þriðjudagur, júní 10, 2008

Víkverji

Ég kom aftur frá minni heittelskuðu Vík í Mýrdal í fáeina daga til að sinna nokkrum verkefnum (td. að lenda á skralli og syngja 'Desperado' í Karaoke) en er nú á leiðinni þangað aftur. Ég mun næstu dagana kúra í Ömmuhúsi, nokkuð netlaus. Mun þess í stað kíkja á Hjörleifshöfða, Reynishverfi, Dyrhólaey og Víkurbaðstofu og rölta svo uppá Reynisfjall. Ég hef verið með hálfan hugann í Víkinni alla mína ævi en hef aldrei brölt uppá þetta fagra fell. Hleyp núna þangað upp á harðaspretti og skoða Drangana ofan frá. Enda svo duglegur í leikfiminni þessa dagana.

Talandi um leikfimi, þá eru Herakles og félagar alltaf hress viðbót í þrekhestapleilistann. Kófsveitt diskó af gamla skólanum. Við höfum póstað um þau áður, en hér er flott og döbbað remix eftir þau. Alveg geðveikt næntís á því og ég sé bara fyrir mér myndböndin í Chillout Zone á MTV sirka 1995. Muniði?

Babytalk - 'Chance' (Hercules & Love Affair remix) mp3


Heyrðu, svo snúsuðum við einsog bjánar þegar þetta mergjaða goð átti stórafmæli:Já þessi fjólublái nærbuxnadólgur varð fimmtugur um helgina. Við þurfum öll að stunda dónalegt, dónalegt kynlíf honum til heiðurs. Hér er sándtrakkið fyrir alla ykkar Sexytimes:

Prince - '17 Days' mp3

*Uppdeit! Tékkið á remixi á þessu lagi eftir Chewy í kommentunum.

5 ummæli:

chewy sagði...

i dont understand your site, i like the music though.
remix.....
http://www.hangtough.net/music/chewy/17days(chewy%20rehash).mp3

Bobby Breidholt sagði...

Thanks for the rmx! Rad stuff.

DJ Benny B sagði...

Yeah, although I can't understand it either, you have posted some GREAT tracks...

Sveinbjorn sagði...

Link to the Chewy remix...

demolition dancer sagði...

Please re-upload the Herc Remix, its not working! Thnx