Folkhopp

Kalli vinur minn var að gauka að mér helvíti skemmtilegu rímixi með Feist. Það er nettur hress vorfílingur yfir þessu, eins og á að vera. Kalli hafði orð á því hversu skemmtilegur kontrastinn væri milli hins upprunalega lags Feist og þessa hlunklalega Hip-hop atgerfi sem K-Os setur lagið í, og ég held að ég sé nokk sammála því.

» Feist - Mushaboom (K-os Remix)

Annað lag sem ég hlusta mikið á þessa dagana er með píu sem heitir Nancy Nova. Hún er samtímamanneskja Kate Bush og áhrifin greinileg. Þetta er mikið dramatískt lag. Ef þið fílið þetta þá ættuð þið að tékka á Donna Slut, blogginu sem ég rændi þessu af. [Þið getið sótt annað lag með Nancy, The Force, og lesið meira um hana á Kontrapunkt.

» Nancy Nova - No No No

Halli vinur minn sem rekur m.a. Kontrapunkt tónlistarbloggið sendi á mig nýtt remix sem hann var að gera um daginn. Mixið, sem hann er enn að fikta í, er endurvinnsla á Kata Rokkar eftir Erlu Þorsteinsdóttur. Hann hefur tekið þetta gamla íslenska "rokk"lag og sett það í frekar fyndinn eitís tölvupopp búning.

» Halli Kontrapunktsson - Kata Rokkar Feitt (demo)

Ummæli

Unknown sagði…
Ef þú ert að digga No No No þá verður að checka á The Force. Það er líka á donnaslut. Feel the force.
Nafnlaus sagði…
The Force er líka á Kontrapunkti.

Supportaðu Ísland, sæktu það þaðan.

Á meira með henni ef þú vilt.
Nafnlaus sagði…
og mér finnst að þú eigir að bæta við:

"Halli hafði orð á því hversu skemmtilegur kontrastinn væri milli hins upprunalega lags Erlu Þorsteinsdóttur og þessa hlunkalega eitís tölvupopps búnings sem hann setur lagið í, og ég held að ég sé nokk sammála því."

Vinsælar færslur