fimmtudagur, nóvember 29, 2007

Sensual Seduction

AHHH... Eitt svona heitt og sveitt fyrir jólin.

Chromeo hefur ekkert í Snoop sorry marr pakkiði saman og fariði heim leikskólabörn.
Snoop Dogg - 'Sensual Seduction' mp3

þriðjudagur, nóvember 27, 2007

Píur

Fékk þetta lag óvænt í eyrun. Henti því hingað. Núna færð þú það óvænt í eyrun. Hringrás lífsins.

Blondie - 'Union City Blues' mp3

Sígilt. Húkkurinn er alveg flugbeittur og reverbið er sveitt. Svo hefur bókstaflega aldrei skemmt fyrir að glápa á Debbie Harry:
OK, eitt nýlegt og obskjúr til að keppa við safndiskapoppið:Santogold er smá rapp, smá heimstónlist og smá einsog M.I.A. Ég er að diggetta.

Santogold - 'Creator' mp3

sunnudagur, nóvember 25, 2007

Suðandi súper-sunnudagur

Það er sunnudagur. Svo mikið er ljóst.

Ég var að spila á kaffibarnum í gær, og það var gríðalegt stuð. Er því pínu krumpaður og beyglaður í dag.

Á stundum sem þessum finnst mér fínt að hlusta á playlista sem ég er búinn að vera að safna í í nokkur ár, sem ég kalla A.M. Radio. Á hann fer tónlist sem er í senn pínu skrítin eða spúki, og kósí. Ef þú hefur einhverntímann fiktað í stuttbylgjuútvarpi og dottið inn á útsendingar frá óræðu fjarlægu landi með skrítinni og speisaðri tónlist þá veistu kannski hvað ég meina.

» Rasha - Azara Alhay

Þetta er dæmigert svona stuttbylgjuútvarpslag. Þessi stelpa heitir Rasha og er frá Súdan. Magnað dót.

» Führs & Fröhling - Street Dance
Ljúfir gítartónar... Þetta er svona lag sem lætur mann líða eins og að þegar öllu er á botninn hvolft, þá verður allt í lagi.

» Cornelis Vreeswijk - Balladen om herr Fredrik Åkare och den söta fröken Cecilia Lind
Ég ólst upp í Svíþjóð, og svíanostalgían lætur alltaf á sér kræla annað slagið hjá mér. Ég var á kaffibarnum áðan, og var ásamt sænskri bar-dömunni að gúgla eftir sænsku hamborgarakeðjunni Clock. Hún er víst hætt núna, en á sínum tíma (í eitís) var þetta svona eins og McDonalds, nema meira eitís og skræpótt.
Cornelis Vreeswijk var nú ekki mikið áberandi í uppvexti mínum, en ég man eftir því að pabbi hlustaði stundum á hann, og ég fór einhverntímann á safn tileinkað honum. Þetta er rosa næs.

Eigið góða rest af sunnudegi.

svartur sunnudagur

The Sweet vandals - 'I've got you man' mp3

laugardagur, nóvember 24, 2007

Mermaid Avenue


Mermaid avenue Kom út árið 1998 með lögum eftir breska trúbadorinn Billy bragg og Wilco við áður óútgefna texta eftir Woody Guthrie. Woddy Guthrie hafði skilið eftir sig meira en þúsund texta, sem skrifaðir voru milli 1939-1967 en höfðu engin svo til lög við. Dóttir Guthrie hafði samband við Billy Bragg til að gera plötu úr þessum textum. Bráðlega eftir það hófst samstarf billy braggs og wilco og úr varð þessi skemmtilega plata.
Þessi lög standa uppúr fyrir mér:
Billy Bragg & Wilco - 'Walt Whitman's Niece' mp3

Billy Bragg & Wilco - 'California Stars' mp3

Billy Bragg & Wilco - 'Ingrid Bergman' mp3

laugardagur, nóvember 17, 2007

Drif

Við eiginkonan erum á leiðinni í langan rúnt, enda ekki oft sem maður hefur bíl til umráða. Þá er auðvitað brennsla á mixteipi eins mikilvægur liður í undirbúningnum og að plasthúða Vegahandbókina, pumpa í dekkin og smakka á olíunni. Tjakkurinn nýbónaður og koppafeitið með jasmín-angan.

Hvert skal haldið? Fer eftir örlögum og vindátt. En ég vonast þó eftir þoku, léttum og dularfullum skafrenning og söguglöðum puttaferðalang frá annarri vídd.

Forstjórinn er tilvalinn ferðafélagi.
Bruce Springsteen - 'I'm On Fire' mp3

Hér eru síðan hin óviðjafnanlegu Chromatics að taka lagið af stakri snilld. Enda vart annað hægt, með svona góðu úr að moða.
Chromatics - 'I'm On Fire' mp3

fimmtudagur, nóvember 15, 2007

Playin' Pong and Frogger all night long!

Funkahoe 2600
Pac Man fever
joystick left to right
Centipede all night

Funkahoe 2600
do the monkey in Pitfall
Where's your mind when you're playin' Pong
and Frogger all night long!


Sjiii það má rappa um eitís tölvuleiki til mín anytime! Elska þetta lag. Klámfönk, rapp og minningar um myrkar nætur að spila Rampart á Sinclair Spectrum. Guð blessi.

Funkahoe - '2600' mp3

fimmtudagur, nóvember 08, 2007

Country mix


Ég hef ákveðið að gera smá country mix, engar áhyggjur, enginn Garth brooks hér.
Vinur minn kynnti mig fyrir kántrý músík fyrir nokkrum árum síðan og það var ekki aftur snúið.
Ég vildi fyrst ekkert hlusta, “kántrý músík ojbara ég hlusta sko á allt NEMA kántrý” svo drukkum við nokkra bjóra og hann skellti Merle Haggard á fóninn:

” Memories and drinks don't mix too well.
Jukebox records don't play those wedding bells.
Lookin' at the world through the bottom of a glass,
All I see is a man who's fading fast………..But here I am again, mixin' misery and gin.
Sittin' with all my friends and talkin' to myself.
I look like I'm havin' a good time but any fool can tell,
That this Honky Tonk Heaven really makes ya' feel like hell”


Algjörlega magnað, þetta lag hefur hljómað ótt og títt í mínum spilara síðan.
Daginn eftir vöknuðum við nokkur eftir drykkjusama nótt og eftirpartý og á leiðinni eitthvert út til að fá okkur að borða, skellti hann kris kristofferson á:

“the beer I had for breakfast wasn't bad,So I had one more for dessert.
Then I fumbled through my closet for my clothes,
And found my cleanest dirty shirt…………
On the Sunday morning sidewalk,
Wishing, Lord, that I was stoned.
'Cos there's something in a Sunday,
Makes a body feel alone.”


Eftir þetta var kántrý músíkin bara málið fyrir mig. Mestu töffararnir og bestu textasmíðarnar.
Í mixinu er hægt að heyra í George Jones með lagið "Wine Coloured Roses":
“The words wouldn't come
When I called and she answered
Oh, but I found a way to say no……..
I sent her some wine colored roses
The color of grapes on the vine
When she sees the wine colored roses
They'll tell her I'm still on the wine”


"Blue eyes crying in the rain" eftir willie nelson er það fallegasta lag sem ég hef á ævi minni heyrt.

Grenjum í bjórinn okkar saman. Partý einhver?

Laufey Hilmarsdottir - 'My beer has more tears in it than beer. May I have another?' mp3
49:22 - 56.5mb

Tracklist:

1. I cant help it if im still in love with you – Hank Williams
2. The blizzard – Jim Reeves
3. Here I am – Dolly Parton
4. Crazy – Dottie West
5. Blue eyes crying in the rain – Willie Nelson
6. Fall to pieces – Patsy Cline
7. Ruby, Don't Take Your Love To Town – Kenny Rogers
8. Kisses Sweeter Than Wine – Jimmie Rodgers
9. Scarlett Warning – Palmer Rocky
10 Sunday Mornin' Comin' Down – Kris Kristofferson
11. A Satisfied Mind – Porter Wagoner
12. Forever and always – Lefty Frizzel
13. Misery And Gin – Merle Haggard
14. Hello walls – Willie Nelson
15. Angel`s Last Goodbye – Red Sovine
16. Lovin' Her Was Easier (than anything I’ll ever do again) – Waylon Jennings
17. Wine Coloured Roses – George Jones
18. Peace in the valley - Elvis Presley

sunnudagur, nóvember 04, 2007

Svartur Sunnudagur


Marie "Queenie" Lyons - 'See and don't see' mp3

Sunnudags trekantur

Partýið þarf ekkert að vera búið þótt það sé sunnudagur. Skella bara í sig 2-3 Ópalskotum með morgunkorninu og taka einn bjór með sér í sturtuna. Glæsilegt líf.

En skellum okkur í smá "Meinash-ó-twah"...

Ég hef verið með þetta lag á heilanum í marga daga. Enn önnur rósin í hnappagatið á tónlistarþemanu "símastuð".
Bumblebeez - 'Dr. Love' (Trizzys Free iPhone Remix) mp3

Unaðslegur diskó/sól bræðingur með extra majónesi.
Baker Gurvitz Army - 'Dancing the Night Away' mp3

Fengum þetta í póstinum. Alveg meiriháttar frammistaða hjá uppáhöldunum okkar í Studio og ekki er hún verri, Kylie blessunin.
Kylie Minogue - '2 Hearts' (Studio version) mp3


Þríhyrningsmök með Stephen Baldwin. Falleg tilhugsun.

fimmtudagur, nóvember 01, 2007

Leggðu frá þér graskershnífinn.Það er alltaf býsna leim að þurfa að blaða í gegnum öll "hipp" jólalögin á músíkbloggunum í desember, en ástandið er alveg hreint glatað þegar hrekkjavakan er í gangi. Ég veit ekki hvað ég hef séð mörg lög um skrímsli, drakúla, uppvakninga, grasker og annað horror-hallæri undanfarna viku.

Ég segi hingað og ekki lengra. Hér er einn geysifjörugur sólstrandaslagari þar sem ofbeldi og dulspeki þekkjast ekki.
Akimbo - 'So Long Trouble' mp3