Herbergi sem ég gæfi aleiguna fyrir að vera í - annar hluti

Ef ég gerði lista yfir uppáhalds hljómsveitirnar mínar þá væri The Band pottþétt í toppbaráttunni.

Hér eru kapparnir að taka lagið í æfingarhúsnæðinu árið 1970. Þeir flytja 'King Harvest (Has Surely Come)' af "Brúnu plötunni" og Gæsahúðin mín fékk gæsahúð. Richard heitinn Manuel var með mestu angistarrödd allra tíma. Síðan tekur við stutt tónleikaupptaka af 'Long Black Veil' sem var á 'Music From Big Pink'. Alveg stórfenglegt stöff.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Djöfull er Levon alltaf kúl á því!!!
Arna
Bobby Breidholt sagði…
hehe hann stendur fyrir sínu!

Vinsælar færslur