föstudagur, október 31, 2008

Gylltur DeLorean?!Þessir óskundagæjar notuðu tímavélina augljóslega til að skreppa til '84 og stela stílnum. Þeir hljóma meira einsog Daryl Hall með hverjum deginum og ég tel að brátt sé ekki hægt að vera meira eitís en Chromeo. Meira eitís en Prince að þefa af spandex nærbrókunum hennar Margaret Thatcher.

Þessi ógeðfellda hugsýn var í boði Kaupstaðar í Mjódd - þar sem er gaman að versla.

Treasure Fingers - 'Cross the Dancefloor' (Chromeo remix) mp3

Sveimhugi

Sveimhugi er búinn að vera að lengi, að búa til nýja og skemmtilega músík úr íslenskum sömplum. Rauðir þræðir er lag eftir hann sem ég hef haft undir höndum í lengri tíma og virðist aldrei fá leið á.

Gott stöff.Sveimhugi - 'Rauðir þræðir' mp3

fimmtudagur, október 30, 2008

Viðkunnalegasta lag allra tíma
Þetta er sennilega næsaðasta lag allra tíma. Ef ykkur vantar smá næs í lífið, leitið ekki lengra.

Enda ekki við öðru að búast af þessu fólki. Horfið bara á myndina hér að ofan. Hversu næs er þetta lið? Það er súúúper næs.

Næs.

The Five Stairsteps - 'Ooh Child' mp3

El Guincho

El Guincho er hress gaur frá Barcelona. Wikipedia greinin um hann líkir honum við Animal Collective og Os Mutantes, en þegar ég hlusta á tónistina finnst mér eins og hún komi frá óskilgetnum syni Manu Chao.

Þetta er eiturhresst og svaka suðrænt.

El Guincho - 'Antillas' mp3

miðvikudagur, október 29, 2008

Vandamálið Leyst.

Ef það eru einhver vandamál þá snúið þið ykkur bara til þessa manns:Það er ekki oft sem lög eru í alvörunni seiðandi, en þetta lag er sko SEIÐANDI.

Lionel Richie - 'Let the Music Play' (Beatconductor remix) mp3

mánudagur, október 27, 2008

Í lífsins ólgusjó

Varúð - bjartsýni framundan.Í öllum þessum sjómennsku-líkingum í leiðindaumræðunni hlýtur að vera rúm fyrir rólegheita snekkjufíling.

Breytum 'þjóðarskútunni' í partýbát og 'strandskeri' í ylheita baðströnd. 'Strandi' í dans og 'Lífróðri' í límonaði.

Unaðslega rólegt og indælt lag með einkar smooth bandi.

Boat Club - 'Warmer Climes' mp3

föstudagur, október 24, 2008

HumarHann Pilooski kallinn gerði allt galið með Frankie Valli slagaranum sínum í fyrra og nú er haldið ótrautt áfram í fúnkí grafráni (er Frankie Valli dáinn?).

Nú er það Kóngurinn sem er tekinn fyrir og útkoman er soldið öðruvísi sánd, en samt álíka töff.

Elvis Presley - 'Crawfish' (Pilooski edit) mp3

PS-
er ENDALAUST hægt að grafa upp gleymd lög með honum og remixa?

miðvikudagur, október 22, 2008

Speisað
Þegar ég var yngri las ég eitthvað af vísindaskáldskap. Ég slysaðist til að lesa Hitchhikers Guide to the Galaxy eftir Douglas Adams, og fór í kjölfarið af því að lesa aðra höfunda á þessu sviði, eins og Ray Bradbury, Isaac Asmiov, Kurt Vonnegut og nokkra minni spámenn.

Eitt "premise" sem kom nokkrum sinnum fyrir í skáldskap þessum var að aðalsöguhetjan fór í gegnum einhver heims-umskipti, þar sem að grundvallarlögmál heimsins virtust breytast örlítið, eða mjög mikið, og hann fann sig staddann í heimi, þó mjög líkum heiminum sem hann hafði verið vanur, en þar sem fólk, hlutir og / eða grundvallarlögmál vísindanna funkeruðu allt öðruvísi.

Mér líður pínu eins og að þetta hafi verið að gerast. Það er eins og að hlutir, sem maður hélt að væru algjör fasti í tilverunni, hlutir sem maður pældi aldrei í út af því að þeir voru svo sjálfgefnir, eru farnir að hegða sér á máta sem manni hafði aldrei órað fyrir.

Ég er að sjálfsögðu að tala um Axl Rose.

Í öll þessi ár höfum við treyst á það að það komi dagur eftir þennann, að þyngdaraflið virki svona sirka, og að Axl Rose fresti útgáfu plötunar Chinese Democracy til næsta árs. Unnendur rokktónlistar sem eru enn á unglingsaldri hafa ekki lifað öðruvísi tíð en þá að næsta breiðskífa Guns n' Roses sé á leiðinni - en ekki alveg strax.

Og nú er skrækróma skrípið búið að kippa í burtu þessa undirstöðu tilverunar. Platan Chinese Democracy er sumsé farin í framleiðslu, og dettur í búðir 23. nóvember.

Fyrsta lagið fór í útvarpsspilun í dag, og er það titillag plötunar.

Þið getið lesið nánar um plötuna hjá RollingStone.com.

Á GötunniMike Skinner og hitt fólkið sem gerir plötur með honum hafa pungað út nýju safni laga og er sjálfur Skógarfoss á forsíðunni. Ísland tútnar örlítið út af stolti.

Samt er ég viss um að einmitt núna er æstur múgur að tæta þessa plötu í mél í HMV í London. Eru þetta ekki samt ýkjur með íslendingahatrið ytra? Eru þeir kannski að brenna svona tusku-útgáfu af forsetanum?

Þetta lag er samt gjebbó.

The Streets - 'Heaven for the Weather' mp3

mánudagur, október 13, 2008

Látið Stevie vera!Idol, Xfactor og allt það ógeð hefur gert tónlist svo óskaplega mikinn skaða að við verðum margar kynslóðir að jafna okkur. Að heyra hallærislegar og korný karaoke útgáfur af annars afbragðs lögum hefur eyðilagt þau. Stevie Wonder er steindauður fyrir mér. Ég get ekki heyrt röddina hans án þess að kuðlast saman í aulahroll og hugsa um öll gerpin sem hafa slátrað lögunum hans í einhverri Kringluútgáfu.

En það eru undantekningar. Eini smellur hjónadúettsins Delaney & Bonnie er bara alltof gott lag til að lenda í skugganum af hallæriscoverum. Enginn Ruben Studdard fær þessari perlu grandað.

Delaney & Bonnie - 'Groupie (Superstar)' mp3

sunnudagur, október 12, 2008

Haustmix 2008Haustið er enn og aftur mætt og þá er ekkert annað í stöðunni en að hlusta á rólyndis og kósý músík og kúra upp í rúmi.enjoy.

Laufey - 'Haustmix' mp3

tracklist:
01 Ain_t No More Cane - the band
02 Rusty Town - Jeff Zentner
03 Albert - Ed Laurie
04 Do I Still Figure In Your Life - Pete Dello
05 Who Knows Where The Time Goes - Sandy Denny
06 Patriot Game - Liam Clancy
07 My Father's Gun - Elton John
08 You Put Something Better Inside Me - Kiki Dee
09 I_ve Got a Secret - Fred Neil
10 Your Protector - fleet foxes
11 curs in the weeds - Horse Feathers
12 Intuition - Feist
13 Rest In Peace - Curt Boettcher
14 midnight_cowboy_theme - Henry mancini

laugardagur, október 11, 2008

FréttatilkynninginÞað kemur senn út heimildarmynd um frumkvöðulinn og snillinginn Arthur heitinn Russell. Hann var lítt þekktur í lifanda lífi en var geysiflinkur avant-garde listamaður, spilaði á selló og vann með köppum einsog David Byrne og fleiri nördum. Hann stóð sig þó best í diskótónlistinni að mínu mati, svona danstónlist hugsandi mannsins. Eyðnin bar hann ofurliði 1992 en hans fylgi hefur stóraukist undanfarin ár með endurútgáfum og þegar bönd nefna hann í sífellu sem áhrifavald - td. DFA hér að neðan.

Endilega reynið að kaupa/sjá/stela þessari mynd þegar hún kemur út, enda var Arthur kallinn eldhress og duglegur. Meira hér.

Arthur Russell - 'Get Around to It' mp3
Arthur Russell - 'Springfield' (DFA remix) mp3

fimmtudagur, október 09, 2008

Bjartari framtíð

Við Breiðhyltingar höfum tekið ritstjórnarlega ákvörðun um að keyra soldið á bjartsýninni hérna, Bobby reið á vaðið með tvær færslur í trylltri gleði og bjartsýni, en ég ætla að byrja á að taka pínulítið öðruvísi pól í hæðina.

Bobby er sólskinsbangsi og bjartsýnisbarn og það þarf lítið til að láta hann brosa út að eyrum. Ég er meira gefinn fyrir áhyggjur, kvíða og þunga brún, og því þarf ég yfirleitt að byrja á einhverju upplyftandi áður en ég tapa mér í gleðinni.

Ég hef ákveðið að blása til sóknar í átt að bjartari framtíð með mest upplyftandi lagi sem ég man eftir. Ég skelli þessu alltaf á fóninn þegar ég er að koma mér í átt að betri fíling.

The Staple Singers - Come Go With Me mp3

FAÐMLÖG OG KÁTÍNA!spacesick

Það er óþarfi að nöldra og grenja oní matarafgang í Tupperware (eða einsog ég kalla það, Kreppuware). Frekar að halda limbókeppni og fara svo niðrí fjöru að leika sjávarlíffræðing og gefa öllum skeljum, þörum og svömpum ný nöfn.

Knús-
Breiðholtsmafían
Bjartsýnishreyfingin 2008

Minnie Ripperton - 'Simple Things' mp3

miðvikudagur, október 08, 2008

ÁST! HAMINGJA! BJARTSÝNI!

Elsku vinir og vínarbrauð. Slökkvum bara á fréttunum og skoðum haustlaufin. Hugsum ekki um böl og vol heldur það sem er ókeypis einsog til dæmis faðmlög, kossa og knús. Það er líka frítt að dansa, taka heljarstökk og að ropa geðveikt hátt. Það er vináttugóðæri hér á Skrúðgöngunni og mun þeirri útrás aldrei linna. Við lofum kreppulausri umfjöllun og bjartsýni í hvívetna. Snúum bökum saman og gróðursetjum kartöflur.


Elfelix

The Turtles - 'Happy Together' (Wade Nichols Edit) mp3

Ástralir drottna enn

Ástralirnir halda áfram að vera mest spennandi landið í danstónlistinni. Pnau eru alveg meiriháttar dúett, fullir af fjöri, kærleik og rassahristingi. Miklir stuðarar.Lög einsog 'Baby' og 'Embrace' voru sólarsömbur sem sögðu sex. Alveg einstaklega grípandi og skemmtileg lög sem einkenna hljóminn og fílinginn í Pnau. Þeir eru soldið FM Belfast Ástralíu.

En lagið sem ég vil setja hér inn er svolítið meira 'haust'. Ögn meira fullorðins. Melódían er sterk og tilfinningin grípur í kökkinn.

Pnau - 'With You Forever' mp3

Og giskiði hvað! Þeir verða á Airwaves! Allir að passa sig (kaupa passa sko. heh.)

mánudagur, október 06, 2008

MeegoFyrir ekki svo löngu áttu Walter Meego hug og hjörtu margra með laginu 'Keyhole' og fleiri slögurum. Þeir eiga þessi hjörtu enn því nýja platan þeirra 'Voyager' hefur fengið fínar viðtökur síðan hún kom í heiminn í sumar. Hér er tóndæmi.

Walter Meego - 'Forever' mp3
Fjarlægt að beiðni listamanns. Removed by request.

Alltaf jafn gasalega melódískt hjá þeim, þessum elskum.

**UPPDEIT - Hmm skvt. Dashboard er þetta 500. pósturinn. Til hamingju við!**