Hallæriskúl Helgarinnar



Bay City Rollers þykja ekkert sérstaklega smekklegir eða móðins í dag. Þeir þóttu reyndar aldrei móðins, trítlandi í köflöttum samfestingum og fermingarstúlkuöskri á tímum pönks og nýbylgju. En mér finnst eftirfarandi lag þó alveg stórskemmtilegt. Gæða poppdiskó sem lætur mann vilja skipuleggja hópdans úti á götu með froðuvél og lifandi blómum.

Bay City Rollers - 'You Made Me Believe In Magic' mp3

Ég skora á borgarbúa að syngja ekki með í viðlaginu og hamra á skrifborðið/stýrið með lúft-trommukjuðum. Ómögulegt.

Ummæli

Vinsælar færslur