föstudagur, ágúst 29, 2008

Horfum á TryllingsmyndÁður en Santogold nokkurn veginn tók heimstónlistar-reggae-rappið útaf fyrir sig þá var það Warrior Queen frá Stórabretlandi sem réð landi og láði. Eða ekki. Kannski. Ég er rosalega fáfróður um þennan tiltekna heim tónlistar, breskt neðanjarðar grime dub eða hvað sem má kalla þetta.

Ég veit máski lítið, en ég veit þó að þetta lag með WQ og The Bug er alveg spinnigal. Þegar maður heyrir þetta fer maður jafnvel að skilja hnífstungufaraldurinn í London. Algert zombígrúf með ofbeldisfullum bassa og löngun til að kýla í loftið með ímynduðum rýting.

The Bug & Warrior Queen - 'Poison Dart' mp3

þriðjudagur, ágúst 26, 2008

army dreamers


Army dreamers er af plötunni never for ever sem kom út 1980 með Kate bush. Lagið Army dreamers fjallar um móður sem syrgir unga son sinn sem lét lífið í hernum. Sorglegt lag um eftirsjá og sorg (grenj grenj) en ekkert væmið og frekar bara fjörug laglína.

Kate Bush - 'Army dreamers' mp3


föstudagur, ágúst 22, 2008

Gestafærsla frá Árna Kristjáns"Blue Magic kom upprunalega frá Philadelphia og var stofnuð árið 1972. Stíll sveitarinnar má beint rekja til Philly soul en aðalsmerki sveitarinnar voru fönk-skotnar soul ballöður. Meginþorri platna sveitarinnar kom út á 8. áratugnum en þó gáfu þeir út eina plötu árið 1983 þar sem kvað við annan tón. Platan bar titilinn Magic # og þar hurfu þeir frá hinu hefðbundna Philly sándi og músíkin var af boogie gerðinni, það er blanda af fönk, soul og diskó mixað saman með synthum og trommuheilum þess tíma.

Lagið heitir Clean Up Your Act og edit-ið er mitt, gjöriði svo vel."

- Árni Kristjánsson

Blue Magic - Clean Up Your Act (Árni Kristjánsson Edit) mp3

fimmtudagur, ágúst 21, 2008

Lágstemmdur fimmtudagur

Stephen Stills kallaði það Wooden Music og mér finnst það eiga við. Músík sem kallar á kertaljós og helst svona brúnan rúskinnsjakka með kögri lafandi úr ermunum. Einsog Bubbi var alltaf í.


"A lotta freaks!"

Arlo Guthrie fær fyrstur að kyrja í þreytt eyru. Hann er auðvitað sonur Woody Guthrie, þjóðlagahetjunnar sem Bob Dylan hermdi eftir í einu og öllu fyrstu árin. Arlo var nokkur hetja meðal hippanna sem fíluðu hans tuttugumínútna grínsöngva og dóp hittara. Hann lumaði þó á nokkrum undurfögrum, kántrískotnum dægurlögum sem fer minna fyrir á bestoff plötunum. Hér er eitt slíkt:

Arlo Guthrie - 'I'm going home' mp3Svo eru það íslandsvinirnir í Brazilian Girls sem eru næst að fytja lag sem fylgir ekki væntingum. Nýja platan, 'New York City' er full af alþjóðlegu poppfúnki og mjaðmakúlum en inn á milli leynist þetta undurfagra lag, sem ég hef verið með á miklum snúningi undanfarið.

Brazilian Girls - 'L'Interprete' mp3

sunnudagur, ágúst 17, 2008

Tilkynningaskyldan: NÝTT LAG FRÁ FRANZ FERDINAND

Jebb jebb.

Sívinsælu skosku gleðipönkararnir í Franz Ferdinand eru mættir aftur með nýtt lag.

Lagið sem um ræðir heitir Lucid Dreams. Það verður væntanlega á næstu plötu hljómsveitarinnar, sem brösulega hefur gengið að koma saman, en áætlað er að hún komi út á næsta ári,

Þið getið hlustað á lagið í þessarri græju:Skúrkarnir á tónlistarblogginu Sixeyes bjóða svo upp á niðurhal á laginu, ef þið viljið gerast fingralöng.

laugardagur, ágúst 16, 2008

Já já ókei þá

Vegna gífulegrar eftirspurnar í kommentakerfi er hér smellur ársins: Peter Gabriel - Sledge Hammer, endurhljóðblandað af Barack Obama íslenskrar danstónlistar, Plúseinum.

Þetta lag er

R*I*S*A*V*A*X*I*Ð!


og ekki orð um það meir.

Peter Gabriel - Sledgehammer (Pluseinn remix) mp3

föstudagur, ágúst 15, 2008

TápFyrst við erum alveg að tapa okkur í færslugleðinni (fjögur kvikindi á miðvikudeginum einum saman) þá er ekki úr vegi að pota einni að svona rétt áður en maður slekkur og læsir skrifstofunni fyrir helgina.

MGMT hafa verið að sópa að sér bloggæsingi (við með) og er hann verðskuldaður. Núna þegar fólk hefur verið að melta plötuna í smá tíma er komið að remixunum að rúlla inn og hefja næstu bylgju. Við gefum James Rutledge hljóðið.

MGMT - 'Electric Feel' (James Rutledge Remix) mp3Og fyrst við erum að heimsækja góðvini þá var okkur að áskotnast nýlegt remix með Lykke Li. Krílið er í góðum höndum:

Lykke Li - 'Little Bit' (Loving Hand Remix) mp3

Föstudagsvélmenni í kynsvalli. Vélmenna.

Hér er nýtt með hr. Árna Plúseinum. Þið vitið öll hver hann er. Ef þið vitið það ekki, ljúgið og segið "jújú, ég þekki hann alveg, var hann ekki í Töturum, eða kannski logum? eða bassaleikarinn í Pláhnetunni? (Eða Tweety?).

Þetta lag er hresst rafdiskó fyrir helgina. Sækið og dillist svo þar til iðrin liggja úti.

Plúseinn - Shake mp3


PS:

Ég hef líka undir höndum splunkunýtt remix frá stráknum, og þetta er mesti partíslagari sem ég hef heyrt á þessu ári. Ég veit samt ekki hvort að ég tími að deila því. Þannig að þið verðið að hjálpa mér að skilja við þetta meistarastykki, með því að sannfæra mig í kommentakerfinu. Biðjið fallega ;)

fimmtudagur, ágúst 14, 2008

Hjónasvipur

Hjóna svipur. Hljómar kinkí. Svipurnar sem hjónin hafa sankað að sér. Ein með glerbrotum saumuðum í og önnur sem liggur í smjörmarineringu.

Ég veit ekki hvort hjónakornin Cecil og Linda Womack eigi þannig tómstundir, en hvað þennan pistil varðar álít ég að svo sé.

Kinkí pakkið Womack & Womack bókstaflega drottnuðu yfir huggulegum "urban soul" útvarpsbylgum níunda áratugarins. Mamma þín steig trylling við uppvaskið þegar Teardrops heyrðist á Stjörnunni árið 1984 og gerir hún það væntanlega enn.

Ég hafi einmitt afskrifað W&W sem einmitt það, uppvasksdægrardvöl, en fyrir um tveimur árum duttu þau svona feiknasterk inn og síðan hef ég ekki litið undan. Alveg einstaklega smekklegt og fönkí á svona handaklappslegan máta.

Og núna er ég alltaf að vaska upp ber að ofan, trommandi með uppþvottaburstanum oní vaskinn svo það skvettist vatn útum allt.

Womack & Womack - 'MPB (Missing Persons Bureau)' mp3

Womack & Womack - 'Conscious of my Conscience' mp3

PDF Format / Future World Orchestra


80's tölvuleikja-tryllings-sándið er voða vinsælt núna, og hefur ekki verið eins vinsælt síðan að Kid Icarus var og hét. PDF Format er alter-egó kanadíska listamannsins David Dineen-Porter, en við munum kalla hann MegaDave héðan í frá. Lagið er tölvuleikjatryllingsútgáfa af Beach Boys ballöðunni vinsælu God Only Knows.

Merkilegt nokk hafði iTunes nokkuð við þetta að bæta, við hlustuðum á lagið á meðan að við vorum að skrifa þessa færslu, og beint á eftir kom lag sem var eins og rökrétt framhald lagsins.

Lagið, sem heitir Roulette, er með hljómsveitinni Future World Orchestra. Þeir voru hressir tölvupopparaunglingar frá hollandi sem gerðu speisað tölvupopp, undir áhrifum frá yfirdrifnu sinfóníurokki áttunda áratugsins. Þetta lag er pínu tölvuleikjamúsík líka, en þar sem að þetta lag kom út 1983, er sennilega réttara að segja að tölvuleikjamúsík níunda og tíunda áratugarins hafi verið pínu Future World Orchestra.

PDF Format - God Only Knows mp3

Future World Orchestra - Roulette mp3

miðvikudagur, ágúst 13, 2008

síðbúið sumarsoulmix


jæja krakkar, nú fer haustið að skella á, en ekki alveg strax og því er enn séns á sumarskapi og ekkert betra en smooth sálarmúsíkmix til að komast aftur í sumargírinn.

Laufey - 'Late Summer Soul Mix' mp3

tracklist:

1. see & dont see - Marie "Queenie" Lyons
2. listen to my song- Darondo
3. inside my love - minnie ripperton
4. midnight train to georgia - Gladys knight
5. i've got you man - the sweet vandals
6. where's your love been? - Sandra Rhodes
7. thinking of you - Sister sledge
8. when i fall in love - Stevie wonder
9. lean lanky daddy - little Annie
10. what do you see in her? - Inell young
11. harlem shuffle - Bob and Earl
12.blue monday people - Curtis Mayfield
13. be thankful for what you got - William Devaughn
14. miss your candyman - Terry Callier

Strákarnir okkar!Það hlýtur að vera frústrerandi að vera dyggur íþróttastuðningsmaður á íslandi. Við eigum ekki breik, við erum svo lítil. Við verðum að taka því litla sem okkur er rétt fegins hendi, hvort sem það er jafntefli við dauðþreytt landslið Frakka nokkrum millisekundum eftir að þeir kláruðu sig alveg í einhverju alþjóðamóti eða brons á ólympíuleikum á svona átta ára fresti. Eða eitthvað. Ég get lítið sagt, ég fygist ekki með íþróttum.

Ef þú heldur hinsvegar með íslandi í tónlist þá ertu talsvert betur settur. Við erum ekki alveg Ítalía eða bandaríkin, en við erum alveg danmörk. Við eigum fighting chance, og það er stutt sigranna á milli.

Einn af "strákunum okkar" í tónlist er Emiliana Torríní. Hún er búin að halda sér undir radarnum, sem fulltrúi íslands hefur hún unnið nokkur evrópumót baktjaldamegin, til dæmis með því að semja smelli fyrir bíómyndir og stórar poppstjörnur, milli þess sem að hún sinnir listagyðjunni með persónulegri breiðskífum.

Nú er að bresta á ný breiðskífa frá kappanum (ef við höldum okkur í íþróttaslangrinu), sem mun bera titilinn Me and Armini. Samkvæmt internetinu mun platan vera talsvert kröftugri en síðasta plata hennar, Fisherman's Woman, sem var öll í hugljúfari kantinum. Við fundum lag af væntanlegri plötu á erlendu tónlistarbloggi, og við gátum ekki setið á okkur að deila því með ykkur.


Emiliana Torrini - Heard it all before
mp3

YAA! You Are Awsome!
Hressu svíarnir hjá vefleibelinu You Are Awsome voru að senda okkur nýtt mixteip með því besta sem er að gerast hjá sér.

Þið getið hlustað á það hér.

Þetta er hresst og soldið sænskt Indí, af öllum stærðum og gerðum. Ef þið fílið indí þá er þetta soldil gullnáma.

- - -

Ef þið viljið svo sækja eitthvað úr þessu mixi, getið þið gert það HÉR. (Smellið á myndina af segulbandinu til að komast í fælana)

PixiesGouge Away er uppáhalds Pixies lagið mitt. Kannski er það út af því að ég heyrði það ekki fyrr en nýlega, og fékk því ekki tækifæri til að fá ógeð af því á tíunda áratugnum, eins og gerðist með öll þekktari Pixies lögin.

Ég fór að gúggla mér til um þetta lag, og fann það út að einhver snillingur á internetinu væri búinn að finna það út að lagið fjallaði um sögu Samsons og Delílu. Mörg af elstu lögum Pixies innihéldu tilvísanir í ofbeldi í gamla testamentinu, en Black Francis, söngvari Pixies, var víst svag fyrir slíku.

Á Wikipedíu má finna heillanga bálka bæði um hljómsveitina og plötuna Doolittle sem þetta lag er tekið af.

Pixies - Gouge Away mp3

þriðjudagur, ágúst 12, 2008

Ný plata frá Nightmares on Wax26. ágúst kemur út ný plata frá Nightmares on Wax, sem mun heita thought so.... Þetta lag er tekið af þeirri plötu. Lagið er fínt.

Nightmares on Wax - 195Lbs mp3

» Kaupa plötuna / Buy record

mánudagur, ágúst 11, 2008

Mánudagsmæða: Villi og Mannakorn

Eitt af síðustu lögunum sem Vilhjálmur Vilhjálmsson tók upp var hanastélsgrúflagið Í rúmi og tíma. Lagið var samið af Magga Eiríks, en Mannakorn, þá ungir og flippaðir poppstrákar, spiluðu undir. Lagið hefur einhvern undarlegann dularfullann tón, sem gerir það jafnhæft í mánudagsmæðu og sem grúf í upphafi partísins á föstudegi.

Svo er eitthvað við röddina hans Villa, og textann sem hann syngur. Hann er ekki gamall þegar þetta er tekið upp, kannski rétt yfir þrítugt, en eitthvað við tóninn gefur manni þá tilfinningu að maðurinn sem syngur eigi stutt eftir, og sé saddur ævidaga. Auðvitað er þetta merking sem maður klínir á lagið vitandi að söngvarinn ætti eftir að farast í slysi stuttu eftir að lagið var tekið upp, en gerir sagan ekki alltaf góð lög goðsagnakennd? Bobby kallar þetta Ian Curtis heilkennið. Þó að fráfall Villa hafi verið mikill missir, þá gefur það honum vissann goðsagnakenndann status sem þeir sem lifðu af og eldust og tóku svo þátt í Laugardagslögunum (eða tóku þátt í níunda og tíunda áratugnum og fóru að búa til lög til spilunar á bylgjunni og létt fm) fengu ekki.

Vilhjálmur Vilhjálmsson og Mannakorn - Í rúmi og tíma mp3

sunnudagur, ágúst 10, 2008

Sumarendir


(myndin hefur ekkert með textann að gera)

Þótt allir séu að segja að sumarið sé að verða búið þá neita ég að trúa því. Ég ætla mér að teygja þetta sumar eins langt og ég get. Ég ætla að liggja léttklædd útí garði þangað til í nóvember. djók!

Ég ætla allavegana ekki að fara að hlusta á jólatónlist alveg strax. Ég ætla að halda mig við þessi tvö þangað til daginn fer að stytta.

Domino - 'Tropical Moonlight' mp3

Le Tone - 'Lake of Udaipur' mp3

föstudagur, ágúst 08, 2008

BlöndukríliVið Sveinbjörn vorum við stjórnvölinn í Fönkþættinum (heimasíðan er aaaalveg að verða til) í gærkvöldi og allt ætlaði um koll að keyra, að vanda. Hér er örstutt mix eftir yðar hógværan sem var frumflutt í þættinum og er endurbirt hér með góðfúslegu leyfi útvarpsnefndar.

Bobby Breidholt - 'XminimiX' mp3
15:23 - 21mb

Tracklist:
Presets - 'A New Sky'
MGMT - 'Kids' (Afterschool Dance Megamix)
Pineapples - 'Come On Closer' (Moulinex remix)
Prince - '17 Days' (Chewy rehash)

Föstudagsrafmagnsdiskó

Fake Blood er einhver breskur pródúser á þrítugsaldri, sem á derhúfu og dídjeiar á klúbbum. Á mæspeisinu hans stendur eflaust að hann hafi verið að dídjeia síðan hann var þriggja ára og að hann hafi unnið með hinum og þessum, en satt best að segja, who gives a shit?

Aðalatriðið er að þetta er voða hresst og ferskt. Hann og nokkrir aðrir gæjar, þá helst Boy 8-bit, hafa tekist að dusta rykið af hljóðheimi reiftímabilsins, og uppfæra þannig að úr verður eitthvað nýtt og spennandi. Það mætti kalla þetta Nu-Rave, ef NME væri ekki búið að ráðstafa það sem fimmtu eða sjöttu skilgreininguna á Diskópönki.

Það er reyndar merkilegt.

Árlega hampa þeir, og lýsa svo yfir andláti, nyrra tónlistastefna sem eru yfirleitt bara hress rokktónlist sem hægt er að dansa við. Fyrst var það Diskópönk, sem dó og kom aftur sem Elektrórokk, sem dó og kom aftur sem eitthvað annað, sem dó og kom aftur sem Nu-Rave. Aular. Við Bobby erum báðir stoltir uppsegjendur áskriftar að NME. Enn og aftur. Aular.

En nóg um skítseyðin hjá NME. Ef þið fílið þetta þá spila ég mikið af svona músík í Funkþættinum, sem þið getið hlustað á á X-inu á fimmtudagskvöldum milli ellefu og eitt, og á netinu á síðunni okkar, Funkthatturinn.com.Fake Blood - Mars mp3

Underworld - Ring Road (Fake Blood Remix) mp3

fimmtudagur, ágúst 07, 2008

Gestafærsla: Maggi Legó


Þetta er frekar fágætt ítaló sem Maggi heyrði í einhverju mixi fyrir þó nokkru síðan, lagið festist í honum og á endanum hafði hann upp á höfundi mixins, fékk nafn og flytjanda lags og pantaði samdægurs. Lagið er frá 1984 og ítalskt, að sjálfsögðu.


Discogs segir um þessa plötu:
"One of the finest and most accessible examples of the Italo-disco genre; this great record can be enjoyed equally by the most cynical Italo nerd and the average listener alike.
Correct me if I’m wrong, but I believe the subject matter relates to a warning about advent of technology (maybe) and contains an unfortunate spelling mistake: “A-V-I-O-D the confusion” indeed.
Adding somewhat to the mystery of this song is that two very similar versions of the same track were released at around the same time, by the same producers and on the same label. It’s bizarre that such a tiny label would bother to release the same song twice, but of course these unusual elements all add to the appeal of Italo-disco as a genre.
The other version, by Coco Bill, is somewhat rarer and more desired by collectors, but for me this one, by Larry Paul Emmet is by far superior.
The main difference between the two is that the Coco Bill version is generally more subdued and the drums slightly too heavy and muffled, whereas the Larry Paul Emmet recording is held together by a cracking electro beat, clearer sound and an addictive synth line which should get all would-be Italo b-boys on the floor.
Adventure Kid - Larry Paul Emmett - Evita (12" Version) mp3

miðvikudagur, ágúst 06, 2008

Íslensk ör-raf-súpergrúppa
Minnsta súpergrúppa íslands er sennilega Gluteus Maximus. Hljómsveitin, sem samanstendur af Jack Schidt (e.þ.s. DJ Margeir, e.þ.s. PS Marri Stuð) og President Bongo, forstöðumanni Gus Gus.

Þeir eru búnir að spila plötur saman á diskótekum landsins í nokkur ár, en samstarf þeirra hefur orðið nánara undanfarin misseri, í fyrra stofnuðu þeir skemmtanahalds- og plötuútgáfufyrirtækið Jón Jónsson ásamt Jóni Atla hárlöggu, og í ár hafa þeir stigið fram á sjónarsviðið sem ör-raf-súpergrúppan Gluteus Maximus.

Við bjóðum upp á þrjú tóndæmi runnin undan rifjum gluteussins. Fyrst ber að nefna endurvinnslu þeirra á hinu frábæra lagi danska rafdúettsins Klovn, I Want You. Einnig bjóðum við upp á niðurhal á óformlega endurvinnslu (les: bootleg) sem Trentemoller gerði byggt á endurhljóðblöndun sem Jack Schidt gerði á lagi með Jimi Tenor. Þriðja lagið sem við viljum benda á er ekki í formi niðurhals (Gluteus Maximus er tight-ass og vildi ekki gefa okkur lagið), en hins vegar hvetjum við ykkur eindregið til að skella ykkur á myspace til að hlusta á lagið. Lagið sem um ræðir er nefnilega óútkomin endurhljóðblöndun Gluteuss Maximuss á fyrstu smáskífunni af nýju Sigurrósarplötunni, Gobbeldigook. Þeim hefur tekist stórvel til með þessa endurhljóðblöndun, þetta er eitt það ferskasta og mest spennandi sem hefur gerst í raftónlist á íslandi undanfarið ár.

Jack Schidt vs Jimi Tenor (Trentemoller Bootleg) mp3

Klovn - I Want You (Gluteus Maximus Remix) mp3

Hlustið á Hoppípolla - Gluteus Maximus remix hér

þriðjudagur, ágúst 05, 2008

Tilkynningaskyldan: Ný smáskífa frá The Streets
The Streets var að gefa út nýja smáskífu, sem samanstendur reyndar bara af einu lagi. Þetta er upphitun fyrir nýja breiðskífu, sem hefur hlotið nafnið Everything is Borrowed og kemur út 15. september.

» Sækið smáskífuna hér

Virkilega fallegt(Takk Halli)

mánudagur, ágúst 04, 2008

NiðurtúrHér er lag tileinkað þeim sem eru að kemba ælu úr hárinu eftir helgina, hvort sem henni var eytt úti í sveit, heima í stofu nú eða bara í gubbipest. Ef þú ert með köflótt far í andlitinu eftir að hafa notað einnotagrill sem kodda þá ertu bara flottur á því.

Lagið sem um ræðir er rólyndis breiköpplag sem The Band gerðu nokkuð frægt í hálfgerðri kántrí-reggae útgáfu. Hér er lagið berstrípað, enda Robbie einn við píanóið að raula og húmma út í tómið. Væntanlega að horfa á ljósmynd af einhverri fyrrverandi. Þannig sé ég amk fyrir mér poppara að semja ástarsöngva: með mynd af konu í gylltum ramma á flyglinum.

Ekki orð um það meir:

Robbie Robertson - 'Twilight' (demo) mp3

laugardagur, ágúst 02, 2008

Verslunarmannahelgi

Við Bobby erum á kaffibarnum í trylltu verslunarmannahelgarstuði. Geðveikt trylltir. Með fartölvurnar okkar. Hér eru tvö stuðlög fyrir helgina.


The Rapture - No Sex For Ben mp3

Rolling Stones - I'm Free (Hot Chip Remix) mp3