föstudagur, desember 18, 2009

Meðal við jólastressiÍ hverri viku fer ég yfir sirka 10 klst. af nýrri tónlist við undirbúning á Funkþættinum. Það gerir það að verkum að ekki mikið af tónlist situr eftir hjá mér milli vikna (ég hef sjaldnast tíma fyrir það ef ég á að komast yfir þetta allt), nema örfá lög sem límast á heilann á mér.

The Birds með Telefon Tel Aviv er eitt þeirra laga. Lagið er af plötunni Immolate Yourself sem kom út fyrr á árinu. Platan var svanarsöngur annars meðlims hljómsveitarinnar, Charles Cooper, sem lést af völdum ofskömmtunar á svefntöflum og áfengi tvemur dögum fyrir útgáfu plötunar.

Eins hádramatískt og sagan er þá er lagið rólegt, fallegt, og svakalega svakalega grípandi. Það kemur manni niður á jörðina í jólatryllingnum.

» Telefon Tel Aviv - The Birds


þriðjudagur, desember 15, 2009

Kitsune strikes againKitsune var nýlega að gefa út enn aðra safnplötuna og er það sem fyrr mikill viðburður. Fullt af fínu stöffi en þetta hérna ber af.

» Siriusmo - "High Together"
» The Drums - "Let's Go Surfing"

föstudagur, desember 11, 2009

Nýtt með Róisín Murphy!Þetta er skyldufærsla. Róisín er að fara að gefa út nýja plötu og hér er fyrsti singúllinn. Svolítill Prince fílingur og það er einsog það sé refferensinn sem koma skal. Ég hef einmitt heyrt að nýja efnið sem er á leiðinni frá Goldfrapp sé alveg heví eitís á því. En já, stuð og smekklegheit eins og maður býst við af kellu.

» Róisín Murphy - "Orally Fixated"

Boogie Mixx 3

Rétt í þessu var ég að klára þetta mix af sálarfullri dansmúsík, þar með talið boogie, funk og "modern soul" frá 9. áratugnum. Liðnir eru 9 mánuðir frá seinasta mixi en ég nýtti tímann vel og fór í gegnum hundruði platna til að velja þessi 14 lög sem að setja saman þetta mix. Gjöriðisvovel!

01 Round Trip - Let's Go Out Tonite
02 Fonzi Thornton - I Work For A Livin'
03 Ron Louis Smith - The Worm
04 Mtume - So You Wanna Be A Star
05 Goldie Alexander - Show You My Love
06 Plush - Free And Easy
07 Ronnie Dyson - All Over Your Face
08 Convertion - Let's Do It
09 Kenny Lynch - Half The Day's Gone...
10 Jerry Knight - I'm Down For That
11 The O'Jays - Put Our Heads Together
12 Freeez - Can't Keep My Love
13 Kleeer - You Did It Again
14 Ivy - It Must Be Magic

» Arni Kristjansson - Boogie Mixx 3  MP3 

laugardagur, desember 05, 2009

FM Belfast vs. Retro Stefson


Mynd: Hörður Sveinsson

Fm Belfast og Retro Stefson passa saman einsog puttar og kínversk puttagildra. Hér hafa þeir síðarnefndu endurhljóðbandað þá fyrrnefndu og útkoman er töffað hyggediskó sem er tilvalið snemma á laugardagskvöldi.

» FM Belfast - "Frequency" Retro Stefson remix

þriðjudagur, nóvember 24, 20091:
Sænska tölvupopphljómsveitin Visitors voru sennilega no-hit non-wonders. Ég get ekki sagt þetta með fullvissu út af því að heimildir mínar fyrir tilvist hljómsveitarinnar (fyrir utan tónlistina sjálfa) eru virkilega grysjóttar; annars vegar er það internetið, þar sem heimildir eru litlar og óljósar, og hins vegar minningar mínar úr barnæsku í Svíþjóð. Barnæskuminningarnar eru óljósar, ég man eftir því að hafa séð þá í sjónvarpinu, fékk lagið þeirra á heilann, og leitaði að því stöku sinnum á netinu í fullorðinstíð þangað til að ég fann það loksins í fyrra.
Heimildir um hljómsveitina af netinu eru litlu skárri, ég fann eina aðdáendasíðu þar sem textinn er fullur af loðnum staðhæfingum ("sell out tour", "had their records released all over the world"), og pipraður með vafasömum afrekum ("topped the icelandic charts", "awarded a swedish grammy").

2:
Lagið þeirra, Nothing To Write Home About, fjallar um geimfara sem situr einn og yfirgefinn einhversstaðar á reiki um alheiminn, þúsund ljósár frá . Geimferðir, sem þóttu áður svo merkileg afrek, eru orðin tíð og blákaldur raunveruleiki starfsins er orðinn deginum ljósari: það er drepleiðinlegt að vera geimfari. Og ó svo einmannalegt. Dauðaþögn og myrkur. Og hann situr þarna uppi í tóminu, með blað og penna fyrir framan sig, dettur ekkert í hug, og hripar loks niður að hann hafi bara ekkert til að segja frá. Yfir og út.
Í endanum klykkir hann út með þessum hressu orðum: "What was once a daily step for mankind, is now my daily routine. Yesterday's news won't make the headlines. No one remembers my name but you."

3:
Syntapopp með geimívafi náði hápunkti við upphaf níunda áratugarins, með geimdiskói Giorgio Moroder og félaga, og þegar hér er komið við sögu, árið 1988, eru þetta orðnar nokkuð gamlar fréttir. Hiphop og Hústónlist eru að ryðja sig til rúms, og þetta tónlistarform er sennilega orðið pínu lummó. Visitors voru að fást við fréttir gærdagsins, og voru helvíti góðir í því, en ef stærsta meikið þitt er Ísland hefur þú sennilega fátt til að monta þér af í bréfunum heim.

Lagið er samt ógeðslega skemmtilegt, og þó að Svante og Goran hafi verið pínu seinir til, og er þetta eitt besta dæmi um geim-baserað tölvupopp frá Svíþjóð sem fyrirfinnst.» Visitors - Nothing To Write Home About  MP3 

föstudagur, nóvember 20, 2009

Hjaltalín með nýtt!Hjaltalín eru í þann mund að reka nýju plötuna sína að heiman og út í heim. Kallast hún 'Terminal' og er hún kremjufull af hressandi og/eða melankólískri kántrý-prog-sál með íslenskum blæ. Ég er búinn að renna henni í gegn nokkrum sinnum og ég lofa geggjaðri upplifun.

'Suitcase Man' hefur verið að tröllríða öllu á rúmsjó ljósvakans undanfarið en hér er nýr singúll sem Hjaltalín leyfði okkur að deila með ykkur:
» Hjaltalín - "Feels Like Sugar"

Og svo eitt bónus, annað lag af 'Terminal':
» Hjaltalín - "Sweet Impressions"
Ef vel er hlustað má heyra í engum öðrum en Bó!

The Time And Space MachineThe Time And Space Machine er listamannanafn Richard Norris, en tónlistarnörd þekkja hann kannski betur sem annan helming Beyond The Wizard's Sleeve (ásamt Erol Alkan).

Hér að ofan er myndskeið með remixi sem hann gerði af lagi með geimdiskógoðsögununum SPACE, Carry On Turn Me On. Hann er að gefa út nýja smáskífu seinna í mánuðinum, en TIRK, sem gefur hann út, voru að senda okkur smá forsmekk:

» The Time And Space Machine - You Are The One  MP3 

miðvikudagur, nóvember 18, 2009

Úr póstkassanumHressilegt geimrokktölvudiskó frá Stephan J, klassískum tónlistarmanni frá Leipzig sem ásamt tryggri aðstoðarkonu sinni Jönu D er ekki hljómsveit. Klassískur bakgrunnur hans skín í gegn í tónlistarsköpuninni, en hljóðheimurinn er hreint tölvupopp.Golden Bug er einn af þessum tónlistarmönnum sem kemur mér stórkostlega á óvart, hann er eiginlega eini gæjinn úr frönsku house senunni sem er ennþá að gera nýja og spennandi hluti. Einn af hans nánustu samverkamönnum er Rove Dogs, en sá gæji var að senda okkur skeyti og segja okkur frá nýju verkefni sínu, GET A ROOM !.

GET A ROOM ! búa til drulluflott edit af gömlu ítaló-diskó, geimdiskó og öðru evrópsku súrmeti frá áttunda og níunda áratugnum. Lagið The Dreamer er edit af lagi úr franskri bíómynd, sándtrakk myndarinnar er eftir Ennio Morricone.
Það er dúndurstemmning í þessu, sé þetta alveg virka sem nettur kaffibarshittari.
Ég er nú reyndar bara búinn að hlusta á þetta einu sinni, en þetta lítur nokkuð vel út. Það er ógeðslega mikið af elementum í þessu sem eru til þess gerð að gera mig spenntann. Afrískur gítarrytmi, kúabjöllur, smá barnakór, pínu indífílingur en samt soldið diskótek líka. Veit ekki alveg með viðlagið samt. Ég ætla að spá að sirka 65% ykkar koma til með að fíla þetta nokkuð vel.


Vampisoul er plötuútgáfa í Madrid sem sérhæfir sig í endurútgáfu á týndum gersemum, og þá sérstaklega (en ekki bara) frá spænskumælandi löndum.
Sensacional Soul 2 er safnplata frá þeim sem gerir spænskri soultónlist hippatímabilsins góð skil. Listamennirnir á plötunni eru flestir óþekktir utan spánar, og margir hverjir ekkert svaka frægir þar heldur.
Einn listamaðurinn á plötunni er HENRY, og um hann veit ég ekki neitt. Lagið hans, Lo Que Puede Ocurrir Con El Café, er svaka freakbeat soul smellur, ætti vel heima í spænskri endurgerð Austin Powers. Hámarks hressleiki á rúmum tvemur mínútum.
Platan fæst bæði á emusic og tónlist.is

~   ~   ~   ~   ~   ~   ~   ~

Að lokum viljum við plögga nýtt íslenskt tónlistarblogg:
knowledge. titties. ass. titties. infinity.


That is all.

föstudagur, nóvember 06, 2009

Crispy duck

Bobby póstaði Crookers remixinu af þessu lagi um daginn, en ég ætla að pósta Mark Ronson remixinu. Mér finnst þetta remix eiginlega flottara svo kemur það manni líka í svo gott stuð.

fimmtudagur, nóvember 05, 2009

Það er eitthvað við þetta lag...Ég er búinn að vera að hlusta á lagið 11th Dimension með Julian Casablancas aftur og aftur. Það gerist bara örsjaldan að ég detti svo mikið inn í lag að ég þurfi að spila það trekk í trekk, síðasta dæmi sem ég man er Erase/Rewind með Cardigans 1998.
Lagið hljómar eins og Human League, FM Belfast, Pet Shop Boys með smá Strokes í brúarköflunum. Viðlagið er hreint poppnammi.
Platan sem þetta lag er á, Phrazes for the Young, er heldur ekkert slor, fyrir utan kannski lagði Ludlow Street sem er óskiljanlegt teknókántrí. Á plötunni ægir saman áhrifum hugmyndum og stefnum, með mestmegnis mjög góðum árangri, fyrir utan fyrrnefnt lag.


Þar sem að þetta lag er í boði í gegnum Hype Machine á svona 11 mismunandi síðum, og ég er pínu þreyttur að fá lögfræðingabréf, ætla ég bara að vísa ykkur þangað eða á myndbandið hér að ofan.

» Julian Casablancas - 11th Dimension HYPE MACHINE LEIT

laugardagur, október 31, 2009

Zombie Casanova only wants you for your brain

Bö!

Fyrst það er hrekkjavaka og svona, þá hef ég ákveðið að endurpósta Zombímyndar mixinu mínu. Þannig að ef þið hafið ekki heyrt, endilega sækið og drullið ykkur niður í neðanjarðarbyrgið.

===============================

Fyrst birt 26.01.09Þegar ég var að setja saman Vetur Konung urðu nokkur lög afgangs sem mér þótti full drungaleg fyrir jólaknús. En ég vildi samt nota þau, þannig að ég bjó til nýtt þema, bætti lögum við og útkoman er tónlist fyrir ímynduðu Zombímyndina mína.

Þessi tiltekna mynd gerist eftir að faraldurinn hefur gengið yfir. Svona Survival Zombímynd, þar sem hópur fólks heldur sig til á dimmum felustað og bíður dauðans. Mannleg eymd, innbyrðis átök, einangrun, vonleysi. En auðvitað hrottafengið ofbeldi og hryllingur inn á milli.

Hljómar einsog stuð? Upp með heyrnartólin, skammdegið og mannakjötið. Njótið.

» Bobby Breiðholt - Tónlist Fyrir Zombímynd

320kbps / 104.28mb
01 - Steve Miller Band - Song for Our Ancestors
02 - Bernard Fevre - Cosmic Rays
03 - Zombie Zombie - Interlude
04 - Beyond the Wizard's Sleeve- I Swim Around
05 - Calico Wall - I'm a Living Sickness
06 - Animated Egg - Sock It My Way
07 - Fabio Rizzi - Zombie Flesh Eaters
08 - Zombie Zombie - Jay Rules
09 - Folk Implosion - Raise the Bells
10 - Dark Day - Hands in the Dark
11 - Album Leaf - Glisten
12 - Heldon 6 - Les Soucoupes Volantes Vertes
13 - Brian Eno - In Dark Trees
14 - Chromatics - Pornography
15 - Children of the Mission - Tears
16 - Earth - The Bees Made Honey in the Lion's Skull

ZingoloÉg var að fá þetta myndskeið í pósti. Það er alveg stórskemmtilegt. Ég ætla að leyfa höfundum þess bara að útskýra þetta sjálfir:

"Glass and a Half Full Productions, the clever people behind the genius adverts such as the Phil Collins drumming Gorilla, The Racing Airport Trucks to the Kids dancing Eyebrows has launched Glass and a Half Full Records to bring some musical magic to Cadbury Dairy Milk’s campaign celebrating their Fairtrade certification.
Cadbury has been sourcing cocoa from Ghana Cocoa Farmers for 101 years and Ghana is the heart of Cadbury Dairy Milk’s Fairtrade cocoa. In homage to this relationship it was obvious that the track would feature one of Ghana’s hottest music superstars, Tinny.
Working with 2009’s most exciting producer Paul Epworth (the man behind records by Florence & The Machine, Friendly Fires, Jack Penate and The Big Pink) has produced an exclusive track featuring Ghanaian MC Tinny for the latest Glass and a Half Full Production from Cadbury Dairy Milk, which celebrates Cadbury Dairy Milk becoming Fairtrade certified.
So Epworth teamed up with Tinny to produce a track called Zingolo which is the soundtrack for a dazzling music video. The track and 5 minute video promo were all inspired by Ghanaian culture and the love for music. Shot on location in Ghana it involves local communities, cocoa farmers and some of the hottest Ghanaian dancers."
Lagið er svo til sölu á iTunes, ekki að það geri flestum ykkar neitt gagn.

föstudagur, október 30, 2009

Sometime - Heart of Spades Remix EP

*** Vegna tæknilegra mistaka birtum við ókláraða útgáfu af intro beats remixinu hér að neðan. linkurinn hefur verið uppfærður og við hvetjum ykkur sem voruð búin að sækja remixið að næla ykkur í uppfærða útgáfu og henda gömlu. ***Sometime in Denmark

Originally uploaded by magginoem

Hressu krakkarnir í Sometime voru að senda á okkur tvö lög til birtingar. Lögin eru af nýrri stuttskífu þeirra, sem inniheldur endurvinnslur af laginu Heart of Spades. Lögin eru hljóðblönduð af Sven Bit (eða Hermigervill, eins og hann er kallaður heima hjá sér), Intro Beats, technohertoganum Oculus og Jackson 5 íslensks tölvupopps, Steed Lord. Remixin tvö sem við ætlum að deila með ykkur koma frá Sven Bit og Intro Beats. Bit rímixið er annað hvort hásað teknó eða teknólegt hás, en með smá af þessu spes sándi sem einkennir Hr. Gerfil. Intro tekur lagið og býr til helvíti fína hiphop soul útgáfu.

» Sometime - Heart of Spades (SvenBit Remix)

» Sometime - Heart of Spades (Intro Beats Remix) - UPPFÆRT! -

- - - - - - - - -

» Kaupa beint

» Heart of Spades singull á Grapewire

» Supercali... á Grapewire

» Catch Me If You Can singull á Grapewiremiðvikudagur, október 28, 2009

Mugison


Mugison
Originally uploaded by _Skotta_

Ég hef haft miklar mætur á tónlistarmanninum Mugison í þónokkurn tíma. Merkilegt nokk þá get ég mælt tímann sem ég hef haft mætur á honum, en það eru fimm ár, fjórir mánuðir og sirka tvær vikur. Aðra vikuna í júní árið 2004 var ég á tónlistarhátíðinni Sónar í Barcelona. Mugi var eini íslenski tónlistarmaðurinn sem kom fram á hátíðinni það árið (fyrir utan Ghostigital, en þeir voru að spila áður en við lentum), þannig að við urðum að kíkja og skoða þetta. Ég var búinn að heyra þetta nafn áður, samstarfsmaður minn hafði miklar mætur á honum, en ég hafði aldrei heyrt neitt með honum sjálfur.
Tónleikarnir voru alveg svakalegir. Hann stóð einn upp á sviði (ef ég man rétt) aðeins með kassagítar og fartölvu sér til stuðnings, en í stað þess að nota fartölvuna í undirspil þá var hann sífellt að gera einhverja skrítna hluti við sándið í gegnum tölvuna, tók upp og lúppaði dót í beinni, og gerði allskonar kúnstir. Og tónlistin var góð. Þetta var sennilega í eina skiptið sem ég hef farið á tónleika hjá einum gæja og fartölvunni sinni þar sem performansinn var ekki drepleiðinlegur, heldur skemmtilegur og grípandi í gegn.
Í gegnum árin hefur tónlist Mugi þróast frá fartölvufiktinu og yfir í hefðbundnari hljóðfæraskipan, en alltaf hefur hann haldið sérstöðunni, hann nær alltaf að kreista eitthvað júník sánd út úr því sem hann hefur milli handanna.

Á mánudaginn sendi Mugison frá sér nýja plötu, er nefnist Ítrekun [plötunni hefur seinkað, nú er reiknað með henni í fyrstu vikunni í nóvember]. Á plötunni eru lög sem hafa komið út með honum áður, en hafa breyst mikið á tónleikaferðalögum hans og hljómsveitarinnar. Það er skemmtilegt að fylgjast með hvernig lögin hafa breyst, klippt og skorin blús-naumhyggja lagsins Murr Murr hefur t.d. stökkbreyst yfir í organdi blúsmonster.

Ég valdi lagið Poke A Pal af þessari plötu til að deila með ykkur.

Endilega kíkið útí búð eða á netið og skellið ykkur á eintak.

» Mugison - Poke A Pal (live)

föstudagur, október 23, 2009

>>EXTRA<<Þetta tussuflotta remix eftir Soulwax var að detta inn og ég bara verð að taka mér hlé frá minni þéttu dagskrá (naga strokleður) til að henda þessu inn. Upphaflegir listamenn eru hin yndislegu Tahiti 80. Ég er að spila á Karamba á eftir og þetta ratar hiklaust á fóninn, ekki spurning.

» Tahiti 80 - "Heartbeat" (Soulwax remix)

mánudagur, október 19, 2009

King TutVið erum búin að vera með þetta tónlistarblogg í þó nokkur ár núna, og með árunum hefur straumur tölvupósta frá hljómsveitum og plötuútgáfum orðið æ stríðari. Þetta er bæði blessun og bölvun, þó oftar bölvun, því að maður hlustar samviskusamt á alla þessa tónlist, og oft er hún ekki upp á marga fiska.

Því er alltaf gaman þegar maður nær að fiska út úr innboxinu eitthvað sem maður er pínu spenntur að koma á framfæri. King Tut er eitt af þeim böndum. Þetta lag sem mér langar að kynna ykkur fyrir heitir Luke's Hymn, mætti flokkast sem póstrokk, þar sem að það byrjar mjög rólega í Sigurrósarstemningu en dettur í eitthvað TV On The Radio indí partí undir endann. Þetta virkilega lyftir andann.

» King Tut - Luke's Hymn

föstudagur, október 16, 2009

Á hvaða tíðni var Útrás aftur?Góðir farþegar, við búum okkur brátt undir lendingu í 1991. Við biðjum ykkur að hafa blómasylgjubeltin spennt og geyma öll snuðhálsmen í sætispokanum fyrir framan ykkur.

» Adventures Of Stevie V. - "Dirty Cash (Money Talks)" Eli Escobar edit

fimmtudagur, október 15, 2009

Mon!Jæja það er kominn tími á granít-hart glæponaskrímsli. Terry Lynn er greinilega stórhættulegt háskakvendi. Það virðist ekki vera til mynd af henni þar sem hún er ekki otandi byssum og sveðjum að manni. En eitt má þessi dóttir Jamaíka eiga, hún gerir ofboðslegt ghettotech. En fyrst og fremst lætur hún mann míga á sig, bæði af stuði og hræðslu.

» Terry Lynn - "System"

miðvikudagur, október 14, 2009

Ábreiða dagsinsWhite Hinterland taka ofsasmellinn 'My Love' með Justin Timbó og breyta honum í ævintýralega afróbít strandaballöðu. Eitt af þessum lögum sem vill láta mann gista við varðeld í skóginum. Greninálar í hárinu og allt.

» White Hinterland - "My Love"

þriðjudagur, október 13, 2009

Nýtt mix frá DJ YamahoHún Natalie var að töfra fram mix af hyldjúpri house tónlist. Allir oní kjallara að tapa sér í stuði. Ef þið viljið meira af Yamaho getið þið fylgst með á soundcloud.com/yamaho.

» DJ Yamaho - "Dig Deep" - október mix

Tracklist:
1.Kryptonite tonite - Arto Mwambe
2.A Fox and the sun( Deep forrest mix) - Hideo kobayashi
3.Right at it - Baeka
4.Sahne - Till von sein & Tigerskin
5.Groovin - Doomwork feat Valentine
6.Charlotte - io
7.Cottbus - Ribn
8.Koma Koma(Karizma Kaytronic mix) - Radio Slave
9.We Do - Chaim
10.There is a place ( Hugo mix) - Mihalis Safras
11.Tava - Office Gossip
12.Floating - DVS1
13.Jens Zimmerman - Audio 61

mánudagur, október 12, 2009

Tölvuúr og hljómborðÉg sé mér ekki fært að mæta á Airwaves þetta árið, en *ef* ég kæmist þá mundi ég láta sjá mig eldhressan á tónleikum með Casio Kids. Þessir norðmenn eru í miklum jötunmóð í stuðinu og hér er lag þes til sönnunar. Og allir uppí gluggakistu!

» Casio Kids - "Fot i Hose"

sunnudagur, október 11, 2009

Boy HowdyÞað er fátt betra á gluggaveðurs sunnudögum en að hlusta á blágrassballöður. J.D. Crowe and the New South var grúppa sem fór ekki mikið fyrir um áratugamótin 60-70 en þeir eru frábærir engu að síður. Þeir flytja okkur undurfagurt sveitalubbavangalag.

» J.D. Crowe & The New South - "Rock Salt and Nails"

föstudagur, október 09, 2009

Þrennt lauslegt. Plús eitt.

Fyrir þá sem þora ekki út vegna veðurofsans þá er hérna svolítill neyðarpakki af eldhressu gúmmolaði. Munið bara að hafa stillt á langbylgju Ríkisútvarpsins í bakgrunninum til að heyra fregnir af mannfalli og þakplötuhríð.

The Phenomenal Handclap Band eru í miklu uppáhaldi hjá okkur, enda eru þau unaðslegur hippadiskó kór frá himnaríki. Hér er ólgandi soul fílingur í gangi.
» The Phenomenal Handclap Band - "Baby"

Svo er það huldukvendið og hnífstungan Karin Dreijer Anderson, eða Fever Ray. Magnað remix sem er frábært sándtrakk til að vera með í gangi þegar maður er að negla hlera fyrir gluggann.
» Fever Ray - "Seven" (Martyn's Seventh Mix)

Meira spúkí stöff. SALEM gera draugaleg vangalaög. Virkilega töff. Þetta er það sem Kölski hlustar á þegar hann er að binda niður trampólínið sitt.
» SALEM - "Frost"

Það eru engar stormviðvaranir í Svíþjóð, bara fullkomin popptónlist og múslí. Miike Snow er frábær hljómsveit sem eru að gefa út sína fyrstu plötu. Hér er remix eftir Crookers sem mælist að minnsta kosti 30 metrar á sekúndu.
» Miike Snow - "Animal" (Crookers remix)

þriðjudagur, september 22, 2009

Hud Mo á laugardagÞað er ekki á hverjum degi sem að jafn magnaðir tónlistarmenn og Hudson Mohawke heimsækja klakann. Breakbeat.is gæjarnir standa fyrir þessu þrusukvöldi á næstkomandi laugardag, 26. september, og hvetjum við sem flesta að mæta og hlýða á skoska ungviðið spila tóna af nýrri breiðskífu hans Butter sem mun koma út á vegum Warp von bráðar.

» Hudson Mohawke - "Rising 5"

föstudagur, september 18, 2009

Lof í lófaÉg birti færslu um The Phenomenal Handclap Band um daginn, en ég stenst bara ekki mátið að skella þeim inn aftur. Gomma munu gefa út fyrstu plötu TPHCB í október og af því tilefni hefur aðal spaðinn þar á bæ, Munk endurhljóðblandað helsta smell þeirra. Fyrirtaks stuð fyrir helgina þar sem 90's house fílingurinn er allsráðandi.

» The Phenomenal Handclap Band - You'll Disappear (Munk Remix)"

UnglingamyndHin nýsjálenska Ladyhawke fer með eitís áhrifin alla leið, enda með rödd einsog Kim Wilde og gítarleik einsog the Romantics (reyndar spilar hún á öll hljóðfæri sjálf). Ég hef eflaust póstað þessu lagi með henni, enda alger geðveiki og myndbandið með því flottara síðan Skonrokk var og hét. En hnátan er líka soldið elektró á því og hefur hún unnið með meisturum einsog PNAU og Empire of the Sun. Hér er lag sem var á einhverjum expanded pakka af plötunni hennar. Þetta er nákvæmlega einsog lag úr mynd frá 1986 um vandræðaunglinga á götunni.

» Ladyhawke - "Danny and Jenny"

miðvikudagur, september 16, 2009

Nýtt með Hjálmum!Fréttatilkynning frá Hjálmum og gogoyoko.com

Fjórða hljómplata Hjálma, IV, er nú fáanleg á gogoyoko.com. Platan kemur
í verslanir þann 21. september, en þangað til verður eingöngu hægt að
kaupa hana á stafrænu formi á gogoyoko.com.

Einnig verða allar eldri plötur Hjálma (Hljóðlega af stað, Hjálmar og Ferðasót) seldar á sannkölluðum spottprís hjá gogoyoko.com fram til 21. september. Verð hverrar plötu er aðeins 4,50 evrur (um 800 íslenskar krónur).

IV var tekin upp í Hljóðrita, Hafnarfirði og í Tuff Gong og Harry J Studio á Jamaíka í vor. Á Jamaíka fékk hljómsveitin til liðs við sig ýmsa þaulreynda innfædda tónlistarmenn sem setja sitt mark á lopapeysureggíið sem Hjálmar eru þekktir fyrir.

Síðasta plata Hjálma, Ferðasót, kom út árið 2007 en það er ljóst á eftirspurninni og áhuganum núna að IV er beðið með mikilli óþreyju.


Kaupið plötuna á gogoyoko.com.

Hér er síðan örlítill nasaþefur:

» Hjálmar - "Taktu Þessa Trommu"

Stevie!!Tveir vinir mínir eru að fara að sjá Fleetwood Mac á tónleikum í Svíþjóð og ég er að bíta af mér hnúana af öfund. Reyndar er Christine McVie ekki í bandinu lengur þannig að þetta er bara Stevie Nicks með strákunum. Það má segja að þetta sé Nicks with dicks er það ekki gott fólk? Brmmtissj.

Ahem. Hérna er alveg ofboðslega flott dansimix af lagi eftir Stevie sem var samið einhverntíman í eitís en rataði loks inn á Fleetwood Mac plötu árið 2003. í boði Youth.

» Youth - Smile At You (Going Home Dub)

þriðjudagur, september 15, 2009

1979Það er ekki oft sem mashup ná til mín, enda alveg botnlaust ógrynni af rusli í þeirri tunnu. En þetta hér er hluti af froðunni sem glitrar efst. '1979' með Smashing Pumpkins og 'Your Song' með Elton John eru að passa alveg dæmalaust vel saman. Ef maður vissi ekki betur hefði maður haldið að Elton John hafi verið gæji í köflöttri skyrtu sem var uppá sitt besta árið 1994. Dæmið sjálf. Það er tonn af stöffi í viðbót á síðunni hans Mighty Mike.

» Mighty Mike - Your 1979 Song (Smashing Pumpkins vs Elton John)

mánudagur, september 14, 2009

SpjótkastÞeir eru kallaðir Javelin. Þeir koma frá Brooklyn og ættu því að geta sagt okkur hvort það sé nokkur einasta hræða þar úti sem er ekki í hljómsveit. Þeir gera skemmtilega og gamaldags elektró hippedíhopp tónlist í ætt við Tom Tom Club og aðra eitís hitabeltis sveimhuga. Þetta er eitthvað svo eklektískt að það mætti ef til vill kalla þetta kolaportselektró. Já segjum það bara.

» Javelin - Intervales Theme
» Javelin - Vibrationz

föstudagur, september 11, 2009

Föstudags GorgonzólaÁ föstudögum kemst ég alltaf í stuð fyrir cheezy tónlist (amk aðeins meira stuð en venjulega). Seventís og eitís lið að syngja einlægar ballöður og dansvæn vangalög. Já, á föstudögum eru það Phil Collins, Womack & Womack og Cock Robin sem ríða rækjum. Svona lagað ku vera kallað 'guilty pleasures' á góðri íslensku en mér finnst það svolítið glatað heiti. Það virðist gefa það í skyn að maður skammist sín fyrir að fíla Chicago eða Supertramp. Maður á ekki að fíla eitthvað í djóki. Ef maður fílar eitthvað þá bara fílar maður það og hananú. En cheezy er þetta, ekki spurning. Og allir saman nú: "Deijó mammadeijó mambódjí-æ-ó!"

» Dennis Edwards - Don't Look Any Further

Föstudagsboogie #24Sveitin Hi-Gloss gaf út bara eina breiðskífu (eins og svo margar aðrar sveitir á þessum tíma) í upphafi 9. áratugarins. Inniheldur hún nokkur góð lög en hér er það besta af þeim, mixað af Francois K.

» Hi-Gloss - "I'm Totally Yours"

fimmtudagur, september 10, 2009

A B Select Start


Hollis Brown Thornton

Hinn breski Joker er greinilega búinn að vera að djamma mikið með Sonic, Mario og L-kubbinum í Tetris niðrí leiktækjasalnum Fredda. Þetta er stórkostlegt 8-bita dubstep og manni finnst að Nintendo ætti að búa til einn ekta gamaldags leik í viðbót og láta Joker gera tónlistina.

» Joker - Digidesign

miðvikudagur, september 09, 2009

HalelújaÞetta lag með Naomi Shelton & The Gospel Queens er þótt ótrúlegt megi virðast, alveg glænýtt. Það er svo innilega mikill örlí 60s fílingur yfir þessu að maður vill bara fara í jafnréttindagöngu. Eða að dansa í sveittri kirkju þar sem allar ömmurnar eru með blævæng.

» Naomi Shelton & The Gospel Queens - What Have You Done?

föstudagur, september 04, 2009

TvíhleypaaaaanHér höfum við mikla tryllingstvennd, vopnabræður sem standa bak í bak einsog Tango & Cash. Ofurlöggur stuðsins. Gamalt og nýtt. Þessar hamhleypur brjóta niður hurðina og renna inná dansgólfið í splitti. Annarsvegar sænskir grifflutekknógæjar með eiturhressan hittara. Svo eru það meistararnir í Sveittum Gangavörðum, sem ættu að fá stjörnu á hverja gangstéttarhellu fyrir þetta framlag sitt til íslenskrar danstónlistarsögu.

» Teddybears STHLM - Get Mama A House - Jackpot Tax Evation Remix
» Sveittir Gangaverðir - Boogie Boogie

fimmtudagur, september 03, 2009

Útvítt

Ég tók það að mér að setja þennan annars fína diskótætara í megrun. Svona extended diskólög eru æði, en þau detta alltaf í einhver þriggja mínútna bongótrommu breik sem eru alveg grautleiðinleg nema maður sé á trúnó með Andy Warhol inná klósetti á Studio 54. En hér er spengilegur Ray Mang.


„Farðu í megrun.“

» Ray Mang - Bad Boy (abridged by Breiðholt)

miðvikudagur, september 02, 2009

Litli kall syngurSimian Mobile Disco voru að gefa út nýja plötu, 'Temporary Pleasure' og er hún stórfín. Melódískt, smekkleg og stappfull af flottum gestum einsog heyra má á tóndæminu.

Þetta er eiginlega eina bandið sem ég hlusta ennþá á af öllum þessum dansatriðum sem komu út 2005-07. Pakk einsog MSTRKRFT (oj hvað var maður að spá) situr enn fast í einhverju rafmagsgítartekknó en SMD eru smooth á því og virðast ætla að sitja áfram.

» Simian Mobile Disco og Alexis Taylor - Bad Blood

mánudagur, ágúst 31, 2009

Gerð' einsog maðurinn segirListamaður:
Ned Doheny

Stefna (hakið við eitt)
[ ] kántrí
[ ] Fúnk
[ ] Diskó
[ ] Snekkjurokk
[ ] Allt hið ofantalda

Tilfinning:
Sjóðheit kynlífs vindsæng.

» Ned Doheny - Get It up for Love

föstudagur, ágúst 28, 2009

Klapp klapp klapp.OK ofboðslega kúl viðvörunarbjalla í gangi hérna. The Phenomenal Handclap Band eru að kýla allt sem er fönkí í magann og að taka niður nöfn eftirá. Alveg makalaust dillandi stuð, flutt af þessu kúl liði sem við sjáum fyrir okkur þegar við hugsum um LES og Brooklyn. Ég læt tvö lög fylgja. Hið fyrra er algjör bomba til að byrja kvöldið, með kúabjöllum og bongótrommum og fönk-trommum. Hitt er hippadiskó með heilögum anda stráð yfir. Þetta lið er meiriháttar.

» The Phenomenal Handclap Band - 15 to 20
» The Phenomenal Handclap Band - You'll Disappear

fimmtudagur, ágúst 27, 2009

SnældugullÞað virðist vera einhverskonar no-fi diskó-eitís bylgja að bresta á. Svefnherbergis kassettu upptökur af tónlist sem ætti venjulega að vera mjög slikk og pródúseruð. Einsog Fleetwood Mac hefði tekið upp 'Rumours' með kassettutæki úr gömlum jeppa. Ariel Pink, Ducktails, hinir íslensku Nolo og líka Nite Jewel, sem við hleypum nú að.

» Nite Jewel - Weak For Me

þriðjudagur, ágúst 25, 2009

Draumkennt flogMemory Cassette eru mikið í spilun hjá mér þessa dagana. Alveg tilvalið síðsumars, þegar það fer að vera meira og meira kósí að hanga inni í myrkrinu og horfa á kertaljósin speglast í rúðunni. Svefngengils kómadiskó með vangalagsmelódíum.

» Memory cassette - Asleep at a Party

Meira hér.

mánudagur, ágúst 24, 2009

ÞrumukuskLightning Dust er hliðarverkefni Amber Webber og Joshua Wells úr Black Mountain. Þetta er nokkuð ólíkt stóner rokkinu hjá Black Mountain. Skógarkennt norna-folk með titrandi röddu og píanóinu hennar ömmu. Allvega fín mánudagstónlist. Þetta er af nýrri plötu þeirra, 'Infinite Light'.

» Lightning Dust - Antonia Jane

sunnudagur, ágúst 23, 2009

SunnudagshunangEitt slow jam síðla kvölds á sunnudegi. Goapele er þvílíkt að vekja upp RnB takta frá aldamótunum seinustu. alveg mergjaðir synthar. þetta er munúðarfyllra en fondúpottur fullur af silkirúmfötum.

» Goapele - Milk & Honey

föstudagur, ágúst 21, 2009

Föstudagsboogie #23Takk til allra sem mættu á Kaffibarinn í gær, það myndaðist ótrúlega góð stemmning og allt var pakkað á dansgólfinu undir lokin yfir boogie, diskó og house tónum. Hérna er eitt til að leiða ykkur inn í helgina, instrumental lag frá Ray Parker Jr. og sveitinni hans Raydio frá árinu 1980.

» Ray Parker Jr. & Raydio - "For Those Who Like To Groove"

föstudagur, ágúst 14, 2009

TZMP tónleikar í kvöld!


Rjúfum hér dagskránna fyrir stutta tilkynningu. Hljómsveitin The Zuckakis Mondeyano Project mun halda tónleika í kvöld sem hluti af "all-nighter" kvöldi Breakbeat.is. Þetta verða einu tónleikar sveitarinnar í ár og munu þeir koma fram með söngkonunni Jenny Kamikaze og plötusnúð sveitarinnar Grandmaster Jam.

Breakbeat.is all-nighter á Jacobsen
14. ágúst | 23:59 - 06:00

Fram koma: The Zuckakis Mondeyano Project og plötusnúðar Breakbeat.is

Tónleikarnir byrja laust eftir miðnætti en hér er smá forsmekkur, lag af fyrstu plötu þeirra "The Album".

» TZMP - "Scatalicious"

Föstudagsboogie #22Gayle Adams gaf út tvær breiðskífur á plötuútgáfunni Prelude í byrjun 9. áratugarins en slóg fyrst í gegn með þessu lagi hér. Gullið er hins vegar að finna á seinni plötu hennar en hér titillag hennar í lengdri útgáfu.

» Gayle Adams - "Love Fever"

fimmtudagur, ágúst 13, 2009

Tónlistarfólk í neyð!

Einhverjir ræpusveittir skíthælar með vatnshöfuð og rúsínutippi brutust inn í æfingarhúsnæði Benny Crespo's Gang og Veðurguðanna. Í guðs bænum deilið eftirfarandi orðsendingu, hafið þessar græjur á bakvið eyrað og óskum þess öll í sameiningu að þjófarnir fái heilabjúg og drukkni í snákahlandi.

Tónlistarfólk ATH og áframsendið: Brotist var inn hjá Benny Crespo's Gang! Millennia 8 rása mic pre, Fender precision (ljós brúnn), Epiphone seraton (viðarlitaður), Allen&Heath Wizard mixer, Korg eps 1 string synth, Akg 414 mic,......... Uni...vox trommuheili, Atari 2600 tölva, svört taska full af mic stöndum. Ef þú veist um eða heyrir af þessu dóti hafðu þá samband við 662-1112 (Magnús)

þriðjudagur, ágúst 11, 2009

Strengir og kassagítarÉg hef ekki margt um þetta lag að segja, nema að það var að detta inn á shuffle og er alveg ofboðslega fallegt.

Johnny Rivers er frægastur fyrir lagið 'Secret Agent Man' en þetta er eitt af þessum lögum frá örlí sixtís sem maður vill að sé spilað í jarðarförinni manns. Melankólískt og fagurt.

» Johnny Rivers - "Something Strange"

föstudagur, ágúst 07, 2009

Föstudagsboogie #21Philadelphia-soul sveitin Blue Magic hér með boogie slagara helgarinnar. Þetta lag kemur af plötu þeirra "Magic #" sem kom út 1983 og inniheldur meðal annars þetta lag sem ég gerði edit af hér um árið.

» Blue Magic - "See Through"

fimmtudagur, ágúst 06, 2009

Nýtt frá Daft PunkTron Legacy er á leiðinni í allri sinni Jeff Bridgesku dýrð. Geislar og vektorgrafík bónansa. Uppáhalds hjálmamódel allra, Daft Punk sjá um tónlistina og hér er lagbútur sem er mögulega aðalþema myndarinnar. Töff stöff.

» Daft Punk - "Tron Legacy Theme"

Harry Patch
Af MBL:
Búist er við að þúsundir manna fylgist með minningarathöfn um Harry Patch í dag en Patch var síðasti eftirlifandi hermaður Bretlands sem barðist í skotgröfum fyrri heimsstyrjaldarinnar.

Harry Patch fæddist árið 1898 í Combe Down, nálægt Bath. Hann var skráður í herinn 18 ára gamall og barðist í orrustunni um þorpið Passchendaele við Ypres í Belgíu. Tugir þúsunda breskra hermanna létu þar lífið á vígvellinum.


Hljómsveitin Radiohead setti nýverið saman lag byggt á endurminningum gamla kallsins. Lagið er gefið út til styrktar British Legion, góðgerðarsamtök sem styðja við bakið á fyrrverandi hermönnum. Þið getið styrkt málsstaðinn og sótt lagið hér