Gleraugnaglámur



Ó hvað ég elska 50's ballöður. Maður segist alltaf vilja upplifa hina og þessa tíma. Stundum vildi maður vera uppi í seventís, að hlusta á diskó í glitrandi limósínu. Stundum hefði maður verið til í að upplifa tryllt partý á bannárunum. En ég held þó í fullri alvöru að mitt eina sanna drauma tímaflakk sé til fiftís.

Að fara í bíó, deila sjeik og halda síðan brjálað partý þar sem strákarnir fleygja stelpunum upp í loftið í óðum dans. Allar stelpurnar í pilsum með mynd af hundi á og strákarnir í leðurjökkum. Svo þegar Marty McFly er búinn að taka gítarsóló er vangað alla nóttina með fögur lög einsog þetta í glymskrattanum.

» Buddy Holly - Love is Strange

Ummæli

Sveinbjorn sagði…
Eitthvað voðalega hljóma strengirnir syntalegir í þessu lagi. Trommurnar hljóma líka voða nútímalegar.

Ertu viss um að hann hafi ekki búið þetta til in ðe næntís þegar hann var kominn á leynieyjuna með Elvis, Tupac og River Phoenix?
Bobby Breidholt sagði…
Neinei hann fékk far í tímavélinni ;)
krilli sagði…
50s? Gullöld gullaldanna.

Vinsælar færslur