Soft Touch

Ég og Petra vinkona vorum unglingar í næntís. Við fórum heim í hádeginu og eftir skóla og gláptum á MTV og lásum blöðin Face og Bravó. Face var svona flott tískublað á meðan Bravó var svona cheeze gossip blað með plaggötum í miðjunni af heitustu gæjunum.

Það að hafa verið unglingur í næntís var allt annað en að vera unglingur í dag. Ég horfi á krakka í dag og dáist af hreinu og vel klipptu hári og fínum fötum og smekkleg heitum. Maður var borderline róni í næntís. Hver mundi láta sjá sig í dag í Dickies, Fila, Alien worckshop, Fruit of the Loom, Vinnufata jökkum, Jees buxum í öllum litum með keðjur á hliðunum og Tommy Hilfiger. Sumir hálvitar gengu meirað segja um í upphækkuðum Buffalo skóm, en við snertum það sem betur fer ekki. Fjúkk þvílíkt æska...

Þetta eru nokkrir gullmolar sem maður hefur með sér frá unglingsárunum.





Hver fílaði ekki Tony Braxton mar !!!


Ég elskaði alltaf Anna Domino verst hvað hún er lítið þekkt og lítið gert!!


Sade er náttla drottning næntís smooth tónlistar !!! jáwsa


Þetta lag fær að vera með bara því það er svo geðveikt !!!

Ummæli

Vinsælar færslur