föstudagur, febrúar 29, 2008

29Notum þennan aukadag í eitthvað sniðugt. Fúsball, sjósund í myrkri eða að stofna tímarit sem er bara prentað á stuttermaboli. Brjótumst inn til læknis og tökum dónalegar röntgenmyndir. Teygjum lopann, vendum okkar kvæði í kross en ofar öllu, gerum teygjuæfingar fyrst.

Hér er þýskur sjarmúr sem hljómar einsog blanda af Trabant, Prince og Justin Timberlake. Bæði í senn popp og töffaraskapur. Eitís og milleniumís. Ég fíletta, enda á ég fernar ljósbláar leðurbuxur.
Michael Fakesch - 'Escalate' mp3

Síðan smá industrial-pönk-goth-diskó...
Section 25 - 'Dirty Disco' mp3

Og að lokum fyrrum bassaleikari Rolling Stones í einhverju gjebbó flippi í eitís. Samt soldið stuð, sko. Svona svipað og Hemmi Gunn að fíflast með trommuheila á Benidorm.
Bill Wyman - 'Oui Oui Je Suis Un Rock Star' mp3

Dýflissutónar


Little About

Það er eitthvað svo fallegt veður úti að ég vil bara hlusta á ofbeldisfulla tónlist.

Misfits - 'London Dungeon' (Alternate take) mp3
Misfits - 'One Last Caress' mp3
Stiff Little Fingers - 'Suspect Device' (Alternate take) mp3

OK ég veit að hjartaknúsarinn Gene Pitney á fátt skylt með hinum hljómsveitunum, en mér finnst þetta lag passa svo svakalega vel við paunklög um pyntingar, grafrán og hryðjuverk.
Gene Pitney - 'Town Without Pity' mp3

þriðjudagur, febrúar 26, 2008

Nýtt mix frá Árna K!

Árni Kristjánsson var að birta nýtt mix. Hann hefur kokkað upp tryllt eitís boogie mix fyrir ykkur, til að taka með í eróbikk eða á frístældansæfingu.


Hérna er lagalistinn:
01 - Mid Air - Ease Out
02 - D-Train - Keep On
03 - Boeing - Dance On The Beat
04 - Intrigue - I Like It
05 - Dayton - The Sound of Music
06 - Karen Silver - Nobody Else
07 - Rene & Angela - I Love You More
08 - Gayle Adams - Love Fever
09 - Change - Heaven of My Life
10 - Carol Williams - Can't Get Away
11 - Savana - Never Gonna Let You Go
12 - Maxx Traxx - Don't Touch It
13 - Yarbrough & Peoples - Don't Stop The Music

» Árni Kristjánsson - Boogie Mixx

laugardagur, febrúar 16, 2008

Minna Slór Meiri Bjór

Einn leiftursnöggur póstur áður en ég skýst út á galeiðuna.Alveg ofboðslegur hittari frá örlí-næntís sem ég var búinn að steingleyma. Njótið!

Adamski feat. Seal - 'Killer' mp3

föstudagur, febrúar 15, 2008

Lukkuleg krútt

Lykke Li er sænsk hnáta sem er alveg ofsa krúttleg, það er ekki annað hægt að segja. Ég datt alveg óvart um hana og fannst hún fyrst alveg kannski of mikið krútt fyrir mig. En vitið menn sum krútt eru bara svona knúsileg að manni langar í meir. Mig langaði í meir og fannst tilvalið að leyfa ykkur að smakka á svona krúttiköku fyrir föstudaginn.

njamm njamm...

Þetta er fyrsta lagið sem hún setti á netið en á myspaceinu er hægt að hlusta á fleiri sem hún hefur gert.

Lykke Li - Tonight mp3

Lykke Li á Myspace

En annars finnst mér þetta myndband skemmtilegt.p.s er það bara ég eða er hún soldið lík Olsen systrunum??

fimmtudagur, febrúar 14, 2008

DMX KrewDMX Krew er að spila (ásamt yours truly) á Organ á morgun og á Sjallanum Laugardag. Miðasala á miði punktur is og allt það.

Hérna eru tvö lög til að koma ykkur í stuðið:

» DMX Krew - 'Come To Me' mp3
» DMX Krew - 'The Glass Room' mp3

Danstvennd - Dubbeltanz

Ég hef sagt það annars staðar að ég er á móti Valentine's Day. Mér finnst að við ættum að vera dónaleg og órómantísk við hvort annað í dag frekar en að eyða fúlgu í hallærislegt skran sem visnar og verður rykugt hvorteðer. Verum ógeðsleg og særandi við maka okkar í dag og höldum áfram að elska á morgun.

Það þykir reyndar rómantískt að dansa saman við taktvís popplög, en við getum lagað það með því að löðrunga hvort annað um leið, einsog í 'Blue Monday' myndbandinu.

Siriusmo - 'Wov' mp3

Little Boots - 'Stuck on repeat' mp3

þriðjudagur, febrúar 12, 2008

Draugar FortíðarVisage var ofsa hipp synthaband sem stofnað var 1978 af nokkrum fastagestum megatrendínæturklúbbsins Billy í London. Visage voru frumkvöðlar Nýrómantíkur stefnunnar, segja sögubækurnar, en ég vil meina að pönk/glam bakgrunnur þeirra skín í gegn og lögin þeirra eru mun myrkari en það sem koma skyldi frá þeirri stefnu. Visage slitu samstarfi uppúr 1982 og gítarleikarinn, Midge Ure, fór og stofnaði Ultravox. Þeir áttu þó einn meðalstóran smell, 'Fade to Grey' en hérna er lítt þekktari slagari:
Visage - 'I'm Still Searching' mp3


- - - -

Chromium er/var aðallega hetjan Trevor Horn, sem þekktastur er fyrir að hafa ort um hið tragíska morð útvarpshetjunnar af höndum myndbandsins með The Buggles.

Það er fyndið hvernig það mátti gera lag um hvaða andskota sem er í ítaló, jafnvel fönkí dans-slagara um flugumferðarstjóra að fylgjast með flugvél hrapa í Bermúdaþríhyrningnum. Svo vil ég bæta því við að Chromatics hafa greinilega verið að fylgjast vel með Chromium, 'Hands in the Dark' byrjar nákvæmlega einsog þetta lag:
Chromium - 'Caribbean Air Control' mp3

fimmtudagur, febrúar 07, 2008

Herakles ásamt Leyniást


Shary Boyle

Hercules & Love Affair frá Brooklyn, NY eru nýjustu undrabörn DFA Records. Þau eru smekkleg og melódísk og einsog nafnið gefur til kynna er ákveðinn goðsagnarbragur af þeim. Eftir allt þetta bylmingsharða rafmagnsgítartekknó er smooth diskófílingurinn í H&LA einsog ferskur rósablær eftir sólarhingsdvöl í reykherbergi Alþingis. Fyrsta platan, samnefnd bandinu, kemur út í mars á vegum DFA --einsog áður sagði-- og er pródúseruð af Tim Goldsworthy (LCD Soundsystem). Kaupa kaupa.

Ef ég ætti stimpil sem á stæði "VERÐANDI RISAR & FRAMTÍÐARÍBÚAR ALLRA ÁRSLISTA" (eða nennti að fótósjoppa hann), þá mundi ég skella honum þvert yfir skjáinn einmitt núna.Antony (úr ...and the Johnsons) syngur nokkur lög og bakraddir á plötunni og sýnir að hann er meira en jafnvígur á diskó sem leiklistarpartýs-vangalög. 'Blind' er alveg spinnigal hittari og þið ættuð að geta heyrt það hvar sem er (m.a. á hinu geggjaða janúarmixi hans Terrordisco okkar). Hérna er afturámóti afbragðs endur-klipp:
Hercules & Love Affair - 'Blind' (Motik Lok edit) mp3

Ég held að ég hafi birt þetta lag áður og einnig notað það í eitthvað mixteip, en það var mjög extended útgáfa og því set ég hér knappt albúm versjónið. Bassinn er alger speglakúla og laglínan enn meira glansandi.
Hercules & Love Affair - 'Athene' mp3

InnkaupapokiPlötur með eftirfarandi liði eru komnar í hús (og ég er að tapa mér yfir þeim öllum):

Hercules & Love Affair (strax kandídat fyrir plötu ársins)
Tracey Thorn
Lindstrom & Prins Thomas
Goldfrapp
Chromium (gamalt ítaló)
Black Mountain
Visage (alveg fleiming eitís dans)

...Og fullt af blandípoka.


Ef þið eruð veðurteppt næsu dagana, þá er það bara hið besta mál. Fullt af awsomm stöffi á leiðinni hingað inn.

mánudagur, febrúar 04, 2008

Blökkufell / SvartbakurStóner-svepparokkararnir í Black Mountain voru að gefa út 'In The Future' sem er plata númer tvö að ég held. Samnefnd fyrsta platan var stórfín og þau eru enn við sama heygarðshornið. Útúr mökkað, þungt og ævintýralegt.

Ég mæli endilega með því að þið kaupið ykkur allt sem þið getið með þeim, brunið út í sveit í sendiferðabíl með dreka máluðum á hliðina og farið með töfraþulur á jónsmessunótt. Nú eða bara lufsist í sófanum með Ben & Jerry's.

'Wucan' er hið daglega brauð hjá þeim, en kassagítarballaðan 'Stay Free' er meira útúr kú og sumarbústaðarleg.

Black Mountain - 'Wucan' mp3
Black Mountain - 'Stay Free' mp3

sunnudagur, febrúar 03, 2008

Flux Capacitor

Hérna eru tvö lög með hinni norsku eitíspoppsveit Fra Lippo Lippi, sem ómar væntanlega ætíð á norsku útgáfunni af næturdagskrá Bylgjunnar.Cheezy, ljúft og lopaklætt. Þetta er hinn gullni meðalvegur á milli A-Ha og Cock Robin.

Þessir gullmolar eru sérstaklega handa mínum Eitís-Smoothness-Dægurlaga-Aðdáendum. Þið vitið hver þið eruð.

Fra Lippo Lippi - 'Angel' mp3
Fra Lippo Lippi - 'The Distance Between Us' mp3

BÓNUS-
Svo er hérna smá sárabót fyrir ykkur sem eruð föst í nútímanum. Móðins edit á fyrrnefnda laginu.
Rune Lindbæk - 'Til Lippo Lippa' mp3

SunnudagshetjurÍ vikunni virtu vertar bann að vettugi og leyfðu sígarettusvæl sem aldrei fyrr. Eftir nokkurra mánaða lungnahreysti var það því nokkurt sjokk að kafa reykinn. Því er ég í miðri tveggja daga þynnku, sem er smánarlegur hluti af því að vera vitlausu megin við 25.

Fór á afbragðsfínan karaoke bar þar sem peep-show staðurinn var í gamladaga (undir L.A. heitnu Café). Ég söng 'Magic' með America af mínu alkunna lagleysi og Laufey okkar tók 'Lotta Love' með Nicolette Larson með ögn betri árangri. Fátt gerir kvöld eins töfrandi og að gera sig að fífli í góðra fífla hópi.

En hérna eru nokkur þynnkumeðöl:

Ofboðslega ljúft og svífandi 70's Kalíforníupopp frá bandi með afar óþjált nafn. Viðlagið er til að deyja fyrir.
Ozark Mountain Daredevils - 'Spaceship Orion' mp3

"I want to be alone" hefur Jackson lagið og er væntanlega með mig í huga. Þetta lag má finna í augnakonfekti Daft Punk, Electroma. algert kúr.
Jackson C Frank - 'Dialogue' mp3

Hot Chip eru að gefa út 'Made in the Dark' og ég er alveg rosalega MEHH með hana. Hittararnir 'Ready For the Floor' og 'Shake a Fist' eru þó fínir. Hérna er eitt af því fyrsta sem heyrðist frá þeim, lag af EP plötunni Mexico sem kom út í fornöld, eða árið 2001. Mér finnst þetta fallegt og einlægt, tekið upp í einhverjum fataskáp.
Hot Chip - 'Sometimes All I Need' mp3