kiss Me Deadly – Dance 2
Það fór ekkert fyrir þessari plötu þegar hún kom út í fyrra, enda heitir hljómsveitin alveg glötuðu nafni og svo ískrar stundum í söngkonunni eins og hún sé að fremja einhvern ógeðslegan jógúrts-útskriftargjörning frá LHÍ. Og gítarleikarinn er undir stökum The Edge-áhrifum. Þetta lag er samt frábært og grípandi og glaðvært. Húrra.

Melonesian Choirs: The blessed Islands – Jisas Yu Holem Hand Blong Mi
Valdi vinur minn lét mig fá þetta. Það er úr myndinni ‘Thin Red Line’. Stelpur halda að maður sé geðveikt klár ef maður hlustar á heimstónlist. Mamma var líka ánægð með mig. Gott stöff.

V.E.G.A. – Lilja
Náði í þetta lag einhverstaðar um daginn. Það er geðveikt. Svartmálmur undir áhrifum frá Boards of Canada. Góð…uh… andrúmsloftstónlist. Rauðvín og kertaljós. Og SATAN.

The National – Fake Empire
Bókmenntarokk frá Brooklyn. Reyndar aðeins hæp. Samt mjög væmið lag og þykir sjálfsagt ekki töff til að blasta á neinum skemmtistað, enda gildir þar að vera eins fokking dítassjd og maður getur. Aldrei gefa á þér höggstað!

Hüsker Dü – No Reservations
Þetta lag er af síðustu plötu Minneapolis-hommana í Hüsker Dü, en í takti við þema mitt er hún eina platan þeirra sem svona fræðings-gagnrýnendur segja ekki að sé algjört meistarastykki. Þeim finnst hún vera sellát, tilraun til að mýkja sándið svo þeir kæmust í spilun á AM-stöðvunum, sem voru víst höfuðvígi korporat-softrokks í þá daga. Mér finnst hún samt mjög fín, hún er allavega ekki tekin upp á diktafón eins og hinar plöturnar. Sem eru reyndar allar algjör meistarastykki. Þetta lag er mjög væmið, og það er svona cool raddaður kafli í því sem er sérstaklega sykraður.

The Replacements – Talent Show
Önnur plata frá ’87, önnur Minneapolis sveit (gagnkynhneigð, þó), önnur síðasta-plata sem öllum sérfræðings-gagnrýnendum finnst glatað sellát. Kannski er hún það, og kannski hljómar lagið eins og örlí Síðan Skein Sól, en mér finnst það samt svakafínt. Eins og mamma sé að halda partí þegar ég er sex ára.

Takk fyrir mig – til hamingju með afmælið!

Rinder & Lewis - Seven Deadly Sins

Afmælisvika B-Town Hitparade
Gestafærsla 3: Margeir / Jack Schidt


Snillingarnir Laurin Rinder og Michael Lewis voru mjög afkastamiklir tónlistarmenn á áttunda áratugnum. Þeir bjuggu um sig í stúdíóinu sínu í L.A. - eyddu þar öllum sínum stundum og dældu út fjöldanum öllum af góðri tónlist.

Þeir keyrðu sig áfram í kókaínvímu og voru langbestu viðskiptavinir kókaínssala hverfisins. Þeir eyddu um 300$ á dag í hvíta duftið og létu græða plaströr í nasirnar á sér þannig að líffræðilegar ástæður stoppuðu ekki flæðið.

Þeirra merkilegasta afurð er eflaust meistarastykkið um dauðasyndirnar sjö - Seven Deadly Sins.

Hér koma fjórar dauðasyndir:

PS.

Til heiðurs Breiðholtinu, ákvað ég að færa þetta í stafrænt form beint af vinyl. Einnig vegna þess að ég átti nokkrar misheppnaðar tilraunir til þess að stela þessu af Netinu.- Margeir / Jack Schidt

þriðjudagur, maí 15, 2007

Gersermar af vínyl

Afmælisvika B-Town Hitparade
Gestafærsla 2: Árni Kristjánsson
Ég er búinn að vera að syrgja vínylinn mikið uppá síðkastið. Það verður erfiðara og erfiðara að kaupa hann hér á landi og svo virðist vera að fleiri og fleiri plötusnúðar eru að snúa sér að stafrænum lausnum í stað þess að þeita skífum og vera kúl. Í ljósi þessa þá eru hér 3 lög, rippuð af vínyl af yours truly, í tilefni af afmæli Breiðholtsins.
Söngflokkur Eiríks Árna - 'Stysta leið til Stokkseyrar' mp3
Sjaldan hefur Burt Bacharach verið jafn skemmtilega verið yfirfærður á íslensku og einmitt í þessari útfærslu sem er frá 1976. Þetta kom út á Júdas plötuútgáfunni úr Keflavík. Margir komu að þessari plötu en í söngflokknum voru 23 manns og einvalalið hljóðfæraleikara fluttu undirspilið. Besti eiginleiki þessa lags er klárlega sú staðreynd aðalsöngvarinn hljómar alveg eins og Þorsteinn Guðmundsson sem getur ekki verið annað en gott.


Izanami

Izanami - 'Sol feat. Soil & "PIMP" Horns' mp3
Izanami er japanskt "nu-jazz" band sem hefur notið nokkurra vinsælda í þeim geira þar í landi. Á annarri plötu sveitarinnar tóku blásarar hljómsveitarinnar Soil & "PIMP" Sessions þátt í tveimur stuttum lagstúfum og báru þeir titlana Sol Part 1 & 2. Lagið í fullri lengd er bara hægt að finna á 7" sem að sveitin gaf út í takmörkuðu upplagi. Eftir mikla leit fann ég eintak á Yahoo! Auctions Japan sem ég lét kaupa og senda mér. Hress "nu-jazz" slagari.


dubplaaate

Í Svörtum Fötum - 'Tímabil (VIP Dub)' mp3
Nú þegar að dubstep senan er að tröllríða öllu í Bretlandi hlaut að koma að því að það myndu einhverjir á Íslandi stökkva á þann "bandwagon". Þetta rímix af þekktu lagi strákanna í Í Svörtum Fötum kom út í seinasta mánuði á dubplate og hefur verið að fara manna á milli enda heitt lag hér á ferð. Dubstep-goðið Skream fer ekki langt frá eikinni þegar hann segir að þetta lag sé "The cream cheese of the Arctic" en það var haft eftir honum í seinasta tölublaði NME. Stutt en sturlað.

AFMÆLI!Þessa vikuna höldum við upp á árs afmæli Skrúðgöngunar. Í tilefni af því ætlum við að gera ýmislegt skemmtilegt í vikunni, og ber þar helst að nefna að við verðum með gestafærslur frá nokkrum af okkar uppáhalds tónlistarspekingum. Dr. Gunni reið á vaðið í gær, næsta gestafærsla birtist á eftir og svo heldur þetta áfram fram á sunnudag.

Til hamingju Ísland!

mánudagur, maí 14, 2007

Afmælisvika B-Town Hitparade
Gestafærsla 1: Dr. Gunni
Lily Allen elskar þá, enda voru The Specials stuðið uppmálað. Frá Coventry, endurreistu ska-ið sem Desmond Dekker og Prince Buster höfðu lamið inn í enska moddara áratug áður, raunveruleikatékkaðir textar og gríðarlegar vinsældir í Englandi 1979-81. Liðu undir lok í yfirpródúseruðu geimaldarsvíngi. Nelson Mandela kom þeim þó á kortið í restina. Fyrsta albúmið "Specials" lang best. Hér er lag af því. Áfram Breiðholt!
The Specials - 'Stupid Marriage' mp3

laugardagur, maí 12, 2007

cover

Ég ætla að vera svo bíræfin að segja að mér finnst þessi cover betri en upprunalegu lögin,ójá og hlustiði nú! partýlög sett í þunglyndislegan gír er til eitthvað betra,grátum saman.

Billy Swan - 'Don't be cruel' mp3

M.ward - 'Let's Dance' mp3

miðvikudagur, maí 09, 2007

Werk

Þetta blogg fagnar ársafmæli sínu von bráðar og við erum á bólakafi í undirbúningsvinnu fyrir það. Hérna er tónlistartvennd síðan ég drakk Gosa og lapti Glætu. Þessi lög minna mig á hvort annað.

Paul McCartney - 'Coming Up' mp3
Robert Palmer - 'Looking For Clues' mp3

miðvikudagur, maí 02, 2007

Best Bassline EVARÞá sem vanmeta Harry Nilsson ætti að læsa í gapastokk í brennheitri dýflissu.

Mitt uppáhalds með honum er 'Jump Into the Fire'. Ég heyrði það fyrst í kókaín fríkát atriðinu í Goodfellas í kringum 1992 og mér fannst það mest kúl lag sem ég hafði heyrt á ævinni. Ég vildi rosalega mikið vera sveittur glæpon á kóki og valíum og bruna um borgina að selja hljóðdeyfa, hundeltur af dularfullum lögguþyrlum.Ég lærði auðvitað seinna að öll eiturlyf eru óheyrilega hallærisleg þannig að mínir æskudraumar um að vera útúrkókað, hrokafullt og svikult lin-tippi rættust aldrei. En lagið hætti ekki að vera gott, svo eitt er víst.

Fyrst kemur breiðskífuútgáfan (af 'Nilsson Schmilsson'), svo styttra síngul-edit og að lokum vel framkvæmt cover versjón með LCD Soundsystem (B-hliðin á 'Daft Punk is Playing at my House').

Harry Nilsson - 'Jump Into The Fire' mp3
Harry Nilsson - 'Jump Into The Fire' (Single Edit) mp3
LCD Soundsystem - 'Jump Into The Fire' mp3