föstudagur, nóvember 28, 2008

Hlátrasköll í vikulok

Um daginn keypti ég mér tölvuhljóðkerfi í Kreppuverslun Halldórs og með í kaupunum fylgdu tveir diskar með hinum eina sanna Tvíhöfða. Þetta voru Konungleg Skemmtun og Sleikir Hamstur. Mín unglingavinnuár í hnotskurn. Ég lifði fyrir Suðu Sigfús, Kennedy Sjónvarpsstöðina, Litla Lagið Okkar, Tvíhleypuna, Grafræningjana og auðvitað grunnskólakennarann sem var að deita nemanda sinn. Jú og Fangann í Malaga og Snjalla Mongólítann og Björgunarafrekið í Látrabjargi og... og... og...

Hvurslags samfélag er það annars, sem útvarpar Reykjavík Síðdegis en ekki Tvíhöfða? Pff. En plöturnar þeirra fjórar lifa og kynda nostalgíubálið. Ég væri samt til í 80falda DVD box-settið með komplít þáttunum.Hér eru nokkrir demantamolar.

"Ég er í silkinærbuxum"
"Haa nei, ertu ekki bara í bómullarbrók?"
Tvíhöfði - 'Í Hverju Ertu?' mp3

Jón tjannellar sinn innri Einar Örn.
Tvíhöfði - 'Ég Fíla Nýbylgjurokk' mp3

"Þú ert skakkur mar!"
-"Já, ég er með mislanga fætur"
Tvíhöfði - 'Slangur 2' mp3

Alveg geðveikt lag sem ég var búinn að steingleyma. Sveitaballabandið Sigur Rós!
Tvíhöfði - 'Stuðlagið um Sigur Rós' mp3

Táningafræðarinn kenndi manni lexíur lífsins.
Tvíhöfði - 'Táningafræðarinn - Er Sjálfsfróun Eðlileg?' mp3

Og hérna er hann!
Tvíhöfði - 'Suðu Sigfús' mp3
Algjört hnossgæti. "Hvað ertað suða mamma mín?" - Og hey, hvað hét hann sem grillaði bara Medister pylsur?


Í guðs bænum pillið ykkur svo á tonlist.is til að Tvíhöfða ykkur almennilega upp.

fimmtudagur, nóvember 27, 2008

Our Man in Japan -
Gestafærsla frá Árna KristjánsHér fáiði smá sneið af eðal afslöppuðu boogie og 80s sál. Þessi lög áttu að fara í nýtt boogie mix sem ég er að vinna að en voru of róleg og notaleg innan um allan bassaplokkstryllinginn. Allt tekið upp af vínyl. Njótið!

The Jones Girls - 'Nights Over Egypt' mp3
Arthur Adams - 'You Got the Floor' (instrumental) mp3
Alfonzo Surrett - 'Gimmie Your Love' mp3

miðvikudagur, nóvember 26, 2008

Novia SkandinavíaBeint af Norðurlandatúndrunni kemur Dan Lissvik með funheita Afríku- og Karíbahafstóna. Síðan ég heyrði fyrst í Studio hef ég verið alveg yfir mig ástfanginn af svona suðrænni afrobeat chill tónlist. Og haldiði að það sé ekki tilviljun, Lissvik er einmitt meðlimur í Studio. Já sjaldan ein báran stök. Jahérnahér.

D. Lissvik - '06' mp3
kaupa

Algjört kokteilsándtrakk og skeljatínslumúsík. *elsketta*.

fimmtudagur, nóvember 20, 2008

Nýtt myndband frá FM Belfast: Par Avion


FM Belfast: Par Avion from Torfi Frans Olafsson on Vimeo.

Þetta myndband var tekið upp á tónleikum FM Belfast á Iceland Airwaves 2007, á Gauknum laugardagskvöld, beint á eftir Chromeo. Myndbandið er eftir Torfa Frans, sem er yfir flestu hjá CCP, þarna fyrirtækið sem gerir litla tölvuleikinn með öllum geimskutlunum.

Ef þú býrð í bandaríkjunum getur þú keypt FM Belfast plötuna hér - Amie St. - eða hér - iTunes -, en ef þú býrð á íslandi er best að kaupa plötuna í Eymundsson eða Smekkleysubúðinni á Laugavegi.

þriðjudagur, nóvember 18, 2008

Meira nýtt mix: NatalieVið höldum áfram að birta fress dídjeimix með fremstu diskótekurum landsins, og næst í röðinni er DJ Natalie, e.þ.s. DJ YAMAHO.

Hún leggur til tvö ný mix, Pleasure Mix og NO MERCY Mix. Annað er í rólegri kantinum og hitt mjög mikið ekki.

Njótið vel.

DJ YAMAHO - 'Pleasure MIX' mp3


DJ YAMAHO - 'No Mercy MIX' mp3

Nýtt mix frá Magga Lego!
Nýtt mix frá Magga Legó! Aka Herb Legowitz! Aka Buckmaster De La Cruz! Aka Hunk Of A Man! Aka Magnús Guðmunsson!

Ef þið viljið gott dansigrúf þá verðið þið ekki svikin af þessu.

Mixið er í þremur pörtum, þið getið sótt það á síðunni hér að neðan.

Sækið mixið hér! (Mediafire.com)

föstudagur, nóvember 14, 2008

Þegar brækur strukust við jörð.

The Rapture voru að gefa út mixteip með hinum frumlega titli Tapes. Þar kennir ýmissa grasa, m.a. Daytona 500 með Ghostface Killah, Raekwon og Cappadonna. Að mínu mati besta lagið sem meðlimur Wu-Tang gaf út á sólóplötu. Minningartárin bleyttu skyrtuna mína og nærstaddir runnu til í pollinum. Þvílíkur nostalgíuþjóðsöngur. Þetta ómaði í stigagöngum Breiðholtsins seint á seinustu öld.

Ég fór því að gramsa í gamla rappinu mínu og rakst á aðra gersemi sem ég ætla að senda út með kveðju til landabrúsa æsku minnar. Megi þeir grotna í náttúrunni að elífu.

Camp Lo - 'Luchini (This is It)' mp3


Luchini er svo mikið Blaxploitation
að ég varð að setja inn mynd af Pam Grier.

fimmtudagur, nóvember 13, 2008

Póstsekkurinn: Ástralíufærsla #34,546

Við ættum bara að flytja bloggið til Ástralíu.WOW frá Sydney sendu okkur þennan slagara um daginn og ég hef verið að velta mér uppúr honum einsog fress á teppi (blautu af catnipp).

Algjört löðrungsbít og dansandi hnefar sem kýla guð í andlitið. Fastagestir okkar, Bumblebeez sjá um endurhljóðblöndun.

WOW - 'Icy Cold' (Bumblebeez remix) mp3

miðvikudagur, nóvember 12, 2008

Miðvikusál


Á mynd: Otis Redding, soul warrior

Ég hef alltaf trúað því að svart fólk hafi í alvöru rifist svona í gamla daga. Og þá er ég að meina að það hafi verið brassband úti í horni sem blés við hverja móðgun.
Otis Redding - 'Tramp' mp3

Og bara því það er ekki hægt að fá nóg af röddinni hans Otis...
Otis Redding - 'Pain in My Heart' mp3


Sam & Dave gerðu fullt af perlum en eru ekki nefndir eins oft og tröll einsog Otis. En þeir áttu þó þessa mergjuðu kápu:Þessi skjaldbaka er alveg bólufreðin.

Sam & Dave - 'Can't You Find Another Way (Of Doing It)' mp3

þriðjudagur, nóvember 11, 2008

Ástin er skrítin

Og ég meina sko virkilega skrítin. Hún safnar Kóreyskum frímerkjum og á tuttugu ketti. Hún eldar soðnar músarmottur í matinn og ber þær fram með skósvertu og skipalakki. Maður sér hana stundum úti á götu, að krota guðlast á búðarglugga í ruslapoka einum fata. Skórnir eru ekkert annað en gamlar hárkollur. Setjið ástina á hæli. En eitt er þó víst: Hún lemur kúabjöllur einsog það sé dómsdagur á morgun.

Mickey & Sylvia - 'Love is Strange' mp3Wings voru reyndar ekkert svo skrítin, en voru þó í hárkolluskóm.

Wings - 'Love is Strange' mp3

föstudagur, nóvember 07, 2008

UllarsokkadjammEr ekki kominn tími á gamaldags djamm? Stuð með vettlingum og heimalöguðum landasmákökum. Kojuknús og kassagítarglamúr. Mig langar á svona Roadhouse, djamm-hjall við bandarískan þjóðveg þar sem er sag á gólfi og bullandi sveittir nautahausar á veggjunum. Staður þar sem fjöldaslagsmál brjótast út fyrirvaralaust og menn taka dans oná öskubökkunum.

Ég veit að það er þannig stemning hér (jafnvel með moldargólfi):
Bunker Hill - 'Hide & Go Seek' mp3

Hér er mjög obskjúr sixtís band að taka cover af samtímasmelli Big Brother;
Wool - 'Combination of the Two' mp3

Og að lokum setjum við smá klassa í þetta og gefum Levon Helms og Haukunum hans hljóðið. Blússandi RnB (einsog það var og hét kringum '60) og hefí Ray Charles fílingur.
Levon & the Hawks - 'He Don't Love You (And He'll Break Your Heart)' mp3
Þeir sem kannast við nafn Levons og röddina í Richard Manuel verða ekki hissa á að vita að þessi grúppa þróaðist í The Band.