föstudagur, júní 29, 2007

Föstudagstvennd

Jah, svei mér þá ef það er bara ekki enn líf í kjötskrokknum sem er Junior Senior. Þessir danasvolar voru svakalega bigtæm fyrir svona fimm árum síðan með 'Everybody' og núna eru þeir aftur að gera ágætis hluti. Þetta lag fær engin Nóbelsverðlaun, en það er voða krúttilegt dill í þessu sem á vel við á sólardegi.

Junior Senior - 'Headphone Song' mp3


Ég efast reyndar um að þessi dúd sé í alvöru með einhverja prófessorsgráðu. Nema þá kannski í dauðadiskó. Kenna þeir það ekki ennþá í Bifröst? Hverju sem líður, þá er þetta svaka ítaló/eitís lag sem ætti vel við sem sándtrakkið þegar Don Johnson hleypur í sokkalausum espadrillum eftir einhverjum krimmanum niður brunastiga (bílaeltingarleikur fylgir).

Professor Genius - 'Notti Blanche' mp3

miðvikudagur, júní 27, 2007

ÉG er töff

The Black Hollies gáfu út plötu á árinu sem heitir Crimson Reflections. Þetta eru 4 gaurar frá new jersey sem spila '60s phsychadelic/R&B/Soul rock. Það er eitthvað við rafmagngítarinn sem lætur manni líða einsog maður gæti dáið úr töffaraskap. Þetta er þannig töff lag.

The Black Hollies - 'Crimson Reflections Through Looking Glass Mind' mp3

Töff lag með Lou Barlow.

Lou Barlow - 'Yawning blue messiah' mp3

Jæja komið nóg af töffaraskapnum. Þar sem ég er stödd í Helsinki finnst mér endilega við hæfi að skella einu finnsku lagi með. Verið sælir að sinni piltar, ég er farin að dansa tango.

Sorsakoski, topa & Agents - 'itamaista rakkautta' mp3

þriðjudagur, júní 19, 2007

YfirbugunRoisin Murphy gerði hina geggjuðu plötu 'Ruby Blue' fyrir einhverjum árum síðan. Fínn hrærigrautur af djass, heimstónlist og snúrumúsík. Einsog vaninn er hjá tónlistarfólki er hún að koma með nýja plötu og er þetta fyrsta sjötomman:
Roisin Murphy - 'Overpowered' mp3

Meiri elektróník í þetta sinn, sem mér finnst bara í fínu lagi. Dröfn setti myndbandið við 'Overpowered' á bloggið sitt um daginn og ætla ég að skella því upp líka. Eða, að minnsta kosti linka í það.

fimmtudagur, júní 14, 2007

Fleetwood Mac og Bob Welch tímabilið

Flestir þekkja Fleetwood Mac sem poppsveitina sem stóð af sér fellibyl af kóki og sambandsslitum og gaf út ofur-mega-súper plötuna 'Rumours'. Færri hafa skoðað upphafsárin, þegar Peter Green leiddi bandið í blúsrokki og sækedelíu. Sárafáir hafa aftur á móti kynnt sér tímabilið mitt á milli, þegar sveitin prófaði sig áfram í mismunandi stílum og fann sig loksins í einhverskonar fönk-folk-djass gír. Gæjinn sem leiddi Fleetwood Mac á þessum tíma var Bob Welch.


Fleetwood Mac á millibilsárunum. Frá vinstri: Bob Welch,
Christine McVie, John Mcvie, Mick Fleetwood og einhver vitleysingur.


Fleetwood Mac hóf lífsgönguna sem hin argasta blúsrokk grúppa. Sveittir og lafmóðir hömruðu þeir út fimmtán mínútna prog-blús þangað til aðal gítarhetjurnar þeirra hurfu. Jeremy Spencer hvarf í sértrúarsöfnuðinn Children of God og Peter Green tapaði glórunni og eyddi næstu árum í að borða kúk í svampklæddri dýflissu. Eða eitthvað.

Californíubúinn Bob Welch var ráðinn sem aðal söngvari og gítarleikari sveitarinnar og mótaði hinar ágætu plötur Bare Trees ('72), Penguin ('73), Mystery to Me ('73) og Heroes are Hard to Find ('74). Þessi flinki lagasmiður var einkenni FM með sínum lipra gítarleik og seiðandi, hásu röddu.

Þrátt fyrir að árin sem Welch var með í bandinu voru mjög frjósöm tónlistarlega séð, þá var lífið hjá þeim hálf glatað. McVie hjónin skildu, allir voru fullir, nýjir meðlimir komu og fóru og plöturnar seldust illa. Svo kom einn fáránlegasti atburður rokksögunnar. Umboðsmaður FM, Clifford Davis, taldi sig eiga nafnið á bandinu og setti á laggirnar gerfi-Fleetwood Mac með einhverju fólki útí bæ og sendi þau á túr.

Þessi Feik-wood Mac grúppa lifði ekki lengi, en málaferlin reyndust bandinu erfið. Mikil barátta var háð um hver ætti nafnið á Fleetwood Mac (sem er auðvitað nefnd eftir Mick Fleetwood og John McVie) og entust málaferlin í heilt ár. Welch og co. eyddu þessu ári heima að borða skyndinúðlur og þamba koníak í staðinn fyrir að búa til tónlist.

Eftir þetta rugl fékk Welch bretana til að flytja búferlum til LA, sem og þau gerðu. Þau skrifuðu undir hjá Warner Brothers og bjuggu til 'Heroes are Hard to Find'. Enn og aftur var platan góð, en hlustendahópurinn ekki til staðar. Þau tóku einn túr til, en stöðug togstreitan og ruglið í hinum meðlimunum var of mikið fyrir Welch. Hann sagði skilið við Fleetwood Mac 1975 eftir áralangar kvalir, vonbrigði og lögfræðivesen. Eftir sitja nokkrar frábærar plötur sem allir unnendur framsækinnar popptónlistar ættu að kynna sér.

Sama ár voru tveir ungir lagasmiðir (og elskendur), Lindsey Buckingham og Stevie Nicks ráðin sem nýjir meðlimir. Söguna eftir það þarf varla að endurtaka hér. Tugmilljóna sala, ótrúleg frægð, enn ótrúlegri fíkniefnaneysla og einhver bestu popplög sem nokkurn tíma hafa heyrst.

Mesta pínan er sú að Bob Welch var boðið að vera með í þessari nýju mannaskipan. Hann nennti ekki meiri vitleysu, afþakkaði pent og missti þar með af velgengninni sem hann átti skilið. Hann átti einhverja smávægilega hittara í eitís, bæði sóló og með bandinu Paris, en er flestum gleymdur í dag.


Hér er knappt persónulegt best-off með Bob Welch og Fleetwood Mac:

'Ghost' er nokkuð dæmigert fyrir lagasmíðar í örlí seventís. Þjóðlagalegt, breezy og með svolitlum Lukkuláka keim.
Fleetwood Mac - 'The Ghost' mp3

Það er svolítil strandar-kalipsó stemning yfir 'Forever' sem var á plötunni 'Mystery to Me'. Æðisleg bassalína.
Fleetwood Mac - 'Forever' mp3

'Hypnotized' er réttilega talið besta lagið sem Welch samdi. Stónd, ævintýralegt og alveg hreint gasalega smekklegt.
Fleetwood Mac - 'Hypnotized' mp3

'Bermuda Triangle' byrjar á hádrama og skellur síðan í diskófíling. Textinn er soldið fyndinn, kannski viljandi. Af plötunni 'Heroes Are Hard To Find'.
Fleetwood Mac - 'Bermuda Triangle' mp3

Að skilnaði er hér draumkennt, instrumental lag af 'Heroes are Hard to Find'.
Fleetwood Mac - 'Safe Harbour' mp3

Hetjur'Last Nite A DJ Saved My Life' með Indeep er alveg einstaklega úldin diskóklisja. Þrátt fyrir að bassalínan sé flott og laglínan grípandi, þá var alltaf hallærisbragur á því. Ég meina, kommon, það er klósett-sturt effekt í því í guðanna bænum.

En þá koma ítalóarnir í Mirage og bjarga laginu. Þau blása það fullt af tunglgeislum og neonbjarma og lagið lifnar við sem aldrei fyrr. Ég kýs þetta remix framyfir orginalinn. Það er amk ekki sturtað niður í þessari útgáfu.

Mirage eru einmitt hluti af þrenningunni (sem ég tel heilaga) Chromatics - Glass Candy - Mirage sem öll spila svipaða tónlist auk þess að starfa undir fána Italians Do It Better Records. Þetta er sánd gærdagsins, í framtíðinni.


Indeep - 'Last Nite A DJ Saved My Life' (Mirage Remix) mp3

mánudagur, júní 11, 2007

SiglMér barst platan 'Hold On Too Tight' með Schooner í pósti. Mér finnst músíkin þeirra eiga vel við á blíðviðrisdegi sem þessum.

Schooner - 'There's Enough To Do' mp3
Schooner - 'Married' mp3

föstudagur, júní 08, 2007

Lykillinn í vélindanuHér eru tvö lög handa París í grjótinu. Eitt smúth þegar fangelsissnekkjan fer umhverfis Viðey og eitt þegar fangarnir fara að stinga hvorn annan með ydduðum tannburstum á diskótekinu.

Heatwave - 'Mindblowing Decisions' mp3
Gary Numan - 'White Boys and Heroes' mp3

miðvikudagur, júní 06, 2007

Ég er á leiðinni niðureftir. Vonast til að sjá þig.

Aftur til fortíðar

Skellum okkur to the seventies og hlustum á sýru sækellic blues með lotsa soul.

Kveðja, Lubba í Danaveldi

The heads - 'I found a love with you' mp3

Aynsley Dunbar retaliation - 'Watch'N'Chain' mp3

Tvöfeldni

Hér eru tvö bönd með tvö lög hvert.Matt and Kim koma frá Brooklyn einsog öll önnur bönd í heiminum. Þau eru svakaleg krútt með ofvirkni og vægan retardisma, en það er samt eitthvað svo unaðslega hressandi, grípandi og litríkt við þetta lag. Myndbandið er líka sniðugt.
Matt and Kim - 'Yea Yeah' mp3
Matt and Kim - 'Yea Yeah' (Flosstradamus rmx) mp3Friendly Fires eru með þennan vélrænt-trommusánd-og-síðpönk-bassi sánd sem er aaaaallllveg við það að komast á síðasta söludag. En 'Photobooth' er nógu grípandi til að halda lífi í þessu lengur.
Friendly Fires - 'Photobooth' mp3
Friendly Fires - 'Your Love' mp3

mánudagur, júní 04, 2007

Inbox shenanigans

Ísland er víst í öðru sæti yfir þjóðir sem eru með mest af stolnu efni inná tölvunum sínum. Aðeins Aserbaídsjan er með meira af þýfi á harða diskinum sínum. Kom þetta fram í tímaritinu The Economist. Það er mikill heiður fyrir landið okkar að vera skipaður sess við hlið þekktra þjóða einsog Aserbaídsjan og Bandaríkjanna, sem eru neðar á listanum. Þykir það einnig mjög góð landkynning að okkar litla Ísland sé nefnt sérstaklega í eins virtu blaði og The Economist.

En hér er efni sem ég get með góðri samvisku sagt að sé ekki illa fengið. Þetta eru tvö af bestu lögunum sem okkur hafa verið send í tölvupósti af hungruðum hljómsveitum og kynningarfyrirtækjum sem vilja endalausa ölmusu. Það er ótrúlegt hvað þessir tónlistarmenn eru alltaf háðir viðurkenningu annarra.


Jeremy eru frá Noregi en eru ekkert að láta það aftra sér. Hér er hresst lag þar sem þau biðja Georg Búsh að njóta frekar ásta en að baða sig upp úr blóði.
Jeremy - 'Make Love Not War' mp3

Bowerbirds eru líka hress. Þau eru mikil náttúrubörn og vilja eflaust líka frið í heiminum. Þetta minnir mig soldið á Beirut.
Bowerbirds - 'In Our Talons' mp3

laugardagur, júní 02, 2007

Hey Hey GeggjaðLaufey póstaði um hina stórkostlegu hljómsveit Felice Brothers í apríl og ég varð strax yfir mig hrifinn. 'Roll on Arte' er eitt besta lag sem ég hef heyrt á árinu hingað til. Platan þeirra, 'Tonight At the Arizona' verður einnig ofarlega á árslistanum mínum, því lofa ég.
Kaupa plötuna hér.

Þetta lag er soldið spes. Það var tekið upp í einhverjum skúr í trylltu þrumuveðri. Drunurnar magna upp dramatíkina og í 0:34 lýst eldingu niður í skúrinn með tilheyrandi hljóðtruflunum. Alveg ótrúlegt.

The Felice Brothers - 'Hey Hey Revolver' mp3

Ég ætla líka að endurpósta 'Roll On Arte' sem er útrunnið á orginal færslunni. Svona fyrir þá sem sváfu yfir sig seinast. Þetta hljómar alveg einsog Bob Dylan og The Band á Basement Tapes tímabilinu. Elska þetta.

The Felice Brothers - 'Roll On Arte' mp3

Veglegt

Ef þú ert viti borin/n, þeas Justice aðdáandi, þá er tilvalið að fara á Arcade Mode og forpanta hina geysigeggjuðu plötu '†' í veglegri safnaraútgáfu: Platan á tvöföldum vínyl, 'D.A.N.C.E.' sjötomman og bolur eftir So Me. Öllu troðið í handnúmerað box. Aðeins 400 eintök verða gefin út.Ég náði að kaupa eintak í gærkvöldi áður en serverinn hjá Arcade Mode hrundi vegna ágangs. Það eru enn nokkur eintök eftir þannig að málið er að flýta sér.

Hér er upphafslagið á '†' og svo fyrsta efnið sem ég heyrði með Justice, fyrirtaks remix á Mystery Jets lagi. Þetta var áður en 'We Are Your Friends' valtaði yfir heiminn.

Justice - 'Genesis' mp3
Mystery Jets - 'You Can't Fool Me Dennis' (Justice Remix) mp3

föstudagur, júní 01, 2007

monkeybusinessÞetta lag er búið að óma í spilaranum mínum í marga marga marga daga,ótrúlega fallegt.
Stilluppsteypa - 'monkeybusiness' mp3