föstudagur, ágúst 31, 2007

Dans!

Ég sé ykkur væntanlega á Kitsuné kvöldinu á Gauknum á eftir. Þangað til eru hér ofboðslegir stuðboltaslagarar. Sjúgið þessa durga uppí nefið og hnakkist niður á Gauk. 'Cest Genial!!!

Ég er officially orðinn skotinn í portúgölskum hreim:
Cansei de Ser Sexy - 'Alala' mp3

Yelle er frönsk, sæt og syngur:
Yelle - 'Ce Jeu' mp3

Ætli þeir séu að tala um gamla bandið hans Jim Kerr? Neisegibarasvona.
Junior Senior - 'Simple Minds Do Simple Things Part 2' mp3

Tubbs



Ég er búinn að sitja sveittur yfir gömlu Miami Vice þáttunum á DVD. Besti sjónvarpshasar allra tíma. Guð hvað ég dýrka Sonny Crockett. Ég sit með njálg og iða af spenningi í dag sem og fyrir fimmtán árum þegar ég sá þetta fyrst. "Má ég borða inní stofu? Mæjamí Væs í sjónvarpinu mar!"

Ég vil alltaf slá krakkann í bankaauglýsingunum þvert yfir andlitið þegar honum finnst Gulli Helga vera lúði fyrir að fíla Miami Vice. Er drengurinn genginn af göflunum? Ef pabbi minn mundi draga upp "fullan kassa af Miami Vice á VHS" mundi ég fella gleðitár, faðma hann og horfa með honum á trúnó í sófanum.

Fyrir utan fögur föt, flottar eitísgellur og smart neonljós var tónlistin framúrskarandi. Og vill ég ólmur deila hér nokkrum hljóðdæmum.

Sumir vilja Smiths eða Pixies á sínum eitíspleilista, en ég bið um fokking Tinu Turner:
Tina Turner - 'Better Be Good To Me' mp3

Jan Hammer sá um allt scorið einsog frægt er. Mér fannst 'Crockett's Theme' alltaf flottara og meira íkonískt en upphafsþemað.
Jan Hammer - 'Crockett's Theme' mp3

Glen Frey var í Eagles í gamladaga en var í gulrótarbuxnapæling í eitís. Hann kom einmitt fram í einum þættinum sem smyglari. En í seríu tvö lagði hann til þetta tilfinningaþrungna og saxófónlöðrandi lag sem glumdi þegar Don Johnson gekk um neonlýstar götur New York borgar. Væntanlega djúpt hugsi um manndráp og eitískynlíf. Töff.
Glen Frey - 'You Belong To The City' mp3

Atriðið:



Ég vil einnig vekja athygli á fleygum textanum:

You belong to the city
You belong to the night
Livin' in a river of darkness
Beneath the neon lights

You were born in the city
Concrete under your feet
It's in your blood, it's in your moves
You're a man of the street

-einsog samið um mig.

föstudagur, ágúst 24, 2007

Haustmix



Ég var að henda saman mixteipi sem ætti að smellpassa við sumarlok / haustbyrjun. Á mixinu eru drunginn og rólegheitin í fyrirrúmi en það er alltaf tími fyrir smá djamm inn á milli.

Sækja:
Bobby Breiðholt - 'The death of summer' (50:57) mp3

Tracklist:
Roxy Music - Tara
Farah - law of Life
Unit Black Flight - Night Raiders
Sorcerer - Surfing at Midnight
Low Motion Disco - Low in the City
Sally Shapiro - Sleep in My Arms
Arpanet - No Boundry Condition
Midnight Mike - United (Naum Gabo rmx)
Black Devil Disco Club - The Devil in Us
Album Leaf - Glisten
Anja Garbarek - I Won't Hurt You

fimmtudagur, ágúst 23, 2007

DansTorg

Já hver kannast ekki við danstónlist. Þú getur núna dansað og munað eftir helginni með þessum frrrrábæru lögum. Hver lag inniheldur sérstaka tegund af hljóðgerflum sem gefur þér hámarks árangur við hverja hlustun. Takturinn er sérmældur til að gefa þér bestu stuðreynslu sem völ er á. Hver hljóðskrá er samþjöppuð með sérstakri tækni sem hentar vel í allar tegundir hljómflutningstækja. Þessi hljóðdæmi hafa fengið viðurkenningar frá hinum ýmsu sérfræðingum.

Já. Þú dansar sem aldrei fyrr þegar þú hlustar á afurðir þessara hæfu sérfræðinga í tekknó, elektró, diskó og heimstónlistarbúggí. Endurlifðu framtíðina Í DAG með þessari frrrrábæru danstónlist.


Digitalism - 'Digitalism in Cairo' mp3
"F.I.R.E.I.N.C.A.I.R.O." syngur Robert Smith úr Cure í besta lagi hinnar spánnýju 'Idealism'.


M.I.A. - 'Bamboo Banga' mp3
***Removed by request***
M.I.A. er að slá í gegn allstaðar. Þetta er upphafslagið á 'Kala' og ég datt gapandi í gólfið þegar takturinn datt inn (1:42).



Black Devil Disco Club - 'The Devil In Us' mp3
Goðsögnin segir að þetta sé eitthvað týnt diskóband sem var grafið upp á flóamarkaði. Sagan er sæt en auðvitað algert rugl. Þetta er samt ógeðslega gott stöff.


Cursor Miner - 'Hair Of The Dog' mp3
Þessi dúd gaf út 'Danceflaw' í fyrra og hún fór alveg framhjá mér. Skemmtilegt ruddatekknó af gamla skólanum.


Tellier, Oizo & SebastiAn - 'Top 50' mp3
Ég veit ósköp fátt um kvikmyndina Steak nema að sándtrackið er flott.


Kreeps - 'All I Wanna Do Is Break Some Hearts' (Boys Noize rmx) mp3
Boys Noize er sífellt að verða betri í hávaðadansinum. Næstu Sjúztíís? Sjáum til.

Og að lokum...

Giorgio Moroder - 'Knights in White Satin' mp3
Ef þú vilt munúðarfullt og yfirvaraskeggjað diskó þá hringirðu auðvitað í Giorgio.

föstudagur, ágúst 17, 2007

Líksnyrtar



Ég er meira en bara smooth og glaðvær snekkjurokkari. Ég á mér dökka og föla hlið. Ég digga nefnilega anorexíusjúku hryllingsdrengina í The Horrors. Bönd í dag eyða alltof miklum af sínum sviðstíma í að vera lopahommar og horfa á gólfið eða slefa á bakvið snúruhrúgu. Þessir viktoríutíma sörf pönkarar eru með leikræna tilburði, dramatík og alvöru stælaskap sem hefur lengi vantað í músík. Þeir eru David Bowie okkar tíma. Þeas ef Bowie væri útfararstjóri með krabbamein.

Ég póstaði demóinu að eftirfarandi lagi fyrir svona ári síðan og hérna er lokaútgáfan. Lagið má finna á nýútkomnum frumburði þeirra, 'Strange House'.

The Horrors - 'Count In Fives' mp3

nýtt nýtt nýtt



Ný plata kemur út með iron and wine í September. Shepherd’s dog mun sú plata heita. Hérna er eitt lag af þeirri plötu. Algjör snillingur þessi maður.
Iron & wine - 'boy with a coin' mp3

Rocky Votolato gaf út á þessu ári plötuna “the brag & cuss” hér er eitt lag af þeirri plötu.

Rocky Votolato - 'Postcard from kentucky' mp3

Svo hef ég ekki enn fengið leið á 'white daisy passing' sem er af eldri plötu hans.Ótrúlega fallegt.

Rocky votolato - 'White daisy passing' mp3

Josh Rouse gaf út Country Mouse City House í júlí síðastliðnum. Þessi tvö lög eru af þeirri plötu. Mjög mellow og seventies fílingur yfir þessu öllu saman. Góð stemming.

Josh Rouse - 'Pilgrim' mp3

Josh Rouse - 'Sweetie' mp3

Glúbb



Óstaðfestar fregnir herma að hrímþaktir skipverjar á ísbrjótnum Trimtohj hafi rekist á gaddfreðið lík Mashup-stefnunnar á floti í N-Íshafinu. Getur einhver staðfest þetta? Amk hafa Kitsune smitast af þessari löngu útdauðu (eða svo var talið) bakteríu og hafa gefið út safnskífuna "Kitsune Maison Mashed". Hvert stefnir þetta? Mun múmía Electroclash mokuð upp úr Gobi eyðimörkinni? Annað eins hefur nú gerst.


B52's vs The World Domination vs Adam Sky - 'Galactic Love Shack' mp3
Mouloud vs Wolfmother - 'Wolfmouloud' mp3

miðvikudagur, ágúst 15, 2007

Látúnsslegna óværan



Hér er færsla um París-Barselóníska dansbandið Golden Bug. Þeir hafa fengið mikið spilerí hjá mér undanfarið og eiga þeir núna fastan sess í partý pleilistanum mínum. Stuðið er í skemmtiskokki í 'Disco Sensation' en svo er sett í þriðja gír í 'Horses'. Hið síðarnefnda er einmitt semi-cover á gamla Laidback slagaranum 'Ride The White Horse'.

Golden Bug - 'Disco Sensation' mp3
Golden Bug - 'Horses' mp3

Þrennd



Hér er hresst uppátæki sem ég hef engan veginn í hyggju að gera að föstum lið: Gott lag, flutt þrisvar. Ég er nokkuð viss um að tímaröðin sé rétt.

West Coast Pop Art Experimental Band - 'I Won't Hurt You' mp3
Neo Maya - 'I Won't Hurt You' mp3
Anja Garbarek - 'I Won't Hurt You' mp3

þriðjudagur, ágúst 14, 2007

'80s- disco- electro-pop- afrobeat


Svía Tvíeykið Dan Lissvik og Rasmus Hagg forma bandið Studio. Í byrjun þessa árs kom út platan 'yearbook 1' og verður örugglega áberandi á árslistum tónlistaráhugamanna þetta árið. Það var erfitt að velja lög til að setja hér inn af plötunni því öll eru þau svo skemmtileg. Eitt lagið er jafnvel 16 mínútna langt en ekki örlar fyrir þreytu þegar ég sný mér í hringi í litla herberginu mínu við lagið með útbreiddar hendur,djók(ekki alveg svona sorgleg) En í alvöru talað, geggjuð plata mæli eindregið með henni.

Studio - 'Westside' mp3

Studio - 'Self service(short version)' mp3

fimmtudagur, ágúst 09, 2007

Tesla Girls



Jói Kjartans er ofurljósmyndari og Siggi Eggerts er ofurhönnuður. Saman hafa þeir stofnað ofurhljómsveitina Tesla Girls.

Segir í fréttatilkynningu:
Tesla Girls var stofnuð í Hrísey 2003 af tveimur grafískum hönnuðum, sem voru orðnir þreyttir á að hanna cover og fóru að útsetja cover í staðinn. Nafnið Tesla Girls er dregið af lagi með Orchestral Manouevers in the Dark sem er í miklu uppáhald hjá þeim. Þeir hafa engan tónlistarlegan bakgrunn en njóta þess í staðinn að setja lög annarra í nýjan búning. En dropinn holar þó steininn og þeir vonast til að spila sitt eigið efni á Coachella hátíðinni árið 2009.

Ofurgott mál. Hér eru lög:

Tesla Girls - 'Flat Beat' (feat. Gísli) mp3
Tesla Girls - 'She's The One' mp3
Tesla Girls - 'Song 2' mp3

Gamlir menn.



Í Köben sá ég Rolling Stones í fyrsta sinn. Alveg þrususýning og dúndur stemmari. Þeir geyfluðu sig í gegnum fullt af smellum í sjóvi sem var tvær klukkustundir og það hefði jafnvel mátt vera tveimur klukkustundum lengra.

Hér eru tvö uppáhöld með þessum gamalmennum. Þeir tóku hvorugt á tónleikunum.

The Rolling Stones - 'She Smiled Sweetly' mp3
The Rolling Stones - 'Dance' mp3


Hér er sett-listinn:

Start Me Up
You Got Me Rocking
Rough Justice
Rocks Off
Dead Flowers
Ruby Tuesday
Can't You Hear Me Knocking
I'll Go Crazy
Tumbling Dice
--- Introductions
You Got The Silver (Keith)
I Wanna Hold You (Keith)
Miss You (to B-stage)
It's Only Rock'n Roll (B-stage)
Satisfaction (B-stage)
Honky Tonk Women (to main stage)
Sympathy For The Devil
Paint It Black
Jumping Jack Flash
Brown Sugar (encore)

miðvikudagur, ágúst 08, 2007

It's a Jungle Out There

Ég og Halli erum að fara að spila smá ítaló á Barnum á eftir (sem er nánast að verða daglegur viðburður), og af því tilefni sendi Björn Þór á mig eina eitís perlu.

Lagið heitir It's A Jungle Out There, og er með 0,1 hit wonderinu Bone Symphony. Hljómsveitin, ef eitthvað er að marka internetið, gaf bara út eina tólftommu, og eitt lag á sándtrakkinu við myndina Revenge Of The Nerds.

Lagið var helvíti hresst, en ég missti alveg andlitið þegar ég ákvað að tékka á myndbandinu.



Takið eftir hljómborðsleikaranum, mikið stuðmenni, og Grýlunni sem spilar á ásláttarhljóðfæri.

» Bone Symphony - It's A Jungle Out There


***Innlegg frá Bobby -
Þess má geta að það var hinn geðþekki Zúri sem minnti mig á þetta góða lag.

þriðjudagur, ágúst 07, 2007

Kalamari



Ég er kominn aftur frá Danmörku þar sem ég hjólaði á smjörsýru, át pulsur í árabát, var handtekinn í Lególandi og kveikti í Magasin. Góðir tímar.

En ég er ekki sá eini sem er kominn aftur. Tamíltígurinn snoppufríði, M.I.A. (varúð - flogaveikissíða) er að henda út nýrri plötu. Hún heitir 'Kala' og verður þá væntanlega spandexuð stemning á diskótekunum.

Hér er eitt nýtt af 'Kala' og ein klassík af 'Piracy Funds Terrorism' mixteipinu sem hún gerði með Diplo í denn.

M.I.A. - 'Jimmy' mp3

M.I.A. - 'Sunshowers' (Diplo rmx) mp3

fimmtudagur, ágúst 02, 2007

Ítaló



Björn Þór er í Danmörku að borða rosalega rauðar vínarpylsur í hringekju í tívólí, og í millitíðinni var mér falið að halda breiðholtspartíinu gangandi.

Þessa dagana er ég með voðalega Ítaló dellu. Við Halli héldum Ítalókvöld á Barnum fimmtudagskvöldið 12. júlí, og ætlum að endurtaka leikinn á morgun, föstudaginn 3. Ágúst. Partíið verður, eins og síðast, á barnum.

Hér er smá glefsa úr kynningartextanum sem við Halli útbjuggum fyrir morgundaginn:

Það var ótrúlega gaman síðast. Landsliðið í ítalódansi mætti eins og það lagði sig, dansandi uppá borðum og stólum og skrækjandi af gleði við vel heppnaðar skiptingar. Við metum það mikils, og hlökkum til að sjá miklu fleiri dansa annað kvöld.

Svenni (Forever Lover) er hvað frægastur fyrir leynilegt bréfasamand sitt við Giorgio Moroder, ásamt því þegar hann lúppaði Rydeen-hrossaintróið og droppaði því þegar það var sjóðheitt, sem gerði sveitta dansiþvöguna agndofa af undrun og fíling.

Halli (Shy Like An Angel) er hvað frægastur fyrir að hafa verið með Svenna þegar hann lúppaði Rydeen-hrossaintróið og gerði sveitta dansiþvöguna agndofa af undrun og fíling, en hefur einnig verið þekktur fyrir fágætt bragðskyn og hágæða lagaval undir miklum þrýstingi.

Talandi um smelli... tilað koma öllum í dansigírinn flugum við með Arnarflugi til Sitges og fengum afnot af mest móðins hátæknigræjum tilað skapa besta mixdisk sem skapaður hefur verið síðan Max Mix bræðurnir voru uppá sitt besta:


» Sækja mixdiskinn "Ítaló Diskó #1"



Komdu á Barinn, pantaðu suðrænan svaladrykk, hnepptu frá skyrtunni/kjólnum/þjónabúningnum, strengdu bindið yfir ennið, ýttu evróhippunum frá, og kondað dansa!
Aftur: skemmtunin hefst stundvíslega kl. 23.59!

(50 fyrstu sem mæta fá ókeypis sæti og hreinari glös. Og knús. Og velmegun.)

Við minnum á Myspace-prófílinn okkar: myspace.com/italodisko
Þar er hægt að sjá skemmtileg Ítalómyndbönd, og hitta og ræða við aðra áhugamenn um skemmtilega tónlist.
Og: á icomefromreykjavik.com/kontrapunkt er fullt, fullt af eðals Ítaló Diskó til hlustunar.