þriðjudagur, desember 30, 2008

Rakettiskó

Mér finnst ekkert kvöld eins diskólegt og gamlárskvöld. Glys, glamúr, glaumur, gleði og fleira sem byrjar á G. Ég ákvað því að endurtaka leikinn frá því í fyrra og núa saman diskómixi. Í fyrra var hugtakið aðeins opnara, en að þessu sinni held ég mig nær eingöngu við gullöld diskótónlistarinnar.

Þannig að ég segi bara ykkar skál, dömur og herrar. Gleðilegt 2009 og mega mjaðmir ykkar fá útrás annað kveld.Bobby Breiðholt - 'Bobby's Disco Party 2009' mp3
39:08 – 320kbps – 89mb

Lagalisti:
01 - Faze Action - Moving Cities (alternate version)
02 - Don Ray - California Style
(Matt Hughes - Can't Talk now)
03 - The Paper Dolls - Get Down Boy (Love on the Run edit)
(Cloud One - Spaced Out)
04 - Goody Goody - It Looks Like Love (Dim's edit)
05 - Gino Soccio - I Wanna Take You There
06 - Madleen Kane - Cherchez Pas
07 - Demis Roussos - I Dig You
08 - Spencer Jones - How High
(Mark Gomez, the Leather Man!)
09 - Harold Melvin - Don't Leave Me This Way
10 - Louisa Fernandez - Make Me Feel Alright
(Kiev Stingl's 3rd World Disco)
11 - Mickey Moonlight - Interplanetary Music (Riton remix)
12 - Carrie Lucas - Dance With You
13 - Leynigestur


Sem bónus er hérna mixið frá í fyrra.Bobby Breiðholt - 'Bobby's Bitchin' Disco Party' mp3
45:59 / 52.9mb

Syrpan:
00 - "1!"
01 - Daniel Wang - Like Some Dream I Can't Stop Dreaming
02 - Loose Joints - Is It All Over My Face
03 - Bobby Breidholt - Patrick vs Gary!
04 - Glass Candy - Miss Broadway
05 - Sister Sledge - Thinking Of You (Facemeat tempo edit)
06 - Kleerup feat. Robyn - With Every Heartbeat
07 - Regrets - Je Ne Veux Pas Rentrer Chez Moi
08 - Chaka Khan - Fate (Facemeat tempo edit)
09 - Stardust - Music Sounds Better With You
10 - Chic - Clap Your Hands (No verses edit)

mánudagur, desember 29, 2008

Millibilsástand

Þá er maður að þerra sósuna sem vætlar útúr eyrunum eftir einhver mestu svalljól í manna minnum. Nota ég eyrnapinna til þess brúks.

Býð ég hér nokkrar síðbúnar jólagjafir sem okkur hafa borist undanfarna daga. Ef löngun er til, má dansa af sér laufabrauðið með þessar gersemar í gangi. Að minnsta kosti má brenna einum eða tveimur Nóakonfektmolum með því að kinka kolli í takt, eða að slá bítið með fætinum undir skrifborðinu.

Annars er það að frétta að ég hef töfrað fram mitt annað áramótamix með diskóþema. Þannig að fylgist með því á morgun. Ætli við klömbrum ekki líka saman einhverskonar uppgjöri eða annál. Það gæti líka verið ein frétt í viðbót varðandi bloggið sjálft, en þeim tíðindum yrði þá bara skúbbað inn án viðvörunar.

En að góssinu:

Munk dúndrar á okkur grúfuðu djammi. Klukkutími og meira til af unaði og mjaðmahnykkjum.
Munk - 'Xmas Mix' mp3
1:18:38 - 108mb

Stuttir tónleikar með hinum geggjuðu Who Made Who frá Kaupmannahöfn. Ef þú varst á staðnum þegar þeir trylltu Gaukinn á Airwaves hér um árið, þá veistu við hverju má búast.
Who Made Who á tónleikum mp3
20:19 - 46.5mb

Og svo eitt fyrir ströndina frá Tólfunum:
The Twelves - 'Be My Crush' (Cicada's B-LIVE Rio_Mix) mp3

miðvikudagur, desember 24, 2008

Hátíðarskap

Aldrei þessu vant hef ég verið að grúska í jólatónlist og hef fengið mér jólatjáningar frá Beach Boys, Elvis, Henry Mancini, Phil Spector og 'Merry Christmas Charlie Brown' með Vince Guaraldi Trio. Þessi síðastnefnda er í sérstöku uppáhaldi, heldjössuð og smooth. Ég notaði eitt lagið af henni á vetrarmixinu sem ég setti inn um daginn.En lagið sem ég ætla að setja inn er með hinum yndislegu Ronettes. Það er hvorki um grýlukerti né möndlugraut en það skiptir ekki máli því lögin þeirra eru alltaf svo jólaleg. Hreindýrabjöllur í yfirvinnu.

The Ronettes - 'Baby I Love You' mp3


Gleðileg jól kæru vinir.

þriðjudagur, desember 23, 2008

Jólalög FM BelfastFyrir jólin 2005-2007 gerði Árni Plúseinn úr FM Belfast, ásamt völdum vinum, jólalagatal fyrir útvarpstöðvarnar XFM og síðar Reykjavík FM. Hann tók upp eitt lag á dag alla aðventuna, þannig að til urðu ógrynni af frábærum jólalögum.

Ég mæli sérstaklega með Made A Promise sem hann gerði með Lóu úr Belfast og Martin nokkrum, Við þökkum guði fyrir jól sem hann gerði með Árna Vil úr Belfast og Lóu, Pakki, þar sem Johnny Sexual kom í heimsókn, og svo auðvitað jólalaginu þar sem Terrordisco nokkur kemur við sögu.

Gleðileg jól.

föstudagur, desember 19, 2008

Tilkynningaskyldan: NÝTT LAG FRÁ ROYKSOPP!Jæja, ókei, þetta er nokkra daga gamalt, þannig að sírenan er kannski pínu ofmat. En hey, hversu oft fáum við að nota hana?

Það er allavega komið nýtt lag frá ROYKSOPP, vinalega dúóinu frá Noregi. Það hefur ekki heyrst múkk frá þeim síðan áður en internetið var fundið upp, en þeir ákváðu að skjóta upp kolli á ný núna 15. desember síðastliðinn með lagi í tilefni af 10 ára afmæli hljómsveitarinnar.

Lagið heitir að sjálfsögðu Happy Birthday, og er alveg frekar magnað.

Þið getið sótt lagið á heimasíðu hljómsveitarinnar, Royksopp.com.

mánudagur, desember 15, 2008

Frýs í æðum blóð

Ég var í afar rólegu skapi og vantaði sándtrakk fyrir göngutúr í kuldanum. Henti því saman nokkrum lögum sem passa vel við frosið loft og marrið í snjónum.

Í raun fullkomin tónlist til að vera með í gangi þegar maður sofnar í snjóskafl og verður úti. Nú eða fyrir jólalegt káf uppí sófa.Bobby Breiðholt - 'Vetur Konungur' mp3
32:48 / 46mb

Lagalisti:
1 - Robin Gibb - Farmer Ferdinand Hudson (intro)
2 - Zeus & Apollo -Nui Nui
3 - Frozen Silence - Childhood
4 - Bo Hansson - Lothlorien / Shadowfax
5 - David Axelrod - Sandy
6 - Black Sabbath - Planet Caravan
7 - Mantus - Jesus
8 - Pekka Pohjola - Sekoilu Seestyy
9 - Sven Libaek - Tatcherie
10 - Vince Guaraldi Trio - Christmas Time is Here
11 - Rabbitt - Gift of Love

föstudagur, desember 12, 2008

LávarðarÍslenska tónlistin steintröllríður öllu í dag. Krakkarnir í Steed Lord voru að senda á okkur algjört bófahasar remix af laginu sínu 'It's What U Do 2 Me'. Það ratar beinustu leið í loftið.

Truth Serum var loksins að koma út og það er ykkur fyrir bestu að versla hana þegar í stað. úti í búð eða á tonlist.is ef þú ert stafræn/n.

Steed Lord - 'It's What U Do 2 Me' (Jack Beats remix) mp3

Dagur DagaAndi Rúnars Júl svífur um hjarta tónlistarmanna og verður íslensk tónlist gefin þeim sem vilja í dag, föstudag. Farið hingað og auðgið andann. Hlustið og kyrjið með þangað til brjóst ykkar er hart og stolt einsog stuðlaberg.

Lay Low - 'Last Time Around' mp3

Sigurður Guðmundsson - 'Vögguvísa' mp3
(af einni bestu plötu ársins, Gilligill)

Og auðvitað hinn eini sanni meistari-
Rúnar Júlíusson og Hjálmar - 'Blæbrigði Lífsins' mp3

þriðjudagur, desember 09, 2008

Leynifélagið FMB

FM Belfast eru farin í gang með mikla auglýsingaherferð fyrir 'How to Make Friends'... tvímælalaust eina af plötum ársins, hvort sem við erum að ræða inn- eða erlendar skífur. Ójá. Hér er auglýsingahlé:Svo eru það útgáfutónleikarnir núna á laugardaginn á Q-bar. Þangað skuluð þér mæta ef vettlingi þér getið valdið. Ellegar teiknar Lóa alveg óvægna skrípamynd af yður.FM Belfast - 'Frequency' mp3
Kaupa plötuna útí búð eða á tonlist.is

laugardagur, desember 06, 2008

Random RassakáfFannst þurfa einn djammara á laugardegi.

Þetta millitempó stuðlag kom út í fyrra. Flottur synthi og alveg mettað af töffaraskap. Ewan Pearson sér um rímix, en hann hefur unnið með liði einsog Rapture, Goldfrapp og Ladytron. Ekkert meira um það að segja, enda leim að tala meðan maður dansar.

Seelenluft - 'manila' (Ewan Pearson Radio Edit) mp3

föstudagur, desember 05, 2008Fleetwood Mac - 'Songbird' (unreleased outtake) mp3Við póstuðum um WOW um daginn og hér er annað lag þeim tengt.

Aaaalgjör slow-burner hittari. Níu mínútna ferðalag til ystu marka alheimsins og það má alveg dansa líka. Svona útúrmökkaðann geimfaradans. Pink Frost sjá um stjórntækin á þessu geimskipi.

WOW - 'Future Ghost' (pink Frost remix) mp3

fimmtudagur, desember 04, 2008

♬ ♪ ♩♫♬ ♪ ♩♫

Núna undanfarið er ég búin að vera að lesa rosa mikið og við lestur get ég ekki hlustað á tónlist með söngi í því þá missi ég einbeitinguna og fer að hugsa um aðra hluti sem er ekki sniðugt þegar maður er að gera B.A ritgerð.

Eeeen þar sem ég er mjög háð því að hlusta á tónlist þegar ég er að lesa þá verður hún að vera mjög róleg og þessvegna er ég búin að vera að þræða mig í gegnum LSD 90's tripping ambient og klassísku möppurnar mínar.Þetta er uppáhalds klassíska lagið mitt. Mamma átti úr sem spilaði þetta lag, mér fannst það sko flottast í heimi.

Ludwig van Beethoven - 'Fur Elise' mp3Orb er ógeðisband en það gerði samt uppáhalds ambient lagið mitt þrátt fyrir það.

The Orb - 'Little Fluffy Clouds' mp3

miðvikudagur, desember 03, 2008

Voðaleg Karíbahafsmúsík er þetta, á ekki að vera jólatónlist?Derrick Harriott gerist suðrænn jólasveinn og færir okkur yl frá Jamaíku. Lag þetta er heitara en logandi kerti á aðventukransi. Harriott var og er reggae pródúser og hefur helst unnið það sér til frægðar að vera einn af frumkvöðlum dub tónlistar ásamt King Tubby og Scratch Perry. Reyndar ekki ýkja döbbað þetta lag, en sjóðheitt einsog áður sagði. Njóttu þessara tóna, mon.

Derrick Harriott - 'Brown Baby' mp3

þriðjudagur, desember 02, 2008

Svart og hvíttÉg er ekkert rosalega að fíla Katy Perry, finnst tónlistin hennar vera einum of bandarískt háskólapopp/rokk, hún sjálf er rosa rosa sæt og oft flott stíleseruð í svona 50's 60's stíl sem mér finnst svo flott, en dat is dat!

Ég fann samt eitt lag með henni sem ég fíla því þetta er MGMT coverlag.

Katy Perry - 'Electric Feel (MGMT COVER)' mp3
Svo er það Ingrid Michaelson sem ég er hinsvegar að fíla ofsa vel en mér finnst hún hrikalega halló og lúðaleg því miiiiður. Ofsa sæt en rosalega púkó.

Svona er þetta, þetta tvennt fer ekki alltaf hönd í hönd. Kannski ættu þær að vinna saman, ég held þær mundu bæta hvora aðra rosa vel upp. Ingrid fengið ofsa fína stíleseringu og Katy að gera alvöru tónlist.

Ingrid Michaelson - 'Be OK' mp3

mánudagur, desember 01, 2008

SjóðandiStundum er lag bara svo sólbakað og grúfað að maður bráðnar einsog leir sem hefur gleymst í vasa á leikfimibuxum.

Titillinn á laginu tengir mjög vel í tímana sem við lifum einmitt núna og allt það. Skellum okkur í bíltúr og hlustum eingöngu á útvarpsstöðvar sem hafa enga fréttatíma. Áhyggjurnar bara klessast burt á bílrúðunni. Ciao.

William Devaughn - 'Be Thankful for What You've Got' mp3