Róbótópóstó



Góðan dag mannverur.

Þetta er sjálfvirk vélfærsla. Bobby er staddur austur í Vík í Mýrdal, að grilla máfaegg og sjóða hlébarðapulsur. Hann biður að heilsa með sól í auga og sand í nafla, en skildi þó eftir þessa færslu, sem hann skrifaði í gær:

--__--__--__--__--__--__--__--__--__--__--__--


Ég hef tekið mér frí frá minni krefjandi dagskrá (að leysa hnútana í snúrunum mínum) til að færa ykkur nokkrar gæsahúðir sem okkur hafa borist í pósti undanfarið. Njótið.

Sam Sparro gaf út sjortarann 'Black & Gold' og ég er hæstánægður. Hálfgerður RnB fílingur, mikil sál og swing í þessu.
Sam Sparro - 'Black & Gold' mp3

Og ef þetta var ekki nógu mikið djamm fyrir ykkur, þá er hérna remix eftir Phones, sem skara framúr að vanda. Smá 90's hardcore hljómborð effekt látinn fljóta með:
Sam Sparro - 'Black & Gold' (Phones Hard As Diamonds remix) mp3

Haunts koma frá London og eru allir í framúrstefnulegu unglingarokki. En þeir hafa líka verið að remixa aðra listamenn með góðum árangri. Hlýðum á.
Haunts - 'Late of the Pier vs Haunts' mp3

Þið þekkið mig. Algjör sökker fyrir slap-bassa:
Haunts - 'Athlete vs Haunts' mp3

Svo er það hinn æðislegi Diskokaine, sem gefur út hjá uppáhöldunum okkar, Gomma. Orginall og remix. Alveg bullandi næntís reif í gangi hér.
Diskokaine - 'Riminini' mp3
Diskokaine - 'Riminini' (Christopher Just remix) mp3

Ummæli

Nafnlaus sagði…
hefðir átt að láta al usher mixið af black & gold fljóta með
krilli sagði…
Sæll vertu kubbur,

404. villa hefur komið upp þegar undirverktakar mínur hafa reynt að sækja
http://www.balladofbob.com/BTHPjuli/diskokaine%20-%20riminini.mp3

Hin lögin eru prýðileg.
Nafnlaus sagði…
Rimini on Diskokaine, yeah!

Vinsælar færslur