þriðjudagur, desember 30, 2008

Rakettiskó

Mér finnst ekkert kvöld eins diskólegt og gamlárskvöld. Glys, glamúr, glaumur, gleði og fleira sem byrjar á G. Ég ákvað því að endurtaka leikinn frá því í fyrra og núa saman diskómixi. Í fyrra var hugtakið aðeins opnara, en að þessu sinni held ég mig nær eingöngu við gullöld diskótónlistarinnar.

Þannig að ég segi bara ykkar skál, dömur og herrar. Gleðilegt 2009 og mega mjaðmir ykkar fá útrás annað kveld.Bobby Breiðholt - 'Bobby's Disco Party 2009' mp3
39:08 – 320kbps – 89mb

Lagalisti:
01 - Faze Action - Moving Cities (alternate version)
02 - Don Ray - California Style
(Matt Hughes - Can't Talk now)
03 - The Paper Dolls - Get Down Boy (Love on the Run edit)
(Cloud One - Spaced Out)
04 - Goody Goody - It Looks Like Love (Dim's edit)
05 - Gino Soccio - I Wanna Take You There
06 - Madleen Kane - Cherchez Pas
07 - Demis Roussos - I Dig You
08 - Spencer Jones - How High
(Mark Gomez, the Leather Man!)
09 - Harold Melvin - Don't Leave Me This Way
10 - Louisa Fernandez - Make Me Feel Alright
(Kiev Stingl's 3rd World Disco)
11 - Mickey Moonlight - Interplanetary Music (Riton remix)
12 - Carrie Lucas - Dance With You
13 - Leynigestur


Sem bónus er hérna mixið frá í fyrra.Bobby Breiðholt - 'Bobby's Bitchin' Disco Party' mp3
45:59 / 52.9mb

Syrpan:
00 - "1!"
01 - Daniel Wang - Like Some Dream I Can't Stop Dreaming
02 - Loose Joints - Is It All Over My Face
03 - Bobby Breidholt - Patrick vs Gary!
04 - Glass Candy - Miss Broadway
05 - Sister Sledge - Thinking Of You (Facemeat tempo edit)
06 - Kleerup feat. Robyn - With Every Heartbeat
07 - Regrets - Je Ne Veux Pas Rentrer Chez Moi
08 - Chaka Khan - Fate (Facemeat tempo edit)
09 - Stardust - Music Sounds Better With You
10 - Chic - Clap Your Hands (No verses edit)

mánudagur, desember 29, 2008

Millibilsástand

Þá er maður að þerra sósuna sem vætlar útúr eyrunum eftir einhver mestu svalljól í manna minnum. Nota ég eyrnapinna til þess brúks.

Býð ég hér nokkrar síðbúnar jólagjafir sem okkur hafa borist undanfarna daga. Ef löngun er til, má dansa af sér laufabrauðið með þessar gersemar í gangi. Að minnsta kosti má brenna einum eða tveimur Nóakonfektmolum með því að kinka kolli í takt, eða að slá bítið með fætinum undir skrifborðinu.

Annars er það að frétta að ég hef töfrað fram mitt annað áramótamix með diskóþema. Þannig að fylgist með því á morgun. Ætli við klömbrum ekki líka saman einhverskonar uppgjöri eða annál. Það gæti líka verið ein frétt í viðbót varðandi bloggið sjálft, en þeim tíðindum yrði þá bara skúbbað inn án viðvörunar.

En að góssinu:

Munk dúndrar á okkur grúfuðu djammi. Klukkutími og meira til af unaði og mjaðmahnykkjum.
Munk - 'Xmas Mix' mp3
1:18:38 - 108mb

Stuttir tónleikar með hinum geggjuðu Who Made Who frá Kaupmannahöfn. Ef þú varst á staðnum þegar þeir trylltu Gaukinn á Airwaves hér um árið, þá veistu við hverju má búast.
Who Made Who á tónleikum mp3
20:19 - 46.5mb

Og svo eitt fyrir ströndina frá Tólfunum:
The Twelves - 'Be My Crush' (Cicada's B-LIVE Rio_Mix) mp3

miðvikudagur, desember 24, 2008

Hátíðarskap

Aldrei þessu vant hef ég verið að grúska í jólatónlist og hef fengið mér jólatjáningar frá Beach Boys, Elvis, Henry Mancini, Phil Spector og 'Merry Christmas Charlie Brown' með Vince Guaraldi Trio. Þessi síðastnefnda er í sérstöku uppáhaldi, heldjössuð og smooth. Ég notaði eitt lagið af henni á vetrarmixinu sem ég setti inn um daginn.En lagið sem ég ætla að setja inn er með hinum yndislegu Ronettes. Það er hvorki um grýlukerti né möndlugraut en það skiptir ekki máli því lögin þeirra eru alltaf svo jólaleg. Hreindýrabjöllur í yfirvinnu.

The Ronettes - 'Baby I Love You' mp3


Gleðileg jól kæru vinir.

þriðjudagur, desember 23, 2008

Jólalög FM BelfastFyrir jólin 2005-2007 gerði Árni Plúseinn úr FM Belfast, ásamt völdum vinum, jólalagatal fyrir útvarpstöðvarnar XFM og síðar Reykjavík FM. Hann tók upp eitt lag á dag alla aðventuna, þannig að til urðu ógrynni af frábærum jólalögum.

Ég mæli sérstaklega með Made A Promise sem hann gerði með Lóu úr Belfast og Martin nokkrum, Við þökkum guði fyrir jól sem hann gerði með Árna Vil úr Belfast og Lóu, Pakki, þar sem Johnny Sexual kom í heimsókn, og svo auðvitað jólalaginu þar sem Terrordisco nokkur kemur við sögu.

Gleðileg jól.

föstudagur, desember 19, 2008

Tilkynningaskyldan: NÝTT LAG FRÁ ROYKSOPP!Jæja, ókei, þetta er nokkra daga gamalt, þannig að sírenan er kannski pínu ofmat. En hey, hversu oft fáum við að nota hana?

Það er allavega komið nýtt lag frá ROYKSOPP, vinalega dúóinu frá Noregi. Það hefur ekki heyrst múkk frá þeim síðan áður en internetið var fundið upp, en þeir ákváðu að skjóta upp kolli á ný núna 15. desember síðastliðinn með lagi í tilefni af 10 ára afmæli hljómsveitarinnar.

Lagið heitir að sjálfsögðu Happy Birthday, og er alveg frekar magnað.

Þið getið sótt lagið á heimasíðu hljómsveitarinnar, Royksopp.com.

mánudagur, desember 15, 2008

Frýs í æðum blóð

Ég var í afar rólegu skapi og vantaði sándtrakk fyrir göngutúr í kuldanum. Henti því saman nokkrum lögum sem passa vel við frosið loft og marrið í snjónum.

Í raun fullkomin tónlist til að vera með í gangi þegar maður sofnar í snjóskafl og verður úti. Nú eða fyrir jólalegt káf uppí sófa.Bobby Breiðholt - 'Vetur Konungur' mp3
32:48 / 46mb

Lagalisti:
1 - Robin Gibb - Farmer Ferdinand Hudson (intro)
2 - Zeus & Apollo -Nui Nui
3 - Frozen Silence - Childhood
4 - Bo Hansson - Lothlorien / Shadowfax
5 - David Axelrod - Sandy
6 - Black Sabbath - Planet Caravan
7 - Mantus - Jesus
8 - Pekka Pohjola - Sekoilu Seestyy
9 - Sven Libaek - Tatcherie
10 - Vince Guaraldi Trio - Christmas Time is Here
11 - Rabbitt - Gift of Love

föstudagur, desember 12, 2008

LávarðarÍslenska tónlistin steintröllríður öllu í dag. Krakkarnir í Steed Lord voru að senda á okkur algjört bófahasar remix af laginu sínu 'It's What U Do 2 Me'. Það ratar beinustu leið í loftið.

Truth Serum var loksins að koma út og það er ykkur fyrir bestu að versla hana þegar í stað. úti í búð eða á tonlist.is ef þú ert stafræn/n.

Steed Lord - 'It's What U Do 2 Me' (Jack Beats remix) mp3

Dagur DagaAndi Rúnars Júl svífur um hjarta tónlistarmanna og verður íslensk tónlist gefin þeim sem vilja í dag, föstudag. Farið hingað og auðgið andann. Hlustið og kyrjið með þangað til brjóst ykkar er hart og stolt einsog stuðlaberg.

Lay Low - 'Last Time Around' mp3

Sigurður Guðmundsson - 'Vögguvísa' mp3
(af einni bestu plötu ársins, Gilligill)

Og auðvitað hinn eini sanni meistari-
Rúnar Júlíusson og Hjálmar - 'Blæbrigði Lífsins' mp3

þriðjudagur, desember 09, 2008

Leynifélagið FMB

FM Belfast eru farin í gang með mikla auglýsingaherferð fyrir 'How to Make Friends'... tvímælalaust eina af plötum ársins, hvort sem við erum að ræða inn- eða erlendar skífur. Ójá. Hér er auglýsingahlé:Svo eru það útgáfutónleikarnir núna á laugardaginn á Q-bar. Þangað skuluð þér mæta ef vettlingi þér getið valdið. Ellegar teiknar Lóa alveg óvægna skrípamynd af yður.FM Belfast - 'Frequency' mp3
Kaupa plötuna útí búð eða á tonlist.is

laugardagur, desember 06, 2008

Random RassakáfFannst þurfa einn djammara á laugardegi.

Þetta millitempó stuðlag kom út í fyrra. Flottur synthi og alveg mettað af töffaraskap. Ewan Pearson sér um rímix, en hann hefur unnið með liði einsog Rapture, Goldfrapp og Ladytron. Ekkert meira um það að segja, enda leim að tala meðan maður dansar.

Seelenluft - 'manila' (Ewan Pearson Radio Edit) mp3

föstudagur, desember 05, 2008Fleetwood Mac - 'Songbird' (unreleased outtake) mp3Við póstuðum um WOW um daginn og hér er annað lag þeim tengt.

Aaaalgjör slow-burner hittari. Níu mínútna ferðalag til ystu marka alheimsins og það má alveg dansa líka. Svona útúrmökkaðann geimfaradans. Pink Frost sjá um stjórntækin á þessu geimskipi.

WOW - 'Future Ghost' (pink Frost remix) mp3

fimmtudagur, desember 04, 2008

♬ ♪ ♩♫♬ ♪ ♩♫

Núna undanfarið er ég búin að vera að lesa rosa mikið og við lestur get ég ekki hlustað á tónlist með söngi í því þá missi ég einbeitinguna og fer að hugsa um aðra hluti sem er ekki sniðugt þegar maður er að gera B.A ritgerð.

Eeeen þar sem ég er mjög háð því að hlusta á tónlist þegar ég er að lesa þá verður hún að vera mjög róleg og þessvegna er ég búin að vera að þræða mig í gegnum LSD 90's tripping ambient og klassísku möppurnar mínar.Þetta er uppáhalds klassíska lagið mitt. Mamma átti úr sem spilaði þetta lag, mér fannst það sko flottast í heimi.

Ludwig van Beethoven - 'Fur Elise' mp3Orb er ógeðisband en það gerði samt uppáhalds ambient lagið mitt þrátt fyrir það.

The Orb - 'Little Fluffy Clouds' mp3

miðvikudagur, desember 03, 2008

Voðaleg Karíbahafsmúsík er þetta, á ekki að vera jólatónlist?Derrick Harriott gerist suðrænn jólasveinn og færir okkur yl frá Jamaíku. Lag þetta er heitara en logandi kerti á aðventukransi. Harriott var og er reggae pródúser og hefur helst unnið það sér til frægðar að vera einn af frumkvöðlum dub tónlistar ásamt King Tubby og Scratch Perry. Reyndar ekki ýkja döbbað þetta lag, en sjóðheitt einsog áður sagði. Njóttu þessara tóna, mon.

Derrick Harriott - 'Brown Baby' mp3

þriðjudagur, desember 02, 2008

Svart og hvíttÉg er ekkert rosalega að fíla Katy Perry, finnst tónlistin hennar vera einum of bandarískt háskólapopp/rokk, hún sjálf er rosa rosa sæt og oft flott stíleseruð í svona 50's 60's stíl sem mér finnst svo flott, en dat is dat!

Ég fann samt eitt lag með henni sem ég fíla því þetta er MGMT coverlag.

Katy Perry - 'Electric Feel (MGMT COVER)' mp3
Svo er það Ingrid Michaelson sem ég er hinsvegar að fíla ofsa vel en mér finnst hún hrikalega halló og lúðaleg því miiiiður. Ofsa sæt en rosalega púkó.

Svona er þetta, þetta tvennt fer ekki alltaf hönd í hönd. Kannski ættu þær að vinna saman, ég held þær mundu bæta hvora aðra rosa vel upp. Ingrid fengið ofsa fína stíleseringu og Katy að gera alvöru tónlist.

Ingrid Michaelson - 'Be OK' mp3

mánudagur, desember 01, 2008

SjóðandiStundum er lag bara svo sólbakað og grúfað að maður bráðnar einsog leir sem hefur gleymst í vasa á leikfimibuxum.

Titillinn á laginu tengir mjög vel í tímana sem við lifum einmitt núna og allt það. Skellum okkur í bíltúr og hlustum eingöngu á útvarpsstöðvar sem hafa enga fréttatíma. Áhyggjurnar bara klessast burt á bílrúðunni. Ciao.

William Devaughn - 'Be Thankful for What You've Got' mp3

föstudagur, nóvember 28, 2008

Hlátrasköll í vikulok

Um daginn keypti ég mér tölvuhljóðkerfi í Kreppuverslun Halldórs og með í kaupunum fylgdu tveir diskar með hinum eina sanna Tvíhöfða. Þetta voru Konungleg Skemmtun og Sleikir Hamstur. Mín unglingavinnuár í hnotskurn. Ég lifði fyrir Suðu Sigfús, Kennedy Sjónvarpsstöðina, Litla Lagið Okkar, Tvíhleypuna, Grafræningjana og auðvitað grunnskólakennarann sem var að deita nemanda sinn. Jú og Fangann í Malaga og Snjalla Mongólítann og Björgunarafrekið í Látrabjargi og... og... og...

Hvurslags samfélag er það annars, sem útvarpar Reykjavík Síðdegis en ekki Tvíhöfða? Pff. En plöturnar þeirra fjórar lifa og kynda nostalgíubálið. Ég væri samt til í 80falda DVD box-settið með komplít þáttunum.Hér eru nokkrir demantamolar.

"Ég er í silkinærbuxum"
"Haa nei, ertu ekki bara í bómullarbrók?"
Tvíhöfði - 'Í Hverju Ertu?' mp3

Jón tjannellar sinn innri Einar Örn.
Tvíhöfði - 'Ég Fíla Nýbylgjurokk' mp3

"Þú ert skakkur mar!"
-"Já, ég er með mislanga fætur"
Tvíhöfði - 'Slangur 2' mp3

Alveg geðveikt lag sem ég var búinn að steingleyma. Sveitaballabandið Sigur Rós!
Tvíhöfði - 'Stuðlagið um Sigur Rós' mp3

Táningafræðarinn kenndi manni lexíur lífsins.
Tvíhöfði - 'Táningafræðarinn - Er Sjálfsfróun Eðlileg?' mp3

Og hérna er hann!
Tvíhöfði - 'Suðu Sigfús' mp3
Algjört hnossgæti. "Hvað ertað suða mamma mín?" - Og hey, hvað hét hann sem grillaði bara Medister pylsur?


Í guðs bænum pillið ykkur svo á tonlist.is til að Tvíhöfða ykkur almennilega upp.

fimmtudagur, nóvember 27, 2008

Our Man in Japan -
Gestafærsla frá Árna KristjánsHér fáiði smá sneið af eðal afslöppuðu boogie og 80s sál. Þessi lög áttu að fara í nýtt boogie mix sem ég er að vinna að en voru of róleg og notaleg innan um allan bassaplokkstryllinginn. Allt tekið upp af vínyl. Njótið!

The Jones Girls - 'Nights Over Egypt' mp3
Arthur Adams - 'You Got the Floor' (instrumental) mp3
Alfonzo Surrett - 'Gimmie Your Love' mp3

miðvikudagur, nóvember 26, 2008

Novia SkandinavíaBeint af Norðurlandatúndrunni kemur Dan Lissvik með funheita Afríku- og Karíbahafstóna. Síðan ég heyrði fyrst í Studio hef ég verið alveg yfir mig ástfanginn af svona suðrænni afrobeat chill tónlist. Og haldiði að það sé ekki tilviljun, Lissvik er einmitt meðlimur í Studio. Já sjaldan ein báran stök. Jahérnahér.

D. Lissvik - '06' mp3
kaupa

Algjört kokteilsándtrakk og skeljatínslumúsík. *elsketta*.

fimmtudagur, nóvember 20, 2008

Nýtt myndband frá FM Belfast: Par Avion


FM Belfast: Par Avion from Torfi Frans Olafsson on Vimeo.

Þetta myndband var tekið upp á tónleikum FM Belfast á Iceland Airwaves 2007, á Gauknum laugardagskvöld, beint á eftir Chromeo. Myndbandið er eftir Torfa Frans, sem er yfir flestu hjá CCP, þarna fyrirtækið sem gerir litla tölvuleikinn með öllum geimskutlunum.

Ef þú býrð í bandaríkjunum getur þú keypt FM Belfast plötuna hér - Amie St. - eða hér - iTunes -, en ef þú býrð á íslandi er best að kaupa plötuna í Eymundsson eða Smekkleysubúðinni á Laugavegi.

þriðjudagur, nóvember 18, 2008

Meira nýtt mix: NatalieVið höldum áfram að birta fress dídjeimix með fremstu diskótekurum landsins, og næst í röðinni er DJ Natalie, e.þ.s. DJ YAMAHO.

Hún leggur til tvö ný mix, Pleasure Mix og NO MERCY Mix. Annað er í rólegri kantinum og hitt mjög mikið ekki.

Njótið vel.

DJ YAMAHO - 'Pleasure MIX' mp3


DJ YAMAHO - 'No Mercy MIX' mp3

Nýtt mix frá Magga Lego!
Nýtt mix frá Magga Legó! Aka Herb Legowitz! Aka Buckmaster De La Cruz! Aka Hunk Of A Man! Aka Magnús Guðmunsson!

Ef þið viljið gott dansigrúf þá verðið þið ekki svikin af þessu.

Mixið er í þremur pörtum, þið getið sótt það á síðunni hér að neðan.

Sækið mixið hér! (Mediafire.com)

föstudagur, nóvember 14, 2008

Þegar brækur strukust við jörð.

The Rapture voru að gefa út mixteip með hinum frumlega titli Tapes. Þar kennir ýmissa grasa, m.a. Daytona 500 með Ghostface Killah, Raekwon og Cappadonna. Að mínu mati besta lagið sem meðlimur Wu-Tang gaf út á sólóplötu. Minningartárin bleyttu skyrtuna mína og nærstaddir runnu til í pollinum. Þvílíkur nostalgíuþjóðsöngur. Þetta ómaði í stigagöngum Breiðholtsins seint á seinustu öld.

Ég fór því að gramsa í gamla rappinu mínu og rakst á aðra gersemi sem ég ætla að senda út með kveðju til landabrúsa æsku minnar. Megi þeir grotna í náttúrunni að elífu.

Camp Lo - 'Luchini (This is It)' mp3


Luchini er svo mikið Blaxploitation
að ég varð að setja inn mynd af Pam Grier.

fimmtudagur, nóvember 13, 2008

Póstsekkurinn: Ástralíufærsla #34,546

Við ættum bara að flytja bloggið til Ástralíu.WOW frá Sydney sendu okkur þennan slagara um daginn og ég hef verið að velta mér uppúr honum einsog fress á teppi (blautu af catnipp).

Algjört löðrungsbít og dansandi hnefar sem kýla guð í andlitið. Fastagestir okkar, Bumblebeez sjá um endurhljóðblöndun.

WOW - 'Icy Cold' (Bumblebeez remix) mp3

miðvikudagur, nóvember 12, 2008

Miðvikusál


Á mynd: Otis Redding, soul warrior

Ég hef alltaf trúað því að svart fólk hafi í alvöru rifist svona í gamla daga. Og þá er ég að meina að það hafi verið brassband úti í horni sem blés við hverja móðgun.
Otis Redding - 'Tramp' mp3

Og bara því það er ekki hægt að fá nóg af röddinni hans Otis...
Otis Redding - 'Pain in My Heart' mp3


Sam & Dave gerðu fullt af perlum en eru ekki nefndir eins oft og tröll einsog Otis. En þeir áttu þó þessa mergjuðu kápu:Þessi skjaldbaka er alveg bólufreðin.

Sam & Dave - 'Can't You Find Another Way (Of Doing It)' mp3

þriðjudagur, nóvember 11, 2008

Ástin er skrítin

Og ég meina sko virkilega skrítin. Hún safnar Kóreyskum frímerkjum og á tuttugu ketti. Hún eldar soðnar músarmottur í matinn og ber þær fram með skósvertu og skipalakki. Maður sér hana stundum úti á götu, að krota guðlast á búðarglugga í ruslapoka einum fata. Skórnir eru ekkert annað en gamlar hárkollur. Setjið ástina á hæli. En eitt er þó víst: Hún lemur kúabjöllur einsog það sé dómsdagur á morgun.

Mickey & Sylvia - 'Love is Strange' mp3Wings voru reyndar ekkert svo skrítin, en voru þó í hárkolluskóm.

Wings - 'Love is Strange' mp3

föstudagur, nóvember 07, 2008

UllarsokkadjammEr ekki kominn tími á gamaldags djamm? Stuð með vettlingum og heimalöguðum landasmákökum. Kojuknús og kassagítarglamúr. Mig langar á svona Roadhouse, djamm-hjall við bandarískan þjóðveg þar sem er sag á gólfi og bullandi sveittir nautahausar á veggjunum. Staður þar sem fjöldaslagsmál brjótast út fyrirvaralaust og menn taka dans oná öskubökkunum.

Ég veit að það er þannig stemning hér (jafnvel með moldargólfi):
Bunker Hill - 'Hide & Go Seek' mp3

Hér er mjög obskjúr sixtís band að taka cover af samtímasmelli Big Brother;
Wool - 'Combination of the Two' mp3

Og að lokum setjum við smá klassa í þetta og gefum Levon Helms og Haukunum hans hljóðið. Blússandi RnB (einsog það var og hét kringum '60) og hefí Ray Charles fílingur.
Levon & the Hawks - 'He Don't Love You (And He'll Break Your Heart)' mp3
Þeir sem kannast við nafn Levons og röddina í Richard Manuel verða ekki hissa á að vita að þessi grúppa þróaðist í The Band.

föstudagur, október 31, 2008

Gylltur DeLorean?!Þessir óskundagæjar notuðu tímavélina augljóslega til að skreppa til '84 og stela stílnum. Þeir hljóma meira einsog Daryl Hall með hverjum deginum og ég tel að brátt sé ekki hægt að vera meira eitís en Chromeo. Meira eitís en Prince að þefa af spandex nærbrókunum hennar Margaret Thatcher.

Þessi ógeðfellda hugsýn var í boði Kaupstaðar í Mjódd - þar sem er gaman að versla.

Treasure Fingers - 'Cross the Dancefloor' (Chromeo remix) mp3

Sveimhugi

Sveimhugi er búinn að vera að lengi, að búa til nýja og skemmtilega músík úr íslenskum sömplum. Rauðir þræðir er lag eftir hann sem ég hef haft undir höndum í lengri tíma og virðist aldrei fá leið á.

Gott stöff.Sveimhugi - 'Rauðir þræðir' mp3

fimmtudagur, október 30, 2008

Viðkunnalegasta lag allra tíma
Þetta er sennilega næsaðasta lag allra tíma. Ef ykkur vantar smá næs í lífið, leitið ekki lengra.

Enda ekki við öðru að búast af þessu fólki. Horfið bara á myndina hér að ofan. Hversu næs er þetta lið? Það er súúúper næs.

Næs.

The Five Stairsteps - 'Ooh Child' mp3

El Guincho

El Guincho er hress gaur frá Barcelona. Wikipedia greinin um hann líkir honum við Animal Collective og Os Mutantes, en þegar ég hlusta á tónistina finnst mér eins og hún komi frá óskilgetnum syni Manu Chao.

Þetta er eiturhresst og svaka suðrænt.

El Guincho - 'Antillas' mp3

miðvikudagur, október 29, 2008

Vandamálið Leyst.

Ef það eru einhver vandamál þá snúið þið ykkur bara til þessa manns:Það er ekki oft sem lög eru í alvörunni seiðandi, en þetta lag er sko SEIÐANDI.

Lionel Richie - 'Let the Music Play' (Beatconductor remix) mp3

mánudagur, október 27, 2008

Í lífsins ólgusjó

Varúð - bjartsýni framundan.Í öllum þessum sjómennsku-líkingum í leiðindaumræðunni hlýtur að vera rúm fyrir rólegheita snekkjufíling.

Breytum 'þjóðarskútunni' í partýbát og 'strandskeri' í ylheita baðströnd. 'Strandi' í dans og 'Lífróðri' í límonaði.

Unaðslega rólegt og indælt lag með einkar smooth bandi.

Boat Club - 'Warmer Climes' mp3

föstudagur, október 24, 2008

HumarHann Pilooski kallinn gerði allt galið með Frankie Valli slagaranum sínum í fyrra og nú er haldið ótrautt áfram í fúnkí grafráni (er Frankie Valli dáinn?).

Nú er það Kóngurinn sem er tekinn fyrir og útkoman er soldið öðruvísi sánd, en samt álíka töff.

Elvis Presley - 'Crawfish' (Pilooski edit) mp3

PS-
er ENDALAUST hægt að grafa upp gleymd lög með honum og remixa?

miðvikudagur, október 22, 2008

Speisað
Þegar ég var yngri las ég eitthvað af vísindaskáldskap. Ég slysaðist til að lesa Hitchhikers Guide to the Galaxy eftir Douglas Adams, og fór í kjölfarið af því að lesa aðra höfunda á þessu sviði, eins og Ray Bradbury, Isaac Asmiov, Kurt Vonnegut og nokkra minni spámenn.

Eitt "premise" sem kom nokkrum sinnum fyrir í skáldskap þessum var að aðalsöguhetjan fór í gegnum einhver heims-umskipti, þar sem að grundvallarlögmál heimsins virtust breytast örlítið, eða mjög mikið, og hann fann sig staddann í heimi, þó mjög líkum heiminum sem hann hafði verið vanur, en þar sem fólk, hlutir og / eða grundvallarlögmál vísindanna funkeruðu allt öðruvísi.

Mér líður pínu eins og að þetta hafi verið að gerast. Það er eins og að hlutir, sem maður hélt að væru algjör fasti í tilverunni, hlutir sem maður pældi aldrei í út af því að þeir voru svo sjálfgefnir, eru farnir að hegða sér á máta sem manni hafði aldrei órað fyrir.

Ég er að sjálfsögðu að tala um Axl Rose.

Í öll þessi ár höfum við treyst á það að það komi dagur eftir þennann, að þyngdaraflið virki svona sirka, og að Axl Rose fresti útgáfu plötunar Chinese Democracy til næsta árs. Unnendur rokktónlistar sem eru enn á unglingsaldri hafa ekki lifað öðruvísi tíð en þá að næsta breiðskífa Guns n' Roses sé á leiðinni - en ekki alveg strax.

Og nú er skrækróma skrípið búið að kippa í burtu þessa undirstöðu tilverunar. Platan Chinese Democracy er sumsé farin í framleiðslu, og dettur í búðir 23. nóvember.

Fyrsta lagið fór í útvarpsspilun í dag, og er það titillag plötunar.

Þið getið lesið nánar um plötuna hjá RollingStone.com.

Á GötunniMike Skinner og hitt fólkið sem gerir plötur með honum hafa pungað út nýju safni laga og er sjálfur Skógarfoss á forsíðunni. Ísland tútnar örlítið út af stolti.

Samt er ég viss um að einmitt núna er æstur múgur að tæta þessa plötu í mél í HMV í London. Eru þetta ekki samt ýkjur með íslendingahatrið ytra? Eru þeir kannski að brenna svona tusku-útgáfu af forsetanum?

Þetta lag er samt gjebbó.

The Streets - 'Heaven for the Weather' mp3

mánudagur, október 13, 2008

Látið Stevie vera!Idol, Xfactor og allt það ógeð hefur gert tónlist svo óskaplega mikinn skaða að við verðum margar kynslóðir að jafna okkur. Að heyra hallærislegar og korný karaoke útgáfur af annars afbragðs lögum hefur eyðilagt þau. Stevie Wonder er steindauður fyrir mér. Ég get ekki heyrt röddina hans án þess að kuðlast saman í aulahroll og hugsa um öll gerpin sem hafa slátrað lögunum hans í einhverri Kringluútgáfu.

En það eru undantekningar. Eini smellur hjónadúettsins Delaney & Bonnie er bara alltof gott lag til að lenda í skugganum af hallæriscoverum. Enginn Ruben Studdard fær þessari perlu grandað.

Delaney & Bonnie - 'Groupie (Superstar)' mp3

sunnudagur, október 12, 2008

Haustmix 2008Haustið er enn og aftur mætt og þá er ekkert annað í stöðunni en að hlusta á rólyndis og kósý músík og kúra upp í rúmi.enjoy.

Laufey - 'Haustmix' mp3

tracklist:
01 Ain_t No More Cane - the band
02 Rusty Town - Jeff Zentner
03 Albert - Ed Laurie
04 Do I Still Figure In Your Life - Pete Dello
05 Who Knows Where The Time Goes - Sandy Denny
06 Patriot Game - Liam Clancy
07 My Father's Gun - Elton John
08 You Put Something Better Inside Me - Kiki Dee
09 I_ve Got a Secret - Fred Neil
10 Your Protector - fleet foxes
11 curs in the weeds - Horse Feathers
12 Intuition - Feist
13 Rest In Peace - Curt Boettcher
14 midnight_cowboy_theme - Henry mancini

laugardagur, október 11, 2008

FréttatilkynninginÞað kemur senn út heimildarmynd um frumkvöðulinn og snillinginn Arthur heitinn Russell. Hann var lítt þekktur í lifanda lífi en var geysiflinkur avant-garde listamaður, spilaði á selló og vann með köppum einsog David Byrne og fleiri nördum. Hann stóð sig þó best í diskótónlistinni að mínu mati, svona danstónlist hugsandi mannsins. Eyðnin bar hann ofurliði 1992 en hans fylgi hefur stóraukist undanfarin ár með endurútgáfum og þegar bönd nefna hann í sífellu sem áhrifavald - td. DFA hér að neðan.

Endilega reynið að kaupa/sjá/stela þessari mynd þegar hún kemur út, enda var Arthur kallinn eldhress og duglegur. Meira hér.

Arthur Russell - 'Get Around to It' mp3
Arthur Russell - 'Springfield' (DFA remix) mp3

fimmtudagur, október 09, 2008

Bjartari framtíð

Við Breiðhyltingar höfum tekið ritstjórnarlega ákvörðun um að keyra soldið á bjartsýninni hérna, Bobby reið á vaðið með tvær færslur í trylltri gleði og bjartsýni, en ég ætla að byrja á að taka pínulítið öðruvísi pól í hæðina.

Bobby er sólskinsbangsi og bjartsýnisbarn og það þarf lítið til að láta hann brosa út að eyrum. Ég er meira gefinn fyrir áhyggjur, kvíða og þunga brún, og því þarf ég yfirleitt að byrja á einhverju upplyftandi áður en ég tapa mér í gleðinni.

Ég hef ákveðið að blása til sóknar í átt að bjartari framtíð með mest upplyftandi lagi sem ég man eftir. Ég skelli þessu alltaf á fóninn þegar ég er að koma mér í átt að betri fíling.

The Staple Singers - Come Go With Me mp3

FAÐMLÖG OG KÁTÍNA!spacesick

Það er óþarfi að nöldra og grenja oní matarafgang í Tupperware (eða einsog ég kalla það, Kreppuware). Frekar að halda limbókeppni og fara svo niðrí fjöru að leika sjávarlíffræðing og gefa öllum skeljum, þörum og svömpum ný nöfn.

Knús-
Breiðholtsmafían
Bjartsýnishreyfingin 2008

Minnie Ripperton - 'Simple Things' mp3

miðvikudagur, október 08, 2008

ÁST! HAMINGJA! BJARTSÝNI!

Elsku vinir og vínarbrauð. Slökkvum bara á fréttunum og skoðum haustlaufin. Hugsum ekki um böl og vol heldur það sem er ókeypis einsog til dæmis faðmlög, kossa og knús. Það er líka frítt að dansa, taka heljarstökk og að ropa geðveikt hátt. Það er vináttugóðæri hér á Skrúðgöngunni og mun þeirri útrás aldrei linna. Við lofum kreppulausri umfjöllun og bjartsýni í hvívetna. Snúum bökum saman og gróðursetjum kartöflur.


Elfelix

The Turtles - 'Happy Together' (Wade Nichols Edit) mp3

Ástralir drottna enn

Ástralirnir halda áfram að vera mest spennandi landið í danstónlistinni. Pnau eru alveg meiriháttar dúett, fullir af fjöri, kærleik og rassahristingi. Miklir stuðarar.Lög einsog 'Baby' og 'Embrace' voru sólarsömbur sem sögðu sex. Alveg einstaklega grípandi og skemmtileg lög sem einkenna hljóminn og fílinginn í Pnau. Þeir eru soldið FM Belfast Ástralíu.

En lagið sem ég vil setja hér inn er svolítið meira 'haust'. Ögn meira fullorðins. Melódían er sterk og tilfinningin grípur í kökkinn.

Pnau - 'With You Forever' mp3

Og giskiði hvað! Þeir verða á Airwaves! Allir að passa sig (kaupa passa sko. heh.)

mánudagur, október 06, 2008

MeegoFyrir ekki svo löngu áttu Walter Meego hug og hjörtu margra með laginu 'Keyhole' og fleiri slögurum. Þeir eiga þessi hjörtu enn því nýja platan þeirra 'Voyager' hefur fengið fínar viðtökur síðan hún kom í heiminn í sumar. Hér er tóndæmi.

Walter Meego - 'Forever' mp3
Fjarlægt að beiðni listamanns. Removed by request.

Alltaf jafn gasalega melódískt hjá þeim, þessum elskum.

**UPPDEIT - Hmm skvt. Dashboard er þetta 500. pósturinn. Til hamingju við!**

fimmtudagur, september 25, 2008

Hljómur Framtíðar

Sonus Futurae voru gríðarlegir frumkvöðlar í íslenskri tónlistarsögu. Þeir voru fyrsta synthabandið, gáfu út fyrstu synthaplötuna og gáfu auk þess út fyrsta íslenska tónlistarmyndbandið (eflaust fullt af synthum). Hér er smá innsýn í nafnið.


Fann ekki betri mynd.
Maður skyldi ætla að 'fyrsta íslenska synthabandið'
hafi skilið eftir sig fullt af myndum með hansagardínum og leiserljósum.


Alveg einstaklega smekkleg nýbylgja. 'Klapp-klapp' hljóðið í viðlaginu er alveg ómótstæðilegt. Kærar þakkir til Páls Inga, Breiðholtsblóðbróður, sem var svo höfðinglegur að senda þetta á okkur.

Sonus Futurae - 'Myndbandið' mp3

þriðjudagur, september 23, 2008

"The bums will always lose!"Eftir að ég fékk Big Lebowski keilukúluna hef ég verið með pínu Creedence æði. Þeir þykja nú ekkert ýkja kúl í dag, piltarnir í Creedence en John Fogerty er samt flottasta röddin í gamla rokkinu að mínu mati og þeir koma manni alltaf í fínt skap. Tvö dæmi úr gullöldinni: Eitt uppbít sem maður heyrir ekki oft og svo eitt besta blue-eyed soul lag allra tíma.

Creedence Clearwater Revival - 'Bootleg' mp3
Creedence Clearwater Revival - 'Long As I Can See The Light' mp3

PS
Hver vill gefa mér svona í jólagjöf?

sunnudagur, september 21, 2008

Draumar um RafkindurÞegar það er sunnudagur og rigning úti þá er bókstaflega ekkert annað til í dæminu en að setja Blade Runner playlistann í gang.

Vangelis - 'Blush Response' mp3
Vangelis - 'Longing' mp3
Vangelis - 'Fading Away' mp3

Og auðvitað...
Vangelis & Dick Morrissey - 'Love Theme' mp3Unaður. Áhugasömum bendi ég á þetta blogg þar sem má finna (og sækja) urmull af tónlist úr myndinni.

miðvikudagur, september 17, 2008

Bang Bang, You're Terry ReidÉg hélt fyrst að Terry Reid væri svartur. Einhver þeldökkur, sveittur soul warrior í flöskugrænum flauelisjakkafötum með bleikan vasaklút í hönd. Þvílík var sálarangistin í rödd hans. En neinei, hann ku hvítur, breskur og vera meira fyrir rúllukragapeysur. En það breytir því ekki að hann er með rödd sem lætur konur kikna í hnjánum og hross taka heljarstökk. Eða öfugt. Þvílíkur raddbelgur. Engin furða að hann er kallaður 'Superlungs'.

En já, hann á sér skemmtilega sögu, eða pínlega réttara að segja. Eftir nokkur ár af pöbbaspileríi var Terry boðið að vera með í nýrri hljómsveit sem var verið að setja á laggirnar. Terry hélt nú ekki, hann var á leið á túr að hita upp fyrir Stones, en hann stakk þó upp á vini sínum sem hljóp í skarðið. Vinurinn var Robert Plant og hljómsveitin var Mamas and the Papas. Nei djók, auðvitað Led Zeppelin. Svo afþakkaði hann líka sæti í Deep Purple bara til að sýna að Zep klúðrið væri ekki bara heppni.

En lögin eru mögnuð fyrirbæri, því verður ekki logið.

Terry Reid - 'Dean' mp3

Terry Reid - 'Superlungs My Supergirl' mp3

miðvikudagur, september 10, 2008

Reykjavík!, Terrordisco & Hungry and the Burger
Ég var að fá eftirfarandi fréttatilkynningu í pósti. Út af því að hún fjallar m.a. um mig verð ég nú að koma þessu á framfæri:

"Reykjavík! Kynnir: „Afþvíbara“ partýstuð á laugardaginn!

Hljómsveitin Reykjavík! hefur löngum verið stærsti aðdáandi aðdáenda sinna, alltaf notið þess stíft að bjóða þeim í góð geim, glæsileg partý og geggjað gurl og jafnan gert mikið af slíku.

Þessi helgi verður engin undantekning þar á...

Af fjölmörgum tilefnum, þá sérstaklega lífinu eins og það leggur sig, hefur Reykjavík! ákveðið að efna til gleðskapar á Kaffibarnum við Bergsstaðastræti n.k. laugardagskvöld. Er öllum sem þetta lesa hérmeð hátíðlega boðið og um leið lofað góðu stuði í góðra vina hópi, langt fram eftir kvöldi.

Gleðin þetta laugardagskvöld hefst kl. 21:00 – og henni lýkur eiginlega aldrei. Þó má fólk gera ráð fyrir því að Kaffibarinn loki samkvæmt lögum borgarinnar árla morguns þessa aðfaranótt sunnudags, en þá er ekkert sem stoppar áhugasama að dansa káta á strætum borgarinnar fram eftir morgni og inn í morgunmessu eða sund.

Góðir gestir eru væntanlegir í þessa fyrstu (af fjölmörgum) veislum haust-tíðar. Er gleðskapurinn sérstaklega tileinkaður hljómsveitinni Hungry and the Burger, sem gefur í vikunni út sína fyrstu breiðskífu, en Reykjavík!urmenn líta mjög upp til sveitarinnar og hafa því ákveðið að fagna útgáfunni sérstaklega. Verður breiðskífan ‘Lettuce and Tomato’ því leikin í heild sinni af glæru vasadiskói áður en Reykjavík! stígur sjálf á stokk, en platan mun fást í veislunni á æðislegu tilboðsverði.

Einnig mun plötusnúðurinnn frómi TERRORDISCO stíga á stokk og leika faglega og fallega tónlist fyrir dansi, en þess má geta að sá hyggst frumflytja tvö ef ekki fleiri lög þar. TERRORDISCO er líkt og allir vita fremsti plötusnúður þjóðarinnar, en hann mun halda út til náms bráðlega og er þetta því síðasta tækifæri æstra aðdáenda hans til að berja goðið augum í bili.

Eins má búast við því að einhverjir af gestaleikurum væntanlegrar breiðskífu Reykjavík!ur stígi á stokk, en þetta kvöldið verður hulunni svipt af titli skífunnar (en hennar bíða allir spekúlantar landsins af ólund og ánægju).

Sem kunnugt er hefur Reykjavík! aldrei verið fær í fjármálum og er ugglaust einhver skuldugasta hljómsveit landans. Í þeim anda verður frítt inn á viðburðinn – og ókeypis bjór í boði fyrir þyrsta.

Hvað? Reykjavíx!-parý á Kaffibarnum
Hvenær? Laugardaginn 13. september, kl. 21:00
Hverjir? Reykjavík! Terrordisco, Hungry and the Burger + GLEÐIN!
Af hverju? Af því bara!

Um Reykjavík!

Reykjavík! hefur undanfarin mánuð setið sveitt ásamt óhljóðasnillingnum Ben Frost við upptökur á væntanlegri breiðskífu, sem mun verða nefnd í partýi laugardagsins. Þeir sem hlýtt hafa á forblöndunareintök eiga vart orð yfir snilldinni og andaktinni sem þar má finna, og drengirnir sjálfir geta ekki beðið eftir því að demba skífunni yfir landann."

Hún verður gefin út af KIMI RECORDS eins fljótt og auðið er, og hún mun rústa þér.


Reykjavík! - 'You Always Kill' mp3

Terrordisco - 'Moments in Love 2' mp3

Hungry and the Burger - 'Cosmonauts' mp3

mánudagur, september 08, 2008

Sybbið KúrÞessi lög eru einsog lopasápa. Lifa á mörkum svefns og vöku og borða krem af köku. Við viljum enga leðurblöku heldur koss á höku og flísteppis vöku. Semsagt mjög róleg og kósí lög sem ylja manni án þess að detta ofan í krúttfílinginn.

The Concretes - 'Miss You' (Rolling Stones cover) mp3

The Heavy Blinkers - 'The Night and I' mp3