laugardagur, mars 29, 2008

Skammist ykkar!Ég veit hvað þið eruð að gera um helgina en ég ætla að vera heima, hlusta á gospel og tala við Guð. Ég ráðlegg ykkur að gera slíkt hið sama... annars fariði til helvítis... bara láta ykkur vita.

Louvin brothers - 'Satan is real' mp3

The soul stirrers - 'wade in the water' mp3

Mahalia jackson - 'in the upper room' mp3

Oak ridge boys - 'you'll never walk alone' mp3

Ruth brown - 'walk with me lord' mp3

fimmtudagur, mars 27, 2008

Ljósvakans LjósvíkingarHey, munið að stilla inn á Fönkþáttinn á Xinu 9.77 í kvöld á milli ellefu og eitt eftir miðnætti.

Hinn eini sanni Sveinbjörn "okkar" Terrordisco er nýr meðstjórnandi Funkþáttarins ásamt hinum rótgróna (og síendurnærða) Don Balla Funk. Í kvöld verður sérstakur gestur þáttarins enginn annar en ég, Bobby Breiðholt. Planið er að láta mig mæta í hljóðverið einu sinni í mánuði og jarma um mússík og hver veit nema hljóðdæmi svamli á öldunum.

Heimsborgarar, Dreifarar og þeir sem afneita úreldri tækni einsog transistorútvörpum geta hlustað á netinu og verið afar móðins á nýju árþúsundi.

En já. Ekki vera pappakassar. Elektróník, dansimússík, diskó og breikbít á Xinu í kvöld og alla fimmtudaga.

miðvikudagur, mars 26, 2008

DraugabærÉg er búinn að liggja í kántrýmússík í páskafríinu, enda fátt annað hægt í volæðinu og hörmungunum. Það er ekki hægt að skemmta sér þegar við manni blasir kreppuframtíð, fátæktarmannát og morðalda fyrir bensíndropa. Það er best að halda sig bara upp til fjalla, lifa á landinu og spila á banjó við arineldinn.

The Dillards, Townes Van Zandt, Burrito-bræður, Merle, George Jones, Hank Locklin og Gene Clark standa fremst í plötuhrúgunni, en það er drottningin sjálf sem ber höfuð og herðar yfir alla þessa gæja. Dolly er án alls vafa einn besti lagahöfundur allra tíma. Ekki bara í kántrí heldur í tónlist almennt. Og það er guðs heilagi sannleikur. Gleðilega kreppu.

Dolly Parton - 'Lonely Coming Down' mp3
Dolly Parton - 'Early Morning Breeze' mp3

Og til að gleyma kreppueymdinni, eitt hressandi lag um ungbarnadauða.
Dolly Parton - 'Down From Dover' mp3

miðvikudagur, mars 19, 2008

Þú Berð Að Mér Loga.

Ladyhawke frá Nýjasjálandi var að gefa út þrusuflott myndband við lagið sitt 'Back of the Van'. Það er fínt að sjá fleiri eitís áhrif en ítaló af og til. Hér erum við að tala um kick-ass eitís gellurokk af sama kvenlegg og Bonnie Tyler og Pat Benatar.Hér er svo líka lagið til að setja á spólu og hlusta á í vasadiskó. Allir í níðþröngar steinþvegnar gallabrækur og útá götu að dansa.

Ladyhawke - 'Back of the Van' mp3

sunnudagur, mars 16, 2008

Ghostland Yada YadaGhostland Observatory koma frá Austin, Texas og því væri ég illa svikinn ef þeir eru ekki einmitt núna að hjúkra þynnku eftir SXSW hátíðina. Það er hundleiðinlegt að vélrita nafnið þeirra, en hreinn unaður að hlusta á tónlistina þannig að ekki blóta, heldur dánlóta.

Þetta lag hljómar svo mikið einsog lag með Genesis á níunda áratugnum að þetta er næstum því coverlag. Maður sér Phil Collins fyrir sér að syngja þetta rauður og sveittur á skallanum. Alveg bombastískar trommur með löðrandi eitís-reverb.
Ghostland Observatory - 'The Band Marches On' mp3

Þetta er meira móðins. Instrumental töffaraskapur. Eflaust fílingur að krúsa undir neonljósum við þetta.
Ghostland Observatory - 'Holy Ghost White Noise' mp3

Platan þeirra, Robotique Majestique er nýkomin út.

Fyrsta tónlistarmyndband B-town!

B-Town Hit Parade kynnir með stolti fyrsta tónlistarmyndband Bobby Breiðholt, rísandi söngstjörnu Breiðholtsins:

BOBBY BREIÐHOLT - PURPLE RAIN (Live)


Hann á eftir að gera stóra hluti í framtíðinni, þessi, og við hjá B-Town höfum mikla trú á honum. Fylgist með þessum!

föstudagur, mars 14, 2008

yowsaÉg verð að fagna og hrósa Jóni Jónssyni fyrir vasklega framgöngu í skemmtanamálum. Yuksek kom fram á Organ um daginn:
Siriusmo - 'All the Girls' (Yuksek remix) mp3

Digitalism voru með eina af betri dansplötum seinasta árs. Hér er heitt, feitt og fyrirframgreitt rímix:
Digitalism - 'Idealistic' (Voyage remix) mp3

Ég lofaði einu biluðu með Ungfrú Sri Lanka og hér fáiði það óþvegið. Alveg geðveikt lag vil ég segja og vona að ég sé ekki að ofselja það. Ómótstæðilega grípandi eitís laglínan nær mér í hvert skipti.
M.I.A. - 'Bamboo Banga' (DJ Eli remix) mp3


Gleðilega helgi, kútar og kútilettur.

fimmtudagur, mars 13, 2008

Fútt.Það er þvílíkur fimmtudagsfílingur í mér. Einhver svona fyrirhelgarkrampi í lendunum. Því lýsi ég yfir snemmbúinni helgi og plaffa nokkrum stuðlögum á mannskapinn. Ég ætlaði að geyma þessi fyrir helgarpósta en það er bara of mikið fjörið í Vinabæ og Ölveri í kvöld. Engar áhyggur, ég lofa yfirdrifnu fjöri á morgun eða hinn. Meðal annars Yuksek, Digitalism og snælduvitlaust M.I.A. remix.

Jæja, LCDSS eiga fyrsta leik. Digurbarkalegt döbb með nóg af verksmiðjulegu blíbbi og blúbbi. Nancy Whang er með eina skemmtilegustu röddina í bransanum.
LCD Soundsystem - 'North American Scum' (Onanistic dub) mp3

Elektrópoppið virðist enn vera allsráðandi. Þessi stíll gerði mikinn öldugang í fyrra en nú tel ég að það sé orðið nokkuð stutt í að aldan brotni. En engar áhyggjur, það er einmitt á þeim tíma sem er besta brimbrettafærið.
Neon Neon - 'I Lust U' mp3

Baron Von Luxxury er sniðugur að endurhljóðblanda auk þess að blogga á Disco Workout. Hérna eru tveir hlutar af remix seríu hans á lagi með Glass Candy. Alveg klikkað flott og smekklegt. Það er ekki oft sem svona chopp-stíll skorar stig hjá mér en Baróninn skorar, hvort hann gerir. Hann lofar mér að við fáum senn að heyra hina hluta lagsins (þeir eru víst fimm talsins) og þá verður kátt í höllinni.
Glass Candy - 'I Always Say Yes'
(Baron Von Luxxury remix, parts II & III)
mp3

miðvikudagur, mars 12, 2008

Randy CaliforniaFátt að segja um þetta lag. Það er gott og afslappað og röddin er sjarmerandi. Skemmtileg endurtekningin á hljómaganginum og afturábak sítarsóló er alltaf viðeigandi í sólbökuðum rólegheitalögum.

Randy California - 'Devil' mp3

Randy á sér áhugaverða sögu. Hann spilaði með Jimi Hendrix, en rétt missti af því að vera í The Experience. Hann stofnaði hipparokkbandið Spirit og Jimmy Page stal riffi frá honum og gerði úr því Stairway to Heaven. En það kemur auðvitað ekkert á óvart, því Page er einhver mesti þjófur tónlistarsögunnar. Þeir sem efast um það ættu að tékka á Bert Jansch. En það er önnur saga. Randy mætti svo skaparanum þegar hann bjargaði syni sínum frá drukknun. Sonurinn komst af en grey Randy hvarf í brimið.

þriðjudagur, mars 11, 2008

Heilar!Ég hef alltaf verið sannfærður um að einn daginn muni ég lifa við þann raunveruleika að hinir ódauðu hafi yfirtekið jörðina. Zombíhelför. Lestu þessa grein og þú munt sjálf/ur fara að safna dósamat og bóna byssur í neðanjarðarbyrgi á Hengilssvæðinu.

Zombie Zombie hafa greinilega sætt sig við hið óhjákvæmilega og ætla að gera sem best úr þessu. Þeir hafa safnað saman drungalegum synthum, dimmum bassa og spúkí hljóðeffektum og búið til sándtrakk fyrir hin komandi endalok.

Hittið mig í byrginu mínu (leyniorð: Rauð Panda) og við skulum spila þessa músík í botni á meðan nágenglarnir tyggja kjöt þeirra sem ekki voru reiðubúnir.

Zombie Zombie - 'What's Happening in the City' mp3
Zombie Zombie - 'Interlude' mp3
Zombie Zombie - 'Psychic Harmonia 2' mp3

mánudagur, mars 10, 2008

Snjór á GreniFirefly voru blanda af eitís, soul og ítaló. Skemmtilegt til að hlusta á þegar maður bókar páskaferð á ströndina.
Firefly - 'Love and Friendship' mp3

Meira stuð. Þetta lag hittir í mark á diskótekinu á Playa Los Palmas þar sem þú munt dansa með páskaeggjaskurn á milli tannanna. Ég elska saxófóninn í þessu lagi.
Quando Quango - 'Love Tempo' (remix) mp3

Og smá industrial póst-punk eitís grúf. Þetta þarf einhver að remixa í snatri.
Liaisons Dangereuses - 'Los Ninos Del Parque' (12" mix) mp3

laugardagur, mars 08, 2008

Laufeyjar laugardagslög


þetta lag kemur manni strax í gott skap. Eitthvað leiður? Hlustaðu á þetta!

Ferlin Husky - 'on the wings of a dove' mp3


Holland gaf ekki bara af sér 2 Unlimited heldur líka hollenska Rolling Stones!

the outsiders - 'lying all the time' mp3

föstudagur, mars 07, 2008

Lyklavöld

Ég hef fylgst með Black Keys síðan þeir komu fyrst fram, eitthvað um 2002. Þeim var upphaflega líkt við White Stripes, sem mér fannst miður, enda eru BK mun meira 'ekta' blúsband en WS sem eru öll í poppinu og gullgrafararómantíkinni.

Plöturnar 'The Big Comeup' og 'Thickfreakness' voru fantafínar fantablúsplötur sem var gaman að drekka Fanta við (blandað í viskí). Síðan kom hálfgerð ládeyða í svona tvær plötur (þótt ballöðurnar á 'Magic Potion' séu fínar) en núna hafa þeir rétt úr bjórkútnum með nýju plötunni 'Attack & Release' sem kemur út í apríl.Dan Auerbach spilar á gítar og látúnsbarkast á meðan Pat Carney er trymbill. Sá sem fer með takkavöld á nýju skífunni er enginn annar en Danger Mouse, EN! Engar áhyggjur. Það eru engir bombastískir taktar eða skrats eða "Ah ha... YEAH!" á plötunni.

Tvennt smakk. Geysifallegt og allir í sleik (eða drekka sig í hel).

The Black Keys - 'All You Ever Wanted' mp3
The Black Keys - 'Things Ain't Like They Used to Be' mp3

laugardagur, mars 01, 2008

Vetrarmix Laufeyjar

Loksins Loksins fannst tími til að pósta færslu. ég ákvað að gera mix þar sem mér finnst alveg svaka skemmtilegt að gera svoleiðis. Mix af lögum sem ég er búin að vera hlusta á alveg ógurlega mikið undanfarið og vil endilega deila með ykkur. þetta er svona country og countryrock skotið ásamt fleiru, mjög svo skemmtilegt. Njótið.

Laufey - 'Vetrarmix-Wintermix' mp3

Tracklist:

1. Pickin' up the pieces - Poco
2. Doolin dalton - Eagles
3. Do right woman - the flying burrito brothers
4. You ain't going nowhere - the byrds
5. Kentucky - The Louvin brothers
6. Black river swamp - Link wray
7. It's all over now baby blue - Them
8. Crush in the ghetto - Jolie holland
9. Superstar - The carpenters
10. Help me - Joni mitchell
11. Making believe - Kitty wells
12. The reason why my heart's in misery - Lefty frizzel