föstudagur, desember 28, 2007

Magnþrungnir lokadagarÞað er alltaf soldið spes stemning á milli jóla og nýárs. Það er dimmt og kalt, elliær jólaljós úti um allt og auðvitað mikill endalokafílingur yfir öllu. Árið er dautt og Örn Árnason dreifir ösku þess með stærstu tívolíbombunni.

Það er gaman að vera þunglyndur af og til. Hér eru tveir niðurlútir (en þó vongóðir (og rosalega grípandi)) hittarar til að hlusta á í gönguferð um skítugan snjó.

Fyrst er það sænski næturgalinn Robyn. Ég er búinn að vera með þetta lag á heilanum undanfarið. Þetta er handa þeim sem fengu dömp frá makanum í jólapakkann.
Robyn - 'With Every Heartbeat' mp3

Og hresst remix. Ég er glaður að Punks Jump Up héldu tilfinningunni í laginu. Það hefði verið svo auðvelt að klúðra þessu með einhverju BANGIN' tekknórúnki, en mínir menn leysa þetta smekklega.
Robyn - 'With Every Heartbeat' (Punks Jump Up rmx) mp3


Svo er það gella sem ég hef mikið hampað undanfarið. Tracey Thorn var auðvitað drottning house/trip hop í the 90's en hér er hún í lekkerum elektrógír með íslandsbræðrunum í Hot Chip.
Tracey Thorn - 'King's Cross' (Hot Chip rmx) mp3
Aftur er ég glaður með útkomuna á remixinu. Hot Chip eru venjulega mjög mistækir þegar þeir remixa aðra listamenn, en hérna er útkoman til fyrirmyndar.

fimmtudagur, desember 27, 2007

Nýársdiskó

Í staðinn fyrir að horfa á Randver og Remax á gamlárskvöld, hví ekki að skella sér á litríkt, glansandi og brothætt dansgólf? Ég henti saman nokkrum uppáhalds diskótek lögunum mínum, auk einhverra nýlegri sem klæðast sömu yfirvaraskeggjum.

Njótið vel.Bobby Breidholt - 'Bitchin' Disco Party' mp3
45:59 / 52.9mb

Syrpan:
00 - "1!"
01 - Daniel Wang - Like Some Dream I Can't Stop Dreaming
02 - Loose Joints - Is It All Over My Face
03 - Bobby Breidholt - Patrick vs Gary!
04 - Glass Candy - Miss Broadway
05 - Sister Sledge - Thinking Of You (Facemeat tempo edit)
06 - Kleerup feat. Robyn - With Every Heartbeat
07 - Regrets - Je Ne Veux Pas Rentrer Chez Moi
08 - Chaka Khan - Fate (Facemeat tempo edit)
09 - Stardust - Music Sounds Better With You
10 - Chic - Clap Your Hands (No verses edit)

föstudagur, desember 21, 2007

Topp Fimmtán Erlendu Plöturnar 2007 Að Mati Bobby Breiðholt

Í Fréttablaðinu á morgun, laugardag má sjá topp-fimm listann minn yfir erlendar plötur. Hér er hinsvegar öllu lengri upptalning með viðeigandi málalengingum, myndum og hljóðdæmum.


15 - NEW YOUNG PONY CLUB - FANTASTIC PLAYROOM
Allir þurfa að vera 'hin nýju eitthvað' og eftir að hafa snúið lukkuhjólinu segi ég að þau séu hin nýju Tom Tom Club.
NYPC - 'Hinding on the Staircase' mp3

14 - BLACK MOTH SUPER RAINBOW - DANDELION GUM
Mega geimfarar reykja gras og taka upp plötu um borð í geimsjónaukanum Hubble? Nei? Þessir gæjar gerðu það samt.
Black Moth Super Rainbow - 'Forever Heavy' mp3

13 - WHITE WILLIAMS - SMOKE
Skringilegur gaur gerir skringilega músík sem lætur mig dansa skringilega.
White Williams - 'Violator' mp3

12 - TRANS AM - SEX CHANGE
Tónlistarlegt samheiti sportbílanna með vélina uppúr húddinu.
Trans Am - 'Reprieve' mp3

11 - FEIST - THE REMINDER
Konan sem einsömul seldi svona þrettán milljarða ipoda.
Feist - 'My Moon My Man' (Boys Noize rmx) mp3

- - - -


10 - CHROMEO - FANCY FOOTWORK
Fyrsta og eina vel heppnaða samstarf gyðings og araba.
Chromeo - '100%' mp39 - STUDIO - YEARBOOK 1
Sænskt vangadanspartý á ströndinni. Sólarlag á snekkjudansgólfinu.
Studio - 'Origin' mp38 - !!! - MYTH TAKES
Endalaus grúf spiluð í transi fyrir sveittan múg. Í raun Grateful Dead nútímans, bara ekki eins glatað.
!!! - 'Heart of Hearts' (The Brothers rmx) mp37 - LCD SOUNDSYSTEM - SOUND OF SILVER
Megalofið sem hlaðið var á þessa plötu er réttlætanlegt. Ég fílaði þó plötuna/lagið '45:33' betur.
LCD Soundsystem - 'Us v Them' mp3
6a - CHROMATICS - SHINING VIOLENCE
6b - CHROMATICS - NIGHT DRIVE

Kómadiskóið sem ætlar aldrei að linna. Magnþrungnar og draumkenndar tvíburaplötur.
Chromatics - 'Hands In The Dark' mp3
Chromatics - 'Night Drive' mp3

- - - -


5 - FELICE BROTHERS - TONIGHT AT THE ARIZONA
Þrír bræður og einn til. Lifa, ferðast og semja tónlist í gamalli skólarútu. Kalla sjálfa sig dirtbags og lifa samkvæmt því. Hljóma einsog fjórði dagur drykkjutúrs í fjallabænum Volæði. Morðballöður drauga á gítar og harmonikku. Einsog yngri, dónalegri bræður The Band. Óskilgetnir synir Springsteen á Nebraska-tímabilinu. Töfrar, slitnir skór og fangelsisvist. Svo góðir að maður getur bara talað um þá í stikkorðum.
The Felice Brothers - 'Roll On Arte' mp3
The Felice Brothers - 'Rockefeller Drug Law Blues' mp3
The Felice Brothers - 'Ballad Of Lou The Welterweight' mp34 - THE BEES - OCTOPUS
Einhverjir afdalamenn á nær-yfirgefinni eyju í Bretlandi gera skemmtilegustu sumar-kokteil-psychedelic-blús-brassband músík sem hægt er að hugsa sér. Það er svipað og að bóndinn á Flatey kæmi allt í einu með bestu house plötu allra tíma. Einhver gæti sagt að það séu eflaust einhver eiturlyf í drykkjarvatninu á eyjunni Wight, en ég mundi frekar segja að það hafi óvart farið eitthvað drykkjarvatn í eiturlyfin. Þömbum lónvatn úr geitarhorni og blásum í básúnu.
The Bees - 'Got To Let Go' mp3
The Bees - 'Listening Man' mp33 - ROISIN MURPHY - OVERPOWERED
Titillag þessarar plötu var þjóðsöngur sumarsins hjá mér. Fyrsta sólóplata þessarar fyrrum söngkonu Moloko, 'Ruby Blue' var fín á köflum en datt stundum í leiðindadjass og eitthvað plinkíplonk sem minnti á atriði í teiknimynd eftir Tim Burton. 'Overpowered' er aftur á móti poppplata. Grípandi, smart og aðgengileg. En alltaf skína frumlegheitin og fágunin í gegn. Tískudiskó af bestu sort.
Roisin Murphy - 'Overpowered' mp3
Roisin Murphy - 'You Know Me Better' mp32 - GLASS CANDY - BEATBOX
Guði sé lof fyrir ítalina. Einmitt þegar maður hélt að Ed Banger og franska tekknóið ætlaði að ganga að ímyndunarafli danshljómsveita dauðu, kom útgáfufyrirtækið Italians Do It Better og opnaði fjólublátt flauelstjaldið að stjörnuþokunni Smekklegheit. Gamaldags Italo-synthar, nútíma diskóbít og draumkenndir textar gerðu Glass Candy, Chromatics og Mirage að mest spennandi hljómsveitum ársins. Frakkland mun falla.
Glass Candy - 'Beatific' mp3
Glass Candy - 'Rolling Down The Hills' mp31 - M.I.A. - KALA
Í ár voru stelpurnar að gera langskemmtilegustu hlutina. Santogold, Feist, Roisin Murphy, Tracey Thorn og Farah létu strákana svitna en Mæja sendi þá í uppvaskið. 'Arular', frumburður hennar var alveg hreint fín plata, en 'Kala' er ekkert annað en spandex-klædd borgarastyrjöld... semsagt snælduvitlaust góð. Hvert einasta lag er einstakt, stílar og stefnur skjótast um allt og manni langar einna helst að stofna nýtt eyríki, með Mæju sem forseta og neongular hjólabuxur sem þjóðfána. Ég meina, hverjum öðrum hefði dottið í hug að gera rapplag með þremur tíu ára frumbyggjum frá Ástralíu?
M.I.A. - 'Paper Planes' mp3
M.I.A. - 'Mango Pickle Down River' (feat. Wilcannia Mob) mp3

- - - -

Svona hljómar það nú. Álit?

Eins og áður sagði kemur svo sameiginlegur listi okkar allra yfir bestu lögin einhverntíman eftir jól.

fimmtudagur, desember 20, 2007

Ekki ErlentVið erum að sjálfsögðu í miklum árslistapælingum hér í neðanjarðarbyrgi Skrúðgöngunnar. Þið megið vænta æsispennandi lista á milli jóla og gamlárs.

Ég mun einnig vera álitsgjafi í árslista Fréttablaðsins. Fylgist því vel með bréfalúgunni þegar þið farið að heyra í flugeldum.

Reyndar fannst mér alger bömmer að gera innlenda listann því öll þau bönd sem ég hef hvað mestan áhuga á eru plötulaus í ár.

FM Belfast, Motion Boys, Retro Stefson, Steed Lord, TZMP og Tesla Girls eru vinsamlegast beðin um að huga að útgáfumálum.

En pörupiltarnir í Jakó stóðu sig með prýði í ár og þeir rötuðu á listann minn. Hérna er ofsaflott remix á einu lagi þeirra.

Jakobínarína - 'Jesus' (Tronik Youth rmx) mp3

þriðjudagur, desember 18, 2007

Be here to love me

Ég horfði á heimildarmynd um daginn um Townes Van Zandt sem heitir "Be Here to Love Me". Frábær mynd með enn frábærari músík. Tjékkið á henni ef þið getið þ.e.a.s ef þið fílið gaurinn, en auðvitað er ekkert annað hægt... (nema ef þið eruð með svart hjarta). Myndbandið hérna fyrir neðan er úr "Be Here to Love Me".Townes Van Zandt - 'Be Here to Love Me' mp3

Townes Van Zandt - 'My Proud Mountains' mp3

Jólaseríugaddavír

Loksins var ofsaveðrið kveðið niður og við getum læðst úr neðanjarðarbyrgjum okkar. Ég vil róa þjóðina niður með tveimur vel völdum (þó ég segi sjálfur frá) lögum með listamönnum sem hafa staðið sig afskaplega vel á árinu.

Hinir sænsku Studio hafa verið leiðandi í þessari langþráðu rólegheitabylgju sem virðist vera rétt innan við sjóndeildarhringinn. Niður með distortion-rafmagnsgítar-leðurjakkatekknó og inn með strandpartý og kossaflens á smábátahöfninni.

Þetta tiltekna framlag þeirra er ögn tempó-harðara en venjan er hjá þeim (soldill Talking Heads fílingur meiraðsegja), en þetta fer þá bara í 8-rása tækin í hraðbátnum þegar við förum í kapp við Diego Escobar.
Love Is All - 'Turn the Radio Off' (Studio remix) mp3

Og blessunin hún Santogold er alltaf hress. Hér er hún í Barbados fíling.
Santogold - 'Shove It' (John Reggae & Spankrock rmx) mp3

föstudagur, desember 14, 2007

Mega-Giga-Tera-BASS!


Krotborg

Mínir heimalningar í Zuckakis Mondeyano Project keyra um í grænum löggubíl og skjóta á allt sem fyrir verður. Hringið í plötusnúðinn, það er útkall á dansgólfinu. Leizermorð og róbótauppþot.

Alveg heví Miami Bass (AKA Booty Music) fílingur í þessum hittara.

Zuckakis Mondeyano Project - 'Autobahn Police' mp3

INTL-
Yo mate! Don't hesitate to play that Roland 808
for your heavyweight bedmate from Kuwait!

It's a fruitcake earthquake from that non-fake
beefcake drumbreak, make no mistake!

Dropkick that seasick Frederick and his gimmick
and go for this epic drumstick music lick!

In conclusion:
Dig the awesome blossom wisdom from this
handsome gruesome twosome, chum!

miðvikudagur, desember 12, 2007

Make like my pants and RIPSmá elegans og stjörnufans þegar við hengjum upp jólakrans.

Annað er rómantískur löngunar-óður frá hlýrri strönd þar sem ástríðan ríður rækjum. Minningar um diskótek og sveitt læri.
Rune Lindbæk - 'Til Lippo Lippa' mp3

Hitt er smekklegur og smooth slagari með seyðandi slagkraft sem segir sex. Velkomin til San Francisco, þar sem þokan strýkur þér um lendarnar.
Mark Rae - 'San Francisco' mp3

International-
This one goes out to my man Ike Turner, who's getting his ass kicked in that big limo in the sky.

þriðjudagur, desember 11, 2007

Snapp


Saga

Ofsa stuð að snúa plötum aðeins of hratt og dansa við útkomuna. Lifum lífinu geyst á þriðjudögum og drepumst úr stuði fyrir hádegi. Venjulega þegar lög eru spiluð of hratt, breytast söngvararnir í unglinga með helíumlungu. unglungu. En þetta tiltekna lag rétt sleppur fyrir hornið á Austurstræti áður en hópslagur brýst út á 17. júní.

Ruth - 'Polaroid' (Breidholt's Tempo Edit) mp3

International-
I'm a busy man and I have no time for plodding tunes. This is a sped-up ditty that I hope will set your tuesday ablaze with its somewhat galloping tempo. The vocals are almost approaching Chipmunk territory but I don't mind. Not at all!

föstudagur, desember 07, 2007

EndurkomaJá, hver man ekki eftir 'Miss You' með Everything But The Girl? Þessu skellti æskan á fermingargræjufóninn og dansaði frá sér unglingsárin í Dickies buxum og með melluband um hálsinn.

Tracey Thorn, stelpan í Everything But The Girl, er komin aftur og er að herja á svipuð mið og Roisin Murphy, Goldfrapp og aðrar eins smooth diskó-gellur. Tékkið á 'Get Around To It', sem er kover á geggjuðu Arthur Russell lagi sem Laufey póstaði hérna fyrir einhverjum misserum.

Tracey Thorn - 'Get Around To It' mp3
Tracey Thorn - 'Raise the Roof' (Beyond the Wizards Sleeve re-animation) mp3


PS-
Að sækja músík án þess að kommenta lætur indjánann gráta.

Taking music without commenting makes the indian cry.

miðvikudagur, desember 05, 2007

Hvítt ValdWhite Williams er eiturhress gæji með myspace síðu. Hann er líka í því að gera létta og grípandi músík sem er gaman að róla sér við. Og þá meina ég kynlífsrólu.

En í fúlustu alvöru, þá er ég að prumpa í buxurnar yfir hvað þessi tvö lög eru skemmtileg.

White Williams - 'Route To Palm' mp3
White Williams - 'Violator' mp3

'Route To Palm' mun bókað mál vera notað í einhverri hipp vegamynd um ungt fólk í leit að sjálfu sér. Hrakföll og litríkar aukapersónur. Í guðs bænum sækið þetta yndislega lag áður en það gerist.

'Violator' er síðan andrúmsloftsmúsíkin fyrir mini-partý á miðvikudegi. Þessi blanda af diskó og forvitnis-indí skilur engan eftir ósnortinn. Undir lokin get ég svarið að hann notar sama syntha og Vangelis í Blade Runner Sándtrakkinu.

mánudagur, desember 03, 2007

Mánudags stressssÞegar maður er stífur og stressaður þá er gott að láta eitthvað róa sig niður.
16 vikur af Istanbúlverkefni og seinasti dagurinn í dag!

Nina Simone - 'Baltimore' mp3

Randy Newman - 'Baltimore' mp3

laugardagur, desember 01, 2007

Illkynja DansigaldurHér er einn eldfastur megaslagari (með bónus galdrarúna stuð-guarantee hexi) fyrir þá sem eru á leiðinni út. Smokrið þessu í The Private Car Soundsystem og permanentaðar píur í lærisháum pinnahælastígvélum muna koma stökkvandi inn um bílgluggann. Piltar: ef þetta lag kveikir ekki í mjaðma-róbótanum í lendum kvenna í kringum ykkur, þá eruð þið bara ekki með neitt geim, því miður.

Ready For The World - 'Oh Sheila!' mp3

Ég elska Roxy Music svo mikið - ástæða 9269: Meðlimaskipanin er algert blandípoka.

Píkukítlarinn Bryan Ferry, smjörtillinn sá, einsog útriðið diskótekhúsgagn. Með kókaínblóð í lendum og kynlífsbrák á hvarmi. Æsilegt látbragð og munúðarfullt trítl um sviðsmyndina æsir kvendirnar svo uppúr ætlar að sjóða.

Trymbillinn: Uppreisnargjarn sonur útfararstjóra, með hárið og kvenlegar mjaðmirnar að vopni. Treyjan svo flegin að hálsmálið og buxnaklaufin eru einn og sami inngangurinn.

Strengjaspilarar hirtir úr TapaðFundið í þjónustumiðstöð sígaunahraðlestarinnar. Spilavítisræningi frá villta vestrinu puttar bassann á meðan Launbarn Einsteins og Leppalúða sólóar undir hári úr gamalli ullarkápu.

Saxófónblásarinn er óstöðvandi. Þetta uppfinningamenni möllettsins vaknaði eftir hvataferð til tungla Satúrnusar með illskæðan geimverukynsjúkdóm. Gigginu í myndverinu yrði ekki frestað, þannig að bestu satínbrókunum var smokrað utanyfir ógurleg kýlin sem þöktu fótleggina. Blástu, geimdrusla. Blástu.

Lengst til vinstri, hnappaknapinn Brian Eno. Að vana einsog kjúklingur með alnæmi.Lagið líka tussuflott.
Roxy Music - 'Do The Strand' mp3

Daniel Rossen

Ég hef postað lög frá þessum áður einsog coverið á deep blue sea og svo no one does it like you með hljómsveitinni hans,department of eagles. Hérna er nýtt cover sem hann gerði. Alveg crazygood, hann er snillingur maðurinn. Þetta lag var víst afmælisgjöf frá honum til vinar síns í grizzly bear. Eftirfarandi er af heimasíðu grizzly bear:

“For a good year I’d been pestering my band-mate Daniel to do a cover of the ridiculously cheesy (but might I add very catchy) Jo Jo track “Too Little Too Late.” At first I was bribing him with an old iPod, but no dice. He wasn’t having it. Finally, actually over a year from when I first asked him to, he decided to surprise me and give me a cover of the song for my birthday. He had remembered I wanted him to sing it very seriously, as if he really meant all those lyrics (which, if you know the song, is really hilarious) and he did, and what happened? Well, everyone who has heard it can’t even believe it’s the same song. He turned something so auto-tuned and trite into a really great song. I’ve been listening on repeat”.

Og hlustiði nú.

Daniel Rossen - 'Too little too late' mp3

(P.S hérna er upprunalega útgáfan með jojo)