mánudagur, apríl 28, 2008

Dillið ykkur með Bombadil

Við kynnum til sögunnar Bombadil frá Norður Karólínu.Bombadil minna mig á The Band, The Avett Brothers og The Zutons. Mjög skemmtileg og hress skógarmannamúsík með mosabragði. Maður sér fyrir sér einhverja náttúruþursa með mandólín og tambúrínur en eins og sjá má á myndinni eru þær býsna mannlegir og fínir í tauinu. Kveikið í náttúrubarninu, borðið smá mold og diggið þessa tóna.

Bombadil - 'Trip Out West' mp3
Bombadil - 'Cavaliers Har Hur' mp3
Bombadil - 'Get To Getting On' mp3

laugardagur, apríl 26, 2008

Country Roadsþá er komið að öðru country mixi frá mér. Þetta er frekar fjörugt country mix þannig að það verður ekkert grenjað svakalega mikið, nema þá bara úr gleði. Njótið vel.

Laufey - 'Country Roads' mp3

Tracklist:

1. Sheldon Church Yard - Larry Jon Wilson
2. Silently Sleeping - J.J. Light
3. everybody's talkin - harry nilsson
4. Take Me Home Country Roads - Olivia Newton John
5. If I Could Only Win Your Love - Emmylou Harris
6. See The Big Man Cry - Charlie Louvin
7. Misery Loves Company - Porter Wagoner
8. Above And Beyond - Buck Owens
9. Success - Loretta Lynn
10. A Picture Of Me (Without You) - George jones
11. The Bridge - Dolly Parton

miðvikudagur, apríl 23, 2008

Þamba og SambaSumarið verður vakið með offorsi á Organ í kvöld.

Einsog fram hefur komið í fjölmiðlum mun goðsögnin Maggi Kjartans flytja eyrnadjásnið 'Sólarsamba' í nýjum búning, enda lagið 20 ára gamalt í sumar. Auk Magga koma fram Skátar, Kimono, Swords of Chaos og Seabear. Einnig mun ykkar einlægur vera á staðnum til að spila sólarglætur inn á milli atriða og diskótekast fram á nótt eftir að MK hefur lokið sér af.

Mér skilst að Samba-Maggi muni vera með allsherjar hitabeltisstemmara og ausa kokteilum í fötuvís ofan í mannskapinn. Endilega mætið á Organ í kvöld með skitinn þúsundkall í hönd og breytum Reykjavík í Ríóvík.


Til að koma ykkur í pínu stuð er hérna lag með íslandsvonbiðlinum Paul Simon. Lagið er ekki bara sjúklega sumarlegt heldur er Chevy Chase líka í vídjóinu. Nostalgían knésetur mig þegar eg horfi á þetta.

þriðjudagur, apríl 22, 2008

Screamin' Jay Hawkins


Screamin' jay hawkins - 'i put a spell on you' mp3

Screamin' Jay Hawkins - 'i'm your man' mp3

The Alan Wilkis ProjectAlan Wilkis var að senda okkur efni af nýju plötunni sinni, 'Babies Dream Big'. Hann kemur frá Brooklyn og segist flytja tónlist sem sé erfitt að negla niður, en er þó rótföst í 70s og 80s soul, elektró og -(töfraorðin mín)- soft rock. Ég er sammála hans eigin mati. Pínu einsog eldri, ekki eins graður bróðir Johnny Sexual.

Skemmtileg og tilfinningaþrungin tónlist sem sameinar DIY trommuheila og smekklegar lagasmíðar. Tár á kinn, snúningur í mjöðm og einstaka hetjusóló. Meðmælt!

Alan Wilkis - 'I Wanna Know' mp3
Alan Wilkis - 'Burnin'' mp3

mánudagur, apríl 21, 2008

Kínversk dívaNei ég veit ekki, hef ekki hugmynd hver þetta er, en fallegt engu að síður. Ef einhver þarna veit meir, endilega sendið mér línu.
Cui Ping - 'This precious night' mp3

sunnudagur, apríl 20, 2008

Ótrúlega falleg tónlist frá svöngum
Ég var að sýna á útskriftarsýningu Listaháskólans áðan. Gleðin var ótrúleg, og það að ná að ljúka stærsta og persónulegasta verkefni sem ég hef gert var ótrúlega gott. Eftir skjall-flóðbylgju kíkti ég með félögunum úr gamla bekknum mínum í LHÍ út að borða, og að fagna útskriftarverkinu. Endurfundirnir voru góðir, við furðuðumst öll á því að við hittumst ekki oftar, og svo var ég dauðþreyttur og ákvað að kíkja aðeins heim og hvíla mig uppí sófa.

Og þá kom spennufallið.

Ég lá uppí sófanum í massífu hell-i þangað til að Dagný dróg mig á lappir ákvað að viðra mig smá. Þegar ég kom aftur hingað áðan var ég ótrúlega búinn á því, en samt svo víraður eftir daginn, að ég get ekki sofnað.

Hvað hefur þetta með niðurhali á móðins tónlist spyrð þú þig væntanlega núna. Þú, lesandi góður, ert væntanlega réttilega hneykslaður á þvílíku eindæmis tilfinningabloggi á breiðholtinu. Og réttilega svo. En ég er að koma að pointinu.

Ég settist niður við tölvuna, og fór að hlusta á lagið Cosmonauts með Hungry and the Burger. H&tB er nýtt verkefni hins mjög-svo-duglega Árna Plúseins. Á meðan að útgáfumál hafa verið að klárast á FM Belfast hefur hann verið að dunda sér að gera rólegri og hugljúfari músík en hann hefur verið þekktur fyrir áður, en samt með þessum melódíska sans sem hefur einkennt fyrri verk hans. Í helluðu spennufalli er fátt betra en að hlusta á tónlist eins og þetta. Þetta er svona tónlist, sem eftir nokkrar hlustanir skilur þig eftir með hina óræðu tilfinningu að það verði allt allt í lagi, einhvernveginn.

Ég læt fljóta með tóndæmi, en ég mæli með því að þið skellið ykkur á myspace'ið hjá H&tB og sækið öll lögin, og skellið í playlista í iTunes sem heitir "allt-verður-í-lagi". Það þurfa allir á þessum playlista að halda annað slagið.


Hungry and the Burger - Cosmonauts mp3

» Þið getið sótt fleiri lög á myspace.com/hungryandtheburger

laugardagur, apríl 19, 2008

Listrænt FretÉg tel það viðeigandi fyrir opnun útskriftarsýningar Listaháskólans, að koma með nokkur artý og framúrstefnuleg nýbylgjulög. Gallsúr og alfróð um myndlist og svissneska hönnun. Sjáumst niðri á Kjarvalsstöðum.

Orchestral Manoeuvres in the Dark - 'The New Stone Age' mp3
Pylon - 'M-Train' mp3

Og að sjálfsögðu keisarar listarokksins, Talking Heads:
Talking Heads - 'Life During Wartime (This Ain't no disco)' mp3

PS
Svo bjóðum við lesendur Eyjunnar velkomna í hópinn. Knús og alpahúfur til ykkar.

fimmtudagur, apríl 17, 2008

Hin ÞriðjaPortishead voru aldrei í miklu upáhaldi hjá mér þegar triphop geysaði um heiminn. Þau voru alltof mikið lounge-jazz eitthvað. Bakgrunnstónlist þegar sýnt var frá tískusýningu í lok kvöldfrétta. Ég var frekar fyrir Massive Attack og Earthling (en það segir auðvitað voða lítið, enda var þetta allt sama pakkið). Blessunarlega sukku svo triphop, jungle og Buffaloskór með seglskipinu '1993' og lífið hélt sinn gang.

En nú virðast íkon grunnskólaáranna vera að snúa aftur. Tracey Thorn gaf nýlega út frábæra plötu og nú eru Portishead komin með nýtt efni einsog ekkert hafi í skorist.

Nei nú lýg ég, það hefur fullt í skorist. Þau eru með nýtt og betra sánd og í þetta sinn er ég tilbúinn að kaupa plötu með þeim. Hún heitir 'Third' og er á leiðinni í búðir. Nútímaleg nostalgía.

Hljóðdæmi...

Rólegheit sem minna á það sem Goldfrapp eru að gera þessa dagana. Leiðir út í taktfastari pælingar.
Portishead - 'The Rip' mp3

Proggað og industrial. Minnir mig svolítið á Silver Apples eða Throbbing Gristle.
Portishead - 'We Carry On' mp3

Og demanturinn í hringnum. Alveg ofboðslega flott og í raun varla hægt að lýsa því. Sveinbjörn spilaði þetta í Fönkþættinum um daginn og ég ætlaði um koll að keyra. Bara wá.
Portishead - 'Machine Gun' mp3

Kaupa

I LIKE NUDITY

Liðið sem mun fara fyrir frakklandshönd í júróvíson í ár er svo sannarlega ójúróvísonlegt. I like.
Finnst samt þetta video með þeim líka bilað flott. Fíla hvað frakkar eru frjálsir með nektina og ástina. Ég er farin heim að striplast með vasaljós undir sæng. djók...

miðvikudagur, apríl 16, 2008

Lag. Gott.Stutt og laggott. Ég er svolítið upptekinn við vinnu þessa stundina, auk þess að vera í samúðarstressi með nemendum Listaháskólans sem eru með útskriftarsýninguna sína á laugardaginn. Þá er auðvitað lausnin að hlusta á sprengifima eitís-revival-mússík sem tosar mann áfram á naflahárunum.

Hér er foringinn sjálfur, Snoop Dogg að taka lag sem Morris Day & The Time gerðu vinsælt fyrir lifandi skelfings löngu síðan:

Snoop Dogg - 'Cool' mp3

Það er auðvitað ekki séns að ég sleppi ykkur án þess að setja inn orginalinn líka. Þetta dró Sveinbjörn uppúr kassettuhrúgunni sinni og gaf mér.

The Time - 'Cool' mp3

What Time Is it!!!

Diskóstuð frá Munk
Nýtt efni frá vinum okkar hjá Gomma:
Við Breiðhyltingar höfum lengi verið hrifin af Munk. Skemmst er að minnast snilldarlegs remix sem hann og James Murphy (LCD Soundsystem/DFA) gerðu af laginu Kick Out The Chairs sem við fjölluðum um hér og hér.

Munk er þessa dagana að gefa út nýja breiðskífu, Cloudbuster, og þetta lag, Catch Me If You Can, er smáskífa af plötunni. Honum til halds og trausts í laginu er Asia Argento, dóttir splatterleikstjórans Dario Argento. Google Image leit mín fyrir þessa grein leiddi svo í ljós að Asía er ekkert rosa hrifin af því að vera í fötum.Ég er mjög hrifinn af tvemur remixum af laginu, og birti þau hér:

» Munk - Live Fast! Die Old! (Headman Remix)
» Munk - Live Fast! Die Old! (The Juan MacLean Remix)

laugardagur, apríl 12, 2008

S.P.E.I.S.Ég eyði öllum dögum núna á KB að teikna letur fyrir útskriftarsýninguna, sem opnar á Kjarvalsstöðum næsta laugardag.

Hér vinnur einn barþjónn á dagvakt sem hefur þann sið að hlusta á The Eve of War með Jeff Wayne á hverjum degi. Þetta lag er af konsept plötu sem Jeff þessi gaf út 1978 ásamt meðlimum úr Thin Lizzy, Moody Blues, leikurum og fleirum. Ég hef ennþá ekki náð að hlusta á alla plötuna, en þetta lag er alveg magnað.

» Jeff Wayne - Eve of War

föstudagur, apríl 11, 2008

just pour me sorrow on the rocks
Ég og Lovísa munum vera að spila kántrý músík Sunnudagskvöldið á Dillon. Hittumst þar og drekkjum sorgum okkar með kántrýmúsík og bjór. Ætla ekki allir að mæta?

smá upphitun fyrir kvöldið

Jerry Lee Lewis- ' What's Made Milwakee Famous (Has Made a Loser Out of Me' mp3

J.J.Light - 'Hello, Hello, Hello' mp3

Hank Locklin - 'Please Help Me I'm Falling' mp3

Billy Walker - 'Sundown Mary' mp3

Folkhopp

Kalli vinur minn var að gauka að mér helvíti skemmtilegu rímixi með Feist. Það er nettur hress vorfílingur yfir þessu, eins og á að vera. Kalli hafði orð á því hversu skemmtilegur kontrastinn væri milli hins upprunalega lags Feist og þessa hlunklalega Hip-hop atgerfi sem K-Os setur lagið í, og ég held að ég sé nokk sammála því.

» Feist - Mushaboom (K-os Remix)

Annað lag sem ég hlusta mikið á þessa dagana er með píu sem heitir Nancy Nova. Hún er samtímamanneskja Kate Bush og áhrifin greinileg. Þetta er mikið dramatískt lag. Ef þið fílið þetta þá ættuð þið að tékka á Donna Slut, blogginu sem ég rændi þessu af. [Þið getið sótt annað lag með Nancy, The Force, og lesið meira um hana á Kontrapunkt.

» Nancy Nova - No No No

Halli vinur minn sem rekur m.a. Kontrapunkt tónlistarbloggið sendi á mig nýtt remix sem hann var að gera um daginn. Mixið, sem hann er enn að fikta í, er endurvinnsla á Kata Rokkar eftir Erlu Þorsteinsdóttur. Hann hefur tekið þetta gamla íslenska "rokk"lag og sett það í frekar fyndinn eitís tölvupopp búning.

» Halli Kontrapunktsson - Kata Rokkar Feitt (demo)

SykurmenniSixto Rodriguez skreið úr egginu árið 1942 í Detroit, Michigan og hljóðritaði fáeinar plötur svona tveimur áratugum seinna. Ferillinn tók aldrei flug þrátt fyrir fyrirtaks lagsmíðar og hann hvarf í skugga fátæktar. Enn annað dæmi um að foreldrar okkar voru með bjánalegan smekk.

Einhverjum árum seinna fóru grúskarar fyrir neðan miðbaug að digga stöffið hans Sixto. Hann fór að verða költfyrirbæri í S-Afríku, Nýjasjálandi og Ástralíu og tók þá upp gítarinn að nýju. Frægðin hefur ekki ennþá svarað skilaboðunum, en Sixto leggur í ferðalög af og til þegar áhuginn kviknar hjá nýjum hópi sælkera.

Þrjú dæmi með kappanum. Eitt rólegt, eitt soldið harðara og svo hans allra besta lag og einkennissöngur, 'Sugar Man'.

Sixto Rodriguez - 'Silver Words' mp3
Sixto Rodriguez - 'Only Good For Conversation' mp3
Sixto Rodriguez - 'Sugar Man' mp3

VorHail Social koma frá Philly, borg sem er fræg fyrir sína sérstöku tegund af sálartónlist. Það er einmitt mikil sál og innlifun í þessu skemmtilega elektrópoppi hérna. Ljúft og tilfinningaþrungið, grípandi og gaman að flauta með. Ekki skemmir hetjulegt gítarsóló fyrir. Gleðilegan frjádag.

Hail Social - 'No Paradise' mp3

fimmtudagur, apríl 10, 2008

Allir saman.

Ég vona að allir séu að hugsa fallega til vina okkar í Steed Lord, sem kúra uppi á spítala einmitt núna. Sendum þeim gleði og þrek í gegnum hugsana-radarinn og föðmum Svölu, Einar, Ella og Edda í hjartanu. Knús, krakkar.

miðvikudagur, apríl 09, 2008

PlimmPlimsouls ku vera 19 ára undrabarn. Að auki gerir hann tónlist. Hann er frá Bristol en tónlistin hans er frá Fjörlandi. Mér finnst þetta vera skemmtilegt dót sem hann gerir, það má bæði dansa við þetta sem og borða hádegismat. Ef ég væri með sjónvarpsþátt sem gengi útá að mála broskalla á tenniskúlur, stelast inní nammiverksmiðju og að drekka te í rennibraut þá myndi Plimsouls sjá um stefið. Viltu vera með í þeim þætti? Umsóknareyðublöð liggja frammi í móttökunni.

Plimsouls - 'Plimsoul's Theme' mp3
Plimsouls - 'Contact' mp3

Sveitt SveitÉg er ennþá í funheitu kántrýstuði. Að auki er ég afar spenntur fyrir Kántrýkvöldi Laufeyjar og Lovísu sem er á sunnudaginn. Laufey á eflaust eftir að kynna og hita upp fyrir þá uppákomu þegar nær dregur en þangað til, pínu Tammy!

Tammy Wynette hefur varla verið mjög vinsæl hjá kvenréttindaáhugafólki. Hún söng oft og vel um hversu unaðslegt það er að vera undirgefin húsbónda sínum, frægast í laginu 'Stand By Your Man'. Hún predikaði um að fyrirgefa honum bjórdrykkjuna, sætta sig við framhjáhaldið og að bóna hnakkinn hans. Jafnvel að leyfonum að nota svo hnakkinn í rúminu? -Aldrei að vita, þessir sveitalubbar eru til alls líklegir.

Tammy Wynette - 'The Ways To Love A Man' mp3
Tammy Wynette - 'Good Lovin' (Makes It Right)' mp3

fimmtudagur, apríl 03, 2008

Allt gengur upp ef þú leyfirÉg er mikið að krúsa á milli staða þessa dagana. Leikfimi, nokkur verkefni, nokkur DJ gigg, hópsýning á vegum GetRVK í Kaaber húsinu á morgun... Yep, keeping busy í kreppunni.

Hér eru þá nokkur keyrilög. Þegar ég heyri þetta stöff ímynda ég mér að Yarisinn minn sé í raun Dodge Charger eða eitthvað álíka ó-kreppu-bensínverðs-viðeigandi.

George Demure - 'Main Attraction' mp3
Cheap Trick - 'Everything Works If You Let It' mp3

Ég elska svona slow-burner stóner rokk. Er ég einn um það?
Earth - 'Aquamarina' mp3