Já Já Jáin



Það líður alltaf svo langur tími á milli platna frá Yeah Yeah Yeahs að þegar þau gefa út nýja er maður búinn að gleyma öllu sem kom á undan. Til dæmis þegar Show Your Bones kom, enduruppgvötaði maður 'Maps' og 'Pin' af fyrstu plötunni. Núna er komin ný plata þannig að maður er farinn að hlusta aftur á 'Turn Into' og 'Gold Lion' af Bones.

Já. Semsagt. Nýja platan heitir It's Blitz og hún er stórgóð. Alveg geggjuð reyndar. 'Soft Shock' og 'Shame and Fortune' eru geðveik lög sem maður myndi búast við að YYY. Hinsvegar er 'Skeletons' alveg æsandi fögur ballaða með hljóðgerflum sem hljóma einsog sekkjapípur. Algör hálandadramatík með trommuleik einsog jarðarför í löggumynd. Nýja 'Maps'.

En uppáhalds lagið mitt af Blitz er upphafslagið 'Zero' sem er alveg kýla-í-loftið stuð. Einkennandi fyrir hálfgerðan leikfimistón sem er á nokkrum lögunum. Myndbandið er hér og núna vitum við að Karen O er launbarn Joey Ramone og Chrissie Hynde.

Hér má kaupa plötuna. Ég mæli með Vínyl/download pakkanum en þá fylgja með nokkur acoustic lög í kaupbæti.


Þá segjum við þessum plötudómi skástrik auglýsingu lokið. Góðar stundir.

Ummæli

Vinsælar færslur