Hlátrasköll í vikulok

Um daginn keypti ég mér tölvuhljóðkerfi í Kreppuverslun Halldórs og með í kaupunum fylgdu tveir diskar með hinum eina sanna Tvíhöfða. Þetta voru Konungleg Skemmtun og Sleikir Hamstur. Mín unglingavinnuár í hnotskurn. Ég lifði fyrir Suðu Sigfús, Kennedy Sjónvarpsstöðina, Litla Lagið Okkar, Tvíhleypuna, Grafræningjana og auðvitað grunnskólakennarann sem var að deita nemanda sinn. Jú og Fangann í Malaga og Snjalla Mongólítann og Björgunarafrekið í Látrabjargi og... og... og...

Hvurslags samfélag er það annars, sem útvarpar Reykjavík Síðdegis en ekki Tvíhöfða? Pff. En plöturnar þeirra fjórar lifa og kynda nostalgíubálið. Ég væri samt til í 80falda DVD box-settið með komplít þáttunum.



Hér eru nokkrir demantamolar.

"Ég er í silkinærbuxum"
"Haa nei, ertu ekki bara í bómullarbrók?"
Tvíhöfði - 'Í Hverju Ertu?' mp3

Jón tjannellar sinn innri Einar Örn.
Tvíhöfði - 'Ég Fíla Nýbylgjurokk' mp3

"Þú ert skakkur mar!"
-"Já, ég er með mislanga fætur"
Tvíhöfði - 'Slangur 2' mp3

Alveg geðveikt lag sem ég var búinn að steingleyma. Sveitaballabandið Sigur Rós!
Tvíhöfði - 'Stuðlagið um Sigur Rós' mp3

Táningafræðarinn kenndi manni lexíur lífsins.
Tvíhöfði - 'Táningafræðarinn - Er Sjálfsfróun Eðlileg?' mp3

Og hérna er hann!
Tvíhöfði - 'Suðu Sigfús' mp3
Algjört hnossgæti. "Hvað ertað suða mamma mín?" - Og hey, hvað hét hann sem grillaði bara Medister pylsur?


Í guðs bænum pillið ykkur svo á tonlist.is til að Tvíhöfða ykkur almennilega upp.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
var það ekki medister magnús? Annars hef ég sömu sögu að segja, tvíhöfði er tengdur unglingavinnunni föstum böndum í mínum huga. Hlátrasköll unglingsstráka innan úr beði, nostalgía!
Bobby Breidholt sagði…
Svo fannst mér alltaf svo fyndið að þessir gæjar áttu að vera að grilla klukkan átta um morguninn.
Nafnlaus sagði…
haha well thanks for the credit although i think i stole it from someone else as well :) nice list!

Vinsælar færslur