"Afmæli Skrúðgöngunnar"
eða, "Blogg eldast í hundaárum"

Jæja við erum tveggja ára í dag.

Eftir að hafa lesið elstu færslurnar (við verðum að taka aðra Mannakornsviku) þá datt mér í hug að endurbirta fyrsta póstinn. Hví ekki, lagið er ennþá geggjað og að auki er þar að finna stefnuyfirlýsingu:

=======================

Eitt
29. maí 2006



Squeeze - 'Take Me I'm Yours'
mp3

Sama bandið og gerði 'Cool for Cats' merkilegt nokk. Grípandi og vel skrifað. Tilvalið lag til að hefja Skrúðgönguna.

Mér er sama hvaðan tónlistin kemur. Úr gömlum Ikea dótakassa með límmiðum frá Pítunni Skipholti, í skítugu hanskahólfi, grafin í fjöru, til sölu í Kolaportinu, otað að mér á götunni, í óskilamunum Sundhallarinnar, með hótunarbréfi frá dularfullum aðdáanda, í keðjubréfi og jafnvel í Steinar Músík og Myndir, Mjódd. Ef henni má troða í gegnum grimmilega stranga gæðasíuna, þá endar hún hér.

=======================

Þetta manifestó gildir ennþá, öllum þessum tveimur árum seinna. Einsog Duke Ellington sagði, "If it sounds good, it IS good" og hananú. Ég er farinn að éta köku. Og með köku þá meina ég tannkrem og appelsín.



Babelfish:
It's our 2nd anniversary.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
til hamingju með daginn krakkar mínir - kossar og knúserí

Vinsælar færslur