Mánudagsmæða: Villi og Mannakorn

Eitt af síðustu lögunum sem Vilhjálmur Vilhjálmsson tók upp var hanastélsgrúflagið Í rúmi og tíma. Lagið var samið af Magga Eiríks, en Mannakorn, þá ungir og flippaðir poppstrákar, spiluðu undir. Lagið hefur einhvern undarlegann dularfullann tón, sem gerir það jafnhæft í mánudagsmæðu og sem grúf í upphafi partísins á föstudegi.

Svo er eitthvað við röddina hans Villa, og textann sem hann syngur. Hann er ekki gamall þegar þetta er tekið upp, kannski rétt yfir þrítugt, en eitthvað við tóninn gefur manni þá tilfinningu að maðurinn sem syngur eigi stutt eftir, og sé saddur ævidaga. Auðvitað er þetta merking sem maður klínir á lagið vitandi að söngvarinn ætti eftir að farast í slysi stuttu eftir að lagið var tekið upp, en gerir sagan ekki alltaf góð lög goðsagnakennd? Bobby kallar þetta Ian Curtis heilkennið. Þó að fráfall Villa hafi verið mikill missir, þá gefur það honum vissann goðsagnakenndann status sem þeir sem lifðu af og eldust og tóku svo þátt í Laugardagslögunum (eða tóku þátt í níunda og tíunda áratugnum og fóru að búa til lög til spilunar á bylgjunni og létt fm) fengu ekki.

Vilhjálmur Vilhjálmsson og Mannakorn - Í rúmi og tíma mp3

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Það tók mig tíma að melta þetta lag, Í rúmi og tíma, en núna finnst mér einhver dulúðugur sjarmi yfir því. En talandi um Mannakorn og Bylgjuvæna tónlist þá liggur mikið efni eftir Mannakorn sem aldrei fær spilun í útvarpi af því að það þykir ekki útvarpsvænt. Ég á mér eitt uppáhaldslag sem fellur undir þá katagóríu. Lagið heitir Silfurstjarna. Þetta er nánast sinfónískt lag, dulúðugt og textinn (eins og titillinn bendir til)draumkenndur (fjallar enda um hvert hugurinn getur farið í draumunum okkar). Í laginu spilar Guðmundur Ingólfsson á harmonikku og ég fullyrði að harmonikkuleikur gerist vart fallegri en það sem Guðmundur galdrar þarna fram.
Nafnlaus sagði…
PS: Lagið heitir Silfurstjarnan (til að vera nákvæm) og er á plötunni Samferða, sem kom út 1989 að mig minnir.
Sveinbjorn sagði…
Já Mannakorn hafa verið í uppáhaldi hjá okkur breiðhyltingum í nokkur ár. Fyrir tvemur árum héldum við meira að segjamannakornsviku, þar sem við tókum þessa hljómsveit sérstaklega fyrir í heila viku.

frábært dót.
Nafnlaus sagði…
Kíkti á linkinn frá Mannakornsvikunni og mikið dj.. er textinn sem fylgir færslunum frumlegur og skemmtilegur. Ég fékk algjörlega nýja sýn á suma textana sem hafa komið úr barka húsbandsins. "Reyndu aftur" gengur nánast í endurnýjun lífdaga :D

PS: Ég setti Silfurstjörnuna í spilarann á síðunni minni svona í tilefni af tilvísuninni í það hér í kommentakerfinu. ;)

Vinsælar færslur